Tíminn - 23.07.1963, Síða 1

Tíminn - 23.07.1963, Síða 1
benzin eda diesel ÖVER jjEKLA. 162. tbl. — Þriðjudagur 23. júli 1963 — 47. árg. „Allt, sem lyftir Skálholti í raun, lyftir þjóðinni", mœlti biskupinn, herra Sigurbjörn Ein arsson, í þakkarorðutn, er hann flutti, er Bjami Benediktsson, kirkjumálaráðherra hafði af- hent þjóðkirkjunni Skálholts- stað. í ræðu sinni gat biskup þess, að er Gissur biskup ís- leifsson gaf Skálholtsland heil- agri Péturskirkju í Skálholti, fylgdi gjöf hans það ákvæði, að þar skyldi ávallt biskupsstóll vera. Sagði biskup, að þessi um imæli hefðu um nokkurt skeið þótt fjarstœð raunhæfum veru leika, en nú væri svo komið að þetta væri ekki lengur óraim- hæf hugmynd, þótt vera mætti álitamál og umræðuefni enn um sinn, hvort og hvernig fram kvæma skuli. Vígsluathöfnin og afhending staðarins var látlaus, en áhrifa mikil og falleg athöfn. Mikill mannfjöldi var viðstaddur há- tíðahöldin að Skálholti á sunnu daginn, þrátt fyrir kalsaveður og er talið, að 5—6000 manns hafi sótt hátíðahöldin, þegar flest var. Sólin brauzt fratn úr skýjaþykkninu í þann mund, er prósessía biskupa og presta gekk í kirkju. Myndina tók ljósmyndari Tímans, GE, er endi prósessíunnar kom að kirkjutröppunum. Á henni sjást vígsluvottamir, sem vom er- lendu biskuparnir fimm; vígslu biskupar Skálholts og Hóla, og dr. Valdimar Eylands. Síðastur fór biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, klædur forkunnar- fagurri skykkju. Sjá bls. 7,8 og 9 MIKLIR HEYSKAÐAR AF ROKINU Á SUÐURLANDI SUMIR MISSTU YFIR100 HESTA PE-Hvolsvelli, 23. júlí. Mlklir heyskaðar urðu í Flióts- hlíðinni og undir Eyjafjöllum í rok inu um helgina ,sem kom óvænt. Fauk hey, bæði laust og úr göltum og munu sumlr bændur hafa misst á annað hundrað hesta af heyl. Rokið skall á um miðnættið á sunnudagsnóttinni Margir bændur áttu flatt hey, sem farið var að þoma, og því laust fyrir. Til dæmis hafði Sigurður á Barkarstöðum slegið stóra spildu á laugardaginn og áætlar, að á henni hafi verið um 300 hestar. Úr því telur hann að hafi fokið um helmingur, og skúr, er kom seinni partinn í gær, hafi bjargað því, að ekki fór allt. Þá fauk einnig víða hey úr gölt um og munu frá 50 hestum og upp að hundrað hafa tapazt á allmörg um bæjum, bæði í Fljótshlíðinni og undir Eyjafjöllum. Það var ekki fyr en í gærkvöldi, sem veðrið gekk niður. Áttin var austlæg eða norðaustlæg, en þær áttir eru sem kunnugt er mjög slæmar hér um slóir. Margir bændur hér um slóðir em mjög gramir yfir því, að veðri þessu var ekki spáð fyr en það var að skella á og vom menn því mjög T0GARAR FARNIR AD KOMAMEDFULLFERMI MB-Reykjavík, 23 júlí. Afli hefur verið ágætur hjá togurunum á heimamiðum að und- anförnu, og hafa þeir komið með fullfermi inn nú um helgina. Síð- ustu viku var landað hér 1430 tonnum af karfa, sem er óvenju mikið. Nú um helgina kom Skúli Magn- ússon með rúmlega þrjú hundruð tonn, og var þeim landað í gær í dag og kvöld var unnið við lönd- un úr Hvalfellinu og Jóni Þor- lákssyni, en bæði þau skip munu vera með fullfermi, eða sem næst 300 tonn. Á morgun er Sigurður svo væntanlegur inn með mikinn afla, senniiega um eða yfir 400 tonn. Afli þessi er allur fenginn á heimamiðum, eða við Austur- Grænland. Þá hafa borizt fregnir af, að Þorsteinn Ingólfsson, sem verið hefur við veiðar við Vestur-Græn- land, sé lagður af stað heimleiðis með fullfermi. Segja má, að afli togaranna hafi verið þokkalegur i vor og sumar, og virðist hann enn vera að auk- ast, eftir þessum nýjustu fréttum að dæma óviðbúnir, en miklu magni hefði mátt bjarga, ef bændur hefðu reikn að með því. Skarðið nærri dfært FB-Reykjavík, 22. júlí. í kvöld bárust þær fréttir ti' Siglufjarðar, að aurskriður hefði fallið á Siglufjarðarveginn o; myndi þurfa að fara og hreinss hann. í nótt sem leið byrjaði að hríð£ í fjöllin og snjóaði þar enn urr kvöldmatarleytið í kvöld. Á Siglu firði sjálfurn var ausandi rigning og þar hafði verið ofsarok í allar gærdag. Búizt var við því, að kólr aði veðrið, svo nokkru næmi mundi þegar fara að hríða, því úr hellið var svo mikið. Þrjátíu skip lágu inni á Siglu firði, og munu skipsmenn hafs farið velbirgir af áfengi um borf í borgun hræddir um að lögreglar imyndi grípa til þess ráðs að loka útsölu áfengisverzlunarinnar, ein: og gert var. í seinustu landlegu en það hefur ekki verið gert enn enda skipin ekki svo mörg í höfr inni. BÖLL OG / r BIO ALLAN DAGINN FB-Reykjavík, 22. júlí. Engin síldveiði var síðast liðinn sólarhring. Fyrir austan var austan stormur og vondur sjór, og öll skip inni. Á Seyðisfirði lágu á ann að hundrað norsk síldveiðiskip inni auk fjölmargra íslenzkra skpa. Þar var mest um að vera í samkomu- húsinu og annað hvort böll eða bíósýningar nær því allan sólar- hringinn. Ekkert útlit er fyrir veiði í nótt. Engin síldveiði var heldur við Eyjar um helgina, enda veður vont.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.