Tíminn - 15.08.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.08.1963, Blaðsíða 2
INNLENDAR FRETTIR Banaslys á Seyðisfirði 1. ágúst. — f fcvöld varð banaslys í söttunarstöðinni Borgum á Seyðis firði. fvar fvarsson, 16 ára piltur frá Raufarhöfn, lézt þegar hann tók við rafmagnsbor af öðrum manni. Talið var að drengurinn hafi orðið fyrir raflos'ti. Hann var þegar fhittur í sjúkrahús og gerðar á honum l'ífg- unartilraunir i fjórar klukkustundir, en án árangurs. Farsæil SH % sekkur 1. ágúst. — f nótt sökk vélbátur- inn Farsæll SH 96 frá Ólafsvíik, þar sem hann var að veiðum um 15 sjó- mílur norður af Rifi. Tveir menn voru á bátnum og höfðu nýlagt lín- una, er þeu- urðu þess varir, að leki var kominn að honum. Dælur báts- ins höfðu ekki undan, en báturinn var talstöðvarlaus. Skipverjar vissu af öðrum báti skammt vestur af og sigldu í ált til' hans. Voru þeir rétt komnir að honum, þegar Farsæll Böldk, en þeir félagar björguðust í gúmbát sinum yfir í vélbátinn Tind- fell. TindfeLl fór með mennina í land, en lór síðan út og ætlaði að draga línur beggja bátanna. Skip- stjórinn á Tindfelli er Reinhard Sig- urðsson. Formaðurinn á Farsæii var Haligrímur Ottósson, béturinn var 12 lestir að stærð, smíðaður í Fær eyjum árið 1918. Viifijálmur skáid frá Skáholti, látinn 4. ágúst. — Vilhjálmur Guðmunds- son skáld frá Skáholti andaðist í dag á Landspítalanum. Þangað hafði hann verið fluttur aðfaranótt laug- ardagsins. Féll fyrir borð og drukknaði 6. ágúst. — í dag féll skipverji af vélbátnum Erlingi þriðja fyrir borð og drufck'-.aði. Maðurinn hét Guð- finnur Marelsson frá Eyrarbakika. Var hann 36 ára gamall, ólkvæntur. Erlingur þriðji var staddur 10 sjó- mflur austur af Ingólfshöfða á Lelð til Vestanannaeyja, þegar slysið varð. Félagar Guðfinns • sáu hann fall'a fyrir borð, og var bátnum snú ið við og varpað til hans björgunar- hring og sömuleiðis stöikk einn skipsmannanna, Guðmundur Lárus- son frá Styfkkishólmi fyrir borð, og ætlaði að reyna að bjarga Guðfinni, en hann sökk áður en næðist til hans. Maður lætur iífið af brunasárum 7. ágúst. — í gær varð það slys á Akureyri, að maður brenndist svo illa, er kviknaði í klæðum hans, að hann dó af sárum sínum í dag. Mað- urinn hét Gísli Eilert og var hann um sextugt. Skömmu fyrir klukkan 22 í gærkveldi urðu feð'gar, sem búa i húsinu Hafnarstræti 49 á Akur- eyri, vaiir við reyk, sem lagði út úr lokuðu herbergi í húsinu. Þeir brulu upp hurðina, og sáu þá, að Gísli Eil- ert var þar inni, og logaði í fötum hans. Feðgunum heppnaðist að slöklkva eldinn, en lögregtan fiutti Gísla í sjúkrahús, þar sem hann lézt klukkan 14 í dag. Benedikt árnason stjórnar leiksýningu i Árósum 8. ágúit. — Þær fréttir hafa bor- izt frá Danmörku, að Benedikt Árna son leikstjóri hafi verið fenginn til þess að stjórna leikritinu Romeo og Júlíu í Árósa-leikhúsi í Danmörku í haust. Allan Fridericia leikhússtjóri Xeikhússins fékk Benedikt til að stjórna leiluútinu, sem flutt verður í sambandi við selningu Árósa-há- skólans. Ljósmyndastofa brennur — 8. ágúst. — Um kiukkan 3 i .nótt kom upp eldur í ljósmyndastofu Jóns A. Bjamasonar við Pólgötu 4 á ísa firði. Miklar skemmdir urðu á hús- inu og þvi, sem í því var. Ljósmynda vélar og áhöld, sem á stofunni voru, eyðilögðust, og sömuleiðis fjöldi gam alla og nýrra mynda og mynda- platna. Eliefu daga á smábáti til Vesfmannaeyja 10. ágúst. — Það bar til tíðinda í Vestmannaeyjum í gær, að hingað 2. ágúsí. — í nótt var brotitt inn í skartgripaverzlun Jóns Sigmunds- sonar, Laugavegi 8. Stolið var 88 nýjum karl- og kvenúrum af ýms- um tegundum, og voru þetta allt ný úr og öll ný úr, sem í verzlun inni voru. Hnn fremur var stolið 60 úrum, sem ./oru I viðgerð í búðinni. Myndin er af rannsóknarlögreglu- manni að kanna brotin um morgun- inn. (Ljósmynd: Tíminn, GE). 7. ágúst. — Þessi Triumph.sportbíll fékk fyrir ferðina á Melatorgi i dag. Bílnum var okið með fruntaiegum hraða vesfur Hrtngbraut og mótl sól, en þetta var að kvöldlagl. Lögreglan kvaðst gera ráð fyrir, að ekill. in«, bandarlskur sjóliði, hefði blindazt af sól. Hemlaförin mældust 15—20 metrar, en síðan lenti bíllinn á hringbrúninnl og kastaðist iangt Inn á grasið, tók nlðri og kom úr annarrí ioftferð niður á hjólin, sem skekkt- ust öll með tölu. Einn farþegl var með sjóllðanum. Hvorugum þelrra varð meint af, en gert er ráð fyrir, að. þeir væru ekki meðal llfenda, ef bflltnn hetði komið niður á þakið. Hann er með blæjuþak, eins og myndin sýri- ir, og slöngulausa hjólbarða, Þetta var splunkunýr bíll, JO, keyrður 188 mílur. (Ljósmynd: Tíminn, GE.) 5. ágúst. — Vélbáturí'nn Vonarstjarnan, sem er á drag nótaveiðum, kom til Reykjavíkur í morgun með sprengju sem komið hafði í nótina. 3áturinn lagðist að Loftsbryggju, og þangað kom síðan sérfræðingur frá Landhelg- isgæzlunni, sem áttl að gera sprengjuna óvirka. Við athugun kom t Ijós, að sprengjan var óvirk fyrir en Hún var flutt suður á Keflavíkurflugvöll. Hér sést sprengjan í nótinni. (Ljósmynd TÍMINN GE) kom lítill einnar lestar bútur frá Englandi, og með honum tveir menn. Mennimir, sem báðir eru Eniglend- ingar, höfðu lagt upp frá Skotlandi 11 dögum áður og ætluðu þeir í skommtiferð, og var henni ekki heit ið lengra en til íslands. í morgun var báturinn teikinn um borð í Herj- óJf og settur í lest hans, en Englend ingarnir ætluðu með skipinu til 'Reyfcjavik’ur. Siglingin yfir hafið nafði gengið sæmilega og veður var allgott aila leiðina. Maóur fyrir borð 10. ágúst. — Um klufckan eitt á íöstudagsnótt féll Sigurður Krist- jánsson frá Reyfcjavík útbyrðis og drukfcnaði af bátnum Jóni Oddssyni GK 14. Sigurður var 25 ára gamall cg ókvæntur. Jón Oddsson var stadd ur 60 sjómílur austnorður af Dala- •tenga, er slysið varð, og var verið að enda við að háfa inn 300 mál af 'sild. Báturinn var kominn á dálitla fevð, þegar Sigurður féll útbyrðis, iir honum var snúið við, sást mað- urinn í sjónirai, en allt í einu sökk hann og náðist efeki til hans. VerðfræÓibgafélagið fapaSi málinu fyrir féiagsdómt ,2. ágúst. — Dómur hefur verið kveðinn upp í félagsdómi í máli, sem Stéttarfélag verkfræðinga höfð- aði gegn samgöngumálaráðherra vegna vegagerðar rikisins, 29. júlí s. 1. Ástæðan til málshöfðunarinnar var ráðning fjögurra verkfræðinga tii starfa hjá vegagerðinni 23. júlí, og skyldu þeir fá laun greidd sam- kvæmt hmu almenna launakerfi op- inberra starfsmanna. Félag verkfræð inga taldi ráðninguna ólöglega og verkfallsbrot. Niðurstaða félagsdóms varð sú, að stefndi, saimgöngumála ráðherra fyrir hönd vegagerðarinn. ar, var sýknaður af kröfum stefn- ancla, og stefnanda að lokum gert áð greiða máiskostnað. Banasfys í Flóanum J2. ágúst. — Það slys varð í Fló anum í dag, að átta ára stúlka, Mar. grét Guðmundsdóttir, Álfheimum 52 i Reykjavik féli af hestbaki og beið bana. Slysið varð um klukkan 10 i morgun, en ekkert sá á Margréti litlu fyrst eftir að hún datt af baki, en skömmu síðar missti hún með- vitund 02 var flutt á sjúkrahús í Reykjavík, þar sem hún lézt. Banaslys á Vogastapa 12. ágúst. — Um klukkan 16,30 í dag varð banaslys á Vogastapa. Tólf ára drengur, Björgvin Vilhelm Krist jinsson frá Sólbergi í Vogum, hrap- aði 1 klettum og beið við það bana. lijörgvin var að athuga fýlshreiður á stapanum, þegar hann hrapaði 25 Framhald á 15. síðu. Makkið um Hvalfjörf í Degi, sem kom út í gær, er í forustugrein, sem heitir: Þetta verður að stöðva, rætt um siamninigagerð ríkisstjórnar innar við Nato. f nphafi igrein- arinnar segir: „ÞAU TfÐINDI liafa gerzt, að ríkisstjónnin hefur tilkynnt, að nú standi yfir S'amnlngar við Atliantshiafsbandalagið um flota stöð í Hvalfirði. Fregn um þessa samnings var Ies'i,n upip í útvarpið 7. þ. m. og þótt lrún væri verulega villandi, skildu allir hvað hér var á seiði. Rílcis- stjórnin neytti síðian tækifær- isins, sem blaðamannaverk- fallið færði lienni í hendur, og var séð svo til að mótmæ'li Framsóknarflokksins gegn samninginum fengjust ekki les- in í útvarp. Mótmælin eru birt á forsíðu blaðsins í dag og enn fremur er þar rakin saga máls- 'ins. Mótmasli Framsóknar. flokksins gegn flotastöð í Hval- firði eru í eðli sínu svo sjálf- sögð, að um þau þarf ekki að ræða sérstaklega. Flotastöð í Hva'lfirði mun aldrei þjóma ís- Ienzkum málstað og snertir ekki varnarmálin, eins og þau horfa við íslendiingum. Hún verður til þess eins að draga okkur að fullu og öllu inn í stór veldiaátök, sem smáþjóð etais og okkur hljóta alltaf að verða ó- bagstæð og til ófarnaðar, og þjónar ekki íslenzkum hags- raunum í nehi.ni mynd. Við er- um að vísu í Atlantshafsbanda laginu og höfum innt af hendi þær skyldur, sem biandalagið hefur lagt okkur á herðar. Þær sky'ldur felia ekki í sér neinar kvaðir um frekari hernaðar- mannvirki en hér eru nú. Og engin nauð rekur okkur til þess að ljá máls á því >að byggð verði flotastöð liér eða areitt anmað, umfram það, sem nú er í Iandinu. Hins vegar virðist ekkert hik vera á ríkisstjórn- inni að hef;'a samningana um flotastöð’ina. Hún télur sig heldur ekki þurfa að leggja málið fyrir Alþingi.“ Á f jérum fófum Dagur segir enn fremur: „Þiað er Iæðzt að henni rétt eftir kosningar með samníng’a eins og þessa, útvarpið er not- að á svíVirðilegan hátt til að htadra að þjóðta fái að vitia hið sanna í málinu og nndir- lægjuhátturinn er svo alger, að reynt er með vægu orðalagi að laumia því inn hjá almenningi, að hér sé um smávægilegar breytingar að ræða í Hvalfirði, olíugeymum fjölgað lítillega og kannski byggðar bryggjur. Hins vegar kemur í ljós, þegar eftir er leitað og skýrra svara krafizt, að um bygglngu full- . kominnar flotastöðvar er að ræða, með írafbátalægi og öllu öðru, sem tll þarf í nútíma sjó- hernaði. Það er annað að vera í bandalögum þjóða en liggja svona á fjórurn fótum með það eitt í huga að blekkja sína e'g- in þijóð til að reyna að forðast það að hún rísi upp og valdi erfi'ðleikum. Rkisstjórnin nnin eflaust nú sem fyrr hrópa hátt um ábyrgð. Og það er rétt, nema hún bcr ábyrgðtaa.“ Aldrei flofasföð Dagur segir að lokum: „Það er táknrænt að samn. ingarnir um flotastöðina skuli einmitt standa yfir á tímum, sem eru þeir friðvænlegustu síðan styrjöldinni lauk. Einmitt Framhald á 15. síðu. 2 TfMINN, fimmtudaginn 15. ágúst 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.