Tíminn - 18.08.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.08.1963, Blaðsíða 6
Hótel Borg Jóhannes Jósefsson glímu- kappi átti nýlega áttræðisaf- mæli. í tilefni af því er vert að minnast þess, að Jóhannes notaði fé það, sem hann haföi aflað sér með karlmennsku sinni og íþróttum, til að reisa Hótel Borg, sem var hin merki legasta framkvæmd á sínum tima. Hótel Borg setti menn- ingarbrag í Reykjavík og jók álit þjóðarinnar í augum margra erlendra ferðamanna, sem hingað komu. Jóhannes heiur selt Hótel Borg fyrir noai&u, en rekstri hennar er haldið vel í horfinu af hinum nýju eigendum hennar. Vert er að geta þess, aö Jó- hannesi hefði orðið stórum örðugra en ella að ráðast í þessa framkvæmd og hún ef til vill orðið honum ókleif, ef hann hefði ekki notið góðrar fyrirgreiðslu ríkisvaldsins. Jónas Jónsson var þá mennta- og dómsmálaráðherra og studdi Jóhannes á margan hátt í þessu merka brautryðj- endastarfi hans. Talsvert brestur hins vegar á það, svo að ekki sé meira sagt, að núverandi ríkisstjórn sýni svipaðan stuðning í sam- bandi við byggingu Hótel Sögu, sem er álika merkileg og nauðsynleg framkvæmd nú og Hótel Borg var á sinni tíð. Aukning gistihúsa er nauð- synleg vegna sívaxandi ferða- mannastraums til landsins. Það myndi áreiðanlega borga sig vel fyrir þjóðarheildina, ef veitt væri lánsfé, sem svaráði' andvirði tveggja til þriggja, bogara, til að bæta móttöku- skilyrði fyrir ferðamenn, m.a. út um landið. Það hvetur menn hins vegar ekki til að ráðast í þessa atvinnugrein, sem á að geta orðið stór og vaxandi í framtiðinni, ef látið er ógert að tryggja henni við- unandi lánsfé, eins og á sér stað með Hótel Sögu. Verkfall blaðamanna Nýlega er lokið tveggja vlkna löngu verkfalli blaða- manna. Sennilega hefði aldr- ei komið til þess, ef sátta- semjari hefði byrjað nógu snemma á sáttaumleitunum. Þetta er augljóst dæmi þess, aö sáttaumleltanir i sam- bandi við vinnudeilur eru hér i hreinasta ólagi. Þær byrja yfirleitt ekki fyrr en alveg er komið að verkfalli og eru sið- an oft látnar liggja niðri vik- um saman eftir að verkfall er hafið. Þessu þarf að breyta. Sáttaumleitanir þurfa að byrja miklu fyrr og fylgja þeim fastar eftir. Mikið er nú rætt um endur- skoðun vinnulöggjafarinnar. í herbúðum Sjálfstæðisflokks- ins er talað um, að flokkurinn geti ekki losað sig við draug- ana, en svo kallar Mbl. for- ustumenn Alþýðuflokksins, íyrr en búið sé að nota þá til að koma á nýrri og strangari vinnulöggjöf. Margt í vinnu- löggjöfinni þarf að breytast, en að þeim breytingum á að vinna eins og í nágrannalönd um okkar. Samtök vinnuveit- enda og launþega eiga að koma sér saman um megin- drætti nýrra reglna um kaup- deilur og verkföll. Viðræður umræddra aðila um þetta efni þarf að hefja sem fyrst. Hitt væri rangt og háskalegt, að Alþingi færi að skipta sér af málinu áður en slíkir samn ingar hefðu verið þrautreynd- ir, og þó allra helzt ef sett yrði löggjöf, er annar aðilinn teldi ósanngjarna. Sambúðar- mál stéttanna á aö leysa með samningum og samkomulagi, en ekki með valdboði annars aðilans, sem kann að hafa þingmeirihluta að baki sér í dag, en missir hann svo ef til vill á morgun. Slikt gæti leitt til aukinna stéttarátaka og hefndaraðgerða á vixl. Núgildandi vinnulöggjöf var sett i fullu samráði vlð báða aðila. Þá leikreglu á ekki að brjóta. Mikil ótíðindi Um langt skeið hafa ekki gerzt hérlendis meiri ótlðindi en þau, að rikisstjórnin virð- ist hafa ákveðið að veita Atl- antshafsbandalaginu leyfi til að koma upp flota- og kaf- bátastöð í Hvalfirði. Atlants- hafsbandalagið hefur oft far- ið fram á þetta áður, en því verið hafnað, enda Framsókn- arflokkurinn þá setið i stjórn. Enn síður er ástæða til þess að veróa við óskum um þetta nú en áöur, þar sem frjðarhorfur virðast nú batnandi eftir sam komulagið um tilraunabann- ið. Af byggingu flota- og kaf- bátastöðvar í Hvalfirði, mun augljóslega hljótast þrennt: 1. ísland verður til þess að stuðla að auknu vígbúnaðar- kapphlaupi, þegar friðarhorf- ur eru að batna. Slíkt gæti orðið til að auka spennu og tortryggni stórveldanna að nýju. 2. ísland yrði miklu fremur en ella skotmark vetnis- sprengju, ef til stríðs kæmi. Moore aðmíráll lýsti því I við- tali við blaðamenn í fyrra, að Keflavíkurflugvöllur væri svo litil varnarstöð, að vart yrði varpað á hana kjarnorku- sprengju. Um kafbáta- og flotastöð gildir vitanlega allt öðru máli, þar sem t.d. flug- skeytakafbátar eru ein helztu árásarvopn nútimans. 3. Miklu örðugra yrði að framfylgja þeirri, yfirlýstu stefnu allra flokka að láta herinn fara, þegar friðvæn- legra yrði I heiminum. Erlend- ur hernaðaraðili, sem hefur komið sér upp kafbáta- og flotastöð í Hvalfirði mun ó- gjarnan vilja láta hana af hendi. Geymslurúmið verð- ur þrefaldað Stj órnarblöðin reyna að ■ HÓTEL BORG beita hinum furðulegustu blekkingum til að gera lítið úr þeim framkvæmdum, sem stjórnin virðist staðráðin í að leyfa Nato nú þegar. Helzt er látið líta svo út, að hér sé að- eins um að ræða endurnýjun á þeirri olíustöð, sem fyrir er i Hvalfirði og herinn hefu: þar á leí'gu?rffið"|é^tí er, 'St býggð vérð;fjf;l^ ný^’g'ííuftöð, er mun taka tvöfalt meira magn en sú stöð tekur, sem talað er um að endurnýja. Um helm- ingur gömlu stöðvarinnar hef ur líka nýlega verið endur- bættur og þarfnast ekki end- urnýjunar um langa framtíð. „Endurnýjunin", sem stjórn- arblöðin tala um, er því raun- verulega fólgin í því, að geimslurúm fyrir olíu I Hval- firði verður um það bil þre- faldað. Hverjum dettur í hug, að ráðizt sé í þá framkvæmd að auka þannig geymslurúmið, nema annað meira sé í ráði en að auka birgðirnar, sem hafa reynzt nægar til þessa, þótt þær væru ekki nema y3 af því, sem nú er ráWn"”'t að geyma í Hvalfirð’n Legufærin Aukning olíugeyma í Hval- firði, er ekki nema nokkur hluti þeirra framkvæmda, sem fyrirhugaðar eru. Til við- bótar á að byggja stóra haf- skipabryggju eða bryggjúr. og a.m.k. 4—5 botnfest legufæri. í Hvalfirði er nú fyrir eltt iegufæri, sem er ætlað olíu- skipum og fullnægir alveg þörfum oliustöðvar, þar sem einnig á að reisa bryggju, sem stðr skip eiga að geta notað. Vegna ollustöðvar eru hin nýju legufæri þvi alveg óþörf. Hinum nýju legufærum á að fylgja sú kvöð samkvæmt frá- sögn stjórnarblaðanna, „að þau má ekki nota nema með sérstöku leyfi rikisstjórnar- innar hverju sinni og þegar sérstök nauðsyn krefur.“ Þessi kvöð væri vissulega ó- þörf, ef legufærin ætti aðeins að nota fyrir olíuskip. Kvöð •’þfes'i1 l¥r" sétö eihgöngu vegna þess, að legufærin eru ætluð kafbátum og herskipum, enda lýsti utanrikisráðherra yfir því í viðtalí slnu við full- trúa Framsóknarflokksins, að þau yrðu notuð þannig, ef ískyggilegá þætti horfa. Það getur svo hver sagt sér sjálf- ur, hvort ríkisstjórn, er leyfir byggingu botnfestu legufær. anna, myndi neita um leyfi til að nota þau, ef fram á það yrði farið. Legufærin þýða það, að hægt verður að gera Hval- fjörð að kafbátalægi með fárra minútna fyrirvara. Aðeins áfangi Þær framkvæmdir, sem hér eru ráðgerðar, munu kosta mörg hundruð millj. kr. Hver og einn getur sagt sér það sjálfur, að Nato myndi ekki leggja slíkt fé af mörkum, nema það ætlaði sér að hafa bækistöð í Hvalfirði til fram- búðar og stækka hana eftir þörfum. Hershöfðingjarnir í Nato hafa oft farið fram á það að mega reisa öfluga flotastöð í Hvalfirði, jafnvel að sprengja þar inn í fjöll skotfærageymsl ur og kafbátalægi. Fyllsta á- stæða er til að ætla, að þær framkvæmdir, sem nú eru fyr irhugaðar, séu aðeins upnhaf að öðru meira. Af pólitlskum ástæðum þykir hins vegar heppilegast að framkvæma UM MENN OG MALEFNl verkið í áföngum. Það, sem stefnt er að„ sé m.ö.o. fram- tíðarstöð fyrir flota og kaf- báta Atlantshafsbandalags- ríkjanna á Norður-Atlants- hafi. Afstaða Framsóknar flokksins. Eins og áður hefur verið rakið, hafa oft .áður komið fram óskir frá Nato um, að það fengi leyfi til að reisa öfl- uga flotastöð í Hvalfirði. Þessu hefur verið hafnað vegna þess, að Framsóknar- flokkurinn átti fulltrúa í þeim ríkisstjórnum, sem þá fóru með völd. Framsóknarflokkur inn hefur aldrei viljað ljá máls á því, að aukin yrðu neins konar hernaðarleg mannvirki í Hvalfirði, og vís- ast því til stuðnings til þeirra 1 öksemda, sem greint er frá aér á undan. í samræmi við baö brá Framsóknarflokkur- nn fljótt við, er hann fékk réttir af fyrirætlunum ríkis- tjórnarinnar, og varð hann ýrsti aðilinn til að mótmæla þeim. Sjálfstæðisflokkurinn og A1 þýðuflokkurinn hafa áður staðið með Framsóknarflokkn um i því að neita Nato um að auka herbúnað í Hvalfirði. Nú hafa þeir illu heilli breytt um stefnu. Það breytir hins vegar ekki neitt afstöðu Framsókn- arflokksins. Á NATO að ráða? v -J'tt í Morgunblaðihu er nú hald ið uppi þeim áróðri, að það séu svik við Nato að vilja ekki leyfa umræddar fram- kvæmdir í Hvalfiröi. Stefna þelrra, sem standa að Mbl., er bersýnilega sú, að það eigi að leyfa allt, sem Nato fer fram á. Sú virðist orðin stefna þeirra manna, sem ráða Sjálf stæðisflokknum og þar með ríkisstjórninni. Af því má vel marka, að ekki mun standa á ríkisstjórninni að leyfa flota- stöð og kafbátastöð í Hval- firði. Ríkisstjórnir annarra Nato- landa fara hins vegar öðru vísi að. Þær gera sér ljóst, að hershöfðingjarnir í Nato eru kröfuharðir og misvitrir, og að meta verður kröfur þeirra í því ljósi. Engin stjórn er skuldbundin til að fallast á annað en það, sem hún sjálf vill og telur rétt. Allar ríkis- stjórnir Natolandanna hafa lika hafnað meiru og minna af kröfum Nato um framlög, herskyldutíma, og erlendar herstöðvar. Ekki sízt hafa ríkisstjórnir Noregs og Dan- merkur gert þetta. Forráðamenn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins eru hins vegar á öðru máli. Þeir telja rétt að gefa hers- höfðingjum Nato algert sjálf- dæmi. Það, sem þeir biðja um, skulu þeir fá. Þessi stefna er nú prédikuð í Mbl., og Framsóknarflokkurinn áfelld ur fyrir að vilja ekki fylgja henni. Það sýnir bezt þá hættu, sem hér er á ferðum, ef þjóðin bregður ekki við fljótt og einbeittlega. T f M I N N, sunnudagurinn 18. ágúst 1963. — 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.