Tíminn - 29.08.1963, Qupperneq 5

Tíminn - 29.08.1963, Qupperneq 5
iiiiXvsyií ÍÞ hU fnii tpkarriR RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON ..Kalt stríð” á leikvelli Tvö nöfn. — Boston Celtics og Los Angeles Lakers. Meira þarf ekki að segja til að mönnum detti ekki óðar í hug kalt stríð magnað hita tveggja eld- heitra andstæðinga. Celtics frá Boston og Lakers frá Los Angeles, þetta eru nöfn in á hátoppi bandarísks körfuknattleiks í dag og þessi tvö lið hafa löngum eldað grátt silfur sín á milli. Ekki leikur nokkur vafi á því, að leikmenn þessara tveggja bandarísku körfu- knattleiksliða, teljast til þess bezta, sem gerist í heiminum í dag. Allir eru leikmennirnir atvinnumenn og fólk flykkist að langar leiðir til að geta horft á sniliingana. Og það er eng- in furða. Nöfn eins og Bob Cousy og Bill Russel hjá Celtics og Elgin Baylor frá Lakers hafa töframátt — sem sumir kannski ekki skilja — en allir |>ó finna. Hvað skeður svo, þegar þessi fví> afbragðsgóðu lið, Boston eeilics og Lós Angel'es Lakers mætast á leikvelli? Við skulum reyna að bregða upp svipmynd. Við leitum ekki langt aftur í tímann og sviðið er síðasta NBA- keppni (atvinnumannakeppnin). Það var einni klukkustund fyrir fyrsta leiik þessara aðila, að Bob Cousy kom inn í búningsklefann hjá Celtics í Cobo Arena íþrótta- höllinni i Detroit. í annarri hend inni hétt hann á blaðinu Boston Traveler. Hann fór úr jakkanum og settist við borðið. Hann var mjög þögull og þegar hann breiddi úr blaðinu, blasti við stór fyrirsögn: — Lakers ekki hrædd ir við Celtics. Cousy hagræddi sér í stólnum og byrjaði að lesa. Bill Russel, Frank Ramsey og Tom Sanders komu til hans og urðu mjög forviða, þegar þeir sáu þessa skelfilegu fyrirsögn. Aílir þögðu, þangað til að Sand- ers hnippti í Russel og sagði: — Þetta er ágætt, þá höfum við Boston Celtics og Los Angeles Lakers eni beztu licl Bandaríkjanna í körfuknattleik í dag. Og þa$ er jafnan háS mikil barátta, begar þau mætast. eitthvað að gera á eftir. Cousy sagði ekkert á meðan hann klæddi sig í búninginn, en síðan byrjaði hann að blása í lófana. í 13 ár hafði hann verið aðal- maður Celtics og í þessi 13 ár hefur það verið hans eina afþrey 1 •' j andi íþróttatöskum sínum — og aliir voru þeir í góðu skapi. Þeir komu langt að. Sumir frá stöðum eins og Brooklyn, Caben Créek í West Virginia og Gary í Indiana. Þrátt fyrir mismunandi uppruna áttu þeir allir eitt sameiginlegt Félagarnir Bob Cousy, Biil Russel, Frank Ramsey og Tom Sanders voru ekki sérlega hrifnir af blaðaskrifunum fyrir leikinn við Lakers í Detroit. ing að blása í lófa, þegar hann hefur haft áhyggjur af einhverj- um leik. Og flest allir leikir Celtics gegn Lakers valda því, að Cousy byrjar að blása í lófana. Skömmu eftir að þetta átti sér stað í búningsherbergi Celtics, komu leikmenn Lakers gangandi inn í búningsklefa sinn, sveifl- — Þeir eru mjög áhugasamir og lífsglaðir. KALDA STRÍÐIÐ Á LHIKVELLINUM Celtics og Lakers eru í raun- inni mjög ólík, þótt styrkleikinn sé nokkurn veginn sá sami. Leik- menn Celtics, gamlir og reyndir UngHngakepptsitt i frjálsum bendir til bjartari daga í blaðinu í gær var skýrt frá ár- angri í einstökum greinum á fyrri degi ungllngakeppni Frjáls- íþróttp.sambandsins, sem haldin var um síðustu helgi á Laugardals vellinum í Reykjavík og tókst mjög vel. Keppnin gaf ótvírætt til kynna að bjartir dagar í íslenzkum frjáls- iþróttum eru framunda.n. — Sigur vegar síðari daginn urðu sem hér segir: Kúluvarp sveina: Erl. Vald. ÍR 13,23, Langstökk sveina, Haukur — Frá síðari degi keppninnar s. I. sunnudag íngibergss HSÞ 6,39, 400 m hlaup sveina, Haukur Ingibergss. HSÞ 55.6. 200 m hlaup stúlkna, Sigríð- ur Sigurðard ÍR 23,6. Hástökk stúlkna, Guðrún Óskarsdóttir HSK 140. Spjótkast stúlkna, Elísabet Brant, IR 33,10, 400 m hlaup drengja, ólafur Guðmundsson KR 52,4. 110 m. grind. drengja, Þorv. Benediktsson HSS 15,5. Langstökk drengja, Óiafur Guðmundsson KR 6,34. Spjótkast drengja Guðmundísen, KR 39,81, 400 m lilaup unglinga Valur Guðm.sson KR 53,5, Kringlukast unglinga, Sig- urþór Hjörieifsson HSÞ 40.02. Spjótkast unglinga, Kjartan Guð- jónsson KR 58.40. Kúluvarp ungl- inga Kjartan Guðjónss. KR 13.51. Langstökk unglinga, Kjartan Guð jonsson KR 6.44, Þrístökk ungl- mga, Siguvður Sveinsson HSK« og svo gott sem ósigrandi í mörg ár. Og þeim geðjast ekki allt of vej að hinum ungu og ófyrir- leitnu Lakers frá Los Angeles, sem eru nógu góðir til að vinna ólíklegustu l'ið. Og það þarf kann ske ekki að taka það fram, að Los Angeles-búum geðjast heldur ekki að gömlu Boston-kempunum. — Þetta er kalt stríð. Það er ómögulegt að sjá fyrir um úrslit þegar þessi tvö Uð mætast og all ir áhorfendur eru sammála um, að leikirnir séu trygging fyrir góðum körfuknattleik. f síðasta leik liðanna á keppn- istímabiHnu 1962, var ánægjan Celtics að vinna. Þegar leikmenn imir gengu inn á völlinn var á- berandi að mörgum olnbogaskot- um var beint að Bill Russel og hann gat varla gengið þegar hann loksins komst inn á leik- vanginn. Þetta espaði svo leik- menn Celtics, að þeir hétu að vinna, þó ekki væri nema aðeins Russels vegna. Og aumingja Russel lá ekki á liði sínu og Bost Ibúarnir unnu með tólf stiga mun, 133:121. En snúum okkur að leiknum í Cobo Arena, kvöldið, sem liðin mættu í fyrsta skipti í síðustu keppni. Það var löngu uppselt á leikinn og áhorfendur voru um ellefu þúsund talsins, sem er mesti fjöldi, sem horft hefur á leik í Detroit. Hinn kunni leik- maður Wilt Chamberlain hefui séð hvern einasta leik liðanna frá því að hann gerðist atvinnu- maður og hann segir að þetta sóu einu leikirnir í keppninni, sem hann vill ekki láta fara fram hjá sér. Varla hafði leikurinn byrjað, þegar Elgin Baylor gaf Tom Hein sohn olnbogaskot í magann. — Þetta var meira í gamni en al- vöru. Venjulega taka leikmenn svona atvik ekki alvarlega, en þetta hafði slæm áhrif á Tom og hann notaði hvert tækifæri sem hann gat tH að koma höggi á Baylor síðar í leiknum. — Celt ics komst strax yfir í fyrri hálf- leiknum og áhorfendur hrópuðu sífellt til Lakers:: — Þið getið ekkert án Jerry Wests. Jerry West, aðalslkipuleggjari liðsins og annar bezti skotmaður þess hafði meiðzt illilega í hnéi rétt fyrir leikinn og varð eftir heima í Los Angeles. Bob Cousy var mjög einbeittur í öllum leiknum og vann alltaf jafn vel. Og í leiknum kom það oft fyrir að hann kastaði boltan- um yfir endilangan völlinn, en það hefur hann sárasjaldan eða ÓlafurK aldrei gert. Síðast í fyrri hálf- leiknum þeytti hann boltanum fram til Russels, sem stóð und- ir körfunni hjá Lakers og þurfti ekki einu sinni að stökkva upp til að koma knettinum í körfuna. Stuttu síðar tók Celtics tíma, en þjálfarinn Red Auerback, sem á sinn sérstaka hátt á í sífelldu Bob Cousy. — Aldurinn hefur færzt yfir þennan snjalla leik. mann. Hann hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna. Kenn- edy Bandaríkjaforseti heiðraði hann nýlega með veglegri gjöf. Cousy hafði sanlnarlega unnið til þess. köldu stríði við þjálfara Lakers, Fred Schaus, átti ekki neitt van- talað við leikmenn sína. Og á- fram hélt leikurinn. Cousy hélt áfram sínum hnitmiðuðu lang- sendingum fram völlinn, en þeg- ar komið var fram í síðari hálf- leikinn tóku hné hans að bila. Hann kallaði til þjálfarans og bað hann að taka sig út af — ég get ekki meira. En Red Auerb- ach svaraði honum ekki. Hann varð að vera inn á. Og Cousy þraukaði það sem eftir var og Boston Celtics sigraði með 120 stigum gegn 98 Lakers. — Þessi leikur, sagði Cousy hróðugur, er örugglega minn langbezti á keppn istímabilinu. Við hefðum unnið þótt Jerry West hefði verið með þeim — við vorum í stuði. Og Cousy hélt áfram: — Bara að við þyrftum ekki að mæta þeim annað kvöld aftur, því þetta var sigur, sem er þess virði að geyma vel í huga sér og minnast. — En Cousy gat ekki orðið að ósk sinni, leikur Celtics og Lakers var löngu ákveðinn fyrirfram strax kvöldið eftir í Boston Garden. LEIKURINN í BOSTON GARDEN. Það var uppselt í Boston Gard- en höllina kvöldið eftir og heima menn voru að sjálfsögðu í mikl- um meirihluta. Eftir að Celtics Framhald S 13. sfðu T f M I N N, fimmtudagurinn 29, ágúst 1963. —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.