Tíminn - 18.08.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.08.1963, Blaðsíða 15
Hólmsár- brúopnuð BÓ-Reykjavík, 17. ágúst Síð'degiS' i gær var nýja brúin a Hólmsá í Skaftártungum opnuð fil ttmferðar. Þetta er stálbitabrú með timburgólfi og stöplum, 32 metrar á lengd. Brúargerðin hófst í vor. Áætlaður kostnaður er rösk ar tvær milljónir króna. Gamla brúin á Hólmsá var ófær stórutn langferðabilum, því krappar beygjur iágu að henni. SUMARBLÚSSUR AÐEINS KR. 95.00 MIKLATORGI Til sölu jarðj'ta International TD-9 í ágætu standi á góðu verði. Uppiýsingar í síma 36813, eftir kl. 7. KOM ÁÓVART Framhald af 16. síðu. sinni fengið þessi nýju lög. Við fáum þau vlst síðastir allra. Það kom hingað póst- þjónn klukkan tólf og ég fór í pósthólfið klukkan hálf eitt og missti af útvarpsfréttinni, en þá var ekíkert komið þang- að. — Þessi lög komu okkur á óvart, annars er þessi hegðun hins opinbera eikki nema í sam ræmi við alla hegðun þess í okkar garð. Við höldum fund í dag um ýmis mál og þá verð ur þetta nýja viðhorf að sjálf sögðu rætt. En, sem sagt, ég er ekki enn þá farinn að sjá þessa nýju sendingu stjórnar valdanna til okkar verkfræð- inganna og get þvl ekkert rætt hana efnislega. um og hlotið sjö stig. Akureyri á einum leik ólokið eins og áður segir og hefur sex stig. Vinni Akureyri KR, er sætinu I 1. deild borgið og Keflavík fellur. Vérði jafntefii, leika Akureyri og Kefla- vík aukaleik um fallsætið. Tapi Akureyri leiknum, fellur Akur- eyri niður I 2 deild. Leikurinn I dag á Laugardals- velli milli Vals og Akurnesinga hefst kl. 16. Leikur Fram og KR annað kvöld hefst kl. 19.30, Til frekari glöggvunar birtum við hér stöðuna I 1. deild: KR Akranes Fram Valur Keflavík Akureyrl 8 5 1 2 20—13 11 9 5 1 3 22—16 11 8 4 1 3 9—12 9 8 3 2 3 16—17 8 10 3 1 6 15—19 7 9 2 2 5 15—20 6 að tæknifræðinámi verður starfrækt á vetri komanda í Reykjavík á vegum Vélskólans og á Akureyri á vegum Iðnskól- ans, ef næg þátttaka fæst. Próf frá deildum þessum vetta rétt til inngöngu í norska og danska tæknifræðiskóla eftir nánari reglum þeirra skóla og væntanlega með sömu skil- yrðum og síðastliðið ár, og svo ennfremur í slíkan tækniskóla íslenzkan, þegar hann tekur til starfa. Réttindin eru háð því, að viðkomandi hafi tilskilda verklega þjálfun. Til inngöngu i danska tækr.iíræðiskóla er krafizt sveinsprófs í þeirri ,iðn, sem við á. Til inngöngu í norska skóla er krafizt 12 mánaða raunhæfs starfs í hlutaðeigandi grein. Inntökuskilyrði í undirbúnmgsdeild að tækninámi eru próf frá iðnskóla eða gagnfræðapróf. Umsóknir skulu berast viðkomandi stofnun fyrir 1. september. 14. ágúst 1963 Guhnar Bjarnason skó'ostjóri Vélskólans. Jón Sigurgeirsson skóiastjóri Iðnskólans á Akureyri. TSIboð óskast í töluvert magn ai notuðo pakjárnl, sem verður til sýnis í porti Miðbæjarskóians kl. 1—3 mánu- daginn 19. ágúst n.k. Tilboðum skal skila í skriistníu vora, Vonarstræti 8, fyrir kl. 4 sama dag. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar Stiórnarfundur bandalags fatlaðra á NorSurlöndum, fremrl röS frá vlnstrl: Ólöf Rikharösdóttir, Theódór Jónsson, Lelner, framkvæmdastj., Aaltonen F. Karlsson S., Knudsen D. Affari röS frá vinstrl: Vayurunen F., Bruu N., Niisson, S., Borgesen N„ Möller D. DÓMUR Framhald af 16. síðu. hagsmunum almennmgs. Beri því 'brýna nauðsyn til að gera ráðstaf- anir ti*l að koma í veg fyrir slíka þróun mála. Fyrir því eru hér með sett bráða birgðalög, samkvæ*nt 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þessa leið: 1. gr. Hæstiréttur tilnefnir þrjá menn í gerðardóm, sem ákveði kjör verk fræðinga, sem starfa hjá öðrum aðilum en ríkinu. Dómurinn skal einnig setja gjal'dskrá fyrir verk- fræðistörf, sem unnin eru í ákvæð isvinnu eða tímavinnu. Hæstiréttur kveður á um, hver 'hinna þriggja gerðardómsmanna skuli vera formaður dómsins. Gerðardómurinn setur sér starfs reglur. Hann aflar sér af sjálfs- dáðum nauðsynlegra gagna, og er rétt að krefjast skýrslna, munn- legra og skriflegra, af einstökum mönnum og embættismönnum. 2. gr. Gerðardómurinn skal við á- kvörðun mánaðarlauna, vinnutíma og launa fyrir yfirvinnu, hafa húðsjón af því, hver séu kjör verk- fræðinga og annarra sambæri- legra starfsmanna hjá ríkinu, sam- kvæmt launakerfi því er gildir júÚ 1063. Við setningu gjaldskrár fyrir verkfræðlstörf ,unnin í ákvæðis- vinnu og tímavinnu, skal höfð hliðsjón af gjaldskrá Verkfræð- ingafélags íslands, frá 19. apríl 1955 og reglum, er gilt hafa um framkvæmd hennar. 3. gr. Verkföll í því skyni að knýja fram skipan kjaramála, sem l'ög þessi taka til, eru óheimil, þar á meðal framhald verkfalla Stéttar- félags verkfræðinga, sem nú eru háð. 4.. gr. Ákvarðanir gerðardóms sam- kvæmt 1. gr. skulu gilda frá gild- istöku laga þessara. • Kostnaður vlð gerðardóminn, þar á meðal laun gerðardóms- manna eftir ákvörðun ráðherra, greiðist úr ríkissjóði. 6. gr. Með brot gegn lögum þessum skal farið að hætti opinberra mála, og varða brot sektum. 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt eru úr gildi felld lög nr. 46, 13. apríl 1963, um hámarks- þóknun fyrir verkfræðistörf. Gjört að Bessastöðum, 17. á.gúst 1963. Ásgeir Ásgeirsson (sign.) Ingólfur Jónsson (sign.) Atvinnumálaráðuneytið, 17. ágúst 1963. SANDDÆlUBÍLL Framhald af 16. síðu. ur Sandsölunnar, og Jóhannes Óli Garéarsson, verkstjóri, létu báðir , Ijós ánægju með bílinn, sem þeir sögðu, að fullnægði alls ekki eftirspurn. Ekki er vitað um neinn slíkan sanddælu bl'. a íslandi né utan þess. Svipilö tæki eru að vísu í notk- un erlendis t;l að dæla eðlis- léttara efni en sandi, en þau reyndusi ónothæf til ag dæla sandi. Bandalag fatlaðra BÓ-Reykjavík, 17. ágúst Stjórnarfundur Bandalags fatl- aðra á Norðurlöndum hófst hér í Reykjavík s.I. miðvikudag, en fund imun lauk í gær. Ellefu sátu fundinn, þar af for- menn frá hverju Norðurlandanna ásamt einum stjórnarmeðlimi frá hverju landi og framkvæmdastjóra samtakanna, Henry Leiner frá Svíþjój. STÓRKOSTLEGT Framhald af 1. síðu. út af þessu. Loksins vann ísland. Við erum búin að reyna svo lengi. Annars veit ég eikikert um keppn ina enn þá. Anna ætlaði að hringja í Guðrúnu og svo tala ég við Önnu seinna í dag, og fæ að vita meira. Ég veit ekiki hverjar urðu númer 2 eða 3. — Finnst þér úrslitin þá ekki stórkostleg? — Stórkostleg, ég véit ekki hvað á að segja, þetta er svo dá- samlegt. Þetta hefur verið að byggjast upp smátt og smátt, við erum búin að tafca þátt í þessu svo lengi, svona gengur lífið! STIGAHÆST Framhald af 1. síðu. ir tíma þeirra á Langasandi Síminn byrjaði ag hringja strax í nótt oe skeytum og heillaósk- um rigmr yfir. — Víð erum orðnir stighæsta þjóðin í alþjóðafegurð'arsam- keppni. Síðustu fjögur árin höfum við alltaf átt eina af 5 í einhverri keppni. Sirry Geirs varð fyrst til, og varð númer 3 á Langasandi 1960. Svo kom Sigrún Ragnars nr. 5 á sama stað'. Þá varð Anna Geirs önn- ur í Miami og nú Guðrún nr. 1 miss Internatioal. — Hvað hefur Guðrún gert frá því hún varð ungfrú ísland 1962. — Hún tók þátt í Miss Scandinavia keppninni og varð nr. 3 og nr. 4 í Miss U.N. keppninni, sem fór fram í Mallorca. Síðan hefur hún verið við tízkusýningar í París. Hún var búin að fá samning í París, en getur ekki tekið því boði, því að nú verður hún bundin í eitt ár í hnattferðinni. Auk þess fær hún kvikmyndasamn- ingsboð, en þau gilda í 7 ár, svo ég geri ekki ráð fyrir að hún taki því. — Theodora Þórðardóttir fékk sjö ára samningstilboð frá Columbia, en hún tók ekki boðinu. þetta er allt of langur tími. — Hvað er langt síðan fegurðar- samkeppni fór hér fyrs*t fram? — Fyrsta keppnin var árið 1949, en vlð sendum fyrst út á Evrópu-keppn ina 1955, og var það Arna Hjörleifs dóttir, sem þangað fór. Svo fór Guð laug Guðmundsdóttir á Langasand árið á eftir. — Koma engar prósentur af verð- laununum til íslands? — Nei, við fáum ekkert nema frægðina og heillaóskirnar hingað. Fundarmenn ræddu viff frétta- menn í Glaumbæ í gær, og skýrði framkvæmdastjórinn þar stuttíega frá starfi bandalagsins en formenn irnir frá nágrannalöndunum fjór- um drápu á viðfangsefni og störf íélaganna, hver í sínu landi. Af upplýsingum formannanna er ljóst, að félög fatlað'ra hafa unn ið mikið starf á Nbrðurlöndum, og virð'ist sem málum fatlaðs fólks sé yfirleitt vel komið í nágranna- löndum okkar. Dönsku samtökin munu hvað lehgst á veg komin, en þar í landi, í Kaupmannahöfn, hafa fatlaðir reist stórt sambýUs- ihús fyrir hálfa sextándu milíjón danskra króna. Önnur slík húsbygg ing er á döfinni í Aarhus. Finnski formaðminn skýrði frá menntun og þjálfun fatlaðra þarlendis og gat þess meðal annars, að sam- tökin reka eigig Vöruhús, sem sel- ur framleiðsiuvörur fatlaðra. — Ríkið tekur mikinn þátt í starfi fé- laganna víðast hvar á Norðurlönd- um með fjárframlögum, og í Sví- þjóð er rekstrarfé að öllu leyti greitt af ríki og sveitarfélögum. — Auk þcss að gangast fyrir þjálf un og menntun fatlaðra og tryggja afkomu þeirra, leitast félögin við að fá ýmsu framgengt til hagræðis fyrir þi, m. a. hefur verið reynt rð koma því tU leiðar, að fatlaðir geti komirt ;nn í samkomuhús og notað almcnn farartæki, póstkassa o. fl. með sem minnstri fyrirhöfn og óþægindum. HÚN VANN Framhald af 1. síðu. ferð. Auk þess fæ ég gjafir frá búðunum hérna, en þær er ég ekki búin að' fá enn þá. Þær koma í kvöld. — Færðu svo ekki bíl? — Ne:. nei, ég fæ engan bíl. — Er keppninni nú lokið að að fuliu? — Henni lýkur með balli í kvöld, en núna eftir hálftíma verður biaðamannafundur. — Hvað ætlarðu ag gera næst. — Eg kem heim aftur eftir viku, annars veit ég það ekki enn þá Það er ekkert búið að ákveða. FRETTIR KL. 6. Framhald af 1. síðu. vera að ganga frá fötunum sín- um úti á svölum. Hún hlýtur að hafa sólbrunnið þá. Annars var ekki að heyra á henni í morgun, að hún væri neitt lasln. — Eruð þið ekki ákafl'ega glöð yfir þessum sigri? — Njarðvíkingar eru allir ákaf- lega glaðir, bæði ungir og gamlir. — Er allt kvenfólk svona fal- legt í Njarðvíkunum? — Það er yfirleitt mjög fallegt og gott fólk hérna, sagði Bjarni og hló við. ÞAKKARÁVÖRP Beztu þakkir fyrir góðar gjafir, heimsóknir og kveðj- ur á sjötugsafmæli mínu hinn 1. júlí 1963. Hermann Eyjólfsson, oddviti Ölfushrepps T í M I N N, sunnudagurinn 18. ágúst 1963. — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.