Alþýðublaðið - 14.06.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.06.1942, Blaðsíða 4
4 •- ■ Útjfefandi: AlþýSJuílokkuriiin Etltstjóri: StefAn Pjetarsso* Hitsíjóm og afgreiðsla f AI- þýðufaúsinu við Hverflsgötu Sfmar ritstjómar: 4901 og 4902 Sfanar afgreiðslu: 4900 og 4966 VerS I lausasölu 25 aura. Aíþý3nprenísmií5jan h. f. Korpúlfsstaða- kaupin. TÍMINN er um þessar mund- ir ákaflega hneykslaður út af því, að Reykjavíkurbær skuli hafa keypt Korpúlfsstaði og aðr- ar jarðeignir Thors Jensen í Kjósarsýslu fyrir tæpar 2 millj- ónir, eða nánar 1 milljón og 860 þúsundir króna, og er engu lík- ara, en að hann ímyndi sér, að hann geti gert úr þessu ein- hvern kosningamat fyrir Fram- sóknarflokkinn. 'Það er fyrst og fremst Alþýðu flokkurirn, sem Tíminn veitist að í sambandi við þessi jarða- kaup höfuðstaðarins, vegna þess að það var fulltrúi Alþýðu- flokksins í bæjarráði, Jón Axel Pjetursson, sem átti frumkvæð- íð að þeim. Lætur Framsóknar- blaðið svo, sem því þyki . illa haldið á hagsmunum bæjarins, að jarðeignirnar skuli hafa verið keyptar svo háu verði og segir, að annað og lægra mat hafi Stefán Jóhann Stefánsson lagt á þær fyrir fimm árum, þegar ver- ið var að ræða gildi þeirra sem veð fyrir skuldum Kveldúlfs, sællar minningar. Nú veit Tíminn að vísu, að margt hefir breytzt síðan, þar á meðal ekki hvað sízt verð á jörð- um og fasteignum; enda var hinn ágæti Framsóknarmaður Jens Hólmgeirsson, efsti maður- inn á lista Framsóknar við bæj- arstjórnarkosningamar hér í vetur, einn þeirra manna, sem mat fasteignir Thors Jensensmú til þess verðs, sem Reykjavíkur- bær keypti þær fyrir. Txminn hefir h'ka þegar flækt sig í ó- þægilegri mótsögn x þessu máli. í sömu andránni og hann er að uthella vandlætingu sinni yfir því verði, sem Reykjavíkurbær hefir samþykkt að kaupa jarð- eignir Thors Jensen fyrir, er hann hinn reiðasti yfir því, að Mosfellshreppur skuli ekki fá að sitja fyrir því að kaupa þær af jarðeignunum, sem þar eru, við nákvæmlega sama verði og Reykjavíkurbær verður að greiða fyrii- þær! Þannig kemur Framsóknarbiaðið upp um sig: Það er ekki hagur Reykjavíkur eða kaupverðið, sem hún verður að greiða, sem það er að hugsa um; enda væri það sannast að segja nýstárlegt fyrirbrigði, ef T’ramsóknarhöfðingjamir gætu ekk: ofið af umhyggju fyrir velferð höfuðstaðarins. En hvað er það þá, sem veld- ur Framsóknarblaðinu svo mikl- um áhyggjum í sambandi við þessi jarðakaup? ALÞYÐUBLAÐtÐ Snnsndagur 14. júní 1942» Alþýðuflokkarlnsa treystlr á góð an málstað og átanga alþýðnnnar Samtal við Stefán Jóhann Stefánsson um kosningarnar og aðalmálin, sem um er deilt i kosningabaráttunni, sem nú er að hefjast. KOSNINGABARÁTTAN er nú að hefjast um land allt. Frambjóðendur atxglýsa framboðsfundi, þar sem þeir leiði saman hesta sína. Heima í kjördæmunum eru áhuga- menn flokkanna þegar fyrir nokkru farnir að ræða málin — og blöðin bera nú raeira og meira svip kosningabarátt- unnar. Alþýðublaðið snéri sér í gær til Stefáns Jóhanns Stefánssonar, formanns Alþýðuflokksins, og bað hann að draga fram í fáum dráttum höfuðlínumar í afstöðu Al~ þýðuflokksins við kosningarnar og aðalmálin, sem nú eru rædd og kosningarnar koma til með að snúast um. Sagði formaður Alþýðuflokksins meðal annars: St| árnarskr ás máiið. „Að sjálfsögðu verður stjórnarskrármálið og kjör- dæmaskipuxiin eitt af stór- málum kosninganna, Alþýðu- flokkurinn hefir haft forystu í þessum aðalmálum kosninganna allt frá 1931 til þessa dags, og það sem unnist hefir á í réttlæt- isátt til jöfnunar kosningarétt- arins, hefir fengizt fyrir ötula baráttu Alþýðuflokksins. Þeir kjósendur, sem erxx fylgjandi þessum umbótum geta því örugg lega falið Alþýðuflokksmömvum umboð sitt. Að vísu er það svo, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefir gengið inn á umbótatillögur Alþýðu- flokksins í þessu máli, en það er þó vitað, að æði miklar veilur eru í þeim flokki gagnvai-t þessu máli, og þeir, sem meta þetta stórmál mest, ættu því ekki ■ að vera í vanda xxm að velja. í kaupstöðunum flestum er þannig háttað, að stuðnings- menn kjördæmabreytingamáL<?- ins eru x miklum meirihluta og sá eini ílokkur, Framsóknar- flokkurinn, sem opinberlega berst gegn málinu, hefir þar lítil áhrif og fylgi. En af þessu leið- ir aftur það, að kosningarnar í kaupstöðunum snúast ekki hvað sízt um önnur mál og af- stöðu flokkanna til þeirra. Allt bendir til þess, að sjálf- stæðismálið verði til lykta leitt < á næsta alþingi. Alþýðuflokkur- inn hefir frá uppbafi markað skýra stefnu sína í því máii: Stofnun lýðveldis á íslandi. Hins vegar hefir flokkurinn að því keppt að draga þetta mál út úr dægurþrasinu og unnið að því, að allir flokkar geti leyst það í sameiningu. Gerðarððmslðgiœ. Eins og ég hefi þegar tekið frarn hljóta kosningamar í kaupstöðun úm að verulegu leyti að snúast un ýms dægur- mál, er krefjast úi iausnar. Má þar fyrst tij nefn a liin illræmdu gerðardómslög, er Framsókn og Sjáífstæðiáflókkurihn settu á í sameiningu. Eh Alþýðuflokkur- inn hefir frá uppliaíi barizt á móti og haft þar íuila forystu. Hann skýtur nú þessu máli til kjósenda landsins og heitir á fylgi allra launastéttanna til fulltingis í baráttu flokksins fyrir afnámi þessara laga. Lög- in eru þegai' illræmd orðin og eru mest brotin allra laga á landinu, jafnvel af ríkisvaldinu sjálfu. Lögin eru því hreinn smánarblettur á löggjöf lands- ins, sem þarf að afmá bið allra bráðasta. Við þessar kosningar getur meðal annars orðið úr því skorið, hvort réttur verkalýðs- samtakanna og launastéttanna yfirleitt til frjálsra samninga um kaup og kjör verður endur- heimtur á þessu ári eða hvort launastéttirnar verða,ef þær eru ekki vakandi og gæta hagsmuna sinn í kosningunum, sviftar um langa framtíð möguleikum sín- um til sjálfsbjargar og frjálsrar afstöðu í þjóðfélaginu. Þessu alvarlega atriði má enginn gleyma í kosningum þeim, sem nú. standa fyrir dyrum. iMækkoiffi Að sjálfsögðu mun Alþýðu- flokkurínn halda tii streytu um- bótatillögum sínuro. í dýrtíðar- málunum, og þá ekki hvað sízt því, að gengi íslenzkrar krónu verði fært til réttara horfs, en það er án efa sxx umbótin, sem mestu orkar til hindrunar verð- bólgu þeirrar, sem nú hefir skollið yfir landið og er að veru- legu leyti að kenna úrræða- og vilja-leysi þeirra manna, sem í Það þarf ekki lengi að leita að því; það gægist fram í annarri hvorri línu, sem Tíminn skrifar um þetta mál. Það er ekkert launungarmál, að fyrir Alþýðu- flokknum vakir í sambandi við Korpúlfsstaðakaupin — og það mun einnig vaka fyrir meiri- hluta allra þeirra manna, sem af einlægni hugsa fyrir framtíð höfuðstaðarins og íbúa hans — að rekið verði mjólkurbú fyrir Reykjavík. Það er áhyggjuefni Tímans! Hann óttast, að Fram- sóknarhöfðingjarnir verði ekki alveg eins einráðir um mjólkur- verðið í Reykjavík, geti ekki okrað eins taumlaust á Reyk- víkingum og þeir hafa gert hingað til! stjórn landsins háfa átt að gæta hagsmuna þjóðarheildariimar í þessum málum. Á síðasta alþingi bar Alþýðu- flokkurinn fram frumvarp um gengishækkun, en enginn hinna flokkanna léði því stuðning. Framsókn og Sjálfstæðisflokk- urinn lögðust beinlínis gegn því í þingnefnd og kommúnistar léðu því ekkert liðsyrði. Það má því ganga út frá því sem gefnu, að eina ráðið til styrkt- ar þessari kröfu og framgangi þessa hagsmunamáls alþýðunn- ar, sé að þeir, sem málinu eru fylgjandi og skilja þýðingu þess, fylki sér um Alþýðuflokkinn. f ryggiiigias* ©§g orlof fyrsr verkameka Að sjálfsögðu mun Alþýðu- flokkurinn í þessum kosning- um, eins og endranær, benda kjósendunum á nauðsyn auk- inna umbóta á félagsmálalög- gjöf landsins og halda áfram á þeim vegi, sem fiokkurixm hef- ir rutt með ágætum árangri með sköpun og umbótum á sviðí félagsmálalöggjafarinnar. í þv£ sambandi má benda á endurbæt ur á alþýðutryggingalögunumP sem flokkurinn flutti á síðasta. þingi, en náðu ekki fram að ganga, en eiga að athugast £ milliþinganefnd. Þá mxin flokk- urinn og halda áfram baráttu sinni fyrir setningu löggjafar um orlof launþega, em fyrir atbeina flokksins hefir mál þetta þegar verið rækilega undirbúið og skortir nú ekkl annað en skilning og vilja ann- ara stjórnmálaflokka til þess a® málið verði leitt í höfn. En ef að líkum lætur munu aðrir stjórmálaflokkar verðæ tregir til umbóta á þessu sviðl sem mörgum öðrum, ef að kjós- endurnir í landinu sýna ekki ákveðinn vilja og skilning á því hv&ða flokkur verður líkleg- astur til að fylgja málinu eftir. í kosningahríð þeirri, sem nú er að hefjast, verða öll þessi áhugamál Alþýðuflokksins nán- ar rædd og útskýrð og miklum mun betur en tækifæri gefst til í stuttu viðtali. Gefst þá Frh. á 6. síðu. T: ÍMINN birti í gær grein eftir Jónas Jónsson, for-. mann Framsóknarflokksins, undir fyrirsögninni „Eiturgas í kosningum“ og gengur hún út á það, að vara kjósendur viö mútum við kosningar þær, sem í hönd fara. í greininni segir meðal annars: „Þegar ráSaleysi er mest í hern- aði, taka stríðsleiðtogar til þess ör- þrifaróðs að noía eiturgas. Sú framkvæmd þykir hin siðlausasta og ér fordæmd á öllum timum af ölium sæmilegum mönnum. í pólitík er líka til eiturgas. Það eru kosningamútur. Siðspillt þing- mannsefni gefur kjósendunum fé eða heitir þeim fé fyrir atkvseði sitt. Með fégjöfum í kosningum eru brotnar allar leikreglur þing- stjórnarinnar eins og eiturgasið er meginbrot í hernaði. Síðan ég fór að hafa kynni af stjórnmálum er mér ekki kunnugt um, að nokkur kosning hér á landi hafi verið unnin með mútum, og ég hygg, að mér sé óhætí að full- yrða, að síðasta aldarfjórðung hafi enginn af þeim mönnum, sem náð hafa þingsæti, reynt að beita nuitu- gjöfum. Ég skal ekkert um bað segja, hvaða hættur kurnia að búa í þokunni. En nú eru undarlegir tímar. Hér á landi hefir boriri 1 k- ill seðlaauður í hend : einstakra manna Um sunu . ■ n menn er kuxuiugt, a'ð þeir ii.iiii ekki nægilega menntun til að lara með peninga. Nú í ár er meiri hætta en nokkru sinni fyrr, að þetta eiturgas verði notað. Segjum að það væri notað í einu kjördæmi. Segjum, að það hefði áhrif og mútugjafinn næði þingsæti. Segj- um, að glæpurinn væri framinn í dreifbýliskjördæmi. Segjum, a5 eiturgassigurinn á þessum ei.ns stað hefði úrslitaáhrif á vald og öryggi íslenzkra býggða, þá mætti segja, að mikil ábyrgð hvíldi á þeim, sem lentu í því óláni að vera fórnardýr á altari hinnar mesto pólitísku sviksemi.“ Svo niörg eru þau orð Jónas- ar Jónssonar. Skal ósagt látið, að hverjum hér er sveigt, En einhverjum mun virðast, að eitthvað vanti enn á það, að Framsókn hafi tekið stríðsgróð- ann úr umferð“, ef hann er nú farinn að flæða yfir landið sem kosningamútur, eins og formað- ur Framsóknarflokksins gefur í skyn. * Morgunblaðið birti í gær langa grein um kjördæmamálið eftir Bjarna Benediktsson borg- arstjóra, þar sem réttlætisl ímynd Framsóknarflokksins er líkt við kálf, og telur greinar- höfundurinn það miður við- kunnanlega fölsun á hinni gam- alkunnu ímynd réttlætisins. gyðjunni með bandið fyrir aug- unum, vogarskálarnar í annarri hendi og sverðið í hinni. Kvart- ar hann og mjög yfir rangsleitni Framsóknar og segir meðal annars: „Andstæðingar Framsóknar um hinar dreifðu byggðir la .dsins hafa undánfarin ár átt við hvers konar harðræði að búa af hálfu forystumanna Framsóknarflokks- ins. Einkanlega hefir þetta bitnaS (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.