Tíminn - 18.08.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.08.1963, Blaðsíða 7
útgefc ndl: FRAMSÓKNÖRHLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason _ Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur f Eddu húsinu. símar 18300—18305 Skrif stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl., simi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. t lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Kaupmönnum vantreyst Engin blöS komu út að þessu sinni á hátíðisdegi verzl- unarmannastéttarinnar vegna blaðamannaverkfallsins. Meðal verzlunarmanna hefur verið haít. orð á því, að þetta hafi verið heppilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fram að þessu hafa forkólfar Sjálfstæðisflokksins verið nær óþreytandi í því að lýsa yfir trú sinni á frjálsa verzl- un og frjálsa samkeppni. Þeir hafa sagzt hafa fyllsta traust til kaupmanna og annarra milliliða. Þessir aðilar myndu tryggja almenningi hagstæðast verðlag og bezta þjónustu, ef þeir fengu að njóta sín í írjálsri samkeppni. Þegar á hólminn kemur, trúa forkólfar Sjálfstæðis- flokksins bersýnilega ekki á þessi slagorð sín. Hér hefur um langt skeið venð haldið uppi verðlags- höftum. Þetta hefur verið byggt á því, að vöruframboð væri a. m. k. öðru hvoru ónógt og því gæti frjáls sam- keppni ekki fyllilega notið sín. Undir svipuðum kringum- stæðum hefur verðlagshöftum verið beitt í nágranna- löndum okkar. Þar hefur hins vegar verið dregið úr þeim í hlutfalli við aukið vöruframboð. Nú eru því sama cg engin verðlagshöft í nágrannalöndum okkar, nema helzt í sambandi við húsnæði. Ríkisstjórnin segist nú vera búin að tryggja fullnægj- andi vörpframboð, enda ekki neitt kraftaverk vegna góð- ærisins við sjávarsíðuna. Samt heldur hún sama dauða- haldi í verðlagshöftin og fyrr. Þetta getur ekki stafað af öðru en því, að forráðamenn Sjálfstæðisflokksins, sem öllu ráða um stefnu stjórnar- innar, vantreysta frjálsri verzlun og frjálsri samkeppni, þegar á hólminn kemur. Þeir telja íslenzka kaupmenn cg verzlunarmenn ekki verðskulda sama traust og t. d. stjórnir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar sýna kaup- mönnum og verzlunarmönnum í þeim löndum. Þetta mat forráðamanna Sjálfstæðisflokksins á íslenzk- um kaupmönnum og verzlunarmönnum liggur nú eins lióst fyrir og verða má. Forráðamenn Sjálfstæðisflokksins hafa því vafalaust ekki verið neitt hryggir yfir því. að angin blöð komu út á hátíðisdegi verzlunarmanna og þeir gátu því sparað sér öll orð um þessi mál. Guðmundur í. Stjórnarblöðin keppast nú við að bera á móti því, að lun fyrirhuguðu legufæri í Hvalfiiði séu ætluð her- skipum. Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra hefur hins vegar lýst yfir því, fyrst i viðtali við fulltrúa frá Framsóknarflokknum og síðar i viðtali við fulltrúa frá Alþýðubandalaginu að hin fydrliuguðu legufæri séu ætluð herskipum eða kafbátum. ef nauðsyn þykir bera til, en til þess að tryggja það, að betta verði ekki mis- notað, verði notkun þeirra háð sórstoku leyfi ríkisstjórn- arinnar hverju sinni. Hver og einn getur svo dæmt af atburðum undangenginna daga hvort stjórnin muni synja um leyfi, ef Nato biður um það Guðmundur í. hefur ekki verið talinn sérlega vandaður í umgengni við sannleikann. Það er kaldhæðni örlaganna, að stjórnarblöðin skuli reyna að geva hann að ósanninda- manni, þegar hann áreiðanlega segir satt. Waiter Lippman?! ritar um al|?|éðamál:B Verða Bandaríkin að draga úr aðstoð og fjárfestingu erlendis? Ireiðslujöfnuður þeirra er stöðugt óhagsfæður, DILLON, fjármálaráðherra IRÁÐSTAFANIR þær, sem Bandaríkjastjórn hefur nýlega gert í baróttunni við hallann á greiðslujöfnuðinum vlð út- lönd, eru bersýnilega aðeins til bráðabirgða. Óhjákvæmi- legt var að hafast eitthvað að, þar sem hallinn minnk- aði ekki á s.l. ári. En eins og ástatt er í alþjóðlegum fjár- málum voru bráðabirgðaráð- stafanir einar taldar heppi- legar. Alvarlegust og líklegust til áhrifa er uppástungan um að draga úr straumi dollara frá Bandaríkjunum til fjárfest- ingar erlendis. Þessum á- rangri á að ná með því að skattleggja sölu útlendinga á erl. verðbréfum til langs tíma á bandarískum markaði. Þessi skattur á að gilda í tvö ár og renna út 16. ágúst 1965. Hann gerir útlendingum dýr- ara að afla sér fjár á banda- rískum peningamarkaði. Ekki á þó að hrófla við beinni fjár festingu bandarískra fyrir- tækja í verksmiðjubygging- um og tækjum erlendis. ENGINN getur verið viss um að ráðstafanirnar og á- hrif þeirra á fjármálaástand- ið leiði til greiðslujafnaðar á þessum tveimur árum. Jafn- yel þó að svo verði, „munum við“, eins og forsetinn hefir orðað það, „verða að minnka þann dollaraforða, sem við sjáum öðrum þjóðum fyrir, samtímis því, sem við vinnum bug á greiðsluhallanum" Þetta leiðir til alvarlegra tak- markana á heimsviðskiptun- um og efnahagslegri þróun. Verði vart samdráttaráhrifa, sem líklegt er ,verður þörf á víðtækum endurbótum á al- þjóðlegum peningaviðskipt- um. Ef til vill er rétt að segja, að Bandaríkjastjórn hafi til þessa verið andstæð slíkum endurbótum en Bretar óskað þeirra, en þeir hafa, ásamt okkur, þann erfiða heiður og þau þungbæru forréttindi að sjá heiminum fyrir vara- gjaldeyrisforða. Margir banda í'ískir sérfræðingar, bæði í ríkisstjórn og utan hennar, eru fylgjandi umfangsmikl- um endurbótum. Að undan- förnu hefir forsetinn sýnt mikinn áhuga í þessu efni. Afstaða forráðamanna bandaríska fjármálaráðuneyt isins hefir verið sú, að frjáls- ar umræður uir allar stór- vægilegar breytingar á pen- ingaviðskiptakerfi heimsins muni draga úr trú manna á dollarann og varanleika hans Einu heilbrigðu og öruggu ráðstafanirnar séu þær, sem unnt er að undirbúa „prívat“ og framkvæma með sem allra minnstu almennu umtali, en samkomulagi við fjármálaráð herra annarra landa og stjórnendur aðaibanka. FORRÁÐAMENN fjármála- ráðuneytisins vona, að unnt verði að halda við traustinu á dollarann með gömlu kunnu bankareglunni að láta ekki kvisast neitt, sem geti vakið efa um stöðu dollarans Ef til vill verði nauðsynlegt aö gera ráðstafanir til að auka varaforðann, sem liggi að baki alþjóðlega peninga- viðskiptakerfinu, en um þess ar ráðstafanir megi ekki ræða opinberlega eða láta í veðri vaka að þær séu sérlega mikil vægar. Það álit verði að ríkja, að kerfið sé óbreytanlegt og óbifandi. Við verðum því að fylgja þeirri reglu ,að endur- bætur á peningaviðskipta- kerfinu komi eftir að við höf- um ráðið niðurlögum greiðslu hallans, en ekki fyrr. Þar seni forstöðumenn fjár málaráðuneytisins fylgja þess ari ströngu meginreglu, hafa þeir verið önnum kafnir við að athuga um aðferðir til að vernda dollarann fyrir árás- um af hálfu aðvífandi brask- ara. Þeir hafa í þessu efni mætt aðdáunarverðum skiln- ingi og samvinnuvilja hjá ráðamönnum erlendra aðal- banka og eriendum fjármála- ráðherrum, ekki sízt af hálfu Frakka. En aðferðirnar hafa ekki verið til þess ætlaðar að leysa grunnvandann um greiðsluhallann. 12. júlí s.l. sagði Douglas Dillon fjár- málaráðherra á fundi með fjárhagsnefnd þingsins, að framfarirnar hafi „verið svo hægar og skrykkjóttar á liðnu ári, að vonbrigðum olli.“ ÞETTA er ástæðan fyrir því, að forsetinn hefir flutt þinginu sinn langa boðskap. en þar er m.a. uppástungan um tveggja ára skattheimt- una, sem á að draga úr fjár- festingu Bandaríkjamanna ei lendis. Þrátt fyrir ákafar og ítrekaðar tilrauntr, er greiðsluhalli Bandaríkjanna í raun og veru um milljarð dollara meiri en fram kemur. Yfirlitið innifelur ýmislegt það, sem Dillon fjármálaráð- herra nefnir „sérstakar ráð- stafanir“, og ekki er unnt að endurtaka hvað eftir annað með stuttu millibili. Þannig hefir verið um að ræða greiðslu gamalla skulda áður en gert var ráð fyrir og fyrir- framgreiðslu vopnasendinga. Séu þessar „sérstöku ráð- stafanir" undan skildar, er greiðsluhallinn á þessu ári enn álíka mikill og hann var 1962, en það var til muna of mikið. Vegna þessa á stjórnin við það erfiða viðfangsefni að glíma að reyna að auka útflutning Bandaríkjanna, örva erlenda fjárfestingu í Bandaríkjunum og draga um leið úr dollarastrauminum úr landi, og þá einkum með þrennu móti: 1. Lækka hernaðarútgjöld- in erlendis, en þau nema úr um 2,4 milljörðum dollara á ári. 2. Lækka fjárhagsaðstoð við erlendar þjóðir ,en hún nemur nú um 3,5 milljörðum dollar á ári. 3. Lækka einkafjárfestingu Bandaríkjamanna erlendis. en hún nemur nú um 2,5 milljörðum dollara á ári. ÞAÐ er erfitt verkefni, sem forsetinn og fjármálaráðherr ann hafa tekizt á hendur enda þótt þeir reyni að láta líta út fyrir að þeir séu von- góðir um árangur. Ekki er auðvelt að tryggja mikla aukningu útflutnings einmitt þegar svo stendur á, að sam- keppni milli landa er mjög harðnandi. Hernaðarútgjöid- in er ekki unnt að lækka fyrri en — og því aðeins — að mun víðtækara samkomulag náist við valdamenn Sovétrikjanna en orðið er, og útlit er fyrir að svo stöddu. Fjárhagsað- stoð við erlendar þjóðir virð- Framhald á 13. slSu. T f M I N N, sunnudagurinn 18. ágúst 1963. — J /.!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.