Alþýðublaðið - 28.03.1942, Page 6
6 2WÞÝÐUBJLA'.' 'P
.. ............1_____
Ræða Emils Jónssonar.
Framhald a£ 4. síðn.
tekju- og eignaskatturinn — og
Htríðsgróðaskatturinn hlaut að
íara langt fram. úx þeirri upp-
liæð, sem f járlögin frá árinu áð-
ur höfðu gert ráð fyrir, og það
var einnig þá sýnilegt, að með
þeim kaupmætti, sem þannig
hafði skapazt og þeim innflutn-
ingsmögtfleikmn, sem fyrir
hendi voru, hlutu einnig toll-
arnir að fara langt fram úr fjár-
lagaupphæðinni.
Því var það, að á þessu þingi
var ráðstafað verulegum hluta
þess fjár, sem sýnilegt var að
myndi verða afgangs venjuleg-
um þörfum ríkissjóðsins. Á ég
þar við „lög um heimild fyrir
ríkisstjórnina til ráðstöfunar og
tekjuöflunar vegna dýrtíðar og
erfiðleika atvinnuveganna“ sem
samþykkt voru á því þingi, en
sem kunnugt er hafa þessi lög
aldrei komið til framkvæmda
nema að örlitlu leyti, og það í
öfuga átt við það, sem til var
ætlazt.
í þessum lögum er gert ráð
fyrir því, að ríkisstjórnin leggi
fram úr ríkissjóði af tekjum
ársins 1941, 5 milljónir kr. í
þessu skyni. Þetta hefir aldrei
verið gert.
Auk þess var þar gert ráð
fyrir að fella niður með öllu
tolla af „baunum, ertum, lins-
um, hveiti, rúgi, rís, byggi, höfr-
um, maís og annarri ómalaðri
kornvöru, mjöli úr hveiti, rúgi,
rísi, byggi, höfrum, maís o. fl.“
Enn fremur að lækka um helm-
ing tolla af alls konar sykri.
Er enginn vafi á, að ef þessi
leið hefði verið farin, sem alþing
og ætlaðist til, hefði verðlag á
þessum og öðrum nauðsynja-
vörum getað lækkað til stórra
muna, og þetta því orðið mikið
atriði í þeirri baráttu, sem allir
voru — og segjast vera enn —
sammála um að heyja til að
halda dýrtíðinni niðri, en sem
bara aldrei er háð. Allt þetta
var látið undir höfuð leggjast,
og féð, sem átti að notast í þessu
skyni, tekið og lagt í ríkissjóð-
inn, og kemur nú fram hér í
dag sem tekjuafgangur, með því
fína nafni, — en ætti raunar að
heita fé, sem ranglega er dregið
undan í baráttunni við dýrtíð-
ina.
Ég hygg, að það sé ekki of í
lagt, að í þetta mundi hafa farið
um helmingur „tekjuafgangs-
ins“, ef fyrirmælum laganna,
hefði verið fylgt, eða, svo ég
orði það rétt, ef heimildir þess-
ara laga hefðu verið notaðar
eins og til var ætlazt. Loks voru
svo settar, í þessi sömu lög
heimildir handa ríkisstjórninni
til tekjuöflunar — í þessu sér-
staka augnamiði — til að halda
niðri dýrtíðinni, svo sem heim-
ild til að hækka tolla á áfengi og
tóbaki, heimild til að leggja á
útflutningsgjald, og heimild til
að innheimta tekju- og eigna-
skattinn með 10% viðauka. Auð-
vitað átti ekki að nota þessar
heimildir, nema því að eins að
tekjunum af þeim yrði varið til
að halda niðri vöruverðinu, enda
var það ekki gert nema hvað
tekju- og eignaskattinum við-
kom; hann var innheimtur með
10% viðaukanum, enda þótt
lögin kæmu ekki til fram-
kvæmda að neinu öðru leyti.
Þessi tekjulind virðist hafa
numið ca. millj. kr. fyrir ríkis-
sjóðinn.
Þetta er það, sem ég leyfði
mér að kalla, að tekjuafgangur-
inn væri ekki að öllu leyti vel
fenginn. Loks er þess að geta,
að ríkisstjórnin hefir, sam-
kvæmt lögunum um tollskrá,
heimild til að innheimta ekki
toll af „stríðs“-farmgjöldum,
þ. e. a. s. miða tollinn við farm-
gjaldaupphæðina fyrir stríð.
Þetta hefði auðvitað átt að vera
ein sú fyrsta og sjálfsagðasta
ráðstöfim á móti dýrtíðinni.
Hefir hæstv. ríkisstjórn þá gert
þetta? Nei, hún hefir innheimt
margfaldan toll af farmgjöldun-
um á helztu nauðsynjavörum, í
staðinn fyrir að nota heimildina
til að miða tollinn við farm-
gjöldin eins og þau voru fyrir
■stríð, og eins og útkoman sýnir
— án þess að þurfa þess til að
standa undir venjulegum rekstri
ríkissjóðsins, eins og þessi
„tekjuafgangur“ sýnir, sem hér
er nú lagður fram. — Ríkis-
sjómin hefir því raunverulega
unnið að því að magna dýrtíð-
ina og auka hana. Eftir höfðinu
dansa svo limirnir.
Er það óeðlilegt, þegar kaup-
menn og atvinnurekendur isjá
aðfarir ríkisstjórnarinnar, - að
þeir reyni líka að taka þátt í
þessu kapphlaupi, — reynii að
klófesta í sinn hlut eitthvað af
f -•■>(■ 1
stríðsgróðanum með hækkaðri
álagningu og hærra söluverði.
Vissulega er þeim það ekki lá-
andi, þegar ríkisstjórnin vísar
sjálf leiðina og segir: Sjá, hér
er ég búin að aura saman 15
milljónum með því að fara í
kring um allar dýrtíðarráðstaf-
anir, sem alþingi fól mér að
gera. — Að eins einni stétt
þjóðfélagsins er með lögum
bannað að verða þessára gæða
aðnjótandi, og það er þeirri, sem
helzt þyrfti þess með, launa- ;
stéttinni. Við hana er beitt gerð-
ardómi og þvingunarráðstöfun-
um til þess að hindra þann voða,
að hún fái í sinn hlut sanngjarn-
an hluta.
*
En við skulum sleppa þessu.
Það er komið sem komið er. —
Hæstv. ríkisstjórn hefir glatað
því tækifæri, sem hún átti til
að halda niðri dýrtíðinni, og
hafði möguleika til með dýrtíð-
arlögunum og því fé, sem hér er
bórið fram sem tekjuafgangur,
svo um það þýðir ekki að fást
héðan af.
En næsta atriðið er þá að ráð-
stafa þessari gífurlegu fjárfúlgu
á þann veg, að það komi virki-
lega þjóðinni að notum í þeirri
baráttu, sem allir eru sammála
um að hún muni þurfi að heyja
að stríðinu loknu, kannske harð-
ari en hún hefir þurft að gera
nokkru sinni fyrr, fyrir afkomu
sinni og lífi. Virðist því einsýnt,
að heppilegust ráðstöfun á fénu
hljóti að beinast í þá átt að létta
undir með atvinnuvegunum að
stríðinu loknu og skapa atvinnu-
skilyrði fyrir þann mannfjölda,
sem nú vinnur að þeim störfum,
sem ekki er að vænta að endast
muni þeim til framfærslu nema
skamma sund. Ég skal ekki fara
langt út í þetta nú, en skal hér
nefna nokkur atriði, sem mér
finnst að vel megi tala um, þó
að margt fleira komi að sjálf-
sögðu til álita.
Það, sem sjávarútvegurinn
þarfnast mest nú þegar, og kem-
. ur ,þó alltaf til að þarfnast meir
og meir, eftir því sém tíminn
líður, er aukinn skipakostur.
Það verður því að vera eitt höf-
uðatriði fyrir ríkisstjórnina og
Alþingi, að styðja alla þá við-
leitni, sem miðar að því að bæta
úr þessu.
Nýafstaðið Fiskiþing sam-
þykkti einum rómi að fara fram
á að Fiskiveiðasjóður væri efld-
ur í þessu skyni og að ríkissjóð-
ur legði honum til 6 milljónir
króna á tveim árum, svo að sjóð-
urinn gæti orðið sú lyftistöng í
þessum efnum, sem hann enn
hefir ekki megnað að verða. —
Hingað til hefir alltaf verið bor-
ið við fjárskorti. Nú er sú á-
stæða ekki lengur fyrir hendi,
og áreiðanlega væri því fé vel
varið, sem þannig væri ákveðið
til stofnlána fyrir aukin atvinnu
tæki sjávarútveginum til handa.
Landbúnaðinn mætti sjálf-
sagt búa undir erfiðleikana á
ýmsan veg, en ein sú veigamesta
ráðstöfun í því skyni er vafa-
laust sú, að reisa ef unnt er á-
burðarverksmiðju, sem sæi að
mestu eða öllu fyrir hinni inn-
lendu áburðarþörf fyrir svo
vægt verð, að not þessarar vöru
gætu orðið enn almennari og
Gömu! í bettunni,
pótt ung sé.
Margir kvikmyndahúsgestir
munu kannast við hana úr
kúrekamyndum. Þetta er
Fay McKenzi. Hún er 21
árs, en hefir þó leikið í 20 ár!
meiri en nú er.Mér er kunnugt J
um að þetta er til athugunar,
og reynist það tekniskl: fært,
gæti að mínu viti vel kornlö til
greina að ríkið reisti vp.iksmiðj-
una og afskrifaði um leið stofn-
kcstnaðinn, svo að hann þyrfti
ekki að leggjast á framleiðsl-
una. Væri þar áreiðanlega um
að ræða eina hina þörfustu ráð-
stöfun fyrir þennan atvinnuveg.
Fleira mætti auðvitað nefna,
svo sem rafmgnsmál sveitanna
o. fl. o. fl.
Fyrir iðnaðinn skal ég vera
hæverskur mjög, aðeins fara
þess á leit, að leiðrétt verði gam-
alt misrétti, og felldir burt með
öllu tollar þeir, sem nú eru
greiddir á efnivörum til þessa
atvinnuvegar, og þeim ekki
sköpuð verri aðstaða en hinum
erlendu keppinautum. Þetta
virðist ekki ósanngjarnt, en ég
er viss um, að ef skilyrðin væru
að þessu leyti bætt fyrir þennan
atvinnuveg, þá muni hann auk-
ast og dafna vel í framtíðinni
og geta tekið fyllilega sinn hluta
að tiltölu af atvinnufærum
mönnum.
Auk þessa þarf svo að ætla
ríflegt fé til verklegra fram-
kvæmda ríkisins að stríðinu
loknu, hvort sem það nú verður
kallað jöfnunarsjóður, eins og
við gerðum Alþýðuflokksmenn,
eða það verður kallað fram-
kvæmdasjóður, eins og nú er
gert í frumvarpi, sem útbýtt
hefir verið á þessu þingi eða eitt-
hvað anhað. Loks þarf svo að
gera ráð fyrir skuldagreiðslum
og varasjóði til að mæta tekju-
halla, ef hann skyldi sýna sig
á næstunni, því að nú eru mörg
veður í lofti, og getur á skömm-
um tíma skipazt margt öðru vísi
en menn gera sér í hugsrlund
og nú er.
Einhverjum hv. þm. kann nú
kannske að finnast að þessar
bollaleggingar eigi ekki heima
hér við þessa umræðu, en það
eiga þær vissulega, því að það
hlýtur að koma til kasta þings-
ins, hvernig tekjuafgangi þess-
um verði ráðstafað, og úrslita-
þýðingu getur það haft fyrir
okkar þjóðfélag, hvernig það
verður gert. Útgjöld ríkisins til
að halda niðri dýrtíðinni hefi ég
hér ekki minnzt á, ekki vegna
þess, að ég telji þau þýðingar-
minni en annað, sem ég hefi
nefnt, heldur vegna þess, að um
það höfum við Alþýðuflokks-
menn borið fram tillögur í sér-
stöku frumvarpi, og þurfa því
ekki þau útgjöld að takast með
hér.
Um sjálft fjárlagafrumvarpið
þarf ég ekki að vera langorður.
Það virðist mjög sniðið eftir-
fjárlögum yfirstandandi árs, en
þó eru þar nokkur atriði, sem á
stæða er til að vekja athygli á
strax. T. d. tekju- og eignaskatt-
urinn. Hann er í frv. áætlaður
7 mill. kr., en hefir orðið árið
sem leið hér um bil 11 millj. kr.
með stríðsgróðaskattinum. Má
af þessu álykta eitt af tvennu,
annaðhvort hefir hæstv. fjár-
málaráðherra talið óvarlegt að
gera ráð fyrir jafnmiklum tekj-
um hjá skattþegnunum á þessu
yfirstandandi ári,og voru 1940,
og skatturinn 1941 er miðaður
við, eða þá hitt, að tekju- og
eignaskatturinn á að innheimt-
ast eftir öðrum og vægari regl-
Laugardagur 28. marz 1942.
rnn en þá. Nú er vitanlega ekki
hægt að segja neitt um það með
vissu, hvað þetta ár mtmi bera í
skauti sínu, en eins og útlitið
er og reynslan bendir til enn
sem komið er, þá má ætla að
það verði síður en svo lakara en
áður. Því að aldrei síðan stríðið
hófst, hafa tekjumar (hátekj-
urnar) verið meiri en það, sem
af er þessu ári. Þó væri vitan-
lega miklu hægara að dæma um
þetta atriði síðar á árinu, eða
undir árslokin, og ég skal segja
það, sem mína skcðun, að ég á-
lít það miklu hyggilegra, aö
fresta afgreiðslu fjárlaganna
nú, úr því búið er að draga svo
lengi, sem raun ber vitni, að
leggja þau fram. Fjárveitinga-
nefnd hefir setið aðgerðalaus að
heita má og beðið hátt á sjöttu
viku, og úr þessu er sýnilegt,
að ekkert verður unnið að af-
greiðslu þeirra fyrr en eftir
páska, en þá er tíminn til þing-
loka væntanlega orðinn svo
stuttur, að það atriði, ásamt
þeirri óvissu, sem ríkir með
alla afkomu þjóðarinnar, gerir
það alveg óforsvaranlegt að
afgreiða einhver bráðabirgða-
eða flausturfjárlög, eins og
væru afgreidd nú.
En svo mikil óvissa sem ríkir
um afkomu ársins, virðist þó
ríkja enn meiri óvissa um hitt
atriðið, eftir hvaða reglum
tekjuskatturinn verður inn-
heimtur.
LÖGIN UM TEKJU- OG
EIGNASKATTINN
Þegar kosningunum í Reykja-
vík var frestað í janúar í vetur,
var látið í það skína — og enda
beinlínis sagt, að samkomulag
hefði náðzt um afgreiðslu nýrra
tekju- og eignaskattslaga milli
Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins og var látið í
veðri vaka, að þetta væri allt
klappað og klárt áður en þing
kom saman. Meira að segja lýsti
einn hæstv. ráðh. því yfir í út-
varpi fyrir alllöngu síðan, að
nú væri ákveðið að taka 90%
af öllum hátekjum, sem færu
fram úr vissri upphæð, sem
hann éinníg tilgreindi.
En hvar eru þessi lög? Hvar
er frumvarpið til þesSara laga?
Ekki hefi ég séð það, og áreið-
anlega hefir því ekki verið út-
býtt ennþá hér á hv. alþingi.
Hvar er það og hvað dvelur
það? Og það er ekki nóg með að
alþingi bíði eftin því. Skatta-
nefndirnar úti um land bíða
líka eftir því, og mér er sagt, að
niðurjöfnunarnefnd Reykjavík-
ur hafi frestað störfum og bíði
líka eftir því. Yfirleitt er þetta
eina frv., sem beðið er eftir frá
hv. ríkisstjórn.Og þó var því
lýst yfir, að samkomulag hafi
náðzt um það áður en þing kom
saman, og samt sézt ekkert, þó
að þingtíminn sé sennilega
hálfnaður eða meira, 40 dagar
og 40 nætur hér um bil síðan.
Eina vísbendingin, sem maður
fær um það, sem koma á í þessu
efni, er að hæstv. fjármálaráðh.
leggur til í sínu frv. að tekju- og
eignaskatturinn verði lækkaður
um hér um bil helming frá því,
sem hann var í fyrra. Og þetta
eru lík aupplýsingar út af fyrir
sig, þó að þær béndi í aðra átt
en 90%-in, sem ég nefndi áðan.
Annað atriði í f jármálastefnu
Framhald á 7- síðu.