Tíminn - 12.09.1963, Síða 9

Tíminn - 12.09.1963, Síða 9
Tampere, Fmnlandi, 6. sept. Hvað sem maður sér leikvöll eða opið svæði, eru strákar og stelpur milli fermingar og tví- tugs að æfa sig í frjálsum íþrótt- um. Skól'arnir eru byrjaðir, ltka gagnfræðaskólar og menntaskól- ar, og háskólar voru settir i gær. Sumrinu er lokið í Finnlandi. Menn taka veturinn snemma og ætla sér rnikið verk. Hinn akunni íþróttaáhugi Finna leynir sér ekki þessa daga, enda hefur metnaður hans fengið nýja næringu — frjálsíþróttasigurinn yfir Svium í Stokkhólmi á dögun- um. Það er þriðji yfirburðasigur- inn í röð og þó sá mesti. Það þarf að leita allt aftur til 1952 til þess að finna sæmil'egan sigur hjá Svíum, segja blöðin. Og æskan tekur hreykin undir um allt land. í Tapíóla voru strákpattar í stang arstökki með grenirenglum hvar \etna inn á milli trjánna. í Tamp ere fer ,,leikfimikennslan“ þessar fyrstu skólavikur öll fram á leik- vöngum úti, þar sem frjálsíþrótt ir eru eingöngu æfðar. Aðgangs- harður kennari æfir 13 ára stúlknahóp £ þvi að taka viðbragð ið og bera fætur og hendur rétt í spretthlaupi. Hann skipar þeim aftur og aftur i holumar og læt- ur þær taka viðbragðið hvað eftir Andrés Kristjánsson, rit- stjóri, dvelst um þessar mundir í Finnlandi og mun rita þaðan nokkur. Finn- landsbréf. Hið fyrsta þeirra birtist síðastliðinn sunnu- dag, og annað bréf hans nú. annað. Svo kemur langstökkið. Það eru engin grið gefin I þess um leikfimitima. Þetta, gæði kynstofnsins og harðleikni náttúrunnar eru rætur hinna almennu íþróttaiðkana og miklu iþróttasigra Finna. Og það sést á fólkinu. Gesturinn hlýtur að dást að þessari björtu og þrek miklu æsku, sem hvarvetna mæt- ir honum á götum, á ökrum, í skógum og á vötnum. Þetta unga fólk er flest ákaflega vel vaxið, reisn þess mikil, göngulag og hreyfingar knálegar og fagurbor- ið. Brosmildi og glaðværð skin af þvi. Það er hreint og belnt í framkomu, tilgerðarlaust og afar viðfelldið og kurteist, en biðst ekki afsökunar fyrir neinum. Sá, sem lítur yfir skólagarð gagn- fræðaskóla krökan af ungmenn- um í frímlnútum, hlýtur að dást að því, hve mikið rólyndi og festa er yfir þessu fólki á mótum barns aldurs og fullorðinsára. Skólagarð urinn minnir lika á, að menn skuli herða likamann. Þar eru víðast hvar leikfimislár, pípur, sem hanga má á, hringir til að sveifla sér I, tréslár, þar sem rísa má á hendur og standa á höfði. Unglingarnir, piltar sem stúlkur, nota þetta gjarnan til þess að koma blóðinu á hreyfingu eftir setuna í kennslustundinni og til þess að búa sig undir næstu stund arsetu. RIGNING OG STJÓRNARKREPPA Unga fólkið talar um íþróttirn- ar og skólana þessa daga — en blöðin um hina góðu, opinberu gesti og stjómarkreppuna — þó meira um gestina. Bændumir tala Ifklega bara um hitana og rign- inguna. Dagana eftir að Finnar eru búnir að setja punkt aftan við sumarið, reka sumargestina heim, loka baðströndunum og leggja vatnaskipunum við festar, og ætla að fara að snúa sér að vetr- inum, gera veðurguðimir þeim þann grikk að hella yfir þá mestu hitabylgju sumarsins, svo að jafn vel Nyerere forseti lenti í Helsing fors í heitapa veðri en hann lagði af stað í heima i Tanganajka, þeg ar hann kom í opinbera heimsókn sína til Norðurlanda og byrjaði á Finnlandi. Finnar hafa látið sér mjög títt um þessa heimsókn og fagnað hinum svarta forseta af bróðurlegum innileik. Blöðin segja, að Finnar séu ekki vanir að gera sér títt um opinberar heimsóknir stórmenna, og þeir fái oft að aka um götur höfuð- borgarinnar, án þess að fólk Hti við, hvað þá að það sé að safnast saman með götum til þess að hrópa húrra. En þegar svarti for setinn ók um götur, brá Finninn við. Mannþyrpingar voru með öll um götum, þar sem leið hans lá gegnum borgina til hallarinnar, eg fagnaðarlæti mikil og Ijúf. — Nyerere hefur einnig v'akið hér töluverða athygli fyrir glaðlega, Flokksformennlrnlr voru varla komnlr nlður hallartröppurnar, þegar sjónvarps og útvarpsmenn tóku á móti þeim og spurðu spjörunum úr, án þess að verða nokkurs vísari. Hér tekur fréttamaðurinn á móti þeim fyrsta, V.J. Sukselainen, formanni Bændaflokksins, og að baki honum er Partanen varaformaður. hispurslausa framkomu, skemmti leg tilsvör og skarpleg, afargóðar ræður og skelegga glöggskyggni í stjórnmálum, einkum um mál- efni Afriku. Nú er Nyerere far- inn til Noregs, og þaðan fer hann til Danmerkur og Svíþjóðar. — Þetta er sameiginlegt heimboð Norðurlanda til hans. Hvers vegna er ísland ekki með? Það hefði verið gaman að fá heim- sókn þessa smávaxna, svarta og hámenntaða manns og láta hann segja frá högum lands sins, sem talið er mjög til fyrirmyndar á ýmsan hátt um stjórn og frið- semd eftir frelsistökuna. Finnum, einkum hinum sænsk- finnsku finnst og mikið til þess koma, að í för hins svarta forseta skuli vera sænsk kona, sem er borgari hans og á sæti í rikis- stjórn lands hans, og meira að segja þingmaður þar syðra, — Barbroe Johansson, merkur skóla frömuður, sem einbeitir sér að því að byggja upp skólakerfi Tanganajka. Og nú er Nyerere farinn og Lyndon Johnson kom- inn. Honum verður líka vel fagn að, og finnskir stjórnmálamenn telja heimsókn hans mjög mikil- væga. En við vorum áðan að tala um veðrið. Hinn 3. september skall þriðja hitabylgjan og sú mesta — á þessu kalda sumri, yfir Finn land, sagði veðurstofan. Hitinn varð 25—27 stig £ suðurhluta landsins og allt norður um mitt land. Menn hlógu að þvi, að búið skyldi að loka baðstöðunum við vötn og sæ, og ýmsir stungu sér til sunds fyrir þvi. Bændum fannst lítið til þessarar hitabylgju koma — hefði mátt koma fyrr. sögðu þeir. Á eftir fylgdi líka hellirigning — og enn meiri hey — og kornskemmdir á ökrum. — Bændurnir eru að basla við að hirða, og það gengur seinlega. STJÓRNMÁLIN TEFLD AF HÁTTVÍSI En það virðist ekki eins mikill hiti í stjórnmálunum, þrátt fyrir stjórnarkreppuna. Kekkonen má varla vera að hugsa um hana fyr ir gestanauðinni. Taflið er teflt á yfirburði af hinni mestu hátt vísi og eftir svo föstum reglum, að helzt liktist aldagömlu siða- lögmáli — þó að ýmislegt sé vafa laust brallað og ráðslagað bak við tjöld. Finnar eru lika mikil stjórn arkreppu- stjómarskipta- og sam stjórnarþjóð, og íslendingar feta dyggilega í fótspor þeirra. En það vantar mikið á, að þeir hafi eins fullmótaða stjórnarkreppu- og stjómarmyndunarsiði og Finnar, og væri ekki úr vegi að senda menn í skóla til' Finna um þessar mundir til þess að læra að haga sér skikkanlega við stjórnarmynd anir. SIÐALÖGMÁLIÐ Samkvæmt stjórnarkreppuritú- ali Finna skyldi Kekkonen for- seti fyrst ræða við forseta þings- ins, Kleemola. Það gerði hann s.l. þriðjudag, sama daginn og þingið kom saman til haustfunda. Næst skyldi rætt við alla for- menn þingflokkanna hvern og einn £ ákveðinni röð, en að því mátti Kekkonen ekki vera fyrir gestanauðinni fyrr en í gær, fimmtudaginn 5. sept. Þingið sett ist á meðan á bróðurstóla og- minntisj ekki á stjórnarkreppu, og hafðist raunar ekki annað að en samþykkja ríflega fjárveitingu til hins stórmyndarlega, nýja háskóla i Ábo. En í gær gengu flokksformenn settlega eins og fermingardrengir upp hallarþrep Kekkonens til spurninganna. Þar lögðu þeir fram álit flokks síns um lausn stjórnarkreppunnar og svöruðu spurningum forsetans um helztu úrræði. Röðin var þessi: KI. 10,30 byrjaði bóndinn. Það var V.J. Sukselainen, formaður Bændaflokksins. Hann skýrði for setanum frá því, að flokkur hans skyldi gera allt, sem f hans valdi stæði til þess að koma á styrkri þingmeirihlutastjórn, en taldi þó heppilegast, að manni utan Bændaflokksins yrði fyrst falið að reyna stjórnarmyndun, en Bændaflokkurinn skyldi ihuga vel þátttöku í slíkri ríkisstjórn. — Bændaflokkurinn er stærsti flokk ur þingsins með 58 þingmenn, og óx ,mest við síðustu kosningar 1962. Klukkan 10,50 gekk Sukselain en út og mætti Hertu Kuusinen f stiganum. Hún er formaður þingflokks Fólksdemókrata, — kommúnista, — sem hefur 47 þingmenn. Herta taldi auðvelt að teysa stjórnarkreppuna þegar með myndun vinstri stjórnar. Annars taldi hún nauðsynlegt, að hin nýja stjórn beitti sér fyrir betri samskiptum við Sovétrikin og hefði forgöngu um að koma á kjarnorkuvopnalausu belti í Evrópu. Kl. 11,10 komu talsmenn sósíal demókrata, en þeir eru þriðji stærsti þingflokkurinn með 38 þingmenn. Þeir tóku fram, að þeir ættu engan þátt í stjórnar- fallinu, og sögðu að athuga þyrfti miklu betur grundvöll meirihluta- stjórnar en gert hefði verið, og hafa hana samstæðari. Hins veg- Framhald á 13 síðu. estanauð og stjórnarkreppa T f M I N N, fimmtudaginn 12. september 1963. 9

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.