Tíminn - 18.08.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.08.1963, Blaðsíða 13
 LUNDÚNABRÉF Framhald af 8. síðu. konunglegu familíu skyldu vera uppdregnir á portrait, signeruð af þeim voðalega manni, Stefáni Ward. Rachmann-hneykslið er enn ein forsíðufréttin. Rachmann sá, sem hneyksli þetta er kennt við, var pólskur kaupsýslumaður um fimm tugt, sem stundaði viðskipti sín hér í Lundúnum, var kvæntur tals vert yngri konu, ók í Roll's Royce, gekk alltaf með dökk sólgleraugu, og hélt um talsverðan tíma við þá ræmdu Mandy Davis. Þær góðu ungfrúr og vinstúlkur, Mandy og Ohristine, við hverja nefndur Rachmann átti einnig ákveðin við- skipti, hafa verið aðalpersónur hvers einasta hneykslismáls hér undanfarið, og munu nú ugglaust vera frægustu persónur kvenkyns á Bretlandseyjum. Talið er, að Rachmann þessi hafi látizt fyrir nokkrum mánuð- um síðan, en þó þykir það ekki fyllilega sannað, og hafa verið gerðar kröfur um að grafa upp meint lík hans, til þess að ganga úr skugga um þetta. Rachmann var fasteignabraskari í fremstu röð, og rak viðskipti sín á efúr- farandi hátt: Hann keypti t. d. húsasamstæðu í íbúðarhverfi, sem nefnt er Bays- water. Seildist Rachmann eins og vænta mátti til að kaupa húseign ir, sem voru í fremur lágu verði, scm átti rót sína að rekja td leigu samninga, sem íbúar hússins höfðu við fyrrverandi eigendur þess. Þessir leigusamningar heimiluðu leigutö'kum að dvelja í húsnu fyr ir sanngjarna leigu, og var óheim ilt samkvæmt lögum að vísa þeim á dyr. Bayswater hafði fram að þessu verið talið til ,,betri'“ íbúð- arhverfa, en á því varð skyndileg breyting eftir að Rachmann kom til sögunnar. Þegar fyrsta íbúðin í húsinu iosnaði, vegna brottflutn- ings viðkomandi fjölskyldu, .beið Rachmann ekki boðanna, heldur leigði húsnæðið innflytjendum frá Vestur-Indíum. Svertingjar frá Vestur-Indíum höfðu streymt Ihingað til Englands og þóttu með al húseigenda a. m. k. litlir aufúsu gestir. Yfirfyllti Raohmann íbúð- ina af fólki þessu og hvatti hann það eða starfsmenn hans til yfir- gangs og þreytandi hegðunar gagn vart öðrum hvítum íbúum hússins. Sönglist og hljóðfærasláttur fram eftir nóttum og slæm umgengni hefur gjarnan þótt fylgja fólki þessu, og endaði leikurinn venju- lega þannig, að þeir hvítir íbúar, sem fyrir voru í húsinu, þegar Svertingjarnir fluttu inn, sáu þann kost vænstan að hverfa á braut. Tróð Racbmann þá inn fleiri svert ingjum, þóttist vera vinur þeirra einlægur og verndarvættur, og einn af sárfáum húseigendum, sem leigja vildi þeim. En Adam var ekki lengi í Paradís. Þegar Rach- mann hafði með þessum aðferðum tekizt að hrekja fyrrverandi leigj endur úr húsnæðum þeirra, og jafnvel að leggja þannig heilar götur undir Svertingja sína, kom annað hljóð í strokkinn. Hafði hann og menn hans fá orð þar um, en ráku svertingjana út á götuna aftur, og sögðu þeim sjálfum að sjá ráð fyrir sér. Þeir, sem reyndu að malda í móinn og leituðu til yfirvaldanna, var hótað öllu illu, og er sannað, að „gangsterar", sem Rachmann hafði í þjónustu sinni, voru sendir til að refsa þeim með l'íkamlegum meiðingum, sem ekki sættu sig umyrðalaust við þessar ráðstafanir. Þegar Svertingjarnir voru farn- ir, lét Rachmann lappa upp á fast eignir sínar, sem margar hverjar höfðu látið talsvert á sjá meðan á dvöl hinna lituðu leigutaka stóð, og ieigðu þær síðan millistéttar- fólki ensku fyrir margfalt það verð, sem hann hafði áður getað tekið fyrir sama húsnæði eftir gömlu leigusamningnum. Þessi viðskipti Rachmanns hafa eftir blaðafréttum að dæma verið æði umfangsmikil, og þar eftir erfitt að rannsaka þau, þar sem hann stundaði brask sitt gegnum fjölda leppfyrirtækja. Þessar umræður, sem spunnizt hafa vegna viðskipta Raohmanns, hafa borizt inn í Neðri málstofuna og rekið á eftir nýrri húsaleigu- löggjöf, sem ekki virðist vanþörf á. Fólk það, sem þekkti Mr. Rach- mann persónulega, bar honum yfirleitt þá sögu, að hann hefði verið einstakt ljúfmenni í um- gengni og Mandy litla Davies kvaðst sakna hans mjög. Er það að vísu skiljanlegt, þar sem hann hafði meðan á sambúð þeirra stóð gefið henni skartgripi og fatnað að verðmæti nokkur þúsund sterl- ingspund og hvita jagúarbifreið. Sagði ungfrúin góða stolt í blaða- viðtali, að þær væru ekki margar kynsystur hennar, sem á hennar aldri (hún var þá 17 ára) hefðu haft jafn mikið upp úr sér. Drykkjuskapur fer hi’aðvaxandi, voru áberandi fréttir hér á dög- unum. Út voru gefnar tölur, sem sýndu, að handtökum fólks vegna ölvunar á almannafæri hafði fjölg að um 12% frá fyrra ári, eða upp í 88 þúsund. Kom fram í frétt þess ari, að aukningin virtist aðallega vera meðal miðaldra fólks, og var aldrei þessu vant ungdómnum ekki um að kenna. Hefur nú verið skip- uð nefnd af innanríkisráðherran- um til þess að rannsaka vandamál þetta niður í kjölinn og benda á leiðir til úrbóta. Ekki veit ég, hvort íslendingum ofbýður þessi tala fangelsana, sem ég gat um, en hún er rúmlega eitt promill af íbúafjölda Bretlandseyja, en ekki er mér grunlaust um, að hlutfall ið heima sé æði mikið hærra, án þess að stjórnarvöldin sjái ástæðu til þess að skipa nefnd til þess að rannsaka málið. Fyrir nokkrum dögum hófust sýningar á hinni frægu, og ef til vill má maður segja, alræmdu mynd, Kleópötru, í Dominion kvik- myndahúsinu við Charing Cross Road. Eins og vænta mátti var hóp af frægu fólki boðið að vera við frumsýninguna hérna megin Atlantsála og hertoginn af Edin- borg .látinn punta upp á selskap- ið með nærveru sinni. Á eftir sýningunni var dinner og dans að Savoy Hotel. Eflaust hefur hið fræga fólk skemmt sér vel, en tveggja persóna var þó saknað; Elizabeth Taylor og Ric- hard Burton létu ekki sjá sig. Hvernig er svo þessi dýrasta kvikmynd, sem nokkurn tíma hef- ur verið framleidd, og kostaði ein ar litlar 40 milljónir dollara, eða ca. 1.720 mill’júnir íslenzkra króna. Kritíkin hér er í einu orði sagt niðursallandi. Gagnrýnendum kem ur yfirleitt saman um, að á ferð- inni sé „innantómt, rándýrt, lang- dregið, óleikrænt, óbókmenntalegt spectacle, og eini ljósi punkturinn í myndinni sé leikur Rex Harri- sons sem Ceasar. Þar sem vesalings Ceasar er myrtur rétt fyrir hlé, og Antoníus tekur við sæti hans hjá miss Taylor, þá er ekkert gam an lengur, segja þeir vísu menn. (Grein þessi hefur beðið nokk uð birtingar vegna blaða- mannaverkf allsins). ÞAR SREYTIST . . . íFramham hí 9 sTOu ) við engar vörur fyrr en 9. júní, og þá ekki nema hluta af því, sein við áttum í pöntun vegna rum.'eysis í skipinu. Þessi langa samgöngutruflun var því að kenna aa Herðubreið var tek- in út úr sinni eigin áætlun Qg sett á áætlun Herjólfs, sem fór í slipp. — En eruð þig hér á Suður- fjörðurmm annars ánægðir með áxtlanii Herðubreiðar? — Nei, alls ekki. Við viljum láta hana ganga austur fyrir til Kópaskers, snúa þar vig og suð- ur aftur með viðkomu á hverri höfn í báðum leiðum. Það ixður alltof langt á milli fciða t. d. fyrir framleiðslu- vörur frá mjólkurbúi okkar, som fara þurfa á hafnir norðar í fjórðungnum, og eins með garðávexti Hornfirðinga, sem fara sömu leið. Auk þessa eru póstsamgöngur þessara af- skekktu staða við Reykjavík allt of erfiðar. En höfuðskilyrð'ið fyrir á- framhaldandi uppbyggingu hér um sióðir er að stórkostlegt á- tak verði gert hér í samgöngu- malunum. og á ég þar sérstak- leBa vi» vegamálin. Eg held að það sé ekki ofsagt að' þjóðveg- irnir hér um slóðir séu fyrst og fremst vegir að nafninu til, en svo heldur ekki meir. — Ástandið hvað vegina snertir er nú þannig hér, ag þeir hafa verig heflaðir árlega án þess að nokkuð væri ofan í þá borið. Mcð hvc.rju árinu, sem liðið hcfur hafa þeir svo færzt ögn lengra ofan í jörðina. Og í sum- ar hefur ekkert verið hægt að' hefla, því þag er ekkert eftir af vegunum. Auk vegamálanna má líka á það minnast, að vig hér á þessu landsvæði erum ákaflega illa settir með flug. Það eru sum sé aðeins 150 kílómetrar til Egiisstaðaflugvallar og 100 km. á Ilornafjörð og oft mjög erfitt ad komast þessa leið á vetrum. Hér um slóðir eru hins vegar góð flugvallarstæði, m. a. hér á Djúpavogi. Þag mundi styrkja mikig samband Suð-Austur- landsins við umheiminn, ef þar kæmi upp flugvöllur, sem síð- an yi'ði haldið uppi reglu- bundnu farþegaflugi til. mánn - Framhald af 7. síðu. ist það sviðið, þar sem sem auðveldast sé að ná árangri. En við nánari athugun kem- ur í ljós, að þarna er einkum um „bundna dollara" að ræða, þ.e. útflutning á vörum en ekki dollurum. Þá er að- eins eftir fjárfesting Banda- ríkjamanna erlendis, og rík- isstjórnin leggur til, að hún verði mjög varlega skattl'ögð. Sennilega má gera ráð fyrir að forsvarsmönnum fjármála ráðuneytisins aukist áhugi á endurbótum hins alþjóðlega peningaviðskiptakerfis þau tvö ár, sem skatturinn verður x gildi. Yfirleitt verður viður- kennt, að það geti ekki verið hlutverk Bandaríkjamanna og Breta einna að sjá heim- inum fyrir varaforða gjald- eyris. Þetta er í raun og veru hlutverk alls heimsins. LAUGAVE6I 90-92 D.K.W. 1964 er kominn. Sýningarbíl! á staðnum til afgreiðslu strax. Kynníð yður kosti hinnar nýju D.K.W. bifreiðar 1964 frá Mercedes Benz verk- snvðjurum. Okkar stóri viðskipta- mannahópur sannar 10 ára Srugga biónustu Bílaval er allra vaL ■ H ÞOLL AUGLÝSIR ÞÉR EIGfÐ ALLTAF LEIÐ FRAM HJÁ ÞÖLL ÞÖLL ER ÞÆGILEGUR VIDKOMUSTAÐUR í HJARTA MIÐBÆJARINS TÓBAK — ÖL — SÆLGÆTI — ÁVEXTIR — ÍS HEITAR PYLSUR ALLA.N DAGINN OPIÐ KLUKKAN 8—18. GJÖRIÐ SVO VEL OG LÍTIÐ INN „ÞÖLL” Veltusundi3, (ViðHótel ísland, Bifreiðastæðið) FLUGDAGURINN 1963 Flugmálafélag íslands efnir til flugdags í dag, sunnudaginn 18. ágúst, á Reykjavíkurflugvelli, og verður flugvöllurinn opnaður fyrir gesti kl. 13.00. Fjölbreytt dagskrá, m. a. listflug á vélflugu og svífflugu, þotuflug og margt fleira. inngangur frá Miklatorgi um Flugvallarveg. Ef veður reynist óhagstætt, verður það auglýst í hádegisútvarpinu. Viljum ráða sfrax SÉRHÆFÐA LAGERMENN til að veita BETRIBÍLDM BETRIÞJÓNUSTU Bílabúð SlS hefir opnað í nýju húsnæði í Ármúla 3. Mikil söíuaukning í nýju hús- næði gerir okkur nauðsynlegt að ráða tvo sérhæfða lagermenn til starfa við varahlutaþjónustu um- boðsfyrirtækja okkar en þau eru m. a. General Motors, Opel og Vauxhall. Nánari upplýsingar gefur Starfs- mannahald SÍS, Samhandshúsinu Starfsmannahald Auglýsið í TÍMANUM T í M I N N, sunnudagurinn 18. ágúst 1963. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.