Tíminn - 28.08.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.08.1963, Blaðsíða 9
 Á SÍÐAST LIÐNUM VETRI BI'RTI TÍMINN GREINAFLOKK FRÁ KÍNA, EFTIR SVEN LIND- QVIST. HANN MUN Á NÆSTU MÁNUÐUM SKRIFA FLEI'RI GREINAR FRÁ AUSTURLÖND- UM, OG MUN TÍMINN VÆNT- ANLEGA BIRTA ÞÆR. í ÞESS- ARI GREIN FJALLAR HANN UM KÍNVERSKA LEIKLIST, OG ÞÁ AÐALLEGA LEIKRIT EFTl'R EINN FREMSTA LEIKHÖFUND LANDSI'NS, TSAO YÖ, ÞAR SEM FJALLAÐ ER UM SAMBÚÐ KÍNA OG SOVÉTRÍKJANNA UNDIR RÓS. í GREININNI TÚLK AR LINDQVIST LEIKRITIÐ OG BER ÞAÐ SAMAN VIÐ ÞAU LISTLAUSU ÁRÓÐURSVERK, SEM ANNARS BER MEST Á í LEIKHÚSUM LANDSINS. f leikhúslífi Kína ber hæst hina sfgil'du kínversku leikhefð, hina svokölluðu kínversku óperu, sem stendur á mjög háu stigi í ýmsum stílafbrigðum um allt land. Vin- sældir hennar eru geysilegar: eins og ef við værum síraulandi kviðlinga Shakespeares og hlýdd um á leikrit hans í útvarpinu dag inn út og daginn inn. En það starf, sem unnið er á sviði hinnar sígildu leikl'istar er í eðli sínu upp vakningarstarf, endurreisn, og þær tilraunir sem gerðar hafa verið tii að beina þróun leikhefð arinnar fram á við, hafa að mínu viti mistekizt. Vestræn leikrit eru sjaldan leik in. Meðan ég var í Kína voru „Romeo og Julia“ eftir Shake- speare, og „Kabale und Liebe“ eftir Schillér sett á svið, og báð- ar sýningarnar voru rígbundnar við stíl sovézkra kvikmynda. Kínversk nútímaleikrit hafa að jafnaði pólitískan uppeidistilgang. Stuttir gamanþættir gera grín að ósæmilegri hegðun í kvikmynda- húsum eða ókurteisum rökurum. Einþáttungar lýsa einhverju níð- ingsverki, sem kuomintang frem- ur, eða hvetja til þátttöku í ein- hverri hollustuherferðinni. Ekki einu sinni jafn fyrirferðarmiklum rithöfundi og Han Tien hefur tekizt að fá áróðurinn til að minna á list. Síðasta leikrit hans er vörn fyrir afskipti Kínverja af menningarmálum Tíbets, klædd f söguleg gervi. Kínversk prinsessa giftist, þrátt fyrir lymskufullan andróður, tíbezkum prinsi, og heimanmundur hennar er ritmál og akuryrkja. Þegar eftir fimm mfnútur liggur boð- skapurinn á hreinu. Síðan kemur þriggja tíma breiðfylking atburða rásar, sem ekki bætir minnsta blæbrigði við merkinguna. Auk þess að hafa séð leikinn á frumstiginu, hef ég séð hann leikinn á tíbezku af nýbrautskráð um leiknemum, en að sögn leik- skrárinnar lærðu þeir fyrst á leik skólanum að rétta sig úr kútnum og hlæja eðlilegum hlátri. Þarna komu undirstöðugallar leikritsins enn betur f ljós: tilsvörin voru flutt samvizkusamlega eins og orðsendingaskipti stjórnmálanna, atburðarásin hlykkjaðist áfram eins og þykk voð. Ekftir þessa leikhúsreynslu kom það á óvart að fá að sjá kvöld nokkurt margrætt og torskilið kín verskt leikrit með innofið stjórn mál'aefni. Leikritið hét „Tan Chien P’ian", og höfundur þess er Tsao Yti, sem nú er 53 ára að aldri ,en vakti mikla athygli á árunum eftir 1930 með frægum Ieikritum eins og ,,Þrumuveður“ og „Sólarupprás". Þessi örlaga- þrungnu flækjuverk eru enn leik- in, og höfundurinn er ásamt Han Tian talinn til fremstu leikrita- skálda Kína. Báðir búa þessir höf undar að sjálfsögðu við þrýsting frá stjórnmálamönnunum, en meðan Tíbetl'eikur Han Tians er eins konar opinber heimsókn á vit sögunnar, hefur Tsao Yti tek- izt að skapa hrífandi og marg- slungið leikverk. Það vakti mikl'a aðdáun, þegar það var frumsýnt við áramótin 1961—1962, á þriðja ári uppskerubrestsins mikla, fá- einum mánuðum eftir að fyrstu öruggu merkin um væntanleg vin slit Kína og Sovétríkjanna komu fram. ÞEGAR leikritið hefst hefur Ytie-rfkið beðið lægri hlut. Ösku- grátt ljós fellur yfir sviðið, og fólk krýpur fyrir framan rústir forfeðrahofsins. Sigurvegarinn, konungur í Wu, gengur inn með fylgdarliði sínu. Hann er rauð- birkinn, lágvaxinn, feitlaginn mað ur. Er það rangt að hann minni örlítið á Vesturlandabúa? Sem tákn um veldi sitt stingur hann sverði sínu í klöppina og tekur konunginn í Ytie með sér sem fanga til Wu. Þar er honum haldið í mörg ár og látinn vinna óvirðulegustu verkin í fjósi hallarinnar. Til þess að hann gl'eymi ekki þeim órétti, sem hann hefur verið beittur, sef ur hann hverja nótt á hálmi frá heimabyggð sinni og hann' lætur varðmann minna sig daglega um hneisu ósigursins. í þriðja þætti snýr hann aftur til heimalands síns. Hræðilegir þurrkar standa yfir. Trén standa nakin í brenndri jörðinni. Tötra- klæddir bændur hafa komið sam- an til að biðja um regn. í gríp- andi senu tekur konungurinn þátt í bæninni til máttarvalda náttúrunnar. Hann útbýtir korni til þeirra sem svelta, og þeir eta með góðri lyst, þar til sá orðróm- ur breiðist út, að kornið sé komið frá Wu. Þá neitar fólkið að eta það og lætur öldungana segja við konunginn: — Þú skalt ekki selja dýrgripi landsins tii þess að kaupa fyrir korn. Er fjórði þáttur hefst hafa breytingar á orðið: akrarnir blómgast og höfuðstaðurinn hef- ur verið byggður upp að nýju. Landsstjórinn frá Wu er ótta- sleginn yfir uppgangi Ytie-rfkis- ins og krefst þess, að nýja borgin verði rifin niður. Hinir áköfustu í Ytie vilja grfpa til vopna, en konungurinn heldur aftur af þeim. Hann skipar að láta færa borgarhliðin á brott og segir Wu- mönnum að verkið sé haflð og borgarhliðin tekin niður. Land- stjórinn heimtar að allir uxar í landinu séu framseldir. Gömul kona liggur grátandi fyrir fótum konungsins og segir honum, að dátar frá Wu hafi tekið eina arð- urdýr hennar með sér. Konungur inn ætlar að gefa henni sinn eig- in uxa, en þá er líka búið að taka hann. Þá lyftir hann stórum tré- plóg á axlir sér og gengur í far arbroddi þjóðar sinnar út á akr- ana: — Við erum nógu margir til að plægja akrana með mannsafli. Landstjórinn spyr, hvers vegna konungur og drottning hans taki sjálf þátt í akurstörfunum með almúganum. — Til þess að eiga hægara með að greiða skattinn til Wu. Sendimaður vill fá að vita, hvers vegna sverð konungsins i Wu sé horfið úr klöppinni. Kon- ungurinn í Ytie ber það þegar í laun við belti sér. í síðasta þætti er sviðsmyndin hin sama og i fyrsta þætti. En nú hefur sverðið stækkað og er orðið að her og flota. Konungur- inn ráðleggur ungu fólki að rækta hatrið í hjarta sínu þar til það geti borið ávöxt. Sjálfur drekkur konungurinn daglega gall, tákn beiskjunnar, til þess að minna sig á þá heilögu skyldu að koma hefndum fram við Wu- ríkið. Nú kemur konungurinn í Wu og ætlar að láta útnefna sig keis- ara yfir öllum skattlöndum sín- um. Konungurinn í Ytie hefur enn hemil á mönnum sinum og biður þá að biða þar til ósam- komulag og óró verði milli lepp- rikjanna innbyrðis. Hatröm valda barátta geisar innan hirðarinnar í Wu, fremsti herforingi rikisins er tekinn af lífi fyrir landréð. Um leið berast þær fregnir að fylgirikin Ch’in og Wei hafl gert uppreisn. Nú kemur aftur að þáttaskil- um. Konungurinn í Wu neyðist tU þess að bjóða Yile stöðu fremsta fylgirikis, gegn því að Ytie leggi fram flota sinn til að bæla uppreisnina niður. En í stað þéss lætur konungurinn í Ytie heri sína sækja fram, og innan stundar stendur konungurinn i Wu fanginn fyrir framan hann. Sá sigraði fær aftur sverðið, sem hann forðum stakk í klöppina til merkis um veldi sitt. Nú er það tákn um dauða hans. Um leið hrópar varðmaðurinn það, sem hann hefur hrópað á hverj- um degi i tíu ár: — Konungur, hefur þú gleymt hneisunni? — Nei, svarar konungurinn í Ytie hógværlega. — Ég hef svo sannarlega ekki gleymt hneis- unni“. MEÐAN á sjálfri sýningunni stóð heyrði ég hvislað túlkunar- tilraunum í sætunum umhverfis mig. Svo greinilega var talað um aðstæður nútimans, að enginn vafi gat á leikiö. Hið undarlega var, að blaðadómar um hug- myndainntak leiksins forðuðust að nefna meginstef hans: hefndar minnið. Leikritið höfðar til afar frum- stæðra kennda: hneisu, haturs, langrækni og hefndarþorsta. Ég held að þarna komi i Ijós djúpt sár í sálarlífi Kiiiverja, meðvit- und óbættrar auðmýkingar, þörf fyrir að öðlast uppreisn, og þetta eigi meiri þátt en nokkuð annað I þvi að gera Kinverja að ólgu- vaka í heiminum. Athyglisvert er, að hægt er að setja bæði Bandaríkin og Sovét- ríkin f stað Wu-rikisins, sem fer með hlutverk kúgarans f leikrit- inu. Margir róttækir menn neituðu að eta þann mat, sem Bandaríkin á sínum tíma skenktu til Kína. Það var í baráttunni gegn „heims valdastefnu Bandarikjanna", sem núverandi leiðtogar Kína gengu sjálfir fyrir plógnum meðal al- þýðunnar. Þegar uppreisn brauzt út meðal fylgiríkja heimsvalda- sinna — en þannig væri hægt að nefna siðari helmsstyrjöldina af sjónarhóli Kfnverja — var Kína boðið sæti hjá Sameinuðu þjóð- unum og staða sem fremsta skatt landið. En Kina, hið núverandi Kína, hefur einnig fengið svipað tilboð frá Sovétrikjunum. Sé Wu talið tákna Sovétríkin, fjallar leikritið um það, sem var að gerast árið 1961, þegar það var ritað. Þurrk- arnir áttu sér þá stað. Á þessum neyðartímum hafði Kína búizt við hjálp frá Sovétrikjunum. En í leikritinu hafnar fólkið i stolti sínu þeirri aðstoð, sem aldreo var boðin í veruleikanum, og neit ar að „selja dýrgripi landsins" fyrir mat frá fjandmönnunum. Verksmiðjur og kommúnur í Kína einkennast af litríkum hlið- um. í leikritinu eru hliðin tekin niður — það eru Sovétríkin, sem eru mótfallin kommúnuskipan- inni og tefja iðnvæðingu Kína með því að kalla heim tæknifræð inga sína og halda í teikningarn- ar. Uxarnir eru reknir á braut — ein meginútfiutningsvara Kina til Sovétríkjanna er kjöt, og almenn íngur telur þennan útílutning vera meginorsök skortsins á kjöti og dráttardýrum. Bændurnir ganga sjálfur fyrir plógunum — algeng sjón í kínverskum sveit. um, sérstaklega á þessum erfiðu tímum. Konungur og drottning vinna meðal fólksins við jarðyrkj- una — eins og jafnvel háttsettir flokksmenn í Kína urðu að gera. Það er eins og maður heyri rúss- nesku flokksfélagana finna að þessu og heyri svar Kínverja: — Þetta er til að auka fram- leiðsluna, svo að við getum betur uppfyllt skyldur okkar gagnvart ykkur, félagar. Táknið fyrir veldi konungsins f Wu, sverðið, sem var stungið í klöppina og konungurinn í Ytie leggur undir sig á laun — er það ekki kjarnorkusprengja Krustjoffs? Haldið er aftur af æsingu aimúgans falveg eins og haldið hefur verið aftur af andúð inni gegn Sovétríkjunum til skamms tíma), meðan rétta augna bliksins er beðið. Ósamkomulagið innbyrðis í Wu-hirðinni (valdabar áttan í Kreml) seinkar þeirri ætl un konungsins í Wu að láta út- nefna sig keisara (tUraunir Krustjoffs til að verða óumdeilan legur leiðtogi allra kommúnista- ríkja), og uppreisn brýzt út meðal leppríkjanna. Á þeirri stundu — sem Kínverjar biðu enn eftir, þegar leikritið var sam ið — neitar Ytie — Kína, um aðstoð og kemur hefnd sinni fram. FYRIR ekki lengri tíma en ári hefði túikun sem þessi á leikrit- inu þótt full djörf. Fullljóst er þó, að aðalinntak þess er að láta þjáningarnar varðveita hefndar- þorstann. í þessu er þegar fólgin ásökun á hendur Rússum, en Kín verjar telja að þægilegri lifnaðar hættir þeirra hafi komið þeim til að gleyma skyldunum gagnvart heimsbyltingunni. En maður þorði ekki meira en að láta sig óra fyrir því, að allri heift leiks- ins væri beínt gegn Rússum. Trúlega hafa Bandaríkin upp- hafiega vakað fyrir höfundinum og hann látið ádrepur, sem hægt var að þýða i þá átt, halda sér sem annað gervi innan ævintýra sagnargervisins. En meðan á samningu stóð hefur broddur leiksins tekið aðra stefnu vegna aukins ósamkomulags við Sovét- rikin. Það sem átti að vera gall- dropi til að minna á ógleymdan órétt, hefur þar með orðið að al- varlegri viðvörun til Rússa: þján- ingar okkar gera okkur ekki auð sveipari, þær gera ekki annað Framhald a 13 síhu T í M I N N, mlðvikudagurlnn 28, ágúlt 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.