Tíminn - 29.08.1963, Qupperneq 7
íwém
Útgefí ncti: FRAMSÖKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason — Kitstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriói
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta.
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skrif
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan-
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. —
Hví stefnir Bjarni ekki
Guðmundi í. fyrir
landsdóm?
Það hefur vakið í senn undrun og viðbjóð manna,
hvernig Mbl. reynir að draga athyglina frá þeim fyrirætl-
unum ríkisstjórnarinnar að leyfa Nato að hefja undir-
búning að flota- og kafbátastöð í Hvalfirði. Mbl. hefur
nefnilega ekki aðeins reynt að gera iítið úr þessum und-
irbúningi, heldur hafið þá rógsiðju til að draga athygli
frá honum, að andstaða Framsóknarflokksins gegn flota-
og kafbátastöð í Hvalfirði sé sprottin af því, að hann ótt-
ist um gróða fyrirtækis þess, sem nú leigir ameríska varn-
arliðinu olíugeymanna í Hvalfirði
Þannig á með mútubrigzlum og fégræðgisbrigzlum að
draga athyglina frá einu alvarlegasta stórmáli, sem hér
hefur verið á dagskrá um margra ára skeið.
En Mbl. lætur sér ekki þessa rógsiðju nægja. Til að
reyna að gera hana trúlegri, birtir það nú nær daglega
rógsögu um, að vinstri stjórnin hafi látið Nato múta
sér til að falla frá uppsögn herverndarsamningsins haust-
ið 1956. Alveg sérstaklega hefur þessari mútusögu verið
hampað í Reykjavíkurbréfum Bjarna Benediktssonar.
Seinast í gær segir svo í aðalforusiugrein Mbl.:
„Vinstri stjórnin samdi um dvöl varnarliðsins á ís-
landi um ótiltekinn tíma og lét meira aS segja borga
sér álitlega fúlgu í dollurum fyrir vikið."
Ritstjórar Mbl. og Bjarni Benediktsson gæta þess, að
með þessari lygi sinni hitta þeir ekki sízt sjálfa sig. Ef
vinstri stjórnin hefur samið við Nato um mútur, hefur
aðalsamningamaðurinn ekki verið annar en núv. utan-
ríkisráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson, sem var
einnig utanríkisráðherra vinstri stjórnarinnar og annað-
ist þá eins og nú alla samninga við Nato. Ef einhver
minnsti fótur væri fyrir þessum aðdróttunum Bjarna og
félaga hans, ættu þeir að krefjast þess, að Guðmundur í.
yrði tafarlaust dreginn fyrir landsdóm. í stað þess hafa
þeir gert hann að utanríkisráðherra í núverandi stjórn
og hæla honum á hvert reipi. Annaðhvort stafar þetta
af því, að þeir vita sig vera að fara með fullkomnustu
osannindi, eða að þeir eru svo gerspilltir sjálfir, að þeim
finnst ekkert athyglisvert við að gera mútusamninga-
manna að utanríkisráðherra, ef það tryggir þeim völdin.
Meðan Mbi. og Bjarni halde þessum söguburði
áfram, mun þjóðin spyrja: Hví stefnir Bjarni Guðmundi
í. ekki fyrir landsdóm? Hvers kor.at siðferði er það að
saka mann um mútusamninga, en stvðja hann samt sem
utanríkisráðherra? Eða er siðferði þessara slefbera slíkt,
að þeir saka andstæðinga sína um mútusamninga, vitandi
vits að þeir eru að fara með hreina lygi?
Nato sakað um mútur
Eitt dagblaðanna, hefur að undanförnu haldið því fram
hvað eftir annað, að Nato hafi beitt mútum til að fá
hervarnarsamninginn framlengdan baustið 1956.
Þetta er ekki Þjóðviljinn. sem raörgum myndi þykja
liklegastur til að eigna Nato slíka starfshætti.
Það er Morgunblaðið. sem heldur uppi þessum áburði.
Mikið má vera, ef þetta verður ekki Austra dágott
yrkisefni og Bjarni hafi þannig launað honum vel fyrir
þau skrif hans. sem hafa venð endurprentuð í Mbl.
rímskirkja
Úr kirkjubyggingarsjóði Reykjavikur hefur verið veitt miklu meira fé
tii kirkjy Fíladelfíusafnaðarins en til Hallgrímskirkju.
Við umræður í borgarstjórn
Reykjavíkur á síðasta fundi
um fjársíyrk til kirkjubygg-
inga í Reykjavík, fórust
Birni Guðmundssyni vara-
borgarfulltrúa þannig orð:
Ég tel ástæðu til að fara
nokkrum orðum um 11. l'ið þeirr
ar fundargerðar borgarráðs, sem
■hér er til umræðu, þ. e. fjáfram
lög úr kirkjubyggingarsjóði
Reykjavíkurborgar. Það hefur
löngum verið viðkvæmt mál og
vandasamt, að skipta réttlátlega,
þegar takmörk eru á því, sem til
Skiptanna kemur. En íslenzku
húsmæðurnar kunnu þá list, að
gera alla ánægða, þótt oft væri
af litlu að taka. Og það er gull-
vægt, að fyl'gja þeirra fordæmi,
eins þótt meira sé umleikis. —
En í því máli, sem ég geri hér
að umræðuefni, finnst okkur,
sem búum í HaUgrímsprestakalli,
að við berum skarðan hlut frá
borði. Og við skiljum ekki vel
hverju það sætir.
Af þeim þjóð'kirkjusöfnuðum,
sem á siðustu árum og nú eru að
reisa kirkjur í Reykjavík, er
Hall^rímssöfnuður stærstur. En
honum er skammtað minnst.
í þau 11 ár, sem Reykjavik
hefur lagt fram fé til kirkjubygg
inga, árin 1953—1963, er fram-
lag úr kirkjubyggingarsjóði eins
og hér greinir. (Og er þá talið
með framl'ag þ. á. samkv. þeim,
till., sem hér liggja fyrir'ng búið j
er að samþykkja í borga'rráði):'
Háteigskirkja kr. 3.290 þús.
Neskirkja — 2.440 —
(allt stærri krónur)
Langholtskirkja — 2.415 —
Hallgrímskirkja — 1.550 —
Fíladelfía — 900 — -
Óháði söfnuðurinn — 775 —
I
Sé þessu jaínað á hvern gjald-
anda í söfnuðinum eins og þeir
eru nú, kemur í hlut hvers:
LÍKAN AF HALLGRÍMSKIRKJU
Háteigssöfnuður
Nessöfnuður
Langholtssöfnuður
Hallgrímssöfnuður
Fíladelfía
Óháði fríkirkjus.
kr. 761.50
— 523.60
— 478.00
_ 268.00
— 3000.00
__ ?
Ekki þarf annað en að virða
fyrir sér þessar tölur til að sjá,
hve hlutur Hallgrímssafnaðar er
gerður lítill. Nyti hann sama hlut
falls eða réttar og hinir þrír
þjóðkirkjusöfnuðir, sem fyrst
voru taldir, ætti framlag til Hal)
grímskirkju að vera orðið sam-
tals kr. 3.357 þús., en er aðeins
1.550 þús. Vantar hér á 1 millj.
og 807 þús.
Við í Hallgrímssöfnuði skilj-
um ekki hvað hér liggur til
grundvallar og viljum ekki trúa
öðru en að hér verði breyting á,
og fullt tillit tekið til sanngjarnr
ar málaleitunar safnaðarins. —
Enn þá hefur ekki verið farið
fram á önnur eða meiri framlög
en aðrir þjóðkirkjusöfnuðir í
Reykjavík hafa notið í sínum
kirkjubyggingarmálum. En við
sjáum þá rausn, sem ráðamenn
borgarinnar sýna hinum sáralitla
söfnuði, sem kennir sig við Fíla-
delfíu og telur ekki nema um
300 safnaðarmenn alls. Hann er
þegar búinn að fá 900 þús. kr.
framlas eða 3000 á hvern safnað-
armann. Og auk þess fyrirheit
um 100 þús. á næsta ári.
Ef Hallgfimssðfnuður nyti
, sömu réttinda, ætti framlag til
hans að vera ’orðið 17 milij. 349
þús. Oig hvers yegna skyldi hann
ekki njóta söm'u rétt'inda?
En þá þarf nú heldur betur að
auka framlag í kirkjubyggingar-
sjóð!
Hallgrímssöfnuði í Reykjavík
hefur verið gefið nafn til minn-
ingar um trúarskáldið mikla,
Hallgrím Pétursson. Og Hall-
grímskirkja á Skólavörðuhæð er
byggð til minningar um hann,
jafnhliða því að vera kirkja eins
stærsta safnaðar höfuðborgarinn
ar. Hún verður rismikið hús og
fallegt, þar verður vítt til veggja
og hvelfing björt. Þangað koma
aldir og óbornir til að sækja trú-
arstyrk og góðvilja. Blessun
sálmaskáldsins mun hvíla yfir
kirkjunni og framtíðarstarfinu,
sem þar verður rækt.
Eg hef þá bjargföstu skoðun,
að það sé gæfuvegur fyrir höfuð-
borgina, að standa að byggingu
kirkjunnar af fullum skörung-
skap. Og raunar finnst manni
engin önnur leið vera fyrir
hendii
Það eru nú nær 20 ár síðan
bæjaryfirvöld Reykjavíkur sam-
þykktu öll tilskilin leyfi til bygg
ingar Hallgrímskirkju, Það hef-
ur e. t. v. verið djarft að sam-
þykkja þetta, og bjartsýni mi-kil
af bæjaryfirvöldum og söfnuði,
að ráðast í þessa stórbyggingu.
En bjartsýnin skilar mönnum
fram á leið. Ákvörðun var tekin.
Og byggingin hafin á þeim grund
velli.
Verkinu hefur raunar miðað
hægt. En nú er mikill áhugi, að
hrinda byggingarframkvæmdum
áfram, og auðvitað hafa verið
settar vonir til borgarinnar um
bróðurlega aðstoð. Framkvæmd-
irnar í sumar eru beint miðaðar
við það. — Látum- þær vonir
ekki bregðast!
I ■>' M*
Raddir heyrast um, að kirkjan
verði of stór. Um það skal ekki
aeilt hér en aðeins spurt.Hvenær
hefur vel reist og vandað fram-
tígarhús verið byggt of stórt í
Reykjavík?
Hvað getur borgarstjórnin
gert til úrbóta í málinu:
1. Samþykkt aukafjárveitingu,
t. d. 300 þús. á þessu ári
2. Samþ. að ábyrgjast lán til
Hallgrímskirkju upp á væntan-
legt framlag á næsta ári eða ár-
um, sbr. sams konar fyrirheit
gagnvart Háteigskirkju.
3. Fáist hvbrki samþ. aukafjár-
veiting eða ábyrgðarfyrirgreiðsla.
mun hyggilegast að jfresta aí
greiðslu málsins til næsta reglu-
legs fundar borgarstjórnar, svo
að tími vinnist til að teita að
þeirri lausn máisins, sem allir
geta unað við.
Eftirmáli;
Það kom fram i vinsamlegum
umræðum á eftir. bæði hjá próf
Þóri Kr Þórðarsynj og borgar
stjóra, að þó að Hallgrímssöfnuð
ur hefði enn ekki fengið meir)
framlög, kænn hans hlutur upp
síðar, svo að hann nyti fyllsta
jafnréttis við aðra þjóðkirkju
söfnuði. En ekki töldu þeir fært
að samþykkja aukafjárveitingu á
þessu ári, en um ábyrgð á láni
skyldi athugað vinsamlega, eí
formleg beiðni kæmi frá sóknar
nefnd.
B. G. bar fram tillögu um auka
fjárveitingu á þ. ári, kr. 300 búr.
og til vara ábyrgðarheimild. En
þeim var báðum vísað til borgar
ráðs til nánari athugunar
T í M I N N, fimmtudagurlnn 29. ágúst 1963. —
l