Tíminn - 12.07.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.07.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RIKID WILLIAM L. SHIRER erru fullgerðar og löndin x Mið- Evrópu hafa gert sér grein fyrir því, að Frakkland getur ekki far- ið inn á þýzkt land að eigin geð- þótta, munu öll þessi ríki fara að líta allt öðrum augum á utanrík isstefnu sína og nýtt stjörnumerki mun myndast", sagði hann. Þessi myndun hófst nú. „Þar sem ég stóð við gröf fyrir- rennara míns (hins myrta Doll- fussar)“, skrifaði dr. Schuschnigg í minningum sínum, „vissi ég, að til þess að bjarga sjálfstæði Aust urríki, varð ég að l'eggja út á braut friðmælanna . . . Allt varð að gera til þess að koma í veg fyrir, að Þýzkaland fengi ástæðu til þess að grípa inn í og sömu leiðis til þess að tryggja á ein- hvern hátt, að Hitler umbæri þetta óbreytta ástand“. Hinn nýi og ungi austur- rlski kanslari hafði fengið hvatn- ingu af hinni opinberu yfirlýsingu Hitlers í Reíchstag 21. maí 1935 um að „Þýzkaland, hvorki ætlaði sér, né óskaði eftjr því að skipta sér af innanríkismálum Áustur ríkis, innlima það í Þýzkaland né sameina það landinu, og hann hafði orðið enn öruggari vegna Itrekunar Itala, Frakka og Breta I Stresa um, að þeir væru ákveðn. ir í að standa vörð um sjálfstæði Austurríkis, Þá hafði Mussolínj, aðalverndari Austurrikis allt frá 1933, setið fastur I Abyssiniu og slitnað hafði upp úr vináttu hans við Frakkland og Bretland. Þegar Þjóðverjarnir marseruðu inn í Rínarlönd og byrjuðu að víggirða þau, varð dr. Schuschnigg ljóst, að eitthvað varð að gera til þess að friðmælast við Hitler. Hann byrj aði því að ræða við Papen, hinn brögðótta þýzka sendiherra í Vín- arborg, um nýjan sáttmála, en þrátt fyrir það, að ekki hafði munað nema hársbreidd, að naz istar myrtu Papen í júníblóðbað- inu, hófst hann þegar handa um að grafa undan sjálfstæði Austur- ríkis og fanga föðurland Hitlers fyrir foringjann, þegar hann kom til Austurrikis síðsumars 1934, eftir að nazistar höfðu drepið Dollfuss. „Þjóðernissósíalisminn verður og mun bera ofurljði hin- ar nýju kenningar í Austurríki“, skrifaði hann Hitler 27. júlí 1935 í skýrslu sinní um fyrsta starfs- árið, í Vín. í textanum, sem birtur var af austur-þýzka sáttmálanum, er undirritaður var 11. júlí 1936, virtist korna fram óvenjumikið umburðarlyndi og göfuglyndi af hálfu Hitlers. Þýzkaland staðfesti enn einu sinni sjálfstæði Austur. ríkis, og hét að skipta sér ekki af innanríkismálum nágranna síns. í staðinn lofaði Austurríki, að í ut- anrikismálum myndi það ætíð fylgja þeirri frumreglu, að viður- kenna sjálft sig sem „þýzkt ríki“. En í samningnum voru leynjjeg ar greinar, og í þeim veitti Schu- schnigg tilslakanir, sem áttu eftir að leiða hann — og hið litla land hans — út 1 glötun. Hann sættist leynilega ó, að veita pólitískum nazistaföngum í Austurríki sakar- uppgjöf og setja fulltrúa hinnar „svokölluðu „þjóðarandstöðu““ — fegrunarheiti á nazistum, eða stuðningsmönnum nazista — í „pólitískar ábyrgðarstöður“. Þetta var sama og leyfa Hitler að setja upp Trjóuhest í Austurríki. í hann átti innan skamms eftir að skríða Seyss-Inquart, lögfræðingur frá Vínarborg, sem mun koma allmik ið við sögu hér. Enda þótt Papen hefði fengið viðurkenningu Hitlers á texta sátt- málans, en hann fór sjálfur til Ber línar í þessum tilgangi snemma í júli, var foringinn ofsareiður við sendimann sinn, þegar hinn síðar- nefndi hringdi til hans 16. júlí og skýrði honum frá því, að samn- ingurinn hefði verið undirritaður. — Viðbrögð Hitlers gerðu mig furðu lostinn (skrifaði Papen síð- ar). í staðinn fyrir að láta í ljós þakklæti sitt ruddi hann úr sér heilli runu af fúkyrðum. Eg hafði' villt um fyrir honum og látið hann' gefa allt of miklar undanþágurj . . . Þetta var allt saman gildra.! Eins og koma átti í ljós var þetta gildra fyrir Schuschnigg en ekki fyrir Hitler. Undirritun austurrísk-þýzka sátt málans var mark , um; það Mussolini háfSi misst1 'Wk^s.tt Austurríki. Það hefði verið hægt að búast við því, að þetta myndi leiða til þess að sambúðin milli fasista-einræðisherranna tveggja versnaði, en hið gagnstæða varð uppi á teningnum —örsökin voru atburðir, sem nú 1936 rak á fjör- ur Hitlers. ítölsku hersveitirhar héldu inn I höfuðborg Abyssiníu, Addis Abe- ba 2. maí 1936 og 4. júlí gafst j Þjóðabandalagið formlega upp og afturkallaði refsiaðgerðir sínar1 gegn ítaliu. Tveimur vikum síðar 16. júlí, fór Franco af stað með herbyltingu sína á Spáni, og borg- arastyrjöldin brauzt út. Hitler var, eins og venjulega á þessum tíma árs, á Wagner-hátíð- inni í Bayreuth, þar sem hann naut óperunnar. Þegar hánn kom frá leikhúsinu að kvöldi hjns 22. júlí kom þýzkur kaupsýslumaður frá Marokkó til Bayreuth í fylgd með þýzkum nazistaforingja, og var hann með áríðandi bréf frá Franco. Uppreisnarforinginn þarfn aðist flugvéla auk annarrar að- stoðar. Hitler kallaði þá Göring og von Blomberg hershöfðingja þeg- ar til sín en þeir voru af tilviljun I Bayreutb, og sama kvöld var tek in ákvörðun um að styðja spænsku byltinguna. Jafnvel þótt aðstoð sú, sem Þjóðverjar veittu, nálgaðist aldr- ei aðstoð ítala, sem sendu milli sextíu og sjötíu þúsund hermenn fyrir utan miklar birgðir hergagna og flugvéla, þá var hún töluverð. Þjóðverjar reiknuðu síðar út, að þeir hefðu eytt hálfri billjón marka í þetta ævintýri, auk þess sem þeir lögðu fram flugvélar, skriðdreka, tæknifræðinga og „Gammahersveitina1-, flugsveit, sem varð kunn fyrir að hafa þurrk að burtu spænsku borgina Guern- ica og aRa ibúa hennar. í saman- burði við hina miklu' endurher- væðingu Þýzkalands sjálfs var aðstoðin ekki mikil, en hún gaf Hitler hins vegar töluvert í aðra hönd. Frakkland hafði fengið þriðja óvinveitta fasistaríkið við l'anda- mæri sín, Þetta espuði innanríkis deilurnar í Frakklandi milli hægri og vinstri aflanna og veikti um leið aðalképpinaut Þýzkalands í vestri. Framar öllu öðru gerði það Bretlandi og Frakkland ómögu- legt að vingast aftur við Ítalíu, en stjórnirnar í Paris og London höfðu einmitt vonazt eftr, að það gæti orðið þegar stríðinu í Abyss- iníu lyki og svo rak þetta Musso- líni í faðm Hitlers, Al'lt frá upphafi var Spánar- stefna foringjans slóttug, fyrir fram ókveðin og forsjál. Ljóst verður af lestri þýzkra skjala, sem tekin voru af Bandamönnum I stríðslok, að ætlun Hitlers var að draga borgarastyrjöldina á Spáni á langinn til þess að stía lýðræð- isríkjum Vesturlanda frá Ítalíu og færa Mussolíni nær honum sjálf- um. Þegar í desember 1936 sendi Ulrich von Hassel, sendiherra Þjóðverja í Róm, sem enn hafði ekki fengið þann skilning á mark miði og aðferðum nazista, er hann síðar hláut og átti eftir að kosta hann lífið, svohljóðandi skýrslu til Wilhelmstrasse: Átökin á Spáni geta haft sama hlutverki að gegna, hvað viðvíkur sambúð ítala annars vegar og Frakka og Breta hins vegar og átökin í Abyssiníu. Þau leiða greinilega í Ijós hinar raunhæfu, andstæðu hagsmuni ríkjanna og koma um leið í veg fyrir, að ftalía dragist inn í net Vesturveldanna og verði notuð I klækjabrögðum þeirra. Baráttan um ráðandi póli- tísk áhrif á Spáni afhjúpar hina náttúrulegu andstöðu ítala og Frakka. Um leið verður ífalía 46 inu. Hann blés út úr benzínleiðsl- unum, hreinsaði dælur og blönd- ung og tókst að ræsa vélina. Út- lit bifreiðarinnar hafði orðið fyr- ir brunatjóni, — annað var ekki að henni að finna. I mælaborð- inu var útvarpstæki og áttaviti og aftur í lá farangur Lauru og Lynch, reipi og keðjur, verkfæri og svefnpokar. í stórum, sterk- byggðum kassa úr alúmíníum voru birgðir af niðursuðuvörum og kexi ásamt allmörgum gin og viskíflöskum. Beecher fann til máttleysis af einskærum hugarlétti. Hendur hans skulfu, þegar hann setti bíl- inn í gír og ók af stað til baka til tjarnarinnar. Ilse beið hans undir pálmatrján um. Hún hafði fundið tösku sína, en hvorki dollara né peseta. Tösk unni hafði verið kastað inn á miHi trjánna, eins langt frá tjörnínni og unnt var. „Það gerir ekkert til", 6agði Beecher. „Það er allt í lagi með okkur. Við höfum mat“. Hann gat ekki orðið reiður. Laura hlaut að hafa tæmt töskuna, þegar Ilse hljóp á móti Aröbunum. Nú var Lynch dauður og Laura á burtu. En hún hafði verið óttaslegin, þeg ar hún hljópst á burt og sú stað- reynd nægði til að Beecher gat ekki reiðzt. Þau hvildu sig við tjörnina og snæddu brauð með dósakjöti og kexi. Það var þegar orðið mjög heitt og þess vegna enn þægilegra að liggja undir skuggum trjánna og láta svala goluna frá tjörninni leika um andlit sér, Beecher duld ist ekki, hve hreyfingar Ilse voru orðnar hægar og stirðar. Þrátt fyrir matinn, sem hún hafði snætt, virtist hún orðin mjög máttvana. Hún hafði greitt hárið upp í hnút á höfðinu og andlit hennar var ná- bleikt eins og á vaxbrúðu. „Nú eru sterkar líkur á, að við komumst til Goulamine", sagði hann. „Og þá byrjar grínið“. „Hvaða grín?“ „Eg meina vandræðin“. Beech- er tók upp veski sitt og taldi pen- ingana. Sex hundruð og fimmtíu pesetar, rúmlega tíu dollarar. „Hvað höfum við við peninga að gera?“ spurði Ilse. „Ef við kom umst til Goulamine, getum við far ið beint til l'ögreglunnar". „Það er heldur seint að fara til Jögreglunnar. Eða kannske heldur of snemmt“. Beecher sneri sér að henni. „Hlustaðu á. Eg fékk vinnu hjá Don Willie. Það vita allir, Eg lenti í ryskingum við Frakka, sem hefur fundizt liggjandi dauður fyr ir húsdyrunum á heimili minu. i Það er nokkuð, sem nú er áreiðan í lega orðið heyrum kunnugt. Eg stjórnaði vélinni hingað suður eft ir.“ Beecher andvarpaði þungt. „Þú varst . . . nú, það er svo sem sama hvað þú varst. En um sam- band þitt og Don Will'ies vita all- ir, Þú vissir, hvað hann hafði í huga, en samt sem áður fórstu ekki , til lögreglunnar Hvernig heldurðu, að skýringum okkar verði tekið? Við mundum verða álitin lygarar. sem værum að reyna að skella skuldinni á dájð fólk. Það hefur verið kveikt á kert um spönsku flugmönnunum til sáluhjálpar. Og konur þeirra verða svartklæddar til dauðadags. Einhver þarf að gjalda fyrir slíkt. Geturðu hugsað þér nokkurn, sem stendur því nær en okkur?" „Hvers vegna eigum við þá að fara til Goulamine? Hvers vegna verðum við ekki hér ou M'n-v. ií^.v i eyðimörkinm'‘ Henni var alvar o um ástæðum gramdis: o u.i, . W. P. Mc Givern Líklega var það þessi hugsun að bíða dauðans og hafast ekki að frekar en sálarlaus kjötflykki, sem honum geðjaðist ekki að. Það vakti honum furðu, þegar það rann upp fyrir honum, hve heitt hann í rauninni óskaði þess að lifa. Ekki vegna bjartrar framtlðar, er biði hans — hann vildi lifa nú — á þessari stundu og hann var reiðu búinn til að berjast fyrr hverri mínútu af lífi sínu, hverjum and- ardrætti. „Við ökum tíl Goulamine", sagði hann hvasslega. „Og síðan norður Marokkó til Spánar. Alla vega reynum við það, sem við get- um. Ef við verðum handtekin á leiðinni, er úti um okkur. Við mundum ekki fá að sjá framan í lögfræðing fyrr en eftir margar vikur. Og að þeim tíma liðnum yrði sannleikurinn svo djúpt graf- inn undir dyngjum af rógburði og ágizkunum, að vonlaust yrði að grafa sig niður á hann aftur, þó svo að við hefðum skurgröfu." „Já,“ sagði hún hægt. „En hvaða gagn er í þvi að fara til Spánar?" „Don lulio, lögreglustjórinn í Mirimar, er vinur minn. Hann mundi eklcí kalla okkur lygara, fyrr en hann gæti sannað það“. „Já, en hann veit, að ég hef eínu sinni logið að honum. Hann mundi búast við að ég lygi að hon- "m aftur' .Don Julu ekui engar vanhugs 't kvarðani; >g auk þess er ■■ íklega ein. maðurinn, sem eg man eftir í bili, sem hefði nægilega kímnigáfu til að taka okk ur trúanleg. Ef við komumst til Mirimar, munu líkurnar til að við sleppum aukast frekar en hitt“. „Hvað á ég að gera?“ „Reyndu að laga þig tU. Við komumst ekki hjá því, að fólk sjái okkur. En við höfum ekki efni á að vekja athygli fólks“. „Hún skildi eftir ferðatösku“. „Þá ættirðu að geta notað eitt- hvað af því, sem hún á. „Beecher reis upp og hjálpað Ilse á fætur. „Og hafðu hraðan á“. Beecher leit eftir olíu og benzíni og fyllti tvo brúsa af fersku vatni. Síðan afklæddist hann og þvoði sér í tjörninni og rakaði sig með í-akvél Lynch. Hann fann hreinar buxur og skyrtur í ferðatösku Lynch. Kakiskyrtan var númeri of stór, en hann hafði hana opna I hálsinn og bretti ermunum upp undir léreftsjakkann. Þá var auk þess ýmislegt, sem hann þurfti að taka afstöðu tU. Hvort hann ætti að grafa Lynch, og hvort hann ætti að taka með sér kassann, sem Don Willie.hafði gleymt. Beecher ákvað að láta hvort tveggja vera Lynch mundi halda sér jafn vel í skraufþurru loftinu eins og undir hálfum metra af sandi og skjalakassinn mundi aðeins verða til byrði, þegar þau skildu Landróverinn við sig. Lynch og skjalakassinn mundu vera bezt geymdir, þar sem þeir voru — hvorugur mundi færa sig úr stað fyrsta kaslið Ilse kom niður stigann úr vél- inni klædd ljósbláum kjól og á handleggnum bar hún hvíta regn kápu. Hún hafði þvegið sér og I kinnum hennar var léttur roði eft ir kalt vatnið. Sólin glampaði á brúnum fótleggjunum um leið og hún fetaði sig með varúð yfir að bifreiðinni. Beecher nam staðar við bílinn andartak til að líta vinina hinzta sinni. Þetta var mikilvæg stund. Rifin og brennd flugvélin heyrði nú eyðimörkinni til; hún lá þarna í lífvana tilgangsleysi eins og sól- bakaðar steinhellurnar og gulur sandurinn. Og eitthvað af honum sjálfum varð eftir hér einnlg. Og hann vissi, að hér í tómlegri auðn inni mundi það verða um alla ei- lífð. Beecher undraðist vaxandi sjálf traust sitt. Hann fann skyndilega, að hann var orðinn óvinur alls, sem dautt var. Sólin var þegar komin allhátt á loft og heitir geislar hennar voru eins og miskunnarlaus svipuhögg á örmagna jörðina. Beecher stökk upp í bifreiðna. Klukkan var hálfníu, þegar þau óku af stað í áttina til Goulamine. Af messingsskilti á mælaborð- ,inu að dæma hafði bifreiðin verið tekin á leigu hjá fyrirtækj í Casa blanca. Heimilisfang þess stóð þar á frönsku og spönsku og undir því eitthvert arabiskt krumsprang, sem sennilega táknaði það sama. En Beecher bjóst við, að bíllinn gæti þekkzt í Goulamine og gæti vakið umtal. Þess vegna ók hann T í M I N N, föstudagurinn 12. júlí 1963. — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.