Tíminn - 29.08.1963, Page 14
L. SHIRER
úr þeim kjarkinn, sem álíta, að
íblutun þeirra vegna þessarar
uppbyggingar geti enn orðið til
einihvers gagns.“ Sama dag sendi
þýzki sendiherrann í Prag skeyti
til Ribbentrops um nauðsyn sér-
stakra varúðarráðstafana til þess
að dylja iþá starfsemi sendiráðs-
ins að afhenda peninga og fyrir-
mæli til Flokks Súdeta-Þjóðverja.
H'jgh R. Wilson, sendiiherra
Bai’.daríkjamna í Berlín, iheimsótti
Weizsacker 14. maí til þess að
ræða vandræði Súdeta, og var hon-
um þá sagt frá ótta Þjóðverja um,
að tékknesku yfirvöldin væru af
ásettu ráði að reyna að koma af
stað átökum í Evrópu, til þess að
koma í veg fyrir „sundrung Tékkó
slóvakíu." Tveimur dögum síðar,
16. maí sendi Schmundt majór áríð
andi og „mjög svo leynilegt-1
skeyti til OKW aðalstöðvanna fyr-
ir ihönd Hitlers, sem hvildi sig um
þessar mundir í Obersalzberg og
spurðist fyrir um það, hversu
margar herdeildir á tékknesku
l'a'ndamærunum „væru tilbúnar til
þess að hefjast handa með tóif
klukkustunda fyrirvara, ef á þyrfti
að halda“. Zeitzler ofursti, einn af
yfirmönnum OKW, svaraði um
hæl, „Tólf“. Hitler var ekki
ánægður með þefta. „Gerið svo vel
að senda númer herdeildanna",
sagði hann, og svarið kom, þar
seip taldap voru upp tíu fótgöngu-
liðssveitir auk einnar brynvarðar-
sveitar og einnar fjallasveitar.
Hitler var orðinn óþolinmóður.
Næsta dag, hinn 7., spurðist hann
fyrir hjá OKW um nákvæmar upp-
lýsingar um víggirðingar, sem
Tékkar höfðu komið upp í Súdeta-
fjöllunum á landamærunum. Þær
voru þekktar undir nafninu Ték«
neska Maginotlínan. Zeitzler svar-
aði frá Berlín sama dag með löngu
og „mest leynilegu“ skeyti og
sagði foringjanum með nokkurri
nákvæmni frá varnarvirkjum
Tékka. Hann lét þess getið, að þau
væru allmikil.
SamsæriS gegn Hitier
Eftir fimm og hálfs árs þjóðern-
issósíalisma var það orðið þeim
fáu Þjóðverjum, sem stóðu gegn
Hitler, ljóst, að aðeins herinn
'hafði mátt til þess að kollvarpa
veldi hans. Verkamennirnir, mið-
og efristéttirnar höfðu enga að-
stöðu til þess að gera það, þótt
þær hefðu viljað. Þær höfðu eng-
in félagasamtök utan nazislasam-
takanna og þær voru að sjálfsögðu
óvopnaðar. Enda þótt niikið ætti
síðar eftir að skrifa um þýzku
„andspyrnu‘É-hreyfinguna, þá var
■hún frá upphafi U1 enda veikbyggð
hreyfing, sem stjórnað var af hópi
'hugrakkra, heiðarlegra manna, en
hana skorti algerlega fylgismenn.
Það eitt aff halda henni lifandi
var vissulega erfitt verk í lögreglu
ríki, sem stjórnað var með ógnun-
um og njósnum. Hvernig gat svo
l'ítill hópur — eða jafnvel stór
hópur, ef um hann hefði verið að
ræða — risið upp gegn vélbyss-
um, skriffdrekum og eldverpum
S.S.?
Til að byrja með kom öll mót-
spyrna gegn Hitler frá borgurun-
um. Hershöfffingjarnir voru
ánægffir meff skipulagið, sem hafði
varpað af sér öllum þvingunum
Versalasáttmálans og gefið þeim
hið háleita og aldagamla verkefni
að hyggja enn einu sinni upp stór-
an her. Það skrýtna er, aff helztu
borgararnir, sem stýrðu móispyrn
unni gegn foringjanum, höfðu áff-
ur þjónað honum í mikilvægum
stöðum, flestir ákafir nazistar, sem
skyndilega gerðu sér ljóst árið
1937, að Hitler var að leiða Þýzka-
land út í styrjöld, sem það myndi
næstum áreiðanlega tapa, og þá
fyrst fóru þeir að linast í trúnni.
Einn þeirra fyr-stu, sem Ijósið
rann upp fyrir, var Carl Gördeler,
borgarstjórinn í Leipzig, sem
Briining hafffi fyrst gert að verð-
lagsstjóra, en hafði síffan haldið
því starfi í þrjú ár, eftir að Hitler
kom til valda. Hann var sannur
íhaldsmaður og einveldissinni,
tryggur mótmælandi, fær, dugleg-
ur og gáfaður maður, en lét sér
heldur ekki allt fyrir brjósti
brenna og var mjög þrár, Hann
sagði skilið við nazista árið 1936
vegna and-semitískrar s'efnu
þeirra og hinnar æðisgengnu end-
urhervæffíngar og sagði af sér báð
um embættunum og byrjaffi að
berjast gegn Hitler af lífi og sál.
Eitt fyrsta verk hans’var að ferð-
ast til Frakklands, Enlands og
Bandaríkjanna 1937 til þess að
vara á hæversklegan hátt við hætt-
unni, sem stafaði af Nazista-Þýzka-
landi.
Tveir aðrir verðandi samsæris-
menn sáu ljósiff litlu seinna, Jo-
hannes Popitz, prússneski fjár-
málaráðherrann og dr. Achacht.
Báðir þessara manna höfffu hlotið
æðstu viðurkenningu Nazista-
flokksins fyrir störf þeirra í þágu
efnahagsmála Þýzkalands og fyrir
að beina þeim í áttina að slyrjöld.
Báðir höfðu þeir fariff að rumska
og gera sér grein fyrir því, hvert
takmark Hitlers var í raun og
yeru árið 1938. Hvorugur þeirra
virffist hafa notið fyllsta trausts
innstg hrings mótspyrnuhreyfing-
arinnar, vegna fortíffar þeirra og
karakters. Schacht var of mikill
tækifærissinni og Hassell sagffi í
dagbók sinni, að Reichsbank-for-
setlnn væyi fær um að „segja eitt
en gera annað“, og á sömu skoðun
voru hershöfðingjarnir Beck og
von Fritsch að sögn hans. Popitz
var bráðgáfaður en óstaðfastur.
Hann var ágætur grískumaður um
leiff og hann var afbragffs fjármála
spekingur, og hann var auk þeirra
Bepk hershöfðingja og Hassell
meðl'imur í Miðvikudagsklúbbnum,
hópi sextán gáfumanna, sem söfn-
uðust saman einu sinni í viku til
þess að ræða heimspeki, sögu, list-
ir, vísindi og bókmenntir, og áttu
eftir að verða þungamiðjan í mót-
spyrnunni eftir því sem tími leið
— eða rann út.
Ulrich von Hassell varff nokkurs
þonar ráðgjafi mótspyrnuforingj-
anna { utanríkismálum. Orðsend-
166
ingar hans frá Róm, á meðan hann
var þar sem sendiherra og Abyss-
iníustríðið og borgarastyrjöldin á
Spáni geisuðu höfðu veriff fullar
af ráðleggingum til Berljnar um
það, hvernig ætti að láta ítalíu
halda áfram að vera upp á kant
viff Frakkland og Bretland, og þar
af leiðandi fylgjandi Þýzkalandi.
Síðar fór hann að óttast, að styrj-
öld við Frakkland og Bretland
gæti orffið afdrifarík fyrir Þýzka-
land og sama máli gegndi reynd-
ar lílca um sambandið milli Þýzka-
lands og ítalíu. Enda þótt hann
væri allt of siffmenntaður til þess
að geta annað en fyrirlitið rudda-
mennsku þjóðernissósíalismans,
hætti hann samt ekki af frjálsum
vdja að þjóna stjórninni. Honum
var sparkað út úr utanríkisþjón-
ustunni_ í hinni mi'klu stjórnmála-
legu, hernaðarlegu- og utanríkis-
málalegu hreinsun, sem Hitler lét
fram fara 4. febrúar 1938. Hassell,
sem var af gamalli aðalsfjölskyldu
í Hannover, kvæntur dóttur von
Tirpitz aðmíráls, stofnanda þýzka
sjó'hersins, og heiðursmaður fram
í fingurgóma, virðist eins og svo
margir aðrir af hans stétt, hafa
þurft aff verða fyrir því áfalli,
sem því fylgdi að láta nazistana
sparka sér burtu, áður en hann
fékk nokkurn séríegan á'huga á
því að gera eitthvað tU þess að
koma þeim á kné. Þegar þetta var
svo einu sinni skeð, helgaði þessi
tilfinninganæmi, gáfaði, óöruggi
maður sig hlutverkinu og fórnaði
að lokum lífinu fyrir það á hrylli
legasta hátt, eins og viff munum
sjá.
Þaff voru þó aðrir, lítt þekktari
og yfirleitt yngri menn, sem veitt
höfðu nazistum mótspyrnu frá upp
hafi, og sem smátt og smátt sam
einuðust í því að mynda margar
mismunandi mótspyrnuhreyfingar.
á starf mitt einkennilegum aug-
um,hr. Dyson, en ég elska starf
mitt. Eg hefði orðið læknir, ef
frænka mín hefði haft efni á að
kosta mig.
— Eg er feginn að þér eruð
ekki læknir, sagði hanri, — þá
hefði ég orðið dauðhræddur við
yður eða að öðrum kosti látiff
rigna yfir yður alls kyns spurning-
um. Það er skrýtið, hvað maður er
opinskár við lækna um einikamál
sín — sem veslings maðurinn hef-
ur náttúrlega ekki hinn minnsta
áhuga á. Yfirleitt hafa læknar ekki
áhuga á öðru en að sjúga sem
mesta peninga út úr sjúklingun-
um.
— Segið ekki syona vitjeysu. Ef
þér þurfið aff leita læknis, er
ekki nema sjálfsagt að þér greiðið
fyrir. Læknar þafa eytt fjölda ára
í að afla sér þeirrar menntunar,
sem gerir þeim kleift að heimta
peninga fyrir störf sín.
— Gildir hið sama um hjúkr-
unarkonu? Hann deplaði glaðlega
augunum. — Ef ég segi yður nú
frá öllum komplexunum mínum,
munduð þér þá senda mér reikn-
ing? Eg skal greiffa yður með
einum kaffibolla á hverjum lend-
ingarstað.
— Eg hefði sannarlega gaman
af að heyra um komplexana yðar.
Eru þeir margir? Hún brosti til
hans.
Hann lézt fyrtast við. — Yður
finnst ég ekki líklegur til að hafa
marga komplexa? Yður finnst
kannski engin ástæða fyrir mig að
láta sálgreina mig? Og þess vegna
finnst yffur kannski ekkert til um
mig. Eg geri ráð fyrir, að allt
almæíiniíegt fólk nú á tímum eyði
hálfri ævinni í að rækta komplex-
ana sína og liggja á legubekk hjá
sálfræðingi. Hvað um lækna og
hjúkrunarkonur? — sálgreina þau
hvert annað í frítímum sínum?
Hún hló glaðlega aftur. — Dett-
ur yður í hug að við höfum tíma
íyrir svoleið'is vitleysu? Læknar
og hjúkrunarkonur hafa yfirleitt
svo annríkt, að þau hafa engan
tíma til að hafa komplexa.
— Þér eruð þá ekkert hrifin af
komplexum?
— Auðvitað, sagði hún og
brosti dauflega. — Við vitum, að
ahdlegt heilbrigði er jafn þýðing-
armikið og líkamleg hreysti. En
hvaff mig snertir, hef ég bara
aldrei verið hrifin af þessari grein
lajknavísindanna. Eg hef starfað
við rannsóknir á hitabeltis- og
austurlandasjúkdómum.
— Þér eruð sem sagt ekki bara
venjuleg hjúkrunarkona, heldur
mjög skörp, — já og falleg, bætti
hann við í einlægni.
Aftur fann hún, sér til gremju,
roðann færast yfir andlit sitt.
— Þér eruð ekkert slaklegur
sjálfur, en auðvitað vitiff þpr það.
Allir karlmenn eru sér þeSs með-
vitandi, hvort þeir eru myndar-
legir eða ekki, þóít þeir láti sem
það skipti þá engu. Það er að
segja, þeir, sem hafa áhuga á að
vera myndarlegir. Hún hugsaði til
Grants og sá fyrir sér andlit hans,
skarpa og karlmannlega andlits-
drættina, hátt enniff, dökkt hárið
og dökkgráu augun. Vissulega var
hann glæsilegur, en hann kærði
sig ekki hætis hót um útUt sitt.
En þessi maður var ekki síður
myndarlegur — þótt á annan hátt
væri —, og hann var greinilega
meðvitandi um það.
Hann hafði Ijóst hár — það var
næstum hvítt. Augun voru himin-
blá. Andlitið hrífandi fremur en
beinlínis laglegt. Hann hafði stór-
an, glettnislegan munn og
skemmtilegt bros. í öllu fasi var
hann frjálslegur og hiklaus, og
henni fannst hún geta lesið hann
eins og opna bók. Næstum því . . .
En það kom fyrir að torráður
svipur kom á andlit hans, og þá
var engu líkara en öll persóna
hans breyttist gersamlega.
— Það er skemmtilegt að við
erum bæði á leið til Hong Kong,
sagði hann.
— Hvernig vissuð þér það?
— Sherlock Holmes hefur ekki
roð við mér. Einkum og sér í lagi
þegar maffur getur óhindraffur að-
gætt merkisspjaldið á töskunni
yðar. Verið nú hreinskilnar við
mig, og ég skal vera einlægur við
yður, og þá getum við verið orðin
virktavinir þegar við komum á
áfangastaðinn.
Hún hikaffi. Gail var ekki sér-
lega fljóttekin. Þegar hún bauð
fram vináttu sína, var það vegna
þess að hún fann að hún gæti allt
lagt í sölurnar fyrir þá vináttu.
Hún brosti aftur til Brett.
— Við getum byrjað með að
vera kunningjar. Kannski verðum
við vinir seinna meir.
Hann lagði hönd sína ofan á
hennar. — Viff eigum eftir að
verða vinir. Segið mér, eigið þér
skyldmenni eða vipi í Hong Kong?
— Læknirinn, sem ég vinn með,
dr. Raeburn er þegar kominn
þangað ásamt aðstoðarfólki sínu,
einkaritara og öðrum lækni, Að
þeim undanteknum þekki ég þar
engan. Og þér?
— Frændi minn er kaupsýslu-
maður þar — Tom Manning.
Hann er gríðarkarl og á hlut í
fjölda fyrirtækja og er pottur og
panna í viffskiptalifi þar. Þér
kannizt við manngerðina. Hann
ætlar að útvega mér eitthvað að
dútla — því er nú verr og miður.
Hann sagði síðustu setningarnar
hálf-fýlulega, en glotti þó um leið.
— En yður hlýtur að langa til
að vinna?
— Haldið þér það? Hann velti
málinu fyrir sér og tók fastar um
hönd hennar. — Eg veit svei mér
ekki. Líf'ð er skemmtilegt, þótt
maður vinni ekki. Það er meðal
annars ástæffan fyrir því, að ég
fór frá Englandi- Allir kunningjar
mínir voru sípuðandi. Og mér er
sagt, að lífið í Hong Kong sé
miklum mun auðveldara og helm-
ingi skemmtilegra — baðstrendur,
gol'fvellir, þjónar á hverjum fingri.
Að minnsta kosti hefur frændi
minn lýst því fagurlega fyrir mér.
Hann virffist telja sennilegt að ég
muni kunna því einkar vel.
Gail var brugðið. — Og er það
allt, sem þér viljið fá út úr lifi
yffar? Slæpast um og láta þjóna
snattast í kringum yður? Eg hata
iðjuleysi. í mínum augum er vinn
an ekki aðeins nauðsynleg, hún
er einnig lykillinn að allri lífs-
hamingju.
— Heyriff þér mig, ætliff þér
að segja, að yður sé alvara?
— Auðvitað er mér alvara. Hún
var hálfgröm. —, Eg fyrirlít slíkt
líf sem yður líkar sýnilega Ijóm-
andi vel. En ég held, að þér hljót-
ið að vera að stríða mér.
— Nei, nei, sagði hann og var
nú alvarlegur á svip. Eg sé enga
'þörf á að sá vinni, sem ekki er til-
neyddur. Það er svo ótal margt
annað hér í lífinu miklu skemmti-
legra. Eg vona, að ég fái tækifæri
til að koma yður í skilning um
það, ungfrú Stewart.
Hún sneri sér frá honum og leit
út um gluggann. Hún íhataði þessi
yfirborðskenndu viðhorf hans.
Henni gramdist persónulega að
hlýða á slíkt tal. í fyrsta lagi
vegna þess að sjál'f hafði hún alla
tíð unnið og trúað jnnilega á starf
sitt og kannski líka vegna þess,
að maðurinn, sem hún dáði mest
allra, trúffi einnig af öllu hjarta á
starf sitt.
Hún óskaði að hún hefði ekki
setið við hlið Brett Dyson, en
hann hélt áfram að tala við hana
í sama glaðlega tón og lokaði al-
veg augunum fyrir því, að henni
gramdist það, og þegar þau lentu
í Istanbul, var hann við hlið henn-
ar, þegar þau gengu inn í veitinga
stofuna.
— Það var gremjulegt að vera
svona nálægt hinum mestu dá-
semdarstöðum og geta ekki skoð-
að þá, sagði hún.
— Eg veit ekki, sagði hann hugs
andi. — Það sem yJð ímyndum
okkur er oft raunverulegra og dýr
legra en það, sem við sjáum með
okkar eigin augum. Til er kín-
verskur málsháttur, sem segir:
„Þaff er betra að ferðast en koma
á áfangastað“, og „að bíða er mik-
ill fagnaður".
T í M I N N, fimmtudagurinn 29. ágúst 1963. —
14