Tíminn - 18.08.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.08.1963, Blaðsíða 3
f SPEGLITÍMANS Doris Day leikur sem stend- ur í nýrri kvikmynd, er ber nafnið „Move Over Darling“. Doris er í cnyndinni álitin látin, og eiginmaður hennar hefur kvænzt aftur. Doris vill auðvit- að ná í inann sinn aftur, og ræður sig sem vinnustúlku á heimi'li eiginmannsins og seinni konunnar. í eitt skiptið vill frúin fá nudd, og Doris gefur henni það heldur dug- lega. Frúin bregzt auðVitað illa við og eiginmaðurinn skerst í leikinn. Það var þá, sem hann tók of fast um Doris í eitt skipt- ið og braut í henni rifbein. Doris vantaði samt ekki einn einasta dag frá vinnu, og notaði teygjubindi til að lina þjáning- amar. Það virðist elkki vera að ástæðulausu, sem Doris hefur verið talin ein duglegasta og samvinnuþýlðiasta leikkfM/ia í Hollywood, hún lætV# eírki kvikmyndaverin tapa mflljón- um á því að bíða eftir sér. ★ Sfc- Síðan Oscar Hamerstein lézt, hefur Riohard Roger tekið upp samvinnu við Alan Jay Lerner. Þeir ætluðu nýl'ega að frum- sýna fyrsta söngleiik sinn „I Picked a Daisy“' á Broadway. En það fórst heldur illa fyrir, því að aflýsa varð frumsýning- unni, og ástæðan var sú, sagði Roger, að textinn var ekki kom- inn frá Lerner. Roger sagði einnig, að oft hefði staðið á textum frá Lorenz og Oscari Hammerstein, því að Lorenz hefði verið drykkfelldur, en hvorki Lerner né Hammerstein hefðu smakkað það, en það ættu þeir sameiginlegt, allir þrír, þeir hefðu all'ir verið blóð- latir. * Stirling Moss fór eins og kunugt er mjög illa út úr bíl- slysi því, sem hann varð fyrir, fyrir rúmu ári. Eitt dæmi þess, er það, að nýlega tók hann ökupróf á bifhjóli, en féll. Hér sést hann á hjólinu að af- stöðnu prófi. ★ Nýtt táknmál, sem gert er í stöfum og númerum, hefur verið fundið upp í Ameríku, svo að þúsundir af einmana rafmagnsheilum geti talað sam- an. Hingað til hefur hver gerð haft sitt eigið mál, en framleið- endurnir hafa komið sér saman um það, að nota eitt allsherjar táknmál, og er nú verið að kenna heilunum það. Þessi sfcúlka heiUr Bobby Shaw, er 19 ára gömul og er þarna að baða sig við Miami- ströndina í Florida. í Banda- ríkjunum gizka menn á að hún sé arftaki Marilyn Monroe í kvikmyndaheiminum, a.m.k. hvað útlitið snertir. ★ ^ ‘' * cAií-- . Hertoginn af Edinborg hefur mikla ánægju af því að búá til mat, og nú hefur hann látið innrétta sérstakt eldhús í Buck- ingham Palace, þar sem hann j öðru hverju býr til rétti handa sér og drottningunni. ý/Fy.. -.i ★ í Finnlandi hefur nýlega ver- ið stofnaður lýðháskóU fyrir fólk á ellilaunum, og yngstu nemendurnir eru 67 og 81 árs. : El’izabefch Taylor fer ekki með neitt hlutverk í nýjustu mynd Burtons, sem ber nafnið „Becket“, en hún hefur samt orðið sér úti um sinn eigin stól í kvikmyndaverinu, og fylgist með öllu, sem fram fer. Hér er Liz á tali við Burton, en hann gegnir hlutverki biskups í myndinni. Nathalie litla Vadim er greinilega lifandi eftirmyndin hans pabba síns, og eftir mynd- inni að dæma, þá er hún þegar farin að stilla sér upp fyrir framan myndavélina. Mamma hennar er hin dansk-ættaða Anette Ströyberg, sem nú er skil'in við Vadim. Núverandi Stúlka hans, Catherine Dene- uve, hefur nýlega eignazt son, og á myndinni hér að neðan sést Catherine yfirgefa fæð- ingardeildina með soninn. Hún og Vadim hafa lýst því yfir að þau kæri sig alls ekki um að gifta sig, það sé ’hreinn óþarfi, og bæði eru þau harðánægð með soninn. Bandarísld l'eikarinn og fram leiðandinn David Susskmd var fyrrr skömmu staddur í Eng- landi, og var þá spurður um þalð af enskum blaðamanni, ireernig vinsældum hann ætti að fagna í Bandaríkjunum. Susskind sagði, að hann væri frekar vinsæll af áhorfendum, en ekki eins af starfsfélögum sínum. Það furðar engan á því, þegar tekið er tillit til þess, hvernig hann talar um þá. Flestir muna áreiðanlega eft- ir Robertino, litl’a, feita strákn- um sem kom hér fyrir nokkrum árum og heillaði ungar stúlkur með söng sínum. Við fengum að heyra plötur með honum í óskalagaþáttum útvarpsins næsta árið, og nú er allt útlit fyrir, að svo verði aftur. Ro- bertino hefur nefnilega endur- unnið frægð sína eftir að hann komst úr mútum. Hann hefur ekkert sungið í tvö ár, en hóf ★ Sandra Dee segir hann, að sé algjörlega hæfileikalaus. Troy Donahue sé ljóshærður risi, sem misþyrmi kvenfólkinu í myndum sínum, en geti alls ekki leikið. Debbie Reynolds segir hann, að gangi um í öll- um myndum eins og brosandi brúða og Elizabeth Taylor í hlutverki Cleopötru, sé of feit, yfirborguð og hæfileikalaus. Hún sé leikarastéttinni yfirleitt til skammar . ★ síðan söngnám á ný með mikilli eftirvæntingu, því að það er sjaldan sem barnastjörnur geta endurunnið frægð sína. Núna er hann sem sagt fullorðinn maður, og kom fyrir skömmu í fyrsta skipti fram fyrir þetta tímabil með Pat Boone í Þýzka- landi. Þarna á myndinni er hann kominn til Danmerkur, og talar við gamla vinkonu síð- an á æskuárunum. Danny Kaye er eins og kunn ugt er mjög dugandi flugmað- ur, þegar hann vill það við hafa. Hann viðurkennir samt, að honum líði ebki alltaf vel, þegar hann er staðsetfcur hátt uppi. Staða hans langt fyrir ofan aðra bandaríska grínleik- ara er t.d. farin að valda hon- um óþægindum. — Ég hef enga löngun til þess, að standa á einhverjum guðastalli, segir hann, og ég hef enga löngun til þess að eyða því, sem eftir er af lífi mínu í það, að verja frama minn. Kaye hafði nýlega tekið þá ákvörðun, að gera aðeins eina kvikmynd á ári og einn sjónvarpsþátt, en nú hefur hann breytt því og byrjar bráð- lega að gera sjónvarpsþætti vikulega. Hann hefur einnig fært upp „One man’s show“ á Broadway, en það hefur hann ekki gert síðustu tíu árin, og um frábæra hæfileika hans og fyndni. Kaye segist hafa mikla ánægju af sjónvarpsþáttum sínum og honum finnst ekki lengur, að hann sé eins og demantur, sem tekinn sé úr öskju sinni einu sinni á ári, en svo settur á sama stað aftur. Þar að auki geri það ekkert til, þó að hann hafi vikulegan þátt, þar sem hann hafi efni á þvf, að vera „billegur“. T í M I N N, sunnudagurinn 18. ágúst 1963, 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.