Tíminn - 29.08.1963, Page 9

Tíminn - 29.08.1963, Page 9
u Ekkja stendur aldin kirkja 11 Þingvöllur, Hólar og Skálholt skipa í augum íslenzku þjóBarinn ar sérstakan sess. Þar eru vé. Á þessum þremur helgistöðum þjóð ar vorrar var saga hennar spunn- in öðrum stöðum fremur. Þar voru ráð ráðin andleg og verald- leg. Þegar niðurlæging þjóðarinn ar varð sem mest um aldamótin 1800 biðu allra þessara staða sömu örlög. Þeir skyldu af leggj- ast slíkir sem þeir höfðu verið, annaS skyldi koma í staðinn, sem betur hæfði neyðarkjörum smárr ar þjóðar. Hin þrjú vé hennar skyldu niðurlögð. Allra þessara staða beiS á viss- an hátt niðurlæging. Mannvirki biskupsstólanna féllu flest, og Lögbergið helga varð „börnum og hröfnum að leik“. En þrátt fyrir allt héldu stað- imir reisn sinni og virðingu. f vitund þjóðarinnar voru þeir ætíð hinir sömu — helgir staðir — vé. Engin konungstilskipun gat lagt niður þá tilfinnlngu. .... Hálf önnur öld er liðin, síðan dönsku konungsvaldi þókn- aðist að svipta okkar smáu þjóð sínum helgustu véum. Nú hefur úr rætzt fyrlr landsins börnum. Hungurdauði er ekki lengur fyrir dyrum, klæðleysi óþekkt fyrir- brigði Og framfarir á öllum svið- um. Þrátt fyrir deildar meining- ar um daglega framkvæmd mála lifir þjóðin nú orðið lífi, sem ein- ungis var til í draumsjónum ís- lendinga fyrir hálfri annarri öld. Og sá tími er kominn að við höf- um veraldleg efni á að endurreisa hin fornu vé þjóðarinnar. Og það er annað og meira, við höfum einnig brýna þörf fyrir sltka end urreisn. f rauninni lifir þióðin byltingar tíma. Allir vita hvað við er átt. Á hálfri öld hefur hún fiutzt úr torfkofanum í nýtízku steinhús. Við lifum þann tíma, þegar bif- reiðin og flugvélin hafa leyst hestinn af hólmi, og vélin er á góðum vegi með að koma í stað hinnar vinnulúnu handar á fleiri og fl'eiri sviðum. í þessu umróti er sú hætta æ yfirvofandi, að þjóðin týni siálfri sér, missi sjón- ar á fortið sinni og menningar- erfð, grunninn undan þjóðlegri vitund sinni. Þessi kynslóð á að endurreisa hin fornu vé, þau eiga að verða þjóðinni á komandi tímum minnis merki um forna sögu, um þjóð- helgi og ijós fram á veginn í gieði og sorg. HÚN TENGI'R SAMAN FORTÍÐ OG NÚTÍÐ Á þessu ári á Hóladómkirkja tveggja alda afmæli. f 165 ár hef ur þessi helgi dómur staðið bisk- upslaus í túni fornrar frægðar, horft á þjóðlífið vaxa úr kali til gróanda. Hún hefur horft á mynd arlegan bændaskóla rísa upp við hlið sína og veita ungum og verð- andi bændum leiðsögn og lifs- undirbúning, En hún biður sjálf. Stóll Jóns helga, Guðmundar góða, JónsArasonar og Guðbrands er auður. Hve lengi á hún að bíða? Hún, sem hefur staðið í 165 ár og beðið endurreisnar Hólastóls. Er bið hennar ef til vill byggð á von sem aldrei ræt- ist? Enn er ekki útséð hvernig fer. Enn á þjóðin völ’ á að láta hinn aldna dóm tengja saman foma og nýja drottinshelgi. Fram- tíð Hóla er óráðin. Hún verður hins vegar að ráðast, áður en langir tímar renna. Við göngum á vit séra Björns Bjömssonar dómkirkjuprests á Hólum og prófasts Skagfirðinga og ræðum við hann fortíð og framtíð Hólastaðar. — Hvaða biskup var það, sem lét byggja þessa tveggja alda gömlu dómkirkju hér á Hólum? — Þessi dómkirkja er byggð af herra Gisla Magnússyni, sem hér varð biskup árið 1755. Hann kom að Hólastað i mjög l'élegu ástandi. Bisikupsbústaðurinn var orðinn ó- viðunandi og staðurinn allur í niðurlægingu. En Gisli biskup var ákveðinn i að reisa staðinn við. Ég geri ráð fyrir, að um þess ar mundir hafi þó dómkirkjan, er hér stóð þá, verið reisulegasta hús staðarins, en hún hafði verið reist í tíð Guðbrands biskups Þor- lákssonar, þrem árum áður en hann dó. Var hún ætíð nefnd Guðbrandskirkja. Fyrir daga hennar stóð hér mjög gömul dóm kiríkja, en hún fauk í ofsaveðri 16. nóvember 1624. En þó að gera megi ráð fyrir því að Guðbrandskirkja hafi bor- ið af öðrum staðarbyggingum, er Gísli biskup kom hingað til Hóla, mun hún þó hafa verið farin að láta á sjá, enda þá nærri 130 ára gömul. Því mun hinn nýi biskup hafa hafið baráttu fyrir bygg- ingu nýrrar kirkju og brátt orðið ágengt í þvi máli. Það var sem sé ákveðið, að hér skyldi gerð ný kirkja og hún úr steini, en það mun hafa verlð áætlað að slík bygging yrði ódýrari en timburkirkja. Fjár til kirkjubygg- ingarinnar skyldi afla þannig, að hver kirkja í Danmörku og Nor- egi legði 2 mörk til byggingar- innar. Þannig var talið að úr þeim löndum Danaveidis bærust til byggingar hinnar nýju kirkju um 600 ríkisdalir. Biskupsstólinn sjál'fur skyldi standa undir 2/3 hlutum kostnaðarins. Þá var og hafin almenn söfnun í Danmörku til viðreisnar Hólastóli, og átti Ludvig Harboe þar drýgstan hiut að máli. Um fé það er frá Noregi skyldi berast mun það að öllum líkindum rétt vera, að það hafi aldrei borizt hingað til fslands hel'dur verið notað til uppbygg- ingar Björgvinarborg, sem fór mjög iiia í eldsvoða 1757. En kirkjubyggingin var sem sé hafin. Kirkjuna teiknaði danskur arkitekt de Thurah að nafni, en Gísli biskup og Magnús amtmað- ur Gíslason skyldu hafa umsjón með byggingarframkvæmdum. — Þýzkur múrmeistari var ráðinn hingað, hét sá Sabinsiky og kom til Hóla í ágúst árið 1757. Bygg- ingarefni kirkjunnar var tekið úr Hólabyrðu, og er meginefnið, eða a.m.k. yzti hlutinn úr mjúkum rauðum sandsteini, sem mun hafa verið sprengdur með púðri, dreg- inn heim á staöinn á frerum á vetrum og höggvinn þar til. Um tréverk kirkjunnar skyldi sjá Séra Björn Björnsson. danskur timbursveinn Willumsön að nafni. Nú, um verkið er það að segja að það gekk mun verr og seinl'egar en áætlað hafði ver- ið. Þá þótti stjórninni kaup tii verkamanna alltof hátt. Var því þá gripið til þess ráðs að skyida bændur í Eyjafirði, Skagafirði og Húnavatnssýslum til að vinna kauplaust að kirkjusmíðinni, eftir settum reglum. Undu bændur því illa. En kirkjubyggingunni mið- aði áfram hægt og hægt og var lokið sumarið 1763 og hafði kirkj an þá verið 6 ár í smíðum. Að öllum ifkindum hefur nokkurt flaustursverk verið á frágangi, þvi m.a. var kirkjuturninn aldrei reistur, timburþak kom i stað steinþaks og enginn söngpallur Rætt við Björn Björnsson, pró* fast og dómkirkjuprest á Hólum var settur í kirkjuna. Sjálfsagt hefur ýmsum þótt kostnaðurinn orðinn yfrið nægur, enda orðinn þrefaldur á við það, sem uppruna lega hafði verið áætlað. Kirkjan var síðan tekin út 14. sept. 1763 og vígð með mikilli viðhöfn 20. nóvember sama ár. KIRKJAN GEYMIR MARGT FORNRA HELGIMUNA — Það er margt fornra helgi- gripa í kirkjunni, ekki satt? — Jú. Aitaristaflan er t.d. kom- in á 5. hundrað ár. Hún er frá dögum Jóns Arasonar og gerð í Hollandi. Má telja hana dýrgrip eigi alllítinn. Þá geymir kirkjan og Kristslíkneski í fullri likams- stærð, sem a.m.k. er komið á 5. hundrað ár, sem sé einnig úr kaþólskri tíð. Nú, á altari eru gylltir ijósastjakar, 2 þeirra eru gjöf frá Þorláki biskupi Skúla- syni og konu hans. Um þá er fyrst getið í úttekt Hólastóls 1657. Þá er f kirkjunni þríarma Ijósa- stjaki, gjöf frá Gísla Þorláks- syni biskupi frá ofanverðri 17. L|ósm.: S, Pedersen. öld. Einnig annar þríarma stjaki, lftill'. Um hann er fyrst getið í úttekt árið 1765. Svo er það nátt úrlega skírnarfonturinn. Hann er höggvinn i stein af Guðmundi Guðmundssyni bónda í Bjarnar- staðarhlíÖ i Skagafirði, og við hann lokið árið 1674. Gísli biskup Þorláksson lét gera hann. Þá eru í kirkjunni 2 ljósakrónur frá ofan verðri 17. öld, eða öndverðri þeirri 18. Einnig má í Hóladóm- kirkju finna ljósplötu yfir pre- dikunarstóli, sem talið er að Gfsli biskup Þorláksson hafi gefið kirkjunni. Þá var hér og ljósa- hjálmur gefinn af ekkju Jóns biskups Vigfússonar til minning- ar um mann sinn. Allir þessir munir, sem ég hef taiið hér upp voru f kirkjunni, þegar hún var vígð. — Og er þar allt enn? — Já, þetta er þar allt enn. En auk þessa sem ég hef hér að framan upp talið, þá eru hér og legsteinar nokkurra biskupa, m.a. Guðbrands Þorlákssonar; Þor- Framhald a 13 siðu T f M I N N, fimmtudagurlnn 29. ágúst 1963. 9

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.