Alþýðublaðið - 14.06.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.06.1942, Blaðsíða 3
SlmMidagur 14. jáni ÍMZ. AUÞV0U&LA&ÍÐ Sókn pjéðverja h|á Kharkov sú mesta, sem peir haf a gert fi vor, — segja Rússar. Fjórar amerjkskar flngvelar nanðlenda í Tyrklandi! Ivaðan komu t>ær og hvert vorn ðær að fara? ÞÆR fréttir bárust frá An- kara í gær, að fjórar ameríkskar sprengjuflugvélar hefðu nauðlent á flugvöllum í Tyrklandi, þrjár þeirra í An- kara sjálfri, en ein á öðrum stað í landinu. Flugvélar þessar voru af gerð þeirri, sem Bretar kalla Liberator og eru smíðaðar af Consolidated flugvélaverksmiðj unum. Eru þær fjögurra hreyfla og álíka stórar og fljúgandi virki. Sevastopol heldur enn út gegn hörðum áhlaupum þjóðverja. LON3XXN í gærkveldi. FRÉTTIR FRÁ RÚSSLANDI segja írá því, að sókn sú, sem Þjóðverjar hafa hafið á Kharkowvígstöðvunum, sé hin stærsta, sem þeir hafi gert hingað til á þessu ári. Miklum f jölda skriðdreka og flugvéla hefir verið safnað saman á litlu svæði, og lítur svo út, sem Þjóðverjar hafí ætlað sér að brjótast í gegn um víglínur Rússa á litlu svæði, en síðan neyða þá til að hörfa á stærrá svæði. Þær fáu herdeildir Þjóðverja, sem hafa komizt í gegnum víg- línu Rússa, hafa verið um- kringdar og ýmist hraktar til baka, felldar eða teknar til fanga. Þjóðverjar hafa teflt fram miklu varaliði, sem álitið var að geyma ætti til vorsóknar- innar. merki til þess, að þeir ætli að ná borginni á sitt vald, hvað sem það kostar, í árásunum á einum stað hafa Þjóðverjar (samkvæmt rúss- neskum fréttum) misst 5500 manns á tveimur dögum. Flugvélarnar voru með am- ríkskum merkjum og flugmenn- imir voru ameríkskir. Sam- Jkvæmt alþjóða lögum voru flugvélarnar og áhafnir þeirra kyrrsettar. Ekki er vitað, hvað- an þessar flugvélar voru að 'koma eða hvert þær vorö að fara, en talið er líklegt að þær hafi verið í árásarferð til Svartahafsins. Þýzkar fréttir hafa sagt frá þessu á margan hátt og eru ekki hyer annarri samhljóða. Ein segir, að flugvélamar hafi verið að koma frá Sevastopol, önnur að þær hafi verið með kín- verskum merkjum, sú þriðja að áhöfnin hafi verið ensk, sú fjórða, að þær hafi verið að kasta flugmiðum yfir Tyrkland. Island Mðingarmikið i sókn Bandamanna %Segir ameribshur aðmíráll. WASHINGTON, 13. júní. LARK WOODWARD að- míráll sagði í dag, að ís- land væri mjög þýðingarmikið í sókn Bandamanna, sem hafin verður fyrr eða síðar gegn naz- istum. Woodward talaði um horf- urnar fyrir Ameríkumenn í stríðinu og sagði: „Það var mjög nauðsynlegt að hafa setulið á íslandi, Græn- landi og Norður-írlandi til varnar hinni mikilvægu sigl- ingaleið yfir Atlantshafið til að flytja hergögn og herdeildir, sem eru nauðsynleg í sókn gegn Evrópu Hítlers, en sú sókn verður hafin fyrr eða síðar.“ Engar nánari fregnir hafa borizt af landseíningu Japana á Aleuteyjum. Heldur hemaðar- aðgerðum þar áfram, og gera ameríkskár flugvélar hverja á- rásina á fætur annarri á skip Japana. Til dæmis um það, hversu mikinn flugflota Þjóðverjar hafa í þessari sókn sinni, nefna Rússar það, að á einum litlum stað gerðu þýzkar flugvélar um 1000 árásir á stuttum tíma. Þjóðverjar hafa talað mjög lítið um orrusturnar við Khar- kow. Tilkynning þeirra segir að- eins, að hersveitir þeirra hafi gert vel heppnuð áhlaup á stöðvar Rússa. SEVASTOPOL Orrustunum um Sevastopol heldur áfram af sömu hörku og undanf ama daga, og er ástandið stöðugt alvarlegt fyrir Rússa. Þeir segjast þó hafa hrundið öllum áhlaupum og gert Þjóð- verjum mikið tjón. í fyrradag sögðust Rússar hafa eyðilagt 50 skriðdreka og ef til vill 12 til viðbótar. Þar að auki féll margt manna úr fótgöngu- liðinu og stórskotaliðinu, sem á sótti. Árásir^Þjóðverja hafa verið hinar hörðustu, og benda öll Bino komst nndan frð dauðaþorpinn. 24 skotnir i gær. LONDON í gær. ASARYK, sonur þjóð- hetju Tékka, en hann er nú í þjónustu frjálsra Tékka, skýrði frá því í gær, að einn maður hafi komizt undan, er nazistar drápu alla karlmenn í þorpi einu skammt frá Prag. Maður þessi er nú að reyna að komast undan til Englands, þar sem hann mun segja nánar frá hinum hryllilegu ódæðisverk- um Þjóðverja í landi hans. 24 voru drepnir í gær í Tékkó slóvakíu. Þar á meðal voru gömul kona, sem er á níræðis- aldri, og hjón ásamt dóttur þeirra 18 ára gamalli. Nú hafa alls verið drepnir 382 fyrir árásina á Heyderich, og eru þá ekki meðtaldir þeir, sem skotnir vom, þegar þorpið hjá Prag var lagt í eyði NoregssSfninin í Bandarfkjnnnm. Til styrktar þjálftinarstöð flngmanna NEW YORK, 13. júní. IDAG var hafin p eninga- söfnun til að flýta fyrir og auka flugkennslu Norðmanna í herbúðunum „Litla-Noregi“, Canada. í kvöld mun herferð þessi verða hafin um allt landið. Carl Sandburg, eitt af frægustu skáldum Ameríku, stendur fyr- ir söfnun þessari. Martha krón- prinsessa Noregs ætlar einnig að aðstoða við samskotin, sem verða m. a. í hinní víðkunnu „Carnegie Hall“ í New York. Á söngskemmtun Norður- landa, sem haldin var á Long Island, tók sendiherra Dana í Bandaríkjunum, Henrik de Kauffmann, á móti ávísun að upphæð kr. 32 500 til handa frjálsum Dönum, og var hún frá ýmsum ameríkskum stuðnings- mönnum. Sendiherrann afhenti strax flugæfingastöð Norðmanna í Toronto gjöfina. Sænsk-ameríkanskur félags- skapur í New York hefir hafið söfnun á einni milljón 950 þús- und krónum til stuðnings frjáls- um Norðmönnum. Þessi söfnun er hafin til kaupa á 27 kennsluflugvélum handa 1000 flugmönnum. Við það tækifæri sagði einn af meðlimum sænsk-ameríkska félagsins: „Þetta á að sýna hvar hugur okkar er.“ Flugvélarnar verða afhentar til æfingastöðvar norskuiflug- mannanna í Litla Noregi og annarra æfingamiðstöðva í Ca- nada. Fyrir nokkru var stór hópur norskra barna sendur til að skoða herbúðir Hitlersæskunnar í Noregi. Þegar börnin komu til aðalstöðva búðanna, sungu þau þjóðsönginn og kölluðu: Lengi lifi Hákon konungur. MacArthursdagur í Ástralíu. í gær var haldinn hátíðlegur í Ástralíu MacArthurs dagur, til heiðurs herforingjanum. Var hann innig haldinn hátíðlegur á ýmsum stöðum í U. S. A. Tilefnið er afmæli herforingjans. — Á myndinni sést MacArthur ásamt Patric Hurley, herforingja, sem er sendiherra Bandaríkjanna í Nýja Sjálandi. Bommel beinir sikn sinni nð aftnr f áttina til Tobrnk. Harðir bardagar eru háðir í nágrenni við E1 Adem og Akroma. LONDON í gærkveldi. ROMMEL hefir nú aftur tekið sömu stefnu og hann hafði í byrjun sóknarinnar í Libyu, það er að sækja til Tobruk og reyna að ná þeirri borg á sitt vald. Hersveitir hans hafa sótfc • fram hjá E1 Adem og komizt allt að 30 km. frá Tobruk, en miklar orrustur standa þar yfir. Orrusturnar, sem eru svo að segja eingöngu háðar af skrið- drekasveitum, voru í gær og fyrradag mjög harðar í nágrenni við E1 Adem og Akroma, enda er það Bretum mjög mikilsvert, að láta ekki hlut sinn á þessum slóðiun. Flugherir beggja aðila hafa | haft sig mjög í frammi, en þó sérstaklega hinn brezki. Hafa sprengjuflugvélar Breta farið til stöðugra árása og snúið til baka til flugvallarins til þess að ná í olíu og sprengjur, en síðan hald- ið enn aftur til vígvallanna og gert nýjar árásir á herstöðvar nazista. Omistuflugvélar Breta hafa einnig verið mjög á sveimi og hrundið mörgum árásum og árásartilraunum andstæðing- anna. Eitt sinn hrundu þær með- al annars árás, sem stór hópur af Stuka steypiflugvélum ætlaði að gera á brezkar herstöðvar. Að næturlagi hafa hinar stærri sprengjuflugvélar Breta farið í lengri leiðangra, allt til Bénghazi. Þjóðverjar hafa tekið sjö danska drengi á aldrinum 15 til 17 ára og sett þá í fangelsi. voru þeir ákærðir fyrir að hafa unnið setuliðinu þýzka skemmd- arverk. , * Ameríkskar vélahersveitir eru nýlega komnar til írlands. Þá eru þangað einnig komnar nokkrar hersveitir negra, sem eiga að vinna að flutningum. * Að líkindum hafa Japanir misst helminginn af flota sín- um, eða meira en 30 herakip, fyrstu 72 tímana í Midway orr- ustunni, sagði Chester W. Ni- mitz, yfirforingi Kyrrahafsflot- t ans, í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.