Tíminn - 12.07.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.07.1963, Blaðsíða 8
AlMNHft BÚKflfÉLAGID GAF llT RMMTÁN BÆKUR SL.flR Ljósmyndari frá Tímanum átti leið norður með Hafnarfjalli fyrir nokkrum dögum o« ók þá fram hjá þessum tveimur bílum, þar sem þeir lágu afvelta úti í móa, stutt hvor frá öðrum. Sumarfríið get>ur endað illa ef ekki er ekið varlega. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ gaf út á s. 1. ári 15 bækur og seld- ist Fuglabókin bezt þeirra — en yfirleitt var ágæt sala í öllum bók- um félagsins, svo að velta þess nær tvöfaidaðist. Afkoma félags- ins á árinu var því mjög góð og hvílir fjárhagur þess nú á æ traust ari grundvelli. Félagsmönnum fjölgar stöðugt. Blómlegasta starfsár í sögu félagsins. Aðalfundur AB fyrir árið 1962 var haldinn í Þjóðleikhúskjallar- anum miðvikudaginn 26. júní s. 1. Þar gaf formaður félagsins, dr. Bjarni Benediktsson, ráðherra, og framkvæmdastjóri þess, Baldvin Tryggvason, lögfræðingur, yfirlit um starfsemi félagsins á síðasta ari — sem var hið blómlegasta ?llt frá stofnun félagsins fyrir átta árum. Merkar útgáfubækur. Meðal útgáfubóka á árinu auk Fuglabókarinnar, sem senn kemur út í annarri útgáfu, voru „Helztu trúarbrögð heims“ í útgáfu bisk- upsins, dr. Sigurbjörns Einarsson- ?r, og „íslenzkar bókmenntir í fornöld", fyrsta bindið af bók- menntasögu dr. Einars Ól. Sveins- ronar forstöðumanns Handrita- stofnunarinnar, báðar hinar merk- ustu bækur. Þá kom út hin athyglis verða og umrædda sjájfsæyjsaga dr. Hannesar Þorsteinssonar, þjóð skjalavarðar, en hún seldist næst bezt af bókum félagsins á árinu. Tvær skáldsögur eftir íslenzka höfunda komu út s. 1. ár, „Brauðið og ástiffi" eftir Gísla J. Ástþórsson og „SiWiarauki“ eftir Stefán Júlí- usson einnig „Þjóðsögur og sagn- ir“ sem Torfhildur Hólm hafði safnað. — Síðast en ekki sizt er að geta fjöguiTa nýrra binda í heildar í-.afni skáldverka Gunnars Gunnars sonar, en 2 síðustu bindin í þessu gagnmerka og mikla ritsafni, sem slls verður átta bindi, koma út •uinan skamms. í tilefni þessa flutti Baldvin Tryggvason framkvæmda- stjóri skáldinu sérstakar þakkir fyrir einstæðan skerf þess til starf somi Almenna bókafélagsins frá ondverðu. Bættur hagur bókavei'zlunar AB. Á fundinum gerði framkvæmda- stjóri einnig grein fyrir afkomu bókaverzlunar Sigfúsar Eymunds- sonar, sem AB hefur nú rekið um ára skeið. Jókst velta verzlunarinn ar talsvert á árinu og hagur hennar batnaði að mun. Tveir af starfsmöhnum AB, þeir Garðar Sigurgeirsson og Eiríkur Mreinn Finnbogason láta um þess- sr mundir af störfum hjá félag- inu. Þakkaði framkvæmdastjóri [ cim báðun, einkar yel unnin störf. Leikhús æskunnar á Norðurlandi: ilegur maður BLÁTT ÁFRAM maður gæti viret einkennilegur fyrir það eitt sð haga sér náttúrlega innan um fólk, sem .'eynir að vera eðlilegt með því að forðast það sérkenni- iega. Með því að vera hátíðlegur gæti hann virzt enn þá furðulegri mann gerð, þar sem hátíðleiki og hrifning eru bannfærðar kenndir i tízkuskóla umgengninnar. Slik- ur maður er vitaskuld viðsjárverð- ur í „mótuðum" félagsskap, sem iætur sér annt um eigin velferð, hamingju barna sina og þjóðarhag. Má nærri geta hvílík uppákoma þc.ð er fynr velmetna fjölskyldu að fá slíkan vágest sem leigjanda, ef hann vanmetur elskulegheit fru arinnar í þokkabót, afvegaleiðir soninn með því að fá hann til að gefa sig í niðurlægjandi moldar- starf og barnar heimasætuna. — Sjaldan launar kálfur ofbeldi, — stendur þar, og þannig fer um ein kennilega manninn í samnefndu leikriti eftir Odd Björnsson, sem verður frumsýnt á Akureyri á laugardagsírvöldið. Mannfýlan hef ur jafnvel afráðið að kvænast heimasætunni og fer að búa með henni í kjallaraíbúð. Undir slík- vim kringumstæðum er að sjálf- sögðu heillavænlegast að snúa ó- sigri í sigur, finna lofsverðar eig- cndir í fari mahnsins með knýj- andi skoðanahverfingu, og gera hann að mikilmenni, ef það er ekki sjálfgert. — Það hefur líka allt- af verið eitthvað heillandi eða dul arfullt við manninn, segir frúin, uns og hún hefur alltaf sagt. Leikritið var flutt í útvarp í vet ui og vakti athygli þeirra, sem iieyrðu það, og raunar fleiri, því menn töluðu um það eftirá. Nú verður það frumsýnt utan Reykja víkur, sem er heldur óvanalegt til tæki. Leikhús æskunnar hefur af- ráðið að sýna Norðlendingum og Austfirðingum hinn einkennilega mann í sumar og byrja á Akur- eyri. Vel að merkja er þetta ekki barnaleikrit fremur en önnur leik- rit, sem Leikhús æskunnar hefur sýnt, en stjórnandinn Guðjón Ingi Sigurðsson, tjáði okkur um daginn, að sá misskilingur stæði sér og sinu fólki hvað mest fyrir þrifum, að leiksýningarnar væru ætlaðar fyrir börn og unglinga, sér í lagi. Þetta leiðir af nafninu. Leikhús æskunnar hefur fengizt við stærri. spámenn eins og Shake- speare og Diirrenmatt, og nú við Oad Björnsson, sem margir góðir menn hafa veðjað á, en þess má lika geta, að viðfangsefni félagsins mega teljast holl fólki á öllum aldri. í leiknum Einkennilegur .naður eru níu hlutverk. Flytjend- ur eru ungt fólk, flest við nám í leikskólum eða nýútskrifað úr þeim. Einn gamalkunnur leikari, Valdimar Lárusson, hefur slegizt : hópinn til að fara með hlutverk húsbóndans. Þau halda norður í dag, — og við gerum ráð fyr- ír, að Einkennilegi maðurinn taki íig vel út þar um slóðir, enda ætt- aður þaðan — BÓ. Athyglisverðar bækur í undirbúniingi. í skýrslu siuni vék Baldvin Tryggvason, framkvæmdastjóri, einnig nokkuð að starfsemi AB það sem af er þessu ári og kvað fyllstu ástæðu til áframhaldandi bjartsýni um afkomu félagsins. Út eru komnar á árijiu 6 bækur, þ. á. m. skáldsagan „Það gerist aldrei bér“ — sem seldist upp á rúmum mánuði og hefur nú verið gefin út að nýju. Á síðari hluta ársins eru m. a. væntanlegar „Ævisaga Hann esar Hafstejns“ II. bindi, eftir Kristján Albertsson. Vék formað ur AB sérstaklega að þeirri bók á aðalfundinum og kvað marga bíða útkomu hennar með mikilli eftirvæntingu. Önnur ævisaga er einnig meðal næstu útgáfubóka AB — þ. e. ævisaga sr. Jóns Þorláks- son á Bægisá, rituð af sr. Sigurði Stefánssyni, vígslubiskupi á Möðru völlum. Næsta myndabók AB verð ur um Öskjugosið og kemur út í ágúst undir umsjón dr. Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings. — Aðrar bækur AB, sem í undirbún- ingi eru nú, eru einnig hinar at- hyglisverð'ustu. Stjórn og bókmenntaráð. í stjórn AB voru kjörnir: Rjarni Benediktsson, ráðherra, formaður; Alexander Jóhannesson, prófessor; Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra; Jóhann Hafstein, bankastjóri og Karl Krist jansson, alþingismaður, en til vara: Davíð Ólafsson, fiskimálastj., og Geir Hallgrímsson .borgarstj. — f bókmenntaráð voru kosnir: Tómas Guðmundsson, formaður; Birgir Kjaran, Davíð Stefánsson, Guðmundur G. Ha^alín, Höskuldur Ólafsson, Jóhannes Nordal, Krist- ján Albertsson, Matthías Jóhann- essen og Þórarinn Björnsson. Aðalfundur Stuðla h.f. Að loknum aðalfundi Almenna bókafélagsins var haldinn aðal- fundur Stuðla h.f., sem eins og kunnugt er starfar sem styrktarfé- lag AB. Á fundinum gaf framkv.- stjóri Stuðla h.f., Eyjólfur K. Jóns aon, hrl., skýrslu um afkomu síð- asta árs og ráðstafanir, sem gerð- ar hafa verið og verið er að gera, Lil þess að bæta og efla aðstöðu Almenna bókafélagsins til starf- semi sinnar. Er nú stefnt að því, að AB flytjj áður en mjög langt i’ður skrifstofur sínar og mestalla sfarfsemi í ný húsakynni í Austur- stræti 18, þar sem bókabúð félags :ns — bókaveralun Sigfúsar Ey- Framhald á 13. síðu. ÞJÓRSÁRDALSFERÐ HIN ÁRLEGA skemmtiferð Framsóknarfélaganna í Reykja- vík verður að þessu sinni farin sunnudaginn 14. júlí n.k. Er öilum heimil þátttaka. Lagt verður af stað kl. 8 að morgni frá Tjarnargötu 26 og ekið skemmstu leið að Stöng í Þjórsárdal, þ. e. um Hellis- heiði-Selfoss-Skeið-Gnúpverja- hrepp og iun með Þjórsá með viðkomu hjá Gaukshöfða, ef veður verður gott. Auk bæjar- húsanna að Stöng verður Hjálp arfoss skoðaður og farið að Búr felli, þar sem verið er að fram- kvæma athuganir vegna vænt- anlegrar virkjunar Þjórsár. í bakaleið verður farið upp Hrunamannahrepp og yfir Hvít. á hjá Brúarhlöðum og síðan sem leið liggur um Biskups- tungur og Laugardal að Laug- arvatni, en þar verður stanz að og staðurinn skoðaður. Frá Laugarvatni verður haldið heim á leið með viðkomu á Þingvöllum. Ráðgert er að koma í bæinn laust fyrir mið- nætti á sunnudagskvöld. Aðalloiðsögumaður ferðiar irinar verður dr. Kristján Eld- járn þjóðminjavörður, en einn ig verða kunnugir leiðsögu- menn í hverjum bíl. Kostnaður verður 250 krón- ur fyrir fullorðna og 200 krón- ur fyrir börn, 12 ára og yngri. — Hádegisverður og kvöld- verður eru innifaldir i verð- inu en hins vegar er fólki ráð- lagt að hafa með sér kaffj í brúsa. Miðar verða tilbúnir til af greiðslu í byrjun næstu viku en þegar er byrjað að taka niður pantanir og getur fólk hringt í síma 1 55 64 eða 1 60 66 og látið skrá sig til þáttöku Skrifstofan er opin daglega frá kl. 1—6. B T f M I N N, föstudagurinn 12. júlí 19íi3. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.