Tíminn - 28.08.1963, Síða 14

Tíminn - 28.08.1963, Síða 14
wmmsmm&msmsasææpœz ÞRIÐJA RÍKID WILLIAM L. SHIRER 16S ólíkan hátt — sögulega, menning- arlega og efnahagslega — aðallega vegna þess, að þeir höfðu öldum saman verið undir stjórn Ung- verjalands. S’áttmáli, sem gerður hafði verið imilli Tékka og Sló- vaka, sem flutzt höfðu til Ame- ríku og undirritaður var í Pitts- burgih 30. maí 1918, tryggði Sló- vökum rétt til þess að hafa þeirra eigin stjórn, þing og dómstól'a, en stjórnin í Prag taldi sig ekki bundna af þessum sáttmála og hafði ekki haldið hann. Satt bezt að segja, leið minni- hlutunum í Tékkóslóvakíu alls ekki illa, þegar kjör þeirra voru borin saman við kjor annarra minnihluta í allsflestum öðrum löndum jafnvel í vestri, og meira að segja í Ameríku. Þeir nutu ekki aðeins fulls lýðræðislegs og borg- aralegs réttar — þar á meðal rétt- ar til þess að greiða atkvæði — heldur voru þeim einnig að vissu marki veittir eigin skólar og leyft að halda sínum eigin menningar- stofnunum. Foringjar stjórnmála- flokka minnihlutanna voru oft látnir gegna embættum ráðherra í stjórn landsins. Samt sem áður áttu Tékkar mikið ógert í því að leysa á æskil’egan hátt vandamál minnihlutanna, en Tékkar höfðu ekki náð sér fullkomlega eftir aldalanga ánauð Austurríkis, og þau áhrif, sem fylgdu henni. Þeir voru oft með nokkurs konar þjóð- argorgeir og ósjaldan voru þeir óháttvisir. Frá ferðum mínum til landsins minnist ég sjálfur hinnar djúpu reiði í Slóvakíu yfir fang- elsun dr. Vojtech Tuka, sem þá var virtur prófessor, er dæmdur hafði verið til fimm ára fangelsis- vistar „fyrir landráð", enda þótt vafamál væri, hvort hann var sek- ur um annað en að 'hafa unnið að því að afla Slóvökum meira sjálfs- forræðis tU handa. Minnihlutun- um fannst framar öllu öðru, að stjórn Tékóslóvakíu hefði ekki virt loforðin, er Masaryk og Benes gáfu á Friðarráðstefnunni í París árið 1919 varðandi það að koma á í landinu „kantónu'-kerfi svip- uðu því, sem var í Sviss Það er nokkuð kaldhæðnislegt, þegar litið er á það, sem hér kemur á eftir, að Súdeta-Þjóðverj- unurn hafði liðið þolanlega í Tékkóslóvakíu — vissulega betur en nokkrum öðrum minnihluta í landinu og betur en þýzku minni- hlutunum í Póllandi eða í Fasista- ítalíu. Þeir voru á móti smámuna- legri harðstjórn tékkneskra emb- ættismanna á hverjum stað, og því, að þeim var einstöku sinnum mismunað í Prag. Þeir áttu erfitt með að sætta sig við að hafa glat- að fyrri yfirráðum sínum í Bæ- heimi og Mæri, á meðan þeir voru undir Hiabsborgurunum. Þeim vegnaði á hinn bóginn vel þarna, sem þeir voru samankomnir í þétt- um hópum i norðvestur- og suð- vesturhlutum hins nýja lýðvejdis, þar sem mikill hluti iðnaðar lands ins var samankominn, og eftir því, sem árin liðu, samlöguðust þeir Tékkum tiltölulega vel, en héldu þó áfram að krefjast meiri og meiri sjálfstjórnar og þess, að meira tillit væri tekið til málfars- legs og menningarlegs réttar þeirra. Þar til Hitler kom til sög- unnar var þarna enginn alvari'eg- ur stjórnmálaflokkur, sem fór fram á neitt meira. Sósíal-demó- kratar og aðrir lýðræðisílokkar hlutu flest atkvæði Súdetanna. Svo var það árið 1983, þegar Hitler varð kanslari, að Þjóðernis- sósíalisma-veiran náði tökum á Súdeta-Þjóðverjunum Það ár var myndaður flokkur Súdeta-Þjóð- verja (S.D.P.) undir forystu mildi- legs leikfimikennara, Konrads Henlein. Þegar árið 1935 var farið að styðja flokkinn með leynileg- um fjárframlögum frá þýzka utan- ríkisráðuneytinu, og námu fram- lögin 15.000 mörkum á mánuðk Innan tveggja ára hafði flokkur- inn aflað sér stuðnings meiri hluta Súdeta-Þjóðverjanna, og aðeins Sósial demókratar og kommúnist- ar stóðu enn utan við flokkinn. Þegar innlimun Austurríkis átti sér stað, var flokkur Henleins reiðubúinn að gera al.lt, sem Adolf Hitler fór fram á, en í þrjú-ár hafði flokkurinn fylgt skipunum frá Berlín. Til þess að taka við þessum skip unum Hitlers, flýtti Henlein sér til Berlínar hálfum mánuði eftir innlimun Austurríkis, og 28. marz ræddi hann við Hitl'er í þrjár klukkustundir í viðurvist þeirra Ribbentrops og Hess. Fyrirmæli Hitlers, eins og þau komu fram i skýrslu utanríkisráðuneytisins, voru, að „Flokkur Súdeta-Þjóð- verja skyldi leggja fram þess kon- ar kröfur, sem tékkneska stjórnin gæti ekki gengið að.“ Og eins og Henlein sjálfur sagði um sköðanir Hitlers: „Við verðum alltaf að krefjast svo mikils, að aldrei sé hægt að ganga að kröfum okkar.“ Þannig var ástandið hjá þýzka minnihlutanum í Tékkóslóvakíu einungis notað sem átylla, eins og Danzig átti eftir að verða ári síðar í sambandi við Pólland, til þess að koma af stað óeirðum í landi, sem hann girntist, til þess að grafa und an því, rugla og afvegaleiða vini þess og draga hulu yfir hans eigin ætlanir. Hann hafði látið koma skýrt fram í ræðu sinni 5. nóvem- ber yfir foringjum hersins hver tilgangur hans var, og í leiðbein- ingunum við framkvæmd „áætlun- arinnar grænt“: að eyðileggja tékkóslóvakíska ríkið og ná land- svæðum þess og íbúum fyrir Þriðja ríkið. Þrátt fyrir það, sem gerzt hafði í Austurríki, gerðu leið togar Frakka og Breta sór þetta ekki ljóst. Allt vorið og sumarið, já, og reyndar til hins síðasta, trúðu þeir Chamberlain og Dala- dier forsætisráðherrar því auð- sýnilega af heilum hug, auk flestra annarra, að Hitler óskaði ekki ann ars en réttlætis fyrir bræður sína i Tékkóslóvakíu. Staðreyndin var sú, að um leið og hlýna tók í veðri um vorið, : gerðu brezka og franska stjórnin i allt, sem ( þeirra valdi stóð, til þess að fá tékknesku stjórnina til að veita Súdeta-Þjóðverjunum víðtækar undanþágur og ívilnanir, Hinn 3. maí var Herbert von Dirk- j sen, hinn nýi, þýzki sendiherra í London að senda um það skýrslur td Berlínar, að Halifax lávarður hefði skýrt honum frá tillögu, sem brezka sd’órnin myndi brátt ber.a fram í Prag, „sem myndi miðast að því, að fá Benes til þess að sýna Súdela-Þjóðverjunum sem allra mestan skilning.“ Fjórum dögum síðar, 7. maí, báru brezku og frönsku sendiherrarnir í Prag fram tillögurnar, og hvöttu tékk- nesku stjórnina „til þess að ganga eins langt og hægt væri'i eins og þýzki sendiherrann sagði í skýrslu sinni til Berlínar, til móts við kröfur Súdeta. Hitler og Ribben- trop virtust mjög svo ánægðir yfir því að finna, að brezku og frönsku stjórnirnar voru svo áhugasamar í því að hjálpa þeim. Það hafði hins vegar aldrei ver- ið jafn nauðsynlegt og nú að dylja fyrirætlanir Þjóðverja. Henlein kom í leynilega heimsókn til Wil- hþlmstrasse í Berlín 12. maí og tók á móti fyrirmælum Ribben- (rops um það, hvernig hann ætti að gabba Breta, þegar hann kæmi til London það sama kvöld til þess að hitta þar Robert Vansittart lávarð, aðal-diplómatískan ráð- gjafa utanríkisráðherrans, og aðra brezka leiðtoga. Weizsacker hafði gefið honum línuna, sem hann átti að fylgja: „Henlein mun bera á móti því í London, að hann fari að fyrir- mælum frá Berlín . . . Að lokum mun Henlein tala um þann árang- ur, sem náðst hefur í sameintngu stjórnmálalegrar uppbyggingar Tékkslóvakíu, til þess að draga nim 6. A __ Eg er yður afskaplega þakk- lát fyrir það, sem þér hafið gert fyrir frænku mína, doktor. Hann kinkaði kolli og varð aftur atrangur á svip. Hann sagði: — Það er gott að þér eruð þakklátar. Maður getur alltaf end- urgoldið þakklæti. Þér getið end- urgoldið mér, systir með því að rækja störf yðar af alúð og sam- vizkusemi þegar þér komið til Hong Kong. Eg er eigingjarn, en ég vona að frænka yðar nái sér fl’jótt áður en langt um líður. — Ef hún gerir það, er það einkum yður að þakka. Hún sá bregða fyrir brosi í grá- um augum hans. — Kannski var það líka sjálfhelda. Mér finnst mjög erfitt að starfa án yðar, systir. Hún festi sér vandlega í minni þessar samræður þeirra. Og hún var undarlega hamingjusöm það sem eftir var dagsins. Á kveðjustundinni voru þau einkar hátíðleg. — Eg mun þá búast við yður innan mánaðar — ekki síðar. Eg er feginn að frænka yðar hefur aðra hjá sér til að annast um hana og hafa ofan af fyrir henni. Én þér megið ekki vera of fórnfúsar, syst- ir. Eg þarfnast starfskrafta yðar og það starf, sem við eigum að leysa er mjög þýðingarmikið. Bobby hikaði ekki við að sýna tilfinningar sínar; hann var gráti næst að skilja við hana. — Eg er orðinn svo vanur að koma alltaf hlaupandi til þín með alla hlut1, Gail. Eg veit ékki, hvað ég á að gera án þín. Þú ert ekki bara að- stoðarstúlka okkar, einnig ráðgjafi og vinur. Þú ert — Hann glotti — litla konan í lífi okkar. Grant vill kannski ekki viðurkenna það, en ég geri það. Frænku hennar hafði versnað og Gail gat ekki fylgt þeim út á flugvöllinn, heldur beið frétta af frænku sinni á spítalanum. Og meðan hún sat þar, hugsaði hún um þau, sem voru nú í þann veg- inn að leggja af stað. Hana lang- aði í aðra röndina til að .vera með þeim, en á hinn bóginn hafði hún einhvern veginn á tilfinningunni að hún hefði fengið eins konar frest. — Og hvar hún sat þarna í biðstofunni, í birtingu nýs dags, fann hún á sér að þegar hún legði af stað, myndi hún fljúga beint inn í ófyrirsjáanlegar hættur. 3. KAFLI Þremur vikum síðar settist hún inn í flugvélina, sem bera átti hana til Hong Kong. Frænka henn ar var komin heim af sjúkrahús- inu og naut þess — ef á annað borð var hægt að njóta þess — að vera enn hálfgerður sjúklingur og láta Jean snúast í kringum hana, og segja henni frá öllum þeim undursamlegu ævintýrum, sem hún lenti í á daglegum verzlunar- ferðum sínum á Hammersmith markaðstor ginu. Og loks var öllum kveðjum, kossum og veifingum lokið, og hún var komin um borð í vélina. Hún smeygði sér úr kápunni og hin al- úðlega flugfreyja hengdi hana upp fyrir hana. Síðan settist hún og tók sér blað í hönd — en ekki til að lesa. Þessi ferð var alltof spenn andi til að hún gæti fest hugann við lestur. Hún starði út um gluggann á borgina fyrir neðan, sem allt í einu virtist undarleg og smá eins og hún tilheyrði brúðuhúsi barna. Gátu fjöllin virkilega verið svona lágkúruleg; bændabýlin svona agnarsmá? Hún var svo niðursokkin við að stara á þetta allt, að hún tók ekki eftir, að ungi maðurinn sessu- nauturinn hafði yrt á hana. Hann varð að en/lurtaka spurningu sína áður en hún sneri sér að honum. Hann brosti glaðlegu, skemmti- legu brosi. — Eg þori að ábyrgjast að þetta er fyrsta flugferð yðar. Hann hafði viðfelldna rödd, og í dökk- bláum augum hans vottaði fyrir glettnisglampa. Jafnvel þegar hann brosti ekki, var eins og hann væri að byrgja niðri í sér kátín- una. — Já, sagði hún, — ég hef aldrei flogið áður. Svo bætti hún barnalega við: — Hvernig datt yður það í hug? — Það var bersýnilegt af brenn andi áhuga yðar; þér eruð svona heillaðar af öllu. En bros hans var enn viðfelldið og örvandi. — Eg sá það, þegar þér lituð- uzt um í flugvél’inni, þegar þér tókuð fegins hendi við öllu, sem flugfreyjan býður yður. Yður langar ekkert til þess að lesa, en þrátt fyrir það tókuð þér mynda- blað, þegar hún rétti yður. Kannski fannst yður þér ættuð að gera það. Hún roðnaði lítið eitt. — Yður finnst ég sjálfsagt afar barnaleg. Eg býst við að þér séuð þaul- reyndur ferðamaður? — Sannleikurinn er, að ég hef ferðazt mikið, samsinnti hann, — en samt getur maður aldrei vanizt alveg að fljúga, það skiptir ekki máll, hversu oft maður hefur ferð- azt með flugvélum, kitUngurinn í maganum gerir alltaf vart við sig- Við svífum hér ofar skýjurn og eigum allt undir náð eins manns — flugstjórans. Eg gæti trúað að það væri ónotalegt ef við hröpuð- um skyndilega. Það fór hrollur um hana. Kannsiki var það fyrirboði. — Nú eruð þér að reyna að hræða mig. — Eg ætlaði ekki að gera yður óttaslegna.flýtti hann sér að segja. — En kannske er ég alltaf dálítið skelkaður sjálfur og finnst betra að deila þeirri tilfinningu með öðrum. Frá þvi augnabliki, sem ég settist við hliðina á yður, lang- aði mig að deila tilfinningum mín- um með yðar. Hún íann roða breiðast yfir andlit sitt. Hann var sannariega fljótur að stofna til kunningsskap- ar og í meira lagi hreinskilinn þegar tekið var tillit til þess að þau þekktust ekki nokkurn skapað an hlut. Hún hafði oft heyrt að það tæki skamman tíma að stofna itl kunningsskapar um borð í skipi. En hér uppi í loftinu virtist það hreint ekki taka andartak. Og einhvern veginn hafði hún á til- finningunni, að þau væru vinir. Það var kannski hraðinn, sem var þessa valdandi. Gail og ungi maðurinn voru vinir löngu áður en hann hafði sagt henni nafn sitt: — Brett Dyson, heiti ég, sagði hann, — ég er að koma frá Cam- bridge. Eg hef lokið kennaraprófi, þótt hamingjan viti að ég ætla ek'ki að fara að kenna gríslingum að þekkja stafina. En það var ekk- ert sérstakt sem ég hafði áhuga á. Eg hef ekki kaldan og traustan heila. Eg er ekki rökvís og klár í kollinum til að verða l'ögfræðing- ur. Eg er alltof cnikili aumingi til að verða læknir. Eg þoli alls ekki að sjá blóð, þá snarl'íður yfir mig. Hún rak upp skellihlátur, sem bergmálaði einkennilega í flugvél- inni: — En hvað það er einkennilegt að þola ekki að sjá blóð! — Hvers vegna segið þér það? spurði hann og hallaði sér nær henni. — Þér ætlið ekki að segja mér, að þér séuð sterkari þar á svellinu. — Eg myndi ekki trúa yður. Þér eruð svo grannar og veikbyggðar, einmitt sú kvengerð, sem karlmann langar að vernda frá öllu illu í heiminum. Hún hló aftur. — Nú skjátlast yður hrapallega! Eg er alls ekki þannig. Eg er einmitt mjög harð- soðin, og ég er þaulvön að sjá blóð. Mér þykir leiðinlegt að valda yður vonbrigðum, en ég fell ekki í öngvit eða fæ taugaáfall. Eg er hjúkrunarkona. Hann smellti fingrum. — Eg hefði mátt segja mér það sjálfur. Þér eruð svo kvenlegar. Aliar hjúkrunarkonur eru kvenlegar og elskulegar, en sem betur fer er Florence Nightingale-typan úr sög unni — og forsjóninni sé þökk fyrir það. — Það kann að vera að þér lítið M T í M I N N, miðvikudagurinn 28. ágúst 1963. —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.