Tíminn - 29.08.1963, Qupperneq 1
NTB-Leeds, 28. ágúst.
Skurðlæknar við sjúkrahús eitt
f Leedis í Norður-Englandi hafa
framkvæmt óvenjulega, en vel
heppnaða skurðaðgerð. Tókst
þeim að flytja hjartaloku úr látn.
um manni yfir í 38 ára gamla konu,
Vio'let Scott að nafni.
Uppskurðurinn tók 12 klukku-
stundir og varð að stöðva hjartað
í 3 klukkustundir á meðan aðgerð-
in stóð yfir. Um 20 skurðlæknar
frá Bandaríkjunum, Ítalíu og Tyrk
landi stóðu að aðgerðinni.
Strax að uppskurði loknum var
tilkynnt frá sjúkrahúsinu, að líð-
an konunnar væri góð, en um að-
gerðina vissi þá aðeins takmark-
aður hópur manna, því að opin-
berar fréttir bárust ekki af þessu
einstæða afreki fyrr en í dag, viku
eftir uppskurðinn. Hjarta Scott
starfar nú eðlilega og kennir hún
sér einskis meins. Vonast læknar
til, að hún verði útskrifuð af
sjúkrahúsinu einhvern næstu daga.
NÓG
SÍLD
, ■ ;t . ■!_■
IH-Seyó'Sfirði, 28. ágúst
Ágæt síldveiði var í dag austur
af Langanesi og munu nú mörg
skip vena á lelð inn með góðan
afla. Þetfca er millisíld og fer nær
eingöngu í bræðslu.
Um hádegið í dag var flotinn
aðallega á tveimur svæðum. Annar
hópurinn var um 70 mílur NA af
Gletting, en hinn um 50 mílur þar
suður af. Um hádegisbilið voru
skip í nyrðri hópnum farin að
kasta.
f kvöld var vitað, að allmörg
skip voru komin með góða veiði.
Sum voru komin með fullfermi
og urðu að sleppa einhverju af
síld, sum munu hafa sprengt næt-
urnar.
Sigurður Bjarnason var á leið
inn með síld í kvöld, en ekki er
mér kunnugt um magnið. Sigur-
páll var kominn með 1500 mál og
Helga RE með 1300 mál.
Flest skipin fara sennilega inn
tll Vopnafjarðar og hingað. Síldin
er millisíld og mun lítið sem ekk-
ert af henni söltunarhæft.
Veður var í kvöld mjög sæm>-
legt upp við landið, en úti var ekki
gott veður.
Síðast liðinn sólarhring var nokk
Pramh. á 15. síðu.
MED NÝRRIAÐFERÐ?
MB-Reykjavík, 28. ágúst
Undanfarið hafa veriS gerS
ar mánaSarlegar mælingar á
magni uppleystra efna í
jökulám, er koma undan Mýr
dalsjökli, og er ætlunin aS
halda þeim mælingum áfram.
Gera menn sér vonir um, aS
ut frá þessum mælingum
verði unnt aS sjá Kötlugos
fyrir meS nokkrum fyrirvara
en þau gos eru eins og kunn-
ugt er mjög hættuleg vegna
jökulhlaupa, er þeim eru
samfara.
Frá þessu er skýrt í JÖKLI, hinu
myndarlega ársriti Jöklarannsókn-
arfélagsins, sem nú er komið út.
Guðmundur E. Sigvaldason hefur
haft þessar rannsóknir með hönd-
um og gert um upphaf þeirra
greinargóða skýrslu, sem birtast
mun í heild í næsta hefti JÖKULS.
Blaðið átti í dag tal við Guð-
mund og innti hann nánar eftir
þessum rannsóknum.
— Þessar rannsóknir hófust ár-
ið 1962, en voru tiltölulega strjálar
það ár, en nú hefur Vísindasjóður
veitt dálitla fjárhæð til þeirra og
nú undanfarið hafa verið tekin
sýnishorn mánaðarlega úr Jökulsá
á Sólheimasandi, Múlakvisl og
Skálm. Rannsóknir þessar fara
fram á vegum Jarðfræðideildar Iðn
aðardeildar Atvinnudeildar Há-
skóla íslands.
— Annars má segja, að þessar
rannsóknir eigi sér nokkurn að-
draganda. Svo er mál með vexti,
að nokkrum vikum fyrir síðasta
Öskjugos komu upp nokkrir hver-
ir í nánd við eldstöðvarnar, og
okkur tókst að ná í vikuleg sýn-
ishorn úr þeim og mæla þurrefna
innihald, eða magn uppleystra
efna í hveravatninu, og fylgjast
með breytingum, sem á þeim urðu.
Þar eð þessir hverir voru óum-
deilanlega í nánu sambandi við
eftirfarandi gos, öðluðumst við
þarna dýrmæta reynslu og þetta
ýtti mjög undir það, að við á-
kváðum að freista gæfunnar í
Mýrdalsjökulsánum
— Magn uppleystra efna í þess
um jökulám hefur mjög lítið
breytzt, síðan mælingarnar hófust,
og breytingarnar eru innan eðli-
legra skekkjutakmarka. Magnið er
álíka í öllum ánum, nema hvað
brennisteinsvetnið er áberandi
mest í Jökulsá á Sólheimasandi,
eins og þeir munu vita, er yfir
hana hafa farið, enda er annað
nafn árinnar „Fúlilækur” einmitt
dregið af því. í henni er inni-
hald brennisteinsvetnisins 2mg/
lítra. Annars er magn uppleystra
efna í þessum ám miklu meira en
í öðrum jökulám, sem mældar
hafa verið og munar þar allt að
helmingi. Bendir þetta til, að allt
að því helmingur uppleystra efna
í afrennslisvatni frá Mýrdalsjökli
sé kominn frá hveraútstreymi und
ir jöklinum. Mestur er munurinn
á magni bíkarbónats, en það sem
eftir er dreifist á súlfið og alkall-
málma.
Framh. á 15. sfðu.
FB-Reykjavík, 28. ágúst.
Á morgun verður skorið ntður
allt fé frá bænum Skálpastöðum f
Lundareykjadal, en þar kom upp
giarnaveiki í desember í vetur.
Fénu verður slátrað í Borgiarnesl.
Garnaveiki hefur ekki komið
fyrr upp í Borgarfjarðarsýslu, en
hún hefur hins vegar verið á nokkr
um bæjum í Mýrarsýslu, og þykir
líklegt, að þaðan hafi hún borizt
á einhvern hátt, sem þó er ekki
kunnur, en garnaveikibakterían
getur borizt með heyi og ýmsum
vörum.
Veikin kom fyrst upp á Skálpa-
stöðum í desember s. 1. og var hún
smátt og smátt að finnast í fleiri
og fleiri kindum þar á bænum. í
sumar var tekið upp það ráð, að
setja allar kindurnar af bænum í
girðingu sem sett var upp um
Skálpastaðaland til að koma í veg
fyrir að veikin breiddist út, en
hún hefur eins og fyrr segir, ekki
verið í Borgarfjarðarsýslu fyrr en
nú.
Féð verður skorið niður í Borg-
arnesi á morgun og á föstudaginn
og er hér um að ræða 200 fullorð-
iS auk lamba.
DÆLA UPPIÞR0TTA-
VELLI Á SIGLUFIRÐI!
KH-Reykjavík, 28. ágúst
Framkvæmdirnar hafa ekki
staðnað á Siglufirði, þó að
síldin hafi brugðizt bæjar-
búum í sumar. Þar hefur nú
verið unnið í allt sumar við
að dæla upp flugvelli, og nú
er sanddæiuskipið nýbyrjað
að dæ!a upp í fyrirhugað
íþróttasvæði, sem á að verða
í f jarðarbotninum vestan
megin-
Iþróttasvæði þetta verður með
miklum glæsibrag. Er þar fyrir-
hugaður grasvöllur, handbolta
völlur og malarvöllur. auk ann-
arra íþróttamannvirkja. og áhort
endapalla. Enn þá liggja engar
áætlanir fyrir um, hve mikið fé
muni þurfa til að reisa þetta
mikla mannvirki, en teikningar
liggja fyrir.
— Þetta er eiginlega hálfgert
uppi í skýjunum enn þá, sagði
fréttaritari blaðsins á Siglufirði
í dag, en byrjunarframkvæmdir
eru alla vega hafnar, og Siglfirð
ingar binda miklar vonir yið
þetta mannvirki. Sanddæluskip-
ið mun að líkindum vinna þarna
dálitið fram í september, en verk
inu er ekki þar með lokið. það
þarf að dæla miklu þarna upp
Hið fyrirhugaða tþróttasvæði
er inni i fjarðarbotnj vestan
megin á svokölluðum Leirum
Þar er mikið mýrlendi og þarf
að hækka landið mikið til þessa
mannvirkis. Engin von er til að
ljúka þvi verki í sumar. Einnig
verður að leggja vegarspotta að
svæðinu, þegar þar að kemur
Siglufjarðarbær stendur alger-
lega st.raum af öllum kostnaði í
sambandi við þessar framkvæmd
ir
Ómögaægt er að segja, hvenær
þeria glæsilega íþróttasvæði verð
ur fullgert og tilbúið til notkun-
ar.
Sanddæluskip flugmálastjóm-
arinnar byrjaði snemma í júní-
mánuði a? dæla upp í nýja flug-
oraut á Siglufirði og hefur unn-
ið að þ"í síðan, þanga^ til í síð-
ustu riku að þrotið var fé það.
sem veitt var til Siglufjarðar-
flugvallar í ár, og var þá búið
að dæla upp i tæpa 300 metra.
Haldið v erður áfram að dæla upp
i flugbrautina næsta sumar, og
á að reyna að fullgera 600 metra
braut fyru' næsta haust.
Nýja flugbrautin verður á
sömu slóðum og sú gamla, sem
er raunai algjör neyðarflug-
braut, >mr lögð þar, sem ódýrast
var að leggja hana. enda eigin-
lega onothæf nema fyrir elns
hreyfils flugvélar. Nýja brautin
er nær sjónum. Hún er teiknuð
1300 m'itra löng, byrjar á Ráeyri
og liggur i átt að Hóli, og er
sandinum dælt upp í bugtlna
milli Ráeyrar og Hólslands.
Flugmaiastjórn keypti sand-
dæluskip fyrir um 15 árum, en í
Framhald 4 15. sflfn.
raen