Tíminn - 28.09.1963, Side 9
Friðrik Ólafsson skrifar um
Skemmtileg tafllok
hjá Benkö og Panno
Einhver stórkostlegustu tafl-
lok, sem ég minnist að hafa séð
í langan tíma, áttu sér stað í fyrri
skák þeirra Benkö og Panno í
Piatigorsky-skákmótinu í Los Ang
eíes. Skákin var all-fjörug framan
af og gekk þá á ýmsu, en er leikn-
ír höfðu verið 40 leikir, var kom
in upp eítirfarandi staða:
Skákin fór í bið hér og voru víst
fiestir þeirrar skoðunar, að svart-
ur stæði hetur vegna hinna öflugu
trelsingja á kóngsvængnum. Jafn-
vel Panno sjálfur virtist ekki hafa
álitið, að staðan væri að' ráði hættu
'eg, því aö hann tjáði mér skömmu
áður en skákin var tefld til úrslita,
oð hann teldi stöðu sína eitthvað
skárri. En þetta fór allt saman á
annan veg. Benkö sýndi fram á,
svo að ekki varð um villzt, að það
var hvítur en ekki svartur. sem
hafði bæði töglin og hagldimar í
stöðunni og Panno var neyddur til
uppgjafar eftir tæpa 20 leiki. Ekki
þarf að orðlengja, að menn voru
fuiðu lostnir yfir þessum úrslit-
um og voru allir á einu máli um
bað, að Benkö hefði sýnt þarna
síórsnjalla taflmennsku. Árangur-
inn má hann þó fyrst og fremst
þakka einstakri „heimavinnu“,
því samkvæmt eigin sögn lá hann
yfir stöðunni í a. m. k. tíu tima
samfleytt, og var samt sem áður
ekki búinn að gera sér grein fyrir
öllum þeim margþættu möguleik-
um, sem f stöðunni leyndust. Þarf
ekki að lá honum það, því að stað-
an er óskaplega flókin og erfið
viðfangs.
Ef við athugum stöðuna nánar,
s.táum við strax, að helzta tromp
hvíts á hendi er a-peð hans. en
það eitt út af fyrir sig er ekki
nægilegt. Það gerir fyrst og
fremst gæfumuninn, að hvíti tekst
einnig að brjóta c-peði sínum leið
og fær svartur ekki haldið velli
gagnvart báðum frelsingjunum í
senn. Að visu verður hvitur að
lata sjálfur af hendi tvo menn
fyrir frelsingja svarts, en það
breytir engu um gang málanna.
Panno verst af mikilli hugkvæmni
til hins síðasta og á hann sinn þátt
i því, hversu skákin er skemmti-
Jeg.
41. Bf2 (Biðleikurinn.) 4fl. —,
Be6 (Biskupinn hindraði eðlilega
framrás svörtu frelsingjanna.)
42. Hb7, h3 43. Bgl, g4 44. a7, g3
(Allir eru þessir leikir auðskildir,
en í síðasta leik sínum hefur Panno
orðið að gera upp við sig, hvort
hann ætti að halda sitt strik eða
snúast til varnar. Eins og við sjá-
um, velur hann fyrri kostinn. en
það væri fróðlegt að vita hvert
framhaldið hefði orðið, ef hann
hefði valið seinni kostinn og leik-
ið 44. —, Ha8. Hugmyndin með
þeim leik er að fórna hróknum fyr
ir hvíta frelsingjann á a7, gerist
þess þörf, og treysta síðan á, að
frelsingjarnir á kóngsvængnum
veiti eitthvert mótvægi. Þetta virð
ist vera viturleg ráðstöfun og við
skulum nú til gamans athuga
nokkur afbrigði: 44. —, Ha8 45.
b5 og nú. a) 45. —, Rxc5 46. Bxc5
h2 47. b6, hl=D 48. Hb8 og svart-
Nýtt frystihús tekið
í notkun á Hvolsvelli
PE-Hvolsvelli, 27. sept.
í GÆR var tekið 1 notkun hér í
Hvokvelli nýtt og mjög fullkomið
frystihús, sem er sameign kaupfé-
lags Rangæinga og Sláturfélags Suð-
urlands. Húsið er 830 ferm. að flatar
máli og 5355 rúmmetrar. Bygging
hússins var boðin út og var tekið
tilboði Helga Valdimarssonar frá
Hólmi í Landbroti, en verkið hófst
13. okt. í fyrra. Þrátt fyrir mjög
óhagstætt veður í fyrrahaust og vet
ur miðaði verkinu afbragðs vel á-
fram. Umsjón og eftirlit fyrir hönd
eigenda hafði ísleifur Sveinsson,
trésmíðameistari á Hvolsvelli.
Útveggir eru úr járnbentri stein-
steypu, en gólf, sem er í nokkurri
hæð frá jörðu er úr stengjasteypu
og úr sama efni er þakið.
Varð að fá voldugan krana frá
Togaraafgreiðslunni í Reykjavík til
að reisa og koma fyrir hinum þungu
strengjasteypubitum. Húsið er ein-
angrað með plasti. Hurðir fyrir
frystiklefa og annað tréverk er smíð
að hjá Trésmiðju Kaupfélags Rang-
æinga. Frystikerfið og annað varð-
andi þann útbúnað er frá Járnveri
h.f. í Reykjavík, en frystivélarnar
eru danskar frá Sabro.
Umsjónarmaður fyrir hönd eig-;
enda við niðursetningu véla var I sá Rafmagnsverkstæði Kaupfélags
Karl Jensen starfsmaður Sláturfé- Rangæinga, undlr stjóm Einars
lagsins í Reykjavík, en hann verður Ámasonar. Húsið er teiknað i
einnig frystihússtjóri. Um raflagnir I Framhald á 13. siðu.
Tvær nýjar deildir við
Myndlistarskólann
Myndlistarskólinn í Reykjavík mun
taka til starfa 1. október, eins og
undanfarin ár. Ákveðið hefur verið
að stofna tvær nýjar deildir til við-
bótar við þær sem fyrir eru. Það
er Vatnsl'itadeild, þar sem nemendur
munu fá kennslu í meðferð vatns-
lita (Aquarell), þekjulita (Gouache,
Tempera). Kennari verður Hafsteinn
A.ustmann. Oft hafa komið fyrir-
spurnir um kennslu í þessum grein-
um myndlistarinnar. Virðist því
vera þörf fyrir slíka deild.
Þá mun verða stofnuð unglinga-
deild. Hún er ætluð nemendum á
aldrinum 13—16 ára. í þessari deild
verður kennd olíumálun, vatnslita-
málun, leirmótun og teikning. Jón
E. Guðmundsson mun kenna i þess
ari deild. Hann mun hafa tónlist á
meðan hann kennir. Hann hefur not
að tónlist á undanförnum árum við
kennslu, og hefur gefið góða raun.
Hafa komið lofsamlegar greinar og
myndir uro þessa kennsluaðferð Jóns
í bandaríska tímaritinu School arL
— Forráðamönnum myndlistaskólans
hefur verið það Ijóst að unglingar
sem komið hafa i skólann og ætlað
að stunda nám i fullorðinsdeildum,
gefast upp eftir nokkurn tiraa. Það
er þvi ætlunin að þeir unglingar,
sem fara í þessa deild geti fengið
fræðslu i sem flestum greinum mynd
listarinnar við sitt hæfi og þar með
er brúað bilið, sem á milli bama
deilda og fullorðinsdeilda var.
Ráðinn hefur verið skólastjóri við
skólann, Páll J. Pálsson. Kennarar
i vetur verða Ásmundur Sveinsson;
Hringur Jóbannesson; Hafsteinn
Austmann; Jóhannes Jóhannesson;
Kjartan Guðjónsson og Jón E. Guð-
mundsson.
ur er glataður.) 45. b) -, cxb5 46. c6
Rc5 47. Rxb5, Bc4. í rauninni er
staðan svo flókin hér, að ógern-
íngur er að segja, hvort frelsingj-
ar svarts veita honum nægilegt
mótvægi. Virðist manni þó, að hvít
tir ætti að hafa síðasta orðið í
þessu afbrigði líka. í stað 46. —,
iíc5 gat svartur leikið Rf6 og kann
sá leikur að vera skárri. c) 45. —,
g3 46. Rxg3, Bxg3 47. b6 og hvítur
vinnur. Hann hótar 48. Hxd7 ásamt
49. b7 og svartur á enga vörn. —
Ljóst ex, að afbrigði b) er það
eina, sem felur í sér einhverja von
fyrir svart. Ættu lesendur að taka
þá leið til gaumgæfilegrar athug-
unar, því vera kann, að svartur
eigi einhverja leið út úr ógöngun-
um.-------).
45. Rxg3, Bxg3, b5, cxb5 (Svart-
ur má að sjálfsögðu ekki leyfa
47. b6 og 46. —, Rxc5 strandar
na á 47. Hb8.) 47. c6, Bf2! (Svarti
riddarinn má að sjálfsögðu aldrei
víkja, þar eð hvíti hrókurinn á
þá aðgang að' b8-reitnum. Svartur
spilar nú út sínu síðasta trompi.)
48 cxd7, Bxd7 49. Bxf2!, h2 (í
fljótu bragði virtist 49. —, Bc6
vera tilvalinn leikur hér. en hann
suandar á 50. Hb6, sem leppar
biskupinnj. 50. Hb8, Hxc3t (Þessi
leikur sýnir, að enn leynist líf
i glæðunum. Eftir 50. -, hl=D 51.
HxH væri skákin að sjálfsögðu
auðunnin fyrir hvít.) 51. Kxc3,
hl=D 52. a8=, Dclf (Svartur nær
nú biskupnum með skák en á með-
an kemst hvíti kóngurinn í skjól.
Það gerir allan muninn.) 53. Kb4,
Dc4t 54. Ka5, Da2t 55. Kb6,
DxBt 56. Kc7 (Kóngurinn er nú
orðinn allvígreifur og hótar
svarta biskupnum.) 56. —, Df7
(Meira hald var í 56. —, Be6, en
svartur er að sjálfsögðu glataður.
Vinningurinn er aðeins tímaspurs-
mál.) 57. Hf8, De6? (Svartur tapar
nú biskupi sínum, en hann var
cinnig ofurseldur örlögum sínum
eftir 57.—, De7 58. Dd8, DxDt 59.
HxD, Bh3 60. Kd6 o.s. frv.) 58.
IId8. Svartur gafst upp.
Sýning í Ás-
mundarsal
Skemmtilegt er til að yita, að
hinn mikli myndhöggvari, Ásmund
ur Sveinsson, hefir á leið' sinni
skilið eftir sig eins konar sælu-
hús við hina löngu og erfiðu leið
sem málarar og myndasmiðir
hljóta að eiga fyrir höndum, þeg-
ar upp er lagt. Þetta „sæluhús“
er sýningarsalurinn við Freyju-
götu.
Er það Þorlákur R. Halldór-
sen, sem að þessu sinni gistir þetta
hús og sýnir þar málverk sín, og
sténdur sýning hans til 30. sept.
cg er opin frá kl. 2—11, alls 26
oáumálverk allt náttúrumyndir,
llestar frá fslandi en einnig frá
Noregi. M. a. er þarna mynd af
vinnustofu hins heimskunna norska
málara Edwards Munch. Fyrir eina
tið áttu menn hér á landi orðið
og tréskurðinn „til þess að skapa
með guði", en nú hefur pensill
og meitill og enn fleiri úrræði
íomið til sögu.
Og varast skyldu menn að van-
meta aiþýðukveðskap þann sem nú
brýzt tram að hinum nýju leiðum.
En sýning Þorláks Halldórsen
verður að flokka undir hina á-
sköpuðu tilhneigingu til listsköp-
unar þótt enn muni hann lítt
hafa átt kost skólagöngu á þessu
sviði.
En gömlum Reykvíkingum
kann að leika forvitni á, að lista-
maður sá sem hér er að verki, er
sonarsonur Óla norzka, sem var
kunnur maður hér í Reykjavík í
byrjun aldarinnar, meðal annars
íyrir sérkennilega „litablöndun“
sins gamla og nýja móð'urmáls.
G.M.
FJÖRUTÍU ÁR
HJÁ SÍMANUM
EGÍLL KR. JÓNSSON, síma-
mað'ur á ísafirði varð sjötugur
á síðastliðnu sumri. Hann var
um ákt leyti staddur hér syðra,
og þá greip blaðamaður Tímans
tækifærið og átti við hann ör-
stutt spjall.
— Þú hefur starfað' lengi hjá
Landssímanum, Egill?
— Já, það eru orðin meira
en fjörutíu ár. Ég byrjaði að
vinna með Kristjáni Snorra-
syni árið 1921, en var þó fyrstu
árin ekki við þau störf nema
með höppum og glöppum, en
síðan 1926 hef ég unnið ósliitið
við símann.
— Og við hvað hefurðu helzt
fengizt hjá símanum?
— Ég hef unnið bæði við
simalagnlngu, viðgerðir og eft-
irlit með tækjum. Mest hef ég
unnið við þetta á ísafirði og ná-
grenni, t-n þó einnig verið með
við Hnulagningar víðs vegar um
landið. Meðal- annars vann ég
austur f Skaftafellssýslum á ár
unum eftir 1930. Ég skrapp
þangað austur núna í sumar, og
mikið skelfing eru breytingarn-
ar orðnar þar miklar; ég ætlaði
varla að þekkja mig þar aftur.
Gömlu bæirnir eru horfnir og
allar ár brúaðar.
— Þú hefur skroppið þetta
austur í tilefni afmælisins?
— Já, ég lagðj talsvert land
undir fót vegna þess. Börnin
mín buðu mér í ferðalag til
EGILL Kr. JÓNSSON
NorðurJp.nda í þessu sama sam-
bandi, og betri afmælisgjöf gat
ég ekki hugsað mér. Ég kann
þeim kærar þakkir fyrir hana.
— Ert þú ísfirðingur að upp-
runa?
— Ekki beint. Ég er fæddur
að riaugabóli í Ögursveit 4. ág-
úst 1893. en flutti til ísafjarðar
17 ára gamall. Og þar hef ég
verið búsettur æ síðan og unn-
ið lengst af hjá Landssímanum
og vinn enn Ég er að vona að
ég haidi úc þar til sjálfvirki
síminn nær til ísafjarðar. Ég
vil helzt ekki hætta fyrr.
T í M I N N, laugardagur 28, september 1963. —
9