Tíminn - 18.08.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.08.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RIKID WILLIAM L. SHIRER gjörlega ómögulegt“, sagði hann. „Við látum ekki þröngva okkur.‘- Hann fól Schus'dinigg að segja Þjóðverjum frá því, að úrsl'itakost- um þeirra hefði verið hafnað. Þetta tilkynnti Seyss-Inquart Gföri-ng jþegar í stað klukkan 5:30 eftir hádegi. SEYSS-INQUART: Forsetinn hefur tekið á móti lausnarbeiðni SchusChnigg . . . Ég stakk upp á því, að hann fæli' mér að gegna amhætti kanslarans . . . en hann vildi fela það manni eins og Ender . . . GÖRINU: Jæja, það nægir ekki! Ekki fyrir nokkum mun! Forset- inn verður að fá að vita það þegar í stað, að hann verður að veita yður embætti sambandskanslarans og samþykkja ráðuneytið, eins og það hefur verið ákveðið. Nú varð hlé eitt augnablik. Seyss-Inquart' lét dr. Miihlmann, skuggalegan, austurrískan nazista, 'koma í símann, en Sohuschnigg hafði tekið eftir honum snigl'ast um í Berohtesgaden, en hann var persónulegur vinur Görings. MÖHLMANN: Forsetinn situr enn við sinn keip og neitar að gefa samþyfkki sitt. Við Þjóðernissósíal- istarnir þrír fórum til þess að ræða við hann sjálfir. . . . Hann vildi ekki einu sinni tala við okk- ur. Það lítur einna helzt út fyrir, að hann ætli eklki að láta undan. GÖRING: Láttu mig tala við Seyss. (Við Seyss). Munið eftir- farandi: Þér farið þegar í stað í fylgd með Muff hershöfðingja (þýzka hermálafulltrúanum) og segið forsetanum, að verði ekki gengið að skil'yrðunum, muni her- sveitirnar, sem þegar eru á leið til landaimæranna halda inn í Aust urríki í kvöld meðfram allri lín- unni, og Austurríki muni hætta að vera til. . . . Segið honum, að nú sé ekki tími til neinna skripaláta. Ástandið er það, að í kvöld hefst innrásin alls staðar frá. Innrásin verður því aðeins stöðvuð, og hersveitunum haldið á landamær- unum, að okkur verði tilkynnt fyr- ir klulkkan 7:30, að Miklas hafi falið yður embætti sambandskansl arans. . . . KalÞð þá út alla Þjóð- ernissinna í landinu. Þeir ættu nú að vera á götum úti. Munið eftir því, að það verður að gefa skýrslu klukkan sjö þrjátíu. Ef Miklas tekst ekki að skilja þetta á fjór- um kl'ukkustundum, skulum við láta honum skiljast það á fjórum mínútum. En hinn ákveðni forseti var enn óhaggandi. Klukkan 6:30 var Göring aftur kominn í símann og ræddi við Keppler og Seyss-Inquart. Báðir sögðu, að Miklas forseti neitaði að ganga að því, sem þeir segðu. GÖRING: Jæja þá, Seyss-In quart verður að víkja honum úr embætti! Farið upp aftur og segið honum hreinlega, að Seyss muni kalla á Þjóðernissósíalistaverðina og innan fimm mínútna muni her- sveitirnar leggjia af stað sam- fcvæmt sfcipun rninni. Samkvæmt þessari skipun lögðu Muff hershöfðingi og Keppler aðra hernaðarlega úrslitakosti fyr- ir forsetann þar sem honum var 'hótað, að gæfist hann ekki upp innan klukkustundar, eða kl. 7:30, myndu þýzkar hersveitir halda inn í Austurríki. „Ég sagði herra- mönnunum tveimur", bar Miklas síðar, „að ég neitaði að ganga að þessum kostum . . . og Austurríki eitt ákvæði, hver skyldi vera æðsti maður stjórnarinnar.“ Þegar hér var komið sögu, höfðu austurrísku nazistarnir náð undirtökunum á götum úti sem og í kanslarahöllinni. Um klufckan sex þetta kvöld, þegar ég var að koma frá sjúkrahúsinu frá því að heimsækja konu mína, sem hafði verið að berjast fyrir lífi sínu eftir erfiða fæðingu, sem endaði í keisaraskurði, hafði ég komið úr neðanjarðarlestinni upp á Karlz- pliatz, og allt í kringum mig var ösfcrandi, taugaveiklunarlegur naz istamúgur,_ sem héltí átt að innri borginni. Ég hafði séð þessi sömu afskræmdu andlit á fl'okiksfund- unum í Núrnberg. Fólkið hrópaði: „Sieg Heil! Sieg Heil! Heil Hitler! Heil Hitler! Hengið Schuschnigg! Hengið Schuschnigg!" Lögreglan stóð hjá aðgerðalaus og brosti, en sfcömmu áður hafði ég séð han^ dreifa smáhópi nazista án minnstu fyrirhafnar. Schuschnigg heyrði trampið og 'hrópið frá múgnum, og hávaðinn hafði áhrif á hann. Hann fór í skyndi til forsetaskrifstofunnar til til þess að l'eggja fram síðustu beiðni sína. En hann segir: „Miklas forseti var ósveigjan- legur. Hann vildi ekki gera nazista að kanslara Austurríkis. Þegar ég fór fram á, að hann gerði Seyss- Inquart að kanslara, sagði hann aftur: „Þið yfirgefið mig allir, allir.“ En ég sá ekki, að uim annan mann væri að ræða en Seyss-In quart. Með þá litlu von í brjósti, sem ég enn hafði, hélt ég mér fast í öll þau l'oforð, sem hann hafði gefið mér, þær sögur, sem fóru af honum sem staðföstum kaiþólikka og heiðarlegum manni. SchusChnigg hélt sér fast í allar sínar blekkingar til 'hins síðasta. Hinn fallni kanslari stakk þá upp á, að hann flytti kveðjuávarp í útvarpið og útskýrði fyrir þjóð- inni, hvers vegna hann hefði sagt af sér. Hann segir, að Miklas hafi samþykfct þetta, enda þótt for- setinn bæri síðar á móti því. Þetta var áhrifamesta útvarpsútsending, sem ég hef nokkru sinni heyrt. Hljóðneminn var settur upp ein fimm skref þar frá, sem Dolfuss hafði verið skotinn til bana af nazistum. . . . Þýzka stjórnin (sagði Sohu- schnigg) setti Miklas forseta í dag úrslitafcosti, þar sem honum var skipað að seitja sem kanslara mann, sem þýzka stjórnin sjálf til- nefndi . . . annars myndu þýzk- ar hersveítir gera innrás í Austur- ríki. Ég lýsi því fyrir heiminum, að fréttir, sem komið hafa fram í Þýzkalandi um óróa í Austurríki meðal verkamannanna, um úthell- ingu blóðs og að ástandið sé að 157 verða svo alvarlegt, að austurríska stjórnin ráði ekki við neitt, eru 'hreinn og beinn uppspuni frá rót- um. Miklas forseti 'hefur beðið mig að segja íbúum Austurrikis, að við höfum l'átið undan ofbeldi, þar sem við erum ekki undir það búnir, jafnvel á þessu hræðilega augnabliki, að úthella blóði. Við höfum ákveðið að skipa hersveit- unum að veita enga mótspyrnu. Ég kveð því Austurríkismenn með þýzkum kveðjuorðum, sem koma frá dýpstu rótum hjairta míns: Guð verndi Austurríki! Kanslarinn gat kvatt, en hinn þrái forseti var ekki reiðubúinn að gera hið sama. Þetta frétti Göring, þegar hann hringdi tU Muffs hershöfðingja skömmu eftir útvarpsræðu Schuschniggs. „Það bezta, sem gæti gerzt, væri að Mi'klas segði af sér“ sagði Göring við hann. „Já, en það gerir hann ekki,“ samþykfcti Muff. „Þetta var mjög á'hrifaríkt. Ég talaði við hann fyrir einum fimmtán mínútum. Hann lýsti því yfir, að undir .engum kringumstæðum mundi hann l'áta undan ofbeldi.“ „Svo? Hann ætlar ekki að láta undan ofbel'di?" Göring gat ekki trúað þessum orðum. „Hann lætur ekki undan of- beldi,“ endurtók hershöfðinginn. „Vill hann þá aðeins, að honum verði sparkað út?“ „Já,“ sagði Muff. „Hann situr sem fastast.“ „Jæja, með fjórtán börn, verður maðurinn að sitja sem fastast," sagði Göring og hló. „En samt sem áður„ skuluð þér segja Seyss, að taka við.“ En svo var það skeytið, sem Hitler vildi fá, til þess að réttlæta innrásina. Foringinn var nú „í þann veginn að fá taugaveiklunar- kast,“ að sögn Papern, sem kominn 67 hann sér að Don Jul'io og otaði fingrinum aftur að ihonum. „Stúlk- urnar geta sagt yður ,að hún hafi haldið sig heima. Viljið þér, að ég veki þær? Vújið þér efcki yfir- heyra hundana mína líka? Þér skuluð ekki halda, að þér komizt upp með þetta.“ Skyndilega sner- ist hann á hæli og vatt sér að arn- inum og allur skrokkurinn titraði af niðurbældum ofsa. Andlit hans lýsti réttlátri reiði manns, sem orðið hefur fyrir óréttmætum á- sökunum. „Hérna, hérna er vega- bréfið hennar. Ég skal sýna yður það.“ Hann tók þunna, svarta bók af arinhillunni og otaði henni að Don Julio. „Þarna hafið þér það svart á hvítu! Lítið þér í það! Gáið að því, hvort hún hefur farið úr landi!“ Don Julio yppti lítillega öxlum. „Ég spurði aðeins, hvort hún hefði haldið sig hér innandyra. Ég spurði efcki, hvort hún hefði farið úr landi. Þér verðið að afsafca, ef ég hef látið yður halda, að ég legði ekki trúnað á orð yðar.“ Hann fletti vegabréfi Il'se. „Ach. Það gerir ekkert til“, sagði Don WilUe og bandaði frá sér með hendinni. „Við höfum þekkzt það lengi að við þurfum ekki að mis- skúja hvor annan. Eða finnst yður það ekki?“ En Beecher tók eftir örsmáum svitadropum, sem spruttu fram á enni hans. Don Willie höfðu orðið á mis- tö'k, hugsaði Beecher. Hann hefði átt að bíða þess, að Don Julio bæði hann um vegabréfið. Og það hefði átt að vera utan seilingar. Það hefði getað orðið stórkostlegt, ef hann hefði í fyrstu látið sem það væri týnt eða horfið — þá hefðu þeir þurft að leita gaum- g'æfilega í hverri skúffu og tösku, þurft að kalla á d auðskelkaðar þjónustustúlkur og það hefði get að orðið hin skemmtilegasta ring- ulreið, unz vegabréfið kæmi skyndilega í leitirnar. En Don Willie hafði sjálfur lagt áherzlu á mi'kilvægi vegabréfsins með klaufa s'kap sínum. Og það var honum Ijóst nú. Líklega hafði hann ekki treyst leifcarahæfileiikum sínum miklu lengur. Hann hafði leikið ágætan leik hingað til', en nú fannst hon- um nóg komið. Láta tjaldið falla, þegar hámarki leiksins var náð. Vísa á sýknunargagnið, — vega- bréfið. Don Julio fletti síðunum hrat't og pírði augun um leið og hann athugaði stimplagerðina með dag- setningum entradais og salidias. „Nú vitaskuld", sagði hann og rétti Don Willie vegabréfið aftur. „Hún hefur alls ekki farið frá Spáni.“ Þeir heyrðu létt fótatak í gang- inum og mennirnir þrír sneru sér eins og vökubr varðhundar að dyr unum, um leið og Ilse kom inn í stofuna. Hún brosti kurteislega við þeim, um leið og hún gekk yfir góífið og staðnæmdist við hlið Don Willies. Hún var klædd brúnu pilsi og gulri blússu og ’svart hár hennar var greitt beint aftur af enninu og bundið saman að neðan með rauðum borða. í skugganum af hel'jarstórri arinhillunni virtist hún mjög lítil og viðkvæm. Beecher andvarpaði þreytulega. Hann fann til óþæginda, þreytu og leiðinda, þegar hann virti hana fyrir sér og sá, hve erfitt hún átti með að horfa í augu honum, brosa til hans og hafa hemil á titrandi vörunum. Don Willie strauk henni um þakið með feitum fingr- unum. „Þér er kalt“, sagði hann blíðlega. „Mér finnst leitt, að ég skuli þurfa að ónáða þig þeirra vegna.“ FÖRUNAUTAR ÓTTANS W. P. McGivern „Það gerir ekkert til. Ég sat og las í bók. Hvað er það, sem þú vilt?“ „Ó, Drottinn minn, ég vil ekkert noma komast í rúmið sem fyrst“, sagði Don Willie og lagði hand- legginn yfir axlir henni. Hann lyfti höfðinu og horfði frekjulega á Don Julio og Beecher. „Nú, hér er þá þessi dularfulla persóna, sem hefur l'eyft sér það ódæði að sitja í herbergi sínu og lesa í bók. Hvað viljið þið henni svo?“ Don Julio leit á Beecher. „Jæja, Mike?“ Urn leið og hann sagði þetta, færði hann sig úr ljósinu og inn í skuggann, og stóð nú þannig, að hann gat haft auga á andlitum og viðbrögðum allra hinna. Hann renndi köldum, blá- um augunum frá Beecher á Ilse, um leið og hann stakk upp í sig sígarettu og tók kveikjara upp úr vasanum. „Jæja, Mike“, sagði hann aftur, og kveikti í sígarett- unni, og blés reykjarmekki út í loftið. Hann starði á Beecher með forvitnislegt bros á vörum. Beecher varp öndinni aftur og leit hryggur á Ilse. Hann hafði vitað, hvað myndi gerast, frá því hann sá Don WilUe ganga inn í herbergið sjálfumglaðan á svip. Willie hefði aldrei getað leikið svona vel, ef honum hefði ekki verið kunnugt um, að Beecher var á lífi, og Ilse var sú eina, sem gat hafa sagt honum það. Beecher hafði haldið, að hann myndi fyll- ast logandi heift, þegar hún birtist á sviðinu, til þess að leika sitt I hlutverk í leiknum. En hann komst að raun urn, að hann hat- aði hana ekki. Hann vorkenndi henni. Og það lá við, að hann vor- kenndi Don Willie einnig. „Segðu sannleikann, Ilse,“ sagði hann. „Um hvað, Mike?“ „Það var enga svipbreytingu að sjá á smágerðu, fölu andliti henn- ar. „Ég skil þig ekki.“ „Æ, Ilse“, sagði hann þreytu- lega, „þetta stoðar ekki. Þetta dugar ekki nokkurn skapaðan hlut.“ „Ég — veit ekki, hvað þú ert að tala um“. Don WilUe þrýsti henni upp að sterklegum líkama sínum. „Auð- vitað ekki. Ég vei't að þú ert þreytt." „Já, — já, ég var það.“ „í gærkvöld varstu hamingju- söm, Ilse,“ sagði Beecher rólega. „Minnistu þess? Þú vissir, að þú varst frjáis. Þú hafðir ekfcert að óttast framar.“ „Hún hristi höfuðið snöggt. „Ég skil ekki, hvað þú ert að segja,“ sagði hún. En varir hennar skulfu, þegar hún talaði, og augu hennar voru full sársauka. Don Willie horfði hvasst á hana. „Ég get ekki séð nokkurn tUgang með þessu.“ sagði hann við Don Julio hásri röddu. „Hún hefir verið veik. Hún þarfnast hvíldar. Hvers vegna vald j ið þið henni ónæði?“ Don Julio stóð hreyfingarlaus í skugganum og reykti sígarettuna.! I Hann var hugsandi á svipinn, eins og hann væri að hlusta á tónlist úr fjarlægð. „Ég er yður sam- mála,“ sagði hann vingjamlega. Þessar furðul'egu ásakanir hr. Beechers virðast ekki eiga sér neina stoð í veruleikanum. Ég bið yður að afsaka ónæðið.“ Hann gekk til Beeohers og lagði höndina á öxl hans. „Þú verður að koma með mér á skrifstofu mína.“ c^Cóiet 'fíaíðui {■MÍMk* © iu»40>'1TD,Tjra íRn.minTrn !TÍ Hringbraut Simi 15918 14 T í M I N N, sunnudagurinn T8. ágúst 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.