Tíminn - 23.07.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.07.1963, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fraittkvsemdastjóri: Tómas Ámason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftairgjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f, — Framtak og samhjálp hinna mörgu í RÆÐU ÞEIRRI, sem Ólafur Thors forsætisráðherra flutti 17. júní siðastliðinn, rifjaði hann m. a. upp nokkur orð Jóns Sigurðssonar, sem vissulega er vert að menn festi sér í minni. Þau voru á þessa leið: „Það, sem vér höfum helzt fyrir augum, að þyrfti til undirbúnings, er almennar framkvæmdir til að efla atvinnuvegu landsins og gróða landsmanna. — Enginn getur neitað því, að land vort hefur nægar og óþrjótandi auðsuppsprettur fyrir dugnaðarmenn, bæði til lands og sjós, og svo mikið atvinnufrelsi, að hver og einn getur leitað sér gagns og neytt krafta sinna, svo sem hann hefur dáð og menningu til. En ekki verður þess neytt með svo miklu afli og lagi þegar hver kúrir í sínu horni, eins og þegar margir eru samtaka og hver leggur sitt fram, til þess að fá því fram komið, sem mest er í varið og ofvaxið er einstökum mönnum". í þessum ummælum Jóns forseta. eins og svo mörg- um öðrum ummælum hans kemur það glöggt í ljós hví- Ilka áherzlu hann lagði á samhjálp og samvinnu fjöldans íil að leysa margháttuð viðfangsefni og efla þannig fram- farir og hagsæld þjóðarinnar. Jón forseti var einn bezti boðberi samvinnunnar, sem þjóðin hefur átt. Reynzla hefur sannarlega staðfest, að ekkert er ör- uggari undirstaða framfara og hagsældar en að efla framtak og samhjálp hinna mörgu, en treysta ekki um of á framtak hmna fáu og sterku Emkaframtakið getur notið sín vel á mörgum sviðum, en mjög víða þarf sam- hjálpin og samvinnan einnig að koma til, þegar leysa þarf hin stærri og margþættari viðfangsefni. Þess vegna þarí jöfnum höndum að glæða framtak og samhjálp hinna mörgu. Þetta er ekki sízt ástæða til að hafa hugfast nú, þar s-m stjórnarvöldin stefna að því að draga fjármagn og yfii rað á fáar hendur. Slíkt stuðlar að bví að lama framtak iiiiina mörgu og möguleika þeirra iil samhjálpar. Slík> íeur, draga úr því átaki og afli, sem annars væri hægt að leggja fram til uppbyggingar Það mun enn reynast rétt, sem Jón forseti sagði fyrii 100 árum, að aldrei verður frelsisins neytt „með svo mik.u afli og lagi, þegat hver kúrir í sínu horni, eins og þegar margir eru sam taka og hver leggur sitt fram, cil 'pess að fá þvi fram komið, sem mest er í varið og of mxið er einstökum mönnum“. Biskup í Skáihoiti ÞAÐ KOM glöggt íram i ræðu buKups, er hann veittj Skálholtsstað móttöku fyrir hönd kirkjunnar, að mark mið hennar verður að endurreisa þai biskupsstólinn. Þetta sama kemur einnig fram i ályktun kirkjuráðs er það gerði á fundi sínum 19. þ. n. um framtíð Skái holts sem kirkjulegrar miðstöðvar Hins vegar kemur það fram næo> í ræðu biskups o ályktun kirkjuráðs, að eigi skuli rasað um ráð frair beldur fyrst tekin ákvörðun um andurreistan biskupstó‘ Skálholti eftir að athugað hefur verið. hvernig ha> muni falla bezt inn í framtíðarskipun xirkiulegra mála Þetta er hyggilegt En svo nmn 'nörgum finnást eigi hafj Skálholt heimt að öllu tyrr. stöðu sina fyrr e, þar er bæði skóli og biskupssetur j Vér hugsum með fögnuði til þeirrar sögu, sem er framundan Ávarp forseta íslands að lokinni vígslu Skálholtskirkju 21. þ.m. Herra bisfcup, gáðir fslendingar og gestir! Tuttugasta öldin er liin nýja landnáensöld íslands. Á fáum ára- tugum hefur þjóðin reist fleiri, veglegri og varanlegri byggingar en dœmi finnast til frá upphafi íslandsbyggðar, bæði í sveit og bæ. En í þeirri þróun dróst ikirkj- an aftur úr allt of víða. Timbur- kirkjumar, sem leystu torfkirkj- urnar af hólmi, voru að vísu marg ar laglegar, en þær hrömuðu fljétt. Örfáar kirkjur voru úr varanlegu efni, og þær hafa orðið þjóðinni kærar. Misræmið mUli mannabústaða og guðshúss óx og varð áhyggjuefni. En hvergi var þó niðurlægingin meir áberandi en á hinum fornhelga stað, Skál- holti, þar sem móðurkirkja og höfuðkirkja Íslands hafði fyrr- um staðið, enda rúmlega hálf önn ur öld síðan fjárkláði, móðuharð indi og önnur áiföll höfðu kippt fótunum, fjárhagslega undan stólnum. Sú raunasaga verður hér ekki rakin nánar. Við batnandi hag hafa breyt- ingar orðið í þessu efni. Veglegar kirkjur hafa risið og eru enn að rísa víðs vegar um land, úr var- anlegu efni, sem standast mun tímans tönn um ókomnar aldir. Það er gleðiefni hvað almenning- ur hefur sýnt mikinn áhuga og fórnfýsi um kirkjubyggingar, og ékki slður hitt, hve samtaká fólk , er almehnt um þessi mál, þó hér -' sé á stundum fleira 'gétt' aðí'á- greiningsefni en nauðsyn ber til. Kirkjan er einingarafl með þjóð vorri. Án kirkju vilja cnenn ekki vera, kirkju, sem setur svip sinn á byggðarlagið, kirkju, þar sem safnast er saman á gleði- og al- vörustundum lífsins tU tilbeiðslu og sálubótar. Svo er fyrir þakkandi, að Skál holt hefur ekki orðið útundan. Kristnisagan hefur kailað á fram kvæmdir. Að vísu getum vér ekki byggt upp hvern sögustað. En Skálholt er í kirkjusögunni sam- bærilegt við Þingvelli í stiórn- málasögunni, og þannig í sveit sett, að staðurinn getur jafnt þjónað nútíð og framtíð sem for- tíðinni. Staðurinn er miðsveitis milli heiða og jökla, fjalls og fjöru. í breiðasta héraði landsins, sem á mikla og örugga framtíð fyrir höndum. Til Skálholts ligg- ur greið kirkjugata. En viðfangs- efnið var ofvjða öðrum en þjóð- inni í heild. Ríkisstjórnir, Al- þingi og allur almenningur, með tilstyrk einstakra manna og frændþjóða vorra á Norðurlönd u«n, hafa lagzt á eitt um að gera * Forsetl íslands, Ásgelr Ásgeirsson, flytur ávarp í Skálholtskirkju. þá. v.eglegu kirkju, sem biskup íslánds hefur nú vígt fyrir stundu. Vér erum hér saman- komin tU að fagna miklum at- burði, jafnvel tímamótum í sögu íslenzkrar þjóðkirkju. Skálholtskirkja var og verður dómikirkja. Minna nafn hæfir henni ekki. Hún er nú veglegasta kirkja á voru landi svo sem áður var. Kirkjusmíðin hefur tekizt með ágætum. Kirkjan er fögur og tignarleg, og á þó eftir að íklæff- ast fullum skrúða. Hún minnir á dómkirkju Brynjólfs biskups Hún helgast af mikilli sögu. Hér er heilagur völlur, sami grunnur og allar eldri Skálholtskirkjur hafa staðið á. Hér reika svipir margra hinna ágætustu manna fortíðarinnar. Kirkjan er ný- byggð og nývígð, og þó finnst mér, á þessari stundu, hún vera aldagömul. Hin ósýnilega Skál- holtskirkja hefur alltaf fyrirfund- ist, og stígur nú fram í allri sinni tign, þegar þokunni léttir. Móðu harðindum Skálholtsstaðar er af létt, slitinn örlagaþráður knýtt- ur á ný og endurvígður. Vér hugsum nú ekki síður með fögn uði til þeirrar sögu, sem er fram undan en hinnar, sem er liðin og skráð. Ég tók óðan n-okkuð djúpt í ár- inni um tímamót í íslenzkri kirkjusögu. En þá átti ég við, að þessi hátíð er tvíþætt. Annars vegar kirkjuvígsla og fyrsta skóflustunga að nýjum Skálholts skóla, og hins vegar afhending Skálholtsstaðar með meðgjöf í hendur þjóðkirkjunni, sem fram fer innan stundar Þróunin er skýr. Þjóð-kirkjan fær vaxandi sjálfsstjóm, og hefur nú þegar meira sjálfstæði gagnvart ríkis- valdinu en átt hefur sér stað frá siðaskiptum. Þessi þróun er bæði æskileg og áhættulaus. Þjóðkirkj an er enginn keppinautur hins veraldlega valds Hennar starf er að efla trú bæta siði og styrkja íslenzka þjóðmenningu Eins og kirkjan hefur «ú verið vígð, á hún aftur að vígja oss tb imann- dóms og þegnskapar. hjálpa oss til að rata veginn, nálgast sann- leikann, og bera tilhlýðilega lotn- ingu fyrir lífinu og tilverunnar hinztu rökum. Vér árnum öll einhuga, þjóð- kirkju íslands og Skálholtsstað, gæfu og gengis í Guðs nafni. lyktun kirkjuráðs um Á fundi sínum 19. júlí 1963 sam þykkti Kirkjuráð einróma álykt- un þá, sem hér fer á eftir: ,,Kirkjuráð lítur svo á, að fram tíð hinnar íslenzku þjóð-kirkju sé nátengd viðreisn þeirri, sem nú et hafin í Skálholti og telur því að haga beri einstöku-m fram- kvæmdum með tilliti til heildar- skipulags staðarins og þess mark miðs. að hann verði alhliða menn ir.garmiðstöð og aflgjafi i kristni lífi þjóarinnar. ' Telur Kirkjuráð, að frumskil- yrði þess, að því markmiði verði náð sé, að í Skálholti verði kirkju- leg miðstöð í sem fyllstum mæli og hafi kirkjan þar svo góða starfs aðstöðu, er framast má verða, og hafi á að skipa sem fullkomnustu starfsliffi og forustu. Leggur þvi Kirkjuráð til: 1. að komið verði upp lýðháskóla, er starfi í anda hinnar norrænu lýðháskólahreyfingar jafnframt því að hann þjálfi starfslið handa kirkj unni (safnaðarmenn ýmiss konar og þá ein-kum leiðbeinendur fyrir æskulýðinn). í sambandi við skólann fari fra’m námskeiðsstarfsemi og mót sero haldin kunna að verða fyrir mn- lenda og erlenda þátttakendur. 2. að komið verði upp mennta- skóla, er nái einnig yfir miðskóla stigið. Skólinn stefnj að því með kennslu sinni og uppeldisáhnfum. að nemendur mótist þar af kristi- legri lífsskoðun og verði að öðru jöfnu hæfari til guðfræðináms 3. aðkoma upp prestaskóla (pas- Framhald á 13 sfðu. T í M I N N, þriðjudagurínn 23. júli 1963. — /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.