Tíminn - 28.08.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.08.1963, Blaðsíða 3
NTB.Washington, 27. ágúst. í dag streymdu f jölmennir her- flokkar inn í Washington á sama tíma og fólk, bæði hvítt og svart, dreif að úr cllum áttum til þess að taka þátt í frelsisgöngunni míklu, sem hefst á morgun, en þátttakendur hennar vilja undir- strika kröfurnar um jafnrétti svartra manna og hvftra í Banda ríkjunum. Búizt er við, að um 100,000 manns muni taka þátt i þessari einstæðu mótmælagöngu, en um 40.000 hermenn munu vera á verði á þeim stöðum, þar sem helzt er óttazt, að til óeirða komi. Lögreglan var í dag vongóð um, að allt gæ'ti farið friðsamlega fram en hættir þó ekki á neitt, því að ekki þarf mikið út af að bera til þess að allt farl f bál og brand, þegar svo margt fólk er saman komið. Foringjar blökkumanna hafa hvatf fólk til að sína stillingu og drengskap. Um 2000 svartir lög- reglumenn munu koma á eigin kostnað til Washingtoin frá New York ti| þess að aðstoða hvfta starfsbræður sína. Einnig mun fjölmennt slökkvilið vera til stað Pramhald á 15 síðu BANNFÆRO NTB-Lundúnum, 27. ágúst. Samband brezkra leikara lýsti því yfir f dag, að það hefði neitað hinni frægu gleðikonu Chrisfin’e Keeler um leyfl til að leika í mynd um Profumo-hneykslið svo- nefnda, vegna þess, að slfkt hefði komið illu orði á leikarasamband Ið og kvikmyndaiðnaðinn. Eins og áður hefur verið skýrt frá, verð- ur myndirt tekin f Kaupmanna- höfn og leikur Yvonne Bucking- ham aðalhlútverkið. LEYNIÞING NTB-Pula, 27. ágúst. Krustjoff, forsætisráðherra Sové'trikjanna og Tító, Júgóslavfu forseti, áttu í dag viðræður á eyj unnl Brioni í Adriahaffinu. í skýrslu, sem gefin var út í dag um fund þennan segir, að þeir félagar hafi orðið ásáttir um flest mfkilvægustu alþjóðamálin og hefði mikill vinskapur ríkt á fund inum. Annars er talið, að skýrsla þessi nefni aðeins fátt eitt af því, sem þeim fór á milli, enda fund- ur þeirra kallaður leynifundur í fré'ttaskeytum. NY STJORN NTB-Osló, 27. ágúst. Nú virðist Ijóst, að hin nýja borgaralega stjórn f Noregi, sem tók formlega við völdum í dag, muni hafa starfsfrið a.m.k. næstu þrjár vikurnar, en eins og kunn- ugt er, lýsti foringi Sósíalistíska þjóðarflokksins, Finn Gustavsen, þvf yfir, við umræðurnar um van trausttillöguna á stjórn Gerhard sen, að hann og flokkur hans myndu beita sér að alefli fyrir falli stjórnar John Lyngs, sem nú er forsætisráðherra. L0FT LÆVI BLANDIÐ I HUE í SUÐUR-VIETNAM NTB-SAIGON, 27 ÁGÚST. FRÁ FÆÐINGARBÆ DIEMS, forseta SuSur-Vietnam, HUE, í norður hluta landsins bárust bær fréttir í kvöld, að ástandið þar væri mjög alvariegt og þyrfti ekki nema lítinn neista til að tendra þar stórt bál, því að mikil ójga væri meðal Búddatrú- arfólks í borginni og nágrenni. — í dag var hins vegar allt með kyrrum kjörum í Saigpn. Eins og kunnugt er, urðu óeirð- irnar hvað mestar í Hue á dögun- um, og sitja nú flestir forystumenn Búddatrúarfólksins bak við lás og slá, þannig, að yfirvöld segjast vona, að ekki geti komið til neinna samræmdra mótmælaaðgerða þar ; borg. Nýjustu íréttir herma, að um 3 þúsund stúdentar sitji nú í fangels um stjórnarinnar, en um 900 munk ar séu hafðir í haldi. í dag sam- þykkti 5tjórn Cambodiu einróma að slíta st.iórnmálasambandi við Suður-Vietnam til að mótmæla að- förum stjórnarinnar þar í landi. Vu Van Mau, sem sagði af sér embætti ulanríkisráðherra Suður- Vietnam a dögunum, var í dag handtekinn, er hann hugðist leggja af stag í lnna fyrirhuguð'u píla- grímsferð sína til Indlands, en hann haíði látið krúnuraka sig að hætti Búdda-trúarmanna til að mótmæla stefnu stjórnar sinnar í 'rúmálunum. í dag fóru um 200 stúdentar frá Suður-Víetnam, sem stunda nám í París, í sólarhrings hungurverk- fall til þess að mótmæla aðgerð- um stjórnarinnar í heimalandi þeirra. Stjórn Suöur-Vietnam hefur bor ízt fjöldi crðsendinga frá stjórn- um víða um heim,'þar sem látin er í ljós \on um, að lausn finn- ist á trúilokkadeilunni á friðsam- iegan hátt. Verjandi Helanders talinn harðsnúinn NTB-Stokkhólmi, 27. ágúst. „ÉG LEYNI ENGU", sagði Segelbarg, dósent, þegar verj- andi Heianders fyrrverandi biskups. Nils Malmström, bar það á vitnið, að það vildi auð- sjáanlega ekki gefa réttinum upplýsingar um mikilvæg atr- iði í sambandi við þátt þess í Helandermálinu. Eins og kunnugt er leggur Malm ström mikla áherzlu á yfirheyrslur yfir Segelberg og hefur jafnvel látið að þvi liggja, að það hefði verið hann sjálfur, sem dreifði níg1 bréfunum en ekki Helander. Hins vegar hefur Segelberg brugðizt illa við snöggum og nærgöngulum spurningum verjandans og oft hlaupizt á bak við heimild sína til að neita að svara spurningum verj andans. Tilgangurinn með hinum mklu yfirbeyrslum yfir Segelberg er auðsjáanlega sá, að vekja tor- tryggni í garð Segelbergs, en það var raunar hann, sem kom þessu flókna máli af stað með afhend- ingu níðbréfanna í hendur lögregl unnar með kröfu um rannsókn. Leggur verjandinn ýmsar snörur fyrir Segelberg, sem yfirleitt svar ar spurningum öllum óljóst. Hins vegar fer vitnið ekki leynt með andstöðu sína gegn Helander og reynir rerjandinn að gera mat úr þeirri afstöðú. Þykir Malmström verjandi mjög harður í horn að taka í máli þessu. Snemma í gærmorgun var unn IS óvenjulegt björgunarafrek í Hazleton í Pennsylvaníu, er tveirn námumönnum, Throne 00 Fellini, var bjargað upp á yfirborð jarð- ar, eftir að hafa dúsað innilokaðir I námugöngum 100 metra undir yfirborðinu í 14 daga. Louis Bova, félagl þeirra, er enn innilokaður í hliðargöngunum og ekkert hef- ur heyrzt frá honum í heila viku Eins og Tíminn skýrði frá i gær rikti mikill spenningur á björgunarsvæðinu í fyrrakvöld. því að borinp mikli átti þá aðeins nokkra metrg eftir að mönnunum tveim, en síðasti spölurinn var erfiðastur, því @ð engu mátti muna, að göngin hryndu saman, er þau opnuðust. Göngin, sem hinn mikli bor gerði voru um 45 cm í þvermál og var ætiunin að draga þá félaga upp í stáltunnu. Það var ekki unnt, en notað var sérstakt reipi, sem reyndist fuil- komlega. Throne, sem er 28 ára gamall, var dreginn upp á undan V Hann var dálítið óstyrkur á fót. unum og var þegar fluttur á sjúkrahús. Strax á eftir var Feilini hífður upp, en hann er 58 ára gamall. Sagðist hann hafa átt erfitt með að halda félaga sinum vakandi síðustu klnkkustundirnar. Þeim félögum báðum var fagnað inni. lega af fjölda manns, en nokkuð skyggði á gleðina, að ekki er vit að um afdrif þriðja mannsins. Bova, se;: lokaðist af í hliðar- gangi. Mun haldið áfram björgun artilraununum, ef ske kynni. a? hann lifði enn. Mágur Felllni, John Martini, fékk nú loks tíma til snæðings eftir erfiða nótt, en hann starfaði að björguninni. Leynir sér ekki að þungu fargi er af honum létt eftir hina undursamlegu björgun. T [ M I N N, miðvikudagurinn 28. ágúst 1963. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.