Tíminn - 29.06.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.06.1963, Blaðsíða 13
HAFINN TIL SKÝJANNA (Framhaid ti 9 siðu ) — Hvers konar fólk sækir óperuna í Vín? — Það er sko ekki þröngur hópur, heldur fólk á öllum aldri og stigum. Þar fer fólk ekki í óperuna af því að það' sé fínt heldur af hreisni nauð- syn á að lifa og hrærast í tón- listinni. Maður kemst ag raun um það í hléunum frammi á göngum, að fjöldi eldgamalla kerlinga og karla hafa verið þar gestir alla ævi að því er virðist. Það er sama hvert mað ur snýr sér ag næsta manni til að spyrja um eitthvað sem snertir músíkina. Þetta fjör- gamla fólk af öllum stéttum kann allt á fingrum sér og svör við öllu. Þar er ekki erfitt að fá þetta fólk til að tala um músíkina, það fer iðulega í sam anburð á óperunni, eins og hún gerðist í ungdæmi þess og eins og hún er nú. — Finnst því máske henni hafa farið aftur? — Sumar gamlar manneskjur hafa orð á því, að söngvararn- ir syngi meira af tækni en góðu hófi gegni, í gamla daga hafi þeir sungið af lifi og sál eins og andinn innblés bezt hverju sinni, nú sé þetta meira orðið tillært. Svo mikið er víst, að fólkið í Vín lætur sig músíkina miklu skipta, lætur sér ekki nægja það sem aðrir segja því, heldur myndar sér sínar skoð- anir. — Varstu þar óslitið vetur og sumar þessi ár? — Nei, ég kom alltaf heim á sumrin til að vinna fyrir mér, vann í Mjólkursamsölunni, hjá Rafveitunni og síðast í tónlist- ardeild útvarpsins, og þar er ég nú og verð þangað til ég held til Heidelberg. Hef líka nóg að gera heima utan vinnu- tímans til að búa mig undir fyrstu hlutverkin í haust. Það er reyndar ekki víst, hvaða ó- peru ég syng í fyrst. Ann- aðhvort „Martha“ eftir Flot- ow eða „Brúðkaup Figaros" eftir Mozart. Eg legg aðalá- herzluna á að læra og byggja upp hlutverk mitt í Martha, hinu er ég kunnugri og það mfklu minna og auðlærðara. — Eru þýzku óperurnar meira að þínu skapi en t. d. ítðlsku? — Nei, Ítalía hefur að mín- um dómi lagt það bezta til óperubókmenntanna. Auðvit- að er Mozart dásamlegur og alveg einstæður meðal þýzkra og allra tónskálda. Annars get ég varla sagt, ag ég eigi nokk- urt sérstakt eftirlætistónskáld. Þau eru svo mörg alveg stór- kostleg, hefur eitt kosti, sem annað hefur ekki og öfugt. Það er svo margt, sem kemur til álita hvað þetta snertir. — Hafa margir íslenzkir námsmenn verið í Vín upp á síðkastið? — Nei, þeim hefur farið ó- sköp mikið fækkandi. Þegar ég fór, voru þar eftir aðeins fá- ein. Sibvl Urbansic var að ljúka prófi í tónlistarfræðum í vor við góðan orðstír og heldur máske áfram þar. Sverrir Magn- ússon byrjaði söngnám fyrir mörgum árum og er þar enn. Þá er Guðbjartur Guðlaugsson, sem líka var þar mörg ár við myndlistarnám og vinnur nú þar á auglýsingateiknistofu. Gísli Sigurðsson við efnafræði. Eg man ekki eftir öðrum í svip- inn. — Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari lék undir á fyrstu tónleikunum þínum í haust. Voruð þið ekki samtíða í Vín? — Jú. ég held það nú, það var ekki amalegur félagsskap- ur fyrravetur, þegar Rögnvald- ur og Halldór Kiljan með fjöi- skyldur sínar voru vetrarlangt í hinni fámennu íslenzku ný- lendu í Vín. Þá var Kiljan ða sknfa ieikritig Prjónastofuna Sólina, bjó í Vín, en skrapp oft i stuttar ferðir yfir til ann- arra landa. En hann gaf sér annað veifið tíma til að deila geði við okkur hin. Við kom- um saman heim með honum á gamlárskvöld, en á annan jóla dag var bog heima hjá Rögn- valdi og Helgu. Þetta voru in- dælis stundir, skrafað, sungið og spiiað, og Halldór Kiljan lét til leiðast að lesa úr leikriti sínu. Og það' var meira en venjulegur lestur, hann tók eitt hlulverkig af öðru og lék með sínu lagi, það var alveg stórkostlega skemmtilegt. Já, það eru margar góðar minning ar frá Vín. En nú verðpm við víst að hætta. Eg er að fara að hitta kærustuna. Það þýðir ekki að vera of seinn á stefnumótið, sagði Óiafur og fór að' fína sig til íyrir stefnumótið. KIRKJUVÍGSLA Framhald af 8. síðu. anleik og söngstjórn annaðist Þor- valdur Brynjólfsson. Meðhjálpari var Kristján Davíðsson, Oddstöð- um. Fjölmenni var við vígsluna og að henni lokinni var samsæti í félagsheimilinu að Brautartungu. Kvenfélag sveitarinnar hafði veit- ingar af mikilli rausn. Margar ræð ur voru fluttar og sungið á milli og stóð hófið fram á kvöld. Mátti glöggt finna samhuga gleði sókn- armanna yfir þeim sigri, sem nú var unninn, þegar ný og myndar- leg kirkja var risin á hinum forn- helga kirkjustað. Einnig voru við- staddir nokkrir burtfluttir Lund- dælingar og kveðjur bárust frá öðrum, en ýmsir, sem fluttir eru í önnur héruð og eiga helgar minn ingar um Lundarkirkju, hafa með gjöfum og uppörvun stutt heima- menn í þess göfuga stórvirki. K A T L A R fyrir sjálfvirk kynditæki fyrir súg- kyndingu. Veljið aðeins það bezta. I Vélsmiðja 5^ fíjörns Magnússonar Keflavík. Sími 173? Kapitola Á vængjum vorboðans, — Bjarnargreifarnir — Simbilína fagra, Margrét fagra, Örlög ráða, í Mannamunur, Aðalheiður, í Skin eftir skúr, Niðursetningurinn, Aðalsteinn, Karlotta, Herragarðurinn, Herragarðslíf, Æskuþrá Ást og auður Biðjið um verð yfir vinsæl- ar- sögubækur. Sent í póstkröfu hvert á land sem er. Bókaverzlunin Frakkastíg 16 ALLTMEÐ IMSKIP Á næstunni ferma skip vor til íslands sem hér segir: New York: Brúarfoss 23—28. júni Dettifoss 12.—19. júní Kaupmannahöfn: Gullfoss 4.—6. júlí Tungufoss 8. júlí Gullfoss 18.—20. júlí Leith: Gullfoss 8. júlí Gullfoss 22. júlí Rotterdam: Goðafoss 28. júní — 1. júlí Rrúarfoss 18.—19. júlí Hamborg: Goðafoss 3.—4. júlí Brúarfoss 21.—24. júlí Tröllafoss um 20. júlí Antwerpen: Reykjafoss 10.—12. júlí Hull: Mánafoss 9.—12. júlí Reykjafoss 13.—16. júlí Gautaborg T'röllafoss 15.—18. júlí Kristiansand: Bakkafoss 7. júlí ' Tröllafoss 19. júlí Ventspils: Bakkafoss 2.—4. júlí Selfoss 21.—22. júlí Gdynia: Tungufoss 2.—4. júlí Selfoss 23.—24. júlí Finnland: Bakkafpss (Kptka) 30. júní til 1 júli ' SeífóSs (Kdtka) 16. til 18. júlí Leningrad: Selfoss 18.—20. júlí Vér áskiljum oss rétt til að breyta auglýstri áætlun, ef nauðsyn krefur Góðfúslega athugið að geyma auglýsinguna. HE EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Rússa-jeppi Vil kaupa óyfirbyggðan j i rússa-jeppa. Skilvís greiðsla Svar sendist um árgerð og ástand til afgreiðslu blaðs- ! ins fyrir 10. júlí merkt: j „Rússa-Jeppi“. ÖXLAR með fólks og vörubílahjól um. Vagnbeizli og beizlis grindur fyrir heyvagna og kerrur Notaðar felgur og ísoðin híladekk til sölu hiá Krtstjánj Júlíussyni, Vest urgötu 22, Reykjavík — sími 22724. Sendi í póst kröfu..- FARÞEGAFL0G-FLU6SKÓII 1-8823 Atvlnnurekendur: SpariS tlma og peninga — látiS okkur flytja viSgerSarmenn ySar og varahluti, örugg þjónusta. FLUGSÝN Strandamenn Strandamenn Átthagafélag Strandamanna ter í ferðalag inn í Landmannalaugar laugardaginn 6. júlí 1963. Lagt verður af stað frá Austurvelli kl. 2, stundvís- lega. Farmiðar verða seldir hjá Magnúsi Sigurjónssyni, Laugaveg 45, sími 14568 til fimmtudagskvölds. Nánari upplýsingar gefa: Sigurbjörn Guðjónsson, Langholtsveg 87, sími 33395, Haraldur Guðmundsson, Fornhaga 22, sími 12901, Kristinn Guðjónsson, Langagerði 28, sími 33713. Tryggið ykkur miða í tíma Undirbúningsnefnd Lokað í dag Skrifstófur vorar verða lokaðar í dag (laugardag 29. júní) vegna skemmtiferðar starfsfólksins. Skipaútgerð ríkisins Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir, er verða sýndar í Rauðar- árporti mánudaginn 1. júlí kl 1 til 3. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna v/Miklatorg Sími 2 3136 i l Hringbraut Simi 15918 T í M I N N, laugardagurinn 29. júní 1963. — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.