Tíminn - 15.08.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.08.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RIKID WILLIAM L. SHIRER Sohuschnigg svaraði Hitler fjór- um dögum síðar — 24. febrúar — í ræðu í austurrísika iþinginu, en þmgmenn'irnir þar, eins og í þýzka þinginu, voru valdir af einræðis- stjóm eins flokks. Enda þótt ræða Sohusehniggs einkenndist af sáttfýsi, lagði hann áherzlu á, að Austurríki hefði gert allar þær undanþágur, sem gerðar yrðu, og nú „verðum vi.ð að nema staðar og segja: „Hingað og ekki lengra“! Hann sagði, að Aust- urríki mundi aldrei af frjálsum og fúsum vilja afsala sér sjálfstæði sínu, og hann lauk ræðu sinni með hrópinu: „Rautt-hvítt-rautt (aust urrísku þjóðarlitirnir), þar til allt er dautt.“ (í raun og veru hljóð- aði hrópið þannig; Þar til við er- um dauð, en á þýzku rímar rautt og dauð saman.). „Fyrir mig var tuttugasti og fjórði dagur tímamótanna,“ skrif- aði Schuschnigg eftir styrjöldina. Hann beið spenntur eftir við- brögðum foringjans við mótþróa- full'ri ræðu hans. Papen sendi skeyti til Berlínar næsta dag, og ráðlagði utanríkisráðuneytinu að taka ræðuna ekki um of alvarlega. Hann kvað Schuschntgg hafa látið í Ijós sínar fremur sterku þjóð- ernis tilfinningar til þess að ná| aftur aðstöðu sinni i.nnanlands.1 Ráðagerðir væru á döfinni í Vín um að steypa honum af stóli vegna 1 undanlátssemi hans í Berchtes- gaden. Á meðan, sagði Papen í skeytinu til Berlínar, „heldur starf Seyss-Inquart . . . áfram eins og ætí'að var.“ Næsta dag kvaddi Papen austurríska kanzlarann formlega og lagði af stað til Kitz- biihl til þess að fara á skíði, en 'hin löngu ár sviksamlegrar starf- semi hans í Austurríki voru í þann veginn að bera ávöxt. Ræða Hitlers 20. febrúar, sem útvarpað hafði verið yfir austur- rískar útvarpsstöðvar, hafði komið af stað mótmælaöldu meðal naz- ista um all't Austurríki. Á meðan á útvarpssendingu á svarræðu Schusohniggs stóð, 24. febrúar, hafði óður múgur 20 þúsund naz- ista í Graz ráðizt jnn á torg borg- arinnar, rifið niður hátalarana og dregiíð niður austurríska flaggið og dregið síðan að húni swastikufána Þýzkalands. Þar sem Seyss-Inquart var sjálfur æðsti maður lögregl- unnar, var ekkert gert til þess að koma í veg fyrir uppþot nazista. Stjórn Schuschniggs var í þann veginn að falla. Ringulreiðin var að ná yfirhöndinni ekkj aðeins á stjórnmálasviðinu, heldur einnig í efnahagsmálum. Stórar fjárfúlgur voru teknar út Úr bönkunum bæði untanlands frá og af fólkinu sjálfu í landinu. Óróleg erlend fyrirtæki sendu af- pantanir á vörum í stríðum straum uiti til Vínar. Erlendir ferðamenn, einn aðaltekjuliðurinn í efnahag Austurríkis, höfðu verið hræddir í burtu. Toseanini sendi skeyti frá New York um, að hann hefði „vegna stjórnmálaástandsins f Austurríki" hætt við að koma fram á Salzburg-hátíðjnni, sem var vön að draga til sín tugi þús- unda erlendra ferðamanna hvert sumar. Ástandið var að verða svo alvarlegt, að Otto af Habsburg, hinn ungi arftaki krúnunnar, sem var í útlegð í Belgíu, sendi þaðan bréf og grátbað Schuschnjgg, eins og hann sagði frá síðar, og höfðaði til hollustueiðs hans sem fyrrver- andi liðsforingja í Keisarahernum að skipa hann sem kanzlara, ef hann áliti, að það gæti bjargað Austurríki. í þessari örvæntingu sneri Schu- schnigg sór til austurrísku verka- mannanna, en hann hafði haldið frjálsum verkalýðsfélögum þeirra og stjórnmálaflokki, Sósíal-demó- krataflokknum, niðri, eftir að Dol- full hafði brotið hann niður á ruddalegan hátt árið 1934. Þetta fólk hafði verið 42 af hundraði kjósenda í Austurríki, og hefði kanzlarinn nokkru sinni síðustu fjögur ádn verið fær um að líta lengra en að þröngum sjóndeild- arhri.ng síns eigin kirkjulega-fas- istíska einræðis, og hefði hann leit að eftir stuðningi þeirra við hæg- fara, and-nazistíska lýðræðislega samsteypustjórn, hefði auðveld- Jega verið hægt að ráða við nazist- ana, sem voru itltölulega lítill minnihluti. En Schuschnigg hafði skort styrk til þess að stíga þetta 154 skref. Hann hafði orðið heltekinn af fyrirlitningu á vestrænu lýð- ræði eins og svo margir aðrir í Evrópu og uppfullur af áhuga á einsflokksstjórn. SósíaMemókratarnir komu nú 4. marz í hópum út úr verksmiðjum og fangelsum, en mörgum þeirra hafði verið hleypt út um leið og nazistunum, og nú svöruðu þeir kalli kanzlarans. Þrátt fyrir allt, sem gerzt hafði, sögðust þeir vera reiðubúnir að hjálpa stjórninni til þess að verja sjálfstæði ríkisins. Allt, sem þeir fóru fram á, var að fá það sama og kanzlarinn hafði þegar veitt nazistum: það, að hafa sinn eigi.nn stjórnmálaflokk og prédika sínar eigin skoðanir. Schusehnigg samþykkti þetta, en það var um seinan. Jodl hershöfðingi, sem alltaf vissi, hvað var að gerast, skrifaði í dagbók sína 3. marz: „Austurrík- ismálin eru að verða alvadeg. Eitt hundrað liðsforingjar verða sendir hingað. Foringinn vill sjálfur hitta þá. Þeim er ekki ætlað að sjá til þess, að austurríski herinn berjist betur gegn okkur heldur fremur, að hann berjist alls ekki.“ Á þessu alvarlega augnabliki ákvað Schuschnigg að gera lokatil- rauni.na, sem hann hafði verið að vel'ta fyrir sér frá því í febrúar, þegar nazistarnir byrjuðu að leggja undir sig sveitahéruðin. Hann ætlaði að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu Hann myndi spyrja austurrísku þjóðina, hvort hún styddi „frjálst, sjálf- stætt, kristið og sameinað Austur- ríki — Ja oder Nein?“ — Mór fannst sem augnablik einhverra ákvarðana hefði runnið upp (skrifaði hann síðar). Það virtist ábyrgðarlaust að bíða með fjötraðar hendur þar til eftir nokkrar vikur, við yrðum einnig keflaðir. Nú var síðasta tækifærið komið. Skömmu eftir að Schuschnigg kom frá Berschtesgaden, hafði hann sagt Mussolini, verndara Austurríkis frá hótunum Hitlers og fengið svar um hæl, þar sem Mussolini sagði, að afstaða Ítalíu til Austurríkis væri hin sama og áður. Nú sendi hann hermálafull- trúa sinn í Róm til Mussolinis 7. marz til þess að skýra honum frá, að vegna þess hverja stefnu atburðirnir hefðu teki.ð, yrði Schu- schnigg að „öllum líkindum, að grípa til þjóðaratkvæðagreiðslu“. ítalski einræðisherrann svaraðl, að það væru mistök — „C’é un errore!" Hann ráðlagði Schu- schnigg að halda fyrri stefnu sinni. Allt færi batnandi. Sam- bandið milli Rómar og Lundúna færi batnandi og myndi það draga úr spennunni. Þetta var það síð- asta, sem Schuschnigg átti eftir að heyra frá Mussolini. Að kvöldi 9. marz tilkynnti Schuschnigg í ræðu í Innsbruck, að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði lát- in fara fram innan fjögurra daga — á sunnudag, 13. marz. Hinar óvæntu fréttir gerðu Adolf Hitler æfareiðan. Jodl segir frá áhrifum fréttanna í Berlín í dagbók sinni 10. marz: Schusclimgg hefur skipað, að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram, sunnudaginn 13. marz, og þetta gerði hann, án þess að ræða fyrst við ráðherra sína og öllum að óvörum .... Foringinn er fastráðinn í því, að l'áta þetta ekki viðgangast. Hann kallaði á Göring sama kvöld- ið, það er 9.—10. marz. Von Rei- chenau hershöfðingi hefur verið kallaður ti.1 baka úr Cairo-Olympíu nefndinni. (Von SChobert hers- höfðingja (yfirmanni Miinchen- hersvæðisins við landamæri Aust- urríkis) hefur einnig verið skípað 64 verst“, sagði Don Julio og glotti út í annað munnvikið. „Þú ert enn á lifi og allir hinir dauðir. En það er einmitt sú staðreynd, sem gæti orðið til þess, að erfitt verður að sanna sögu þína. Frakkinn er dauður, Iberia-flugmennirnir dauð ir og Englendingurinn Lynch er dauður. Þeir eru allir steindauðir. Þetta verður nofckuð langur Usti, ekki satt?“ „Þú gleymir Ilse.“ „Nei. Það gerði ég ekki. Ég vildi heyra þína frásögn fyrst, Jorge! Farðu til Quita Pena og sæktu stúlkuna. Þekkirðu hana?“ „Já, Don Jul'io'*. Jorge stökk upp af síólnum,kvaddi í skyndi og var horfinn í sama bili. Don JuJíq gekk yfir að glug^ganum og sneri bakinu að Beecher. Hann gægðist á milli gluggatjaldanna út á göt- una. Úti féll létt regnskúr. Bee- cher heyrði, hvernig droparnir hrísluðust á gluggarúðunni. „Þetta er óvanalegt á þessum tjma árs“, sagði hann. „Já, það væri gaman að heyra, hvernig ferðaskrifs'.ofurnar snúa sig út úr þessu. Viltu meira kaffi?“ „Nei, þakka þér fyrir.“ Don Julio sneri sér frá glugg- anum og settist á hornið á skrif- borðinu, um leið og hann sveifl- aði öðrum fæti hægt og rólega. Hann horíði forvitnislega og bros- andi á Beeoher. „Það er eitthvað við þig, sem vekur mér furðu,“ „Hvað er það?“ spurði Beecher. sagði hann. „Þú ert á einhvern hátt öðru- vísi en minn gamli vinur, sem hafði gaman af að sitja og rabba yfir sjearíglasi. Við getum orðað það öðruvísi. Ég mundi ekki geta látið mér það í léttu rúmi liggja, ef ég vissi, að þú værir mér óvin- veittur. Og enn annað, ef ég má gerast svo djarfur. Þú ert ekki út af eins amerískur og þú varst fyrir viku. Kannske er það af því, að þú ert þreyítur. Þreyttur Ame- ríkani er ein'kennilegt fyrirbseri. Maður hugsar sér þá alltaf óþreyt- andi eins og börn í leik. En þetta kemur ekiki málinu við. Við skul- um víkja aftur að alvarlegri efn- um. Treystirðu þér til að finna staðinn af'tur. Gætirðu vísað á hann aftur, ef þú flygir þangað?" Beecher lagði aftur augun og kinkaði kolli. „Ég man greinilega eftir staðnum", sagði hann. Hann sá vinina fyrir sér, kræklulega döðlupálmana, sem bærðust í heitum vindinum og óendanlega eyðimö'rkina allt umhverfis. Og hann sá fyrir sér silfurglitrandi hár Lauru í mánaskininu, og sárs- aukann í augum Lynch og svitann á enni hans. „JÚ, það gæti ég“, sagði hann hægt. „Og þessi skjalakassi, sem þú minntist á. Er ábyggilegt, að hann sé í flugvélinni?" „Já. Það hefði orðið of erfitt að taka hann með.“ „Ég hefði samt sem áður viljað, að þú heiðir tekig hann með. Þá hefðum við þó haít eitthvað áþreif anlegt í höndunum. Ég væri miklu rólegri, ef óg gæti nú handfjatlað gulnuð, rúkfallin skjölin með eig- in höndum.“ Hann brosti. „Vertu óhræddur. Þú færð áreið anlega tækifæri til þess Þau eru um borð í vélinni." „Ég hef engar áhyggjur. Það er holdur ekki mitt hlutverk. Leyfðu mér að spyrja þig einnar spurningar. Setjum svo, að við hefðum hluthverkaskipti. Hvað mundirðu þá halda um þessa'sögu, sem þú hefur sagt mér. Hvað mundi þér helzt detta í hug?“ FÖRUNAUTAR OTTANS W. P. McGivern „Ég veit það ekki.“ Beecher yppti öxjum- „Ég mundi líklega telja þett allt í fyllsta máta ótrú- 1 legt.“ j „Og síðan?“ „Ég veit það ekki. Satt að segja hef ég ekki hugmynd um það.“ 1 „Hugsaðu þig vel um. Ef þú hefðir gengið í þjónustu Don Willes af frjálsum vilja og átt þátt í ráðagerðum hans, — mundi þér þá geta dottið í hug betri saga en emmitt þessi, sem þú varst ' að segja mér?“ „Þú átt við, að ég gæti skotið mér þannig undan allri ábyrgð?" „Eitthvað í þá áttina.'1 Beecher brosti. „Bíddu þangað til þú hefur yfirheyrt Ilse.“ „Já, en . . . “, Don Julio hall- aði sér fram og drap fingri á öxl Beechers. „En Ilse veit ekki, hvort þú gerðir þetta fyrir Don Willie með nauðung eða af frjálsum vilja." „Hun veu að ég átti alls engan þátt í ráðagerðum hans.“ Don Julio krosslagði armana. „Hvernig veit hún það?“ „Af því að ég sagði henni . . .“ Beecher snöggþagnaði. Hann hristi höfuðið í uppgjöf, „Þú sagðir henni það", sagði Don Julio vingjarnlega. „Auðvitað gerðirðu það Sem sagt, við höfum aðeins þín eigin orð fyrú því, að þú segir sannleikann.“ Beecher leig illa — honum fannst fannst eins og hann hefði verið yeiddur í gildru. Hann gat ekki fundið neinn veikan blett á rökföstum athugasemdum lög- reglumannsins. „En flugvélim, skjalakassinn", sagði hann. „Og lík Lynch.“ „Já, það er víst og satt“, sagði Don Julio. „En jafnvel þótt við f-yndum þetta þrennt, sannar það ekki, að þú hafir verið neyddur til að stjórna vélinni fyrir Don Willie. Spurningin er aðeins: Get- ég trúað þér?“ Beecher andvarpaði þreytulega. „Ég er ánægður yfir, að við skul- um ekki þurfa að hafa hlutverka- skipti.“ í sama bili opnuðust dyrnar og Jorge kom askvaðandi inn „Hún er ekki ’þar", sagði hann og æsingur- inn leyndi sér ekki í röddinni. „Tvímælalaust ekki í Quita Don Julio leit hugsandi á Bee- eher. „Nú, þú hefur hingað til haft skýringar á reiðum höndum. Hvað segirðu um þetta?“ • Beecher reis hægt á fætur. „HÚn hlýtur að vera þar.“ Hann leit tij skiptis á Don Julio og Jorge. „Hvað segið þér, maður? Ég skildi þar við hana fyrir hálftíma.“ „Það getur vel verið. Það veit ég ekki.“ Jorge yppti öxlum kurt- eislega. „Hún er þar ekki nú. Það er áreiðanlegt. Eg leitaði gaum- gæfilega, bæði á svölunum og inni í kránni. Þjónarnir mundu ekki eftir að hafa séð hana Hún er áreiðanlega ekki í Quita Pena.“ „Kannske — kannske hefur hún farið til að kaupa sígarettur eða eitthvað slíkt.“ • Beecher vætti þurrar varirnar. Hann varð allt í einu dnglaður og óttasleginnin, — það var eins og jörðinni hefði verið kippt und- an fótum hans. „Þú verður að finna hana“, sagði hann við Don Julio. „Þú virðist hafa mikið álit á hæfil'eibum mínum.“ „Fjandinn hafi það. Þú getur ekki staðið þarna aðgerð.arlaus.“ sagði Beecher reiðilega. „Ég er að segja þér, að hún sé hér í þorpinu. Það hverfur enginn af yfirborði jarðar eins og vofa.“ „Vertu rólegur! Það er engin á- stæða til að æsa sig.“ Don Julio gekk yfir að glugganum. „Ég er alveg sammála. Það hverfur eng- inn af yfirborði jarðar eins og vofa. Var það ekki það, sem þú sagðir?“ Hann svipti gluggatjöld- unum frá með einu handtaki. „Viltu gera mér þann greiða, að líta snöggvast yfir á gangstéttar- borðin fyrir framan Bar Central,“ sagði Don Julio.“ „Finnst þér furðulegt, þótt ég geti ekki fest trúnað á frásögn þína?“ Beecher horfði út um regnvota rúðuna. Bifreiðar brunuðu fram hjá og gömul kona hljóp eftir göt- unni með dagblað yfir höfðinu og stefndi á matvöruverzlun. Skyndi- lega stirðnaði Beecher og starði agndofa. Hann greip um glugga- karminn. Hann trúði ekki sínum eigin augum. „Guð minn almáttugur!“ hvísl- aði hann hásri röddu. Don Willie sat einn við borð í 14 T í M I N N, frmmtudaginn 15. ágúst 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.