Alþýðublaðið - 18.03.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.03.1942, Blaðsíða 4
Mlðvikudagu? 18, mare 1M2, ALmUBUDW Sanðbelmska eða hvað? —..-—»—'■ .. ■ Starfsfðlk A-listans. Kosninganefnd A-listans býður hér raeð starfs- fólki listans, er vann að kosningaundirbúningi og á kjördegi, til sameiginlegrar kaffidrykkju og skemmtunar í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu fimratudaginn 19. marz klukkan SV2 að kveldi. Ath. Húsinu lokað kl. 11. KOSNINGANEFND A-LISTANS fUþijðttblaðift Útgefandi: Alþýðaflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pjetursson Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Sfmar afgreiðsíu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. t. Fer Hingið nt loks að starfa? MEIRA EN MÁNUÐUR er nú liðinn af þingtíman- um. Og bvað hefir verið gcrt? Beðið eftir bæjarstjórnarkosn- ingunum! Mörg stórmál liggja fyrir þinginu, en þau hafa bara ekki fengit rædd. í>að var með herkju brögðum, að hægt var að fá fyrstu umræðu um kúgunar- lögin í neðri deild aflokið fyrir bæjarstjórnarkosningarnar, eft- ir að henni hafði hvað eftir ann- að verið frestað. Sjálfstæðis- flokkurinn ætlaði sér að liggja á því máli, eins og öllum öðrum, þar til eftir bæjarstjórnarkosn- ingarnar, af iþví að hann vissi sig hafa vondan málstað að verja og öndverðan vilja og hagsmun- um yfirgnæfandi meirihluta kjósenda í höfuðstaðnum. Og það er máske neyðarlegasta dæmið um þennan skrípaleik og þennan drátt iþingmála vegna bæjarstjórnarkosninganna, að það var ekki einu sinni búið að samþykkja bráðabirgðalög stjórnarinnar um frestun bæjar- stjórnarkosninganna í Reykja- vík, þegar kosningin fór fram! Verður nú fróðlegt að sjá, hvað frekar verður gert við þau bráðabirgðalög, eftir að kosning- arnar eru um garð gengnar: hvort nokkuð verður yfirleitt haft fyrir því, að ræða þau frekar og afgreiða sem lög frá alþingi. En að sjálfsögðu getur frestun bæjarstjórnarkosning- anna ekki talizt hafa verið lög- leg, nema bráðabirgðalögin hljóti formlega staðfestingu al- þingis. Og hvað líður gengismálinu? Svo hræddur var Sjálfstæðis- flokkurinn við að sýna nokkurn lit í sambandi við gengishækk- imarfrumvarp Alþýðuflokksins, að hann fékk Framsóknarflokk- inn í lið með sér til þess að láta það fara orðalaust í. gegn um fyrstu umræðu í neðri deild, svo að hægt væri að grafa það í nefnd fram yfir bæjarstjórnar- kosningarnar. Og kommúnistar voru líka svo hugulsamir, að hjálpa Sjálfstæðisflokknum út úr vandræðunum. Þeir stein- þögðu einnig við fyrstu um- ræðu gengishækkunarfrum- varpsins. Hvaða máli skipti það fyrir kommúnista, þó að hækkim á gengi krónunnar sé stærsta hagsmunakrafa verka- lýðsins, launastéttanna yfirleitt og alls almennings í landinu á þessari stundu? Hún var borin fram af Alþýðuflokknum. Það var kommúnistum nóg til þess, Tl/T ANNI dettur orðið sauð- heimska í hug í hvert sinn, sem í Tímanum birtist röksemdafærsla þeirra Fram- sóknarmanna fyrir því, að ekki megi fastákveða verðlag á inn- lendum afurðum án þess um leið að' binda með lögum allt kaupgjald eða laun almenn- 1 ings í landinu. í Tímanum fyrra sunnudag eru þessi skemmtilegu rök enn einu sinni endurtekin. Þar segir: „í dýrtíðarfrumarpi því, sem Alþýðuflokkurinn hefir lagt fyrir þingið, er lagt til, að skipuð verði ríkisverðlags- nefnd, sem hafi vald til að á- kveða verðlag á íslenzkum af- urðum, sem seldar eru innan- lands eða m. ö. o. vald til að ákveða kaupgjald bænda og annarra framleiðenda, sem framleiða fyrir innlendan markað. Hins vegar er ætlazt til að ríkisvaldið láti kaup- gjald launþega alveg afskipta- laust. Meiri ójafnaðarmennsku er ekki hægt að hugsa sér. — Ein stéttin á að vera frj'áls, hin á að vera bundin.“ Sjá Tíminn og þeir Fram- sóknarmenn það ekki, þó fast- ákveðið yrði útsöluverð t. d. á kjöti og mjólk og öðrum brýn- ustu lífsnauðsynjum, sem land búnaðurinn framleiðir, að með því er ekki, eftir frumvarpi Alþýðufiokksins, á neinn hátt verið að fastákveða kaup bændanna í landinu? Allur málflutningur Alþýðuflokksins í þessum efnum hefir allt frá fyrstu tíð byggst á þeirri meg- in hugsun, að jafnframt því, sem verðlag yrði ákveðið, skyldi verðbæta Iandbúnaðar- framleiðsluna, ef þess væri talin þörf, svo tryggt væri, að bændumir gætu fengið hæfi- legt verð fyrir framleiðslu sína. í stað þess, að nú ákveða mjólkurverðlagsnefnd og kjöt- verðlagsnefnd útsöluverðið til neytenda, og meira fá bændur ekki fyi-ir þessar afurðir, að frádregnum kostnaði við dreif- ingu þeirra, yrði framkvæmd- in með þeim hætti, að mis- munur útsöluverðs þess, er rík- isverðlagsnefnd ákveður og verðs þess til bænda, sem mjólkur- og kjötverðlagsnefnd telja bændur þurfa að fá fyrir að þegja um málið á sama hátt og Sjálfstæðisforsprakkamir og Framsókn. K j ördæmaskipunarfr umvarp- ið, sem er annað stórmálið, sem Alþýðuflokkurinn flytur á þessu þingi, var ekki lagt fram fyr en daginn eftir kosningar. Það gat því ekki orðið til þess að angra þessa samfylkingu þagnarinnar fyrir kosningar. En hvað þá um skattalaga- breytingamar? Hvað eftir ann- að eru Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn búnir að boða frumvarp til laga um breyting- ar á skattalögunum. En það hef- ir bara ekki látið sjá sig. Sjálf- stæðisflokknum þótti ekki ráð- legt, að hreifa því, frekar en öðrum málum, fyrir kosningar. Verour nú fróðlegt að sjá, hvað þetta margboðaða skattafrum- varp hefir að færa almenningi, vöruna, greiddist þeim úr verð- jöfnunarsjóði. Bændur fengju hið sama verð í báðum til- fellum. Laun þeirra yrðu því í engu skert. Þetta ættu Fram- sóknarmenn þó að skilja allra manna bezt, þar sem þeir hafa margra ára reynslu í fram- kvæmd slíkri sem þessari, að því er kjötverðið snertir. — Norska saltkjötið var fyrir stríðið alltaf verðbætt með verðjöfnunargjaldinu sem tek- ið var á innanlands markaðin- um. Þó þetta sé svo einfalt mál, að hvert 10 ára skólabarn geti skilið það, þá virðist svo, sem Tímanum og Framsóknar- mönnum sé algjörlega ofvaxið að skilja þetta, og kalla slíkt „ójafnaðarmennsku.“ Þeir virðast einnig alveg gjörsneyddir því að geta séð hver regin munur er á því, að svipta launastéttir landsins öllum rétti til að ákveða verð vinnu sinnar og því að ákveða verð á neyzluvöru til almenn- mennings, sem verðbætt er, ef verðið er of lágt, fyrir fram- leiðandann. Þeir virðast einnig alveg gjörsneyddir því að geta séð hinn stórkostlega mun, sem er á því að banna launahækkun og að fyrirbyggja hreint okur á erlendum nauðsynjavörum eða farmgjöldum. Annars veg- ar er um það að ræða, að svipta tugi þúsunda af þjóðfé- lagsþegnunum sjálfsbjargar- hvöt sinni, eða flæma þær burt frá heiðarlegu samkomu- lagi um kaup og kjör yfir í alls konar baktjaldamakk og leynisamninga eins og raunin hefir á orðið síðan gerðardóm- urinn kom til sögunnar. Hins vegar er aftur á móti aðeins um það eitt að ræða, að festa verðlag íslenzks gjaldmiðils með skynsamlegum ráðstöfun- um, sem í engu bitna á fram- Ieiðslustéttum þjóðfélagsins né rýra möguleika verzlunarstétt- ar þeirrar, sem annast dreif- ingu vörunnar meðai almenn- ings. Það er áreiðanlega ekki af heimsku, að þeir Framsókn- armenn skilja ekki þetta., k- stæðan er öll önnur. þegar höfundar þess þora loks- ins, að láta það sjá dagsins ljós. Það ætti nú að fara að verða óhætt fram úr þessu. Bæjar- stjórnarkosningarnar eru um garð gengnar, og Sjálfstæðis- flokkurinn hefir lafað á meiri- hlutanum í bæjarstjóm í krafti þagnarinnar ó þingi, þó að hann að vísu missti meirihlutann á meðal kjósenda í höfuðstaðnum. Það er því ekki sjáanlegt, hvað lengur ætti að dvelja störf þingsins. í meira en heilan mán- uð er Sjálfstæðisflokkurinn bú- inn að eyða fé landsins til þing- halds fyrir ekki neitt, af hræðslu við bæjarstjórnarkosningamar í höfuðstaðnum. Nú skyldi mað- ur ætla, að þess væri ekki lengur þörf og þingið færi að gera þeim mörgu og stóm mái- um, sem fyrir því liggja, ein- hver skil. Og enn einu sinni er rétt að segja hver hún er. Til þess hægt sé að framkvæma slíkar dýrtíð- arráðstafanir sem þessar þarf mikið fé. Það fé verður að taka hjá stríðsgróðamönnum þeim, sem grætt hafa frá hundruðum þúsunda upp í 10—15 milljónir síðan stríðið hófst. Þessa menn og þessi fyrirtæki verður að láta borga verðjöfnunina að langmestu leyti, annars eru all- ar ráðstafanimar þýðingarlau#- ar. Og það er ástæðan fyrir þess- um sauðarsvip, sem xTíminn set- ur upp, að Framsókn hvorki vill né þorir að taka þennan skatt. Samningur hennar við flokk stórgróðamannanna — Sjálf- stæðisflokkinn — hindrar það. Þess vegna setur Tíminn upp sauðarsvipinn í hvert sinn sem BLÖÐUNUM verður nú eðli- lega tíðræddast um kosn- ingaúrslitin í Reykjavík. Blöð Sjálfstæðisflokksins brjóta heil- an um það „tómlæti“ kjósend- anna, sem olli því að Sjálfstæðr isflokkurinn tapaði meirhlut- anum meðal kjósenda og einu sæti í bæjarstjóm. „Vísir“ skrif- ar: „Það er nauðsynlegt að gera sér Ijóst, a£ hverju þetta tómlætl staf- ar, og skal þó ekki farið langt út í þá sálma að þessu sinni. Þess er fyrst að geta, að sumir eru svo öruggir með sigur flokksins, að þeir skeyta ekki um að styðja hann við kjörborðið. Þarf ekki orðum að þvl að eyða, hvað slík vanræksla er Óþægileg og heimskuleg. Aðrir hafa setið heima vegna óánægju með gerðardómslögin. Og þó hafa fleiri vanrækt að kjósa, vegna þess, að þeir eru óánægðir með afleið- ingar gerðardómslaganna: Einhliða samstarf við Framsóknarflokkinn. En allir eiga þeir Sjálfstæðismenn, sem heima sátu, sammerkt um það, að gera sig seka í vítaverðu skfln- ingsleysi á skyldum sínum við sjálfa sig og stefnu sína“. Já, „Aþenuborgarmenn vita, hvað rétt er“, sögðu Spartverj- ar forðum, „en þeir gera það bara ekki“. Eins er það með for sprakka Sjálfstæðisflokksins: Þeir vita, hvað ósigrinum veld- ur. En þeir skeyta, því bara engu. Morgunblaðið skrifar x tilefni af kosningaúrslitunum: „Því verður ekki neitað, að Sjálf stæðisflokkurinn hafði á ýmsan hátt erfiða aðstöðu í þessum kosn- ingum. Flokkurinn hafði í 2% ár hann minnist á þessi mál, og jórtrar og japlar á því, að rangt sé að binda verðlag á afurðum nema kaupgjald sé lögfest. Væri á þennan hátt unnið gegn dýrtíðinni svo þjóðin fyndi að eitthvað væri að gert, yrði allt annað að eiga við kaup- gjaldsmálin. Þá sæu þeir, sem laun taka, að þeir byggju við snefil af réttlæti í stað þess að nú sjá þeir, að það eru þeir ein- ir, sem hnepptir eru í þrældóms- fjötra og sviptir frumstæðasta rétti mannsins, réttdnum til að bjarga sér og sínum með vinnu sinni meðan aðrar stéttir moka saman milljónagróða. Fyrir þessa helstefnu sína mun Fxram- sókn gjalda þó síðar verði, því sauðarsvipurinn, þó góður sé i bili, endist henni áreiðanlega ekki til eilífðar. *** veriö I samstarfi í ríkisstjóminni við höfuðandstöðuflokka sína. Þótt Sjálfstæðismenn yfirleitt viður- urkenni nauðsyn sjórnarsamvinn- unnar, er hitt víst, að flokksmenn kunna. síður en svo vel við sig í þessari sambúð". Það er áreiðanlega rétt: Flokksmennirnir kunna síður en svo vel við sig í sambúðinni við Framsókn og, .Hriflumennsk una“. En þeim mim betur kann formaður flokksins, ólafur Thors, við sig þar. * Tíminn birti á kosningadag- inn yfirlýsingu frá Jónasi frá Hriflu, formanni Framsóknar- flokksins, undir fyrirsögninni: „Andstyggilegt athæfi Alþýðu- blaðsins“. Segir þar meðal ann- ars: „Alþýðublaðið birtir í gær, sér til framdráttar við kosninguna í dag, tvær stórlygar. Axmars veg- ar, að Framsóknarmenn ætli að svíkja einn af efstu mönnum flokkslistans, í því skyni að hjálpa öðrum frambj óðanda flokksins til meira kjörfylgis . . . Það er kostur við þessa lygastarf- semi Alþýðublaðsins, að það er öllum auðsætt við fyrstu sýn, að hér eru lubbamenni aiTverki . . . Allir, sem til þekkja, vita, að Hilmar Stefánsson valdi sér það sæti á listanum, sem hann hefir, og var ófáanlegur til að vera efst- ur . . . Alþýðublaðíð mun fá að sanna það, að stuðningsmenn B-listans standa fast saman. Þeir vilja vinna á málstað sínum og sterkum rökum, en ekki á þeim vinnubrögðum, sem marka Alþýðublaðinu litið öfunds- Frhu á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.