Tíminn - 29.08.1963, Side 2

Tíminn - 29.08.1963, Side 2
HUNDARNIR Á GRÆNLANDI Eitt af vandamálunum á Grænlandi í dag eru grænlenzku hundarnir. Sí»- asta sumar var niu ára gömul telpa í fiorpinu Nivak tætt trl dauða af hund- um, þar sem hún var svo óheppin aö detta á leiðinni til afa síns og ömmu. Þannig hundaárásir eru mjög algengar. í Egedesminde, sem er næststærsti bær Grænlands (íbúar eru 2100) eru hundarnir jafnmargir og íbúarnir. Þar hafa rúmlega tíu árásir verið gerðar af hundum í vetur, en þó hefur enginn hlotið bana af. Eitt fórnarlambanna var sex ára gömul stúlka, sem dottið haföi í öskutunnu. Málmhljóöið sendi svo hundana á vettvang. RÁNDÝR Græ’nlúnzku sleðahundarnir eru rándýr, sem lifa í þeirri trú, ag það sem liggur á jörðmni sé þeirra. Þag mætti ætla, að þeir væru úlbúnir einhvers konar rad ar. Ef þnr eða fjórir hundar falla til jarð'ar ! leik, þá ráðast hinir á þá eins og skot. Margir litlir hundar 1 Egedesminde hafa t. d. verið étmr undanfarna daga, þar sem þeb hafa farið út fyrir ein- hver viss takmörk, en vig gerum okkur eiéki ljóst hver þau eru. Þeir, sem eiga hunda, verða ag loka hvolpana inni í þar til gerðri girðingu, ef þeir eiga að lifa til aö ná fullorðinsárum. Á sumrin eru allir hundar sveltir og verða sér því sjálfir úti um fæðu, þar sem Grænlendingar standa : þeirri trú, að ekki sé hægt að' nota þá sem sleðahunda að vetrinum, ef svo er ekki gert. Á vetrum eru þeir fóðraðir með fiskúrgangi, þurrkuðum þorski og hvaikjöti, en þótt undarlegt megi virðsst, þá eru flestar árás- irnar gerðar að' vetrarlagi. Ef liinaðarhættir hundana í Egedesmmde, Holsteinsborg og Jakobshavn eru athugaðir, þá lít- ur út fyrir, að einungis forystu- hundurinn geti leyft sér þann munað, að vera einhvers staðar einn út af fyrir sig. Þeir hundar, sem eru lægra settir fara sjald- an nokkuð frá heimili sínu, án þess að vera fjórir eða fimm saman Forystuhundarnir njóta greiniiega sömu virðingar jafnt að vetri sem sumri. Ef forystu- hundi dettur t. d. allt í einu í hug, ag fara í burtu, má sjá hann þjóta yfir bökin á næstu fjórum —fimm hundum og bíta svo þann sjötta í hálsinn, ef hann sýnir ekki tilhlýðilega auðmýkt. En ef skipt er um forystuhund, viðurkennir sá fyrri möglunar- laust hið nýja fyrirkomulag. Auð vitag getur hann ekki lengur fylgzt með hópnum og hann lang ar heldur ekki til þess. Hann tekur sxg sjálfur til og leggst út undir húsvegg vig heimili sitt, og þar verður hann það sem eft- ir er af ævinni. ÞEGAR AÐRIR GEFAST UPP Hundarnir virð'ast vera frem- ur feimnir, og sérhvert barn veit, að ef maður beygir sig niður og læzt taka upp stein, þá er það venjulega nóg til ag fá þá til að fjarlægja sig um nokkra metra. Hundarnir eru þar að auki liður í sorpeyðmgu bæjanna. Þeir, sem ekki Oúa alveg við sjóinn kasta öllum úrgangi út til hundanna, sem bíða úti fyrir. Það er t. d. þekkt fyrirbrigði, ag ef mað'ur á sleðaiorg missir sjónar af hund um sínum, þá er fljótlega hægt að fá pá til að koma aftur, ef hann sezt á hækjur sínar í snjó- inn. í dag gegna hundarnir ekki eins þýðingarmiklu hlutverki og þeir gerðu áður. í Egedesminde eru til dæmis ekki selir lengur og veiðar hafa ekki verig stund- aðar þar síðan í kringum 1950. En þó að hundarnir séu mikið vandamal dettur íbúunum i Egedesmmde ekki í hug, ag losa sig við' þá, og svo lengi sem samgöngurnar eru ekki betri en þær eru, er eiginlega ekki hægt ag vera án þeirra. Þar sem allir aðrir gsfast upp komast hundarn- ir alltaf áíram. Matarbirgðir eru mikið sóttar til Christiansháb á veturna og í þeim ferðum koma hinir góðu eiginleikar hundanna í ljós. Þcir eru mjög tryggir og þeir eru eina bjargarvon manna, ef snjóstormur skellur á. Þá reis- ir hann s’eða sinn upp á endann til að mynda mótstöðu gegn vind- inum og svo sezt hann bak við hann með hundana allt í kring- um sig. ÁTU LÍTINN DRENG Hinar tíðu árásir hafa haft það í för með sér, ag allir hundar, sem eru yfir sex mánaða að' aldri eru svipUr vígtönnunum. Þegar hafa þær verið teknar úr 2700 hundum. Borgarstjórinn í Hol- steinsborg var einn sá fyrsti til að viðurkenna það, ag hundarn- ir gætu verið hættulegir. For- ystuhunáur hans réð'st á lítinn dreng árið 1959, en móðirin hafgi lagt hann rétt út fyrir húsið til svefns. Þegar hún kom út skömmu síðar fann hún aðeins leifar af tírengnum. Borgarst.iórinn segist ekki leng ur ferðast með hunda sína, en hann heívr ekki gleymt að með- höndla hundasvipuna. Blaða- mönnum sýndi hann leikni sína á aðalgötu bæjarins, þar sem úði og grúði af hundum og börn- um. Með þessari 5 metra löngu svipu, sem gerð er úr hreindýrs- húð, þyrlað'i hann upp sandinum vig fætur lögreglustjórans og lét svo svipuna hvína vóð eyru hans, og lögreglustjórinn hreyfði sig ekki hvað þá meira. Allir í Hol- steinsborg hafa frá barnæsku kunnað þá list, að láta svipuna hvína fáe:num cm. utan vig eyru hundsins. án þess að koma við hann. En borgarstjórinn bætir því við, að hann geti einnig flett eyranu af þeim hundi, sem ekki hagar séi kurteislega, og um leið heldur hann áfram að veifa svipunni í kringum lögreglu- stjórann LOFTSKEYTAMAÐURINN Loftskeytamaðurinn Preben Tane lieíur séð Thule-Eskimóa drepa hund meg einu höggi. Þeir hitta hann á bak vig hægri fram- fótinn, með oddinum á svipuól- inni, en á venjulegum grænlenzk- um svipum er hann úr venjulegu Skipa'ð er nú aS draga vígtenn- urnar úr öllum hundum, sem eru meir en sex mánaSa. seglgarni. í hvert skipti, sem svipunni er sveiflað er hljóðmúr- inn rofinn segir Tane, en hann ér danskur og mikill veiðimaður. Tane ekur Landrover-vöru- eftir þorpsgötunum, en verður að gæta þess vel, að keyra ekki yfir hundana, sem alls staðar eru fyrir. Sektin fyrir það er 35 kr. danskar. Tane á þrjú börn, en það er eir.ungis þag yngsta, sem ekki má koma nálægt hundunum. Tane fór eitt sinn í fimm daga sleðaferg frá Thule til Kanada og þá skaut hann fimm hvíta- birni. í þessum leiðangri var ann ar Dani með, sem neitaði að borða sexskjöt, þangað til hann komst ag þeirri niðurstöðu, að xíkaminn mundi þurfa á því að halda. Það var einnig í þessari ferð, sem Tane sá gamlan og lúmskan ísbjörn læðast ag seli um leið og hann skýldi svörtum nefbroddinum með annarri fram loppunni og meg hinni loppunni sló hann selinn í rot. í Godtnáb eru hundarnir bann- aðir og þar fyrir sunnan vegna sauðfjár og hættunnar á hunda- æði. BARDAGI f HÖFNINNI í Jakofcshavn þjóta hundar nið ur ag höfninni, þegar rækjuverk Framhald á 13. siðu unum í Egedesmtnde hafa aS undanförn'u verið éftnir af þeim eldrl. Siðlaus áróður Sjaldan hefur það sézt betur en í sambandi Við Hvalfjarðar- málið, hve siðlaus er sá áróður, sem stjórnarblöðln hafa í frammi, einkum þegar þau hafa vondan málstað að verja. SMeysi þensa málflutnings b'irtist á þrennan hátt: í fyrsta iagi eru staðreyndir falsaðar t'l •að gera lítið úr þeim imdirbún- ingi flota- oig bafbátastöðvar, sem ráðgert er að hefja. f öðru lagi er ekkert minnzt á möng ve'igamestu atriði málsins. í þriðjia lagi eru búnar til hrein- ar rógsögur til að draiga athygl ina frá því, sem mestu skiptir. Þetta skal rakið örlítið nán- ar: 1. Stjóimarblöðin segja, að aðeins sé ætlunin að endur- nýja núv. olíustöð í Hvalfirðl. Sannleikurinn er sá, að ætlun- in er að byggja nýja olíustöð, sem verður helmingi stærri en núv. stöð og verður því hægt að geyma þrefalt meira olíu- magn í Hvalfirði en nú, þegar þessi stöð er komin upp. Auk þess á að byggja Stórar haf- skipabryggjur og botnsteypa 4—5 legufæri. Þegar bútð er að gera þessar framkvæmd'ir, er hægt að breyta Hvalfirði fyr irvaralauist í flota. og bafbáta- stöð. 2. Stjórnarblöðin bafa aldrei minnzt á, að Nato hafi óskað eftir að koma upip flota- og kaf- bátaStöð í Hvalfirffi. Þessum mikilvægu upplýsingum reyna þau vandlega að halda leynd- um fyrir lesendum sínum. 3. Stjórnarblöðin hafa búiff til heilm'iklar lygasögur þess efnis, að Framsóknarmenn ótt- ist um gróða, sem eiigendur núv. olíugeyma missi, ef nú olíuStöð verður byggð. Þessi brigzl eru neðan við það að vera svara- verð, enda augljóst hverjum, sem nokkuð hugsar, að séu e’in- hverjir, sem sjái ofsjónum vegna þessa gróða, þá er hægt að losna við hann öðru vísi en að byiggja nýja olíustöð! Þesisi rógur er aðeins fundinn upp til að draga athyglima frá því, sem máll skiptir, þ. e. undirbúiningi flota- og kafbátastöðvar í Hval- firði. Þetta er glcggsta dæmið um hinn sifflausa málflutning stjórnarblaðanna í sambandi við Hvalfjarðarmálið. Enga samninga um Hvalfjörð Mbl. endurprentar í gær eft- irfarandi klausu úr Tímanum: „Að vonum hefur sú túlkun Morgunblaðsins vakið mikla at- hygli, að það séu svik vlð Nato ef íslenzk stjórnarvld fallist ekki á allt sem hershöfðingjiar þess fara fram á. Enn meiri at- hygli hefur þetta vakið, vegna þess að tekið hefur verið kröft- uglega undir þessa kenningu, í Reykjavíkurbréfum þeim, sem formiaffur flokksins og væntan- legur forsætisráðherra skrifar í blaðið". í þeim eftirmála, sem fylgir frá MbL, er því ekki mótmælt, að hér sé stefna þess og Bjarna Benediktssonar rétt túlkuð. Á þessu sést bezt, að ekki mun standa á Sjálfstæðisflokkn um að leyfa Nato að hafa flota og kafbátastöð í Ilvalfirffi, eins og það hefur farið fram á. Slík- ir samningar um Hvalfjörð verða því gerðir þá og þegar, nema þjóðin grípi nægilegia fast í taumana. Slíkum samning um um Hvalfjörð myndi fylgja Fiamhald á 13. síðu. 2 T ( M I N N, fimmtudagurinn 29. ágúst 1963. —.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.