Tíminn - 23.07.1963, Síða 9

Tíminn - 23.07.1963, Síða 9
„Heill og blessun búi hér og breiðist héian út#/ í Jesaja spádiómsbók, 52. kap., segir svo: Hefjið gleðisöng, hnópið fagnaðaróp allar í einu, þér eyðimistir, því að Drottinn huggar lýð sinn, leysir Jerú- saiem. Og Haggai spámaður segir í 2. kap.: Ég mun fylla hús þetta dýrð, segir Drottinn allsherjar. Mitt er silfrið og mitt er guílið. Hin síðari dýrð þessa musteris mun meiri verða en hin fyrri var, segir Drottinn allsherjar, og ég mun veita heill á þessum stað. Eyðirústimar sikulu hefja gleðisöngva og hrópa fagnaðar- óp, því Drottinn reisir hið faMna og leysir úr álögum, seg ir spámaðurinn, og það, sem hann boðar, er að ræðast hér og nú. Á helgustucn grunni vors lands, sem áður var eydd- ur að kaUa um sinn, er risið musteri, lofgjörð í sjálfu sér, þar sem það lyftir ásýnd sinni yfir staðinn, og í dag er hafinn upp lofsöngur í þessu húsi, sem bergmálar um aUt ísland. Skál- holt fagnar, Skálholt skín að nýju. Að vísu hefur þetta helga natfn aldrei misst ijóma sinn. Hús gátu hrunið, gersemar glat- ast, ákvæði gleymzt, aUt horfið af staðntun, sem auga sér, en það var meira eftir en allt, sem héðan hvarf. Skál'holt var auð- u-gra í a<uðn og örbingð en hver staður annar á landi hér. M komst hér fyrr og gekkst uim - ~--------- - - ~ -------------- eyðirústir, þú sfcóðst á Foma- sfcöðli, í Kirkjukinn, við Þor- láksbúð, og blæjan grænna stráa sviptist frá, þögnin fór að tala. Tóftin, sigin í jörð, steinninn úr gamalli hleðslu, það vom rammar rúnir í þess- um sprekum, sem flutu uppi á gleymskunnar hyl. M skynj- aðir harminn í þessu hljóða máli, tregann, sársaukann, sem var í aett við stefið um íslands óhamingju. En meira bjó í máli rústanna, því Skálholt er stærra en staðurinn, minning- in tneiri en afdrif hans. Skál- holt sögunnar er ekki bundið stað né stundum, það var og er aUs staðar, um allt ísland, í hverjum íslenzkum banmi. Hvar sem spor voru rakin um fama vegu kynslóðanna var skammt tíl Skálholts, hvenær, sem um var litast, bar þennan hátind við himin, Skálholtsstað. Hann varð ekki dulinn, gat ekki hrunið, aldrei gleymzt. Og meira enn er Skálholt, stærra en sagan. í sögu Þorláks bisk- ups helga segir frá því, að prestur einn fyrir norðan kom út á skírdaigskvöld og sá sýn, hann sá Skálholt, Skálholts- kirkju, og ljós mikið fyrir kirkjunni, svo að trautt mátti sjá kirkjuna fyrir ljósinu. Sú tign, sem var, er stöfuð geisl- um, sem ekkert jarðneskt get- ur tendrað, og auðnin, sem á eftir kom, er svipað skini, sem ekkert jarðneskt getur slökkt. Á fjóspalli hér á staðn- um voru útlögð á vort móður- mál þau orð, sem helgust em á hverri tungu, og þótt hér yrði hljótt og myrkt, voru þau orð ljósið á vegum þúsundanna, vígðu hvert altari og hverja sál á landi hér. Þegar öll ytri vegsemd þessa staðar var faU- in „allt eins og blómstrið eina“, flutti sálmurinn, sem hér var sunginn fyrst yfir látins mold- um, sigurorð lífsins við hverja gröf á íslandi kynslóð eftír kyn- slóð. Þegar litla, snauða kirkj- an, hin síðasta hér, riðaði gisin og fúin á grunni sínum, geymdi hún undir gólfi letur á steini, ritninguna, sem Jón Vídalín lét klappa á legstein sinn: „Guðs heilaga orð stendur stöðugt eilíflega. Grasið visnar, blóm- in fölna, svo hverfur himins prýði, en Guðs heilaga orð stendur eilíflega“. Og meðan grösin spruttu og féllu á eyði- rústum Skálholtsstaðar var bók in hans í hverju húsi á íslandi og orð hans á vörum almúgans, greypt í hjarta þjóðarinnar. — Skálholt ér meira en minning- in, hærra en sagan. Það var höfuðstaður þjóðar, sem nálega var fallin sjálf, og þá eyddist hann, en ljósið fyrir kirkjunni gat ekki horfið sýnum meðan nokkurt íslenzkt auga var heilt. Vér sáum hingað marga nótt ogljósið bað um líf, nýja kveiki, nýjan vita handa sér, handa þjóðinni, á helgum, föllnum höfuðstað. Og stundin er kom- in, Skálholt er að sigra. Hefjið gleðisöng, hrópið fagnaðaróp allar í einu, þér eyðirústír. — Heilög Péturskirkja í Skálholtí er endurreistð vegsamleg álit- um, og mun framvegis lofa sinn meistara og alla, sem að henni hafa unnið og hana sæmt með ágætum gjöfum. Ekki metumst vér við aðra um vegsemd mann- legra verka. Hér voru fyrr meiri kirkjur og meira búnar en þessi er, þótt í sjálfri þess- ari byggingu og meðal dýrra muna hér séu fágætír dýrgripir. Án alls samanburðar er óhætt að segja, að vor kynslóð hefur hækkað sína vegsemd, lífs og liðin, með þessu verki. Svo taka aðrar kynslóðir við. Skálholt horfir í aldir fram. Og enn er það Ijósið fyrir kirkjunni, sem er auður þessa staðar. Ég mun fylla hús þetta dýrð, segir Drottinn. Hin síðari dýrð þessa musteris mun meiri verða en hin fyrri var. Vér þiggjum þetta fyrirheit í auðmjúkri tilbeiðslu. Og allar eyðirústír á Skálholts- stað taka undir, allt, sem and- leg móðir allra vígðra húsa á íslandi hefur af sér fætt tekur undir. Vér erum gæfumenn að hafa mátt hefja það verk hér, sem ókomnar aldir munu fram halda. Og Drottinn, sem fyrir- heitið gefur, hann er sá, sem aUtaf ætlar oss meira en vér sjáum fyrir, alltaf á meira að gefa en vér höfum þegið eða kunnum að vona. Hin síðari dýrð þjóðarhelgidómsins mun meiri verða en hin fyrri var. í þessu morgunskini sfcendur Skálholt í dag. Og vér lútum helgri fortíð og blessum heilaga framtíð, sem Drottínn gefur. Og heilög heit skulu goldin í Drottíns nafni. Vér heitum því Gissuri, að hér skuli í lifandi vifcund landsins barna verða helgur höfuðstaður Guðs kristni á íslandi. Vér heitum því Þor- láki, að hér skuli bent á hug- sjón helgaðs lífs. Vér heitum því Brynjólfi, að hér skuli kross inn tilbeðinn og bænin vaka. Vér heitum því meistara Jóni, að hér skuli Guðs orði þjónað og boðið sú trú, „sem blessar og reisir þjóðir". Með slíkum heitum skal þessi kirkja vígð, þetta er bæn vor í dag, bæn þín, íslenzka þjóð. M ert barn þess Skállholts, sem var, og niðjar þínir skulu njóta þess Skálholts, sem verða mun. — Og Drottinn allsherjar segir: Ég mun veita heill á þessum stað. Heill hljóti allir þeir, sem hingað sœkja nú og síðar. Heill hljóti göfugir gestir, forseti vor og ríkisstjóm og fulltrúar frændþjóða, altír utan þeirra, sem taka þátt í heilagri athöfn heima hér og hvarvetna. Heill hljóti hver, sem gott hefur gjört og gjöra mun þessu húsi og stað. Heill og blessun búi hér og breiðist héðan út, ljós Drottíns Jesús Krists ,að vér sjáum hans dýrð og hans verði dýrðin hér og á öllum stöðum í dag og að eilífu. GenglS að kirkju að vígsluathöfn loklnnl. Fremstur fer biskuplnn, herra Sigurbjörn Einarsson, og í hendi sér heldur hann á skjalinu, sem greinir frá afhendingu SkálhoitsstaSar í hendur þjóðkirkjunnar. Yflrhrlngjarl Skálholtskirkju, Elrfk- ur Jónsson, Helgastöðum, stjórnaði hringingu hinna voldugu klukkna f Skálholti á sunnudag. d T í M I N N, þriðjudagurlnn 23. júlí 1963. —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.