Alþýðublaðið - 15.08.1942, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 15.08.1942, Qupperneq 6
s ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 15. ágúst 1942. íshafsvigstððvarnar. Framh. af 5 s.íðu. slíkir í Barentsburg) undir norð urljósum í frosti að Iþví að ná upp kolum, sem flutt voru til Murmansk, þegar ísa leysti á vorin. Skammt frá ‘voru norskir námumenn, sem grófu kol úr iðrum jarðar, til þess að flytja til Skandinavíu. Fyrir stríð voru flutt út frá Spitzíbergen ár- lea 780.000 tonn af ko'lum, sem flutt voru til Murmansk, Pet- samo, Hammerfest, Tromsö og Narvik. Petsamo er eina Tshafshöfn Finnlands. Þar er klettótt strönd, sem Golfstraumurinn leikur um og þar er íslaust ár- ið um kring. Koparnámurnar þar eru jafn auðugar og kopar- námurnar í Rio Tinto á Spáni, og samkvæmt fréttum ‘hafa þær verið virkjaðar aftur af þýzk- um verkfræðingum, en í rúss- nesk-finnska stríðinu 1939—’40 eyðilögðu Finnar alla virkjun- ina. Petsamo hefir verið kölluð .„bakdyr Þjóðverja“. Höfnin er tengd með íshafsbrautinni við Rovanienni, en Iþaðan liggur járnibrautin til Torneo á finnsk- sænsku landamærumnn við Helsingjabotn. Auistan megin flóans liggur járntoraut ti'l Hels inki og Leningrad og vestan megin til Stokkhólms, Gauta- foorgar og Malmö, en þaðan er ferja til Danmerkur. Höfn hins þrönga Petsamofjarðar er til- valin 'bækistöð fyrir kaftoáta og smærri herskip og ihefir því mikla þýðingu fyrir óvinina í tilraunum þeirra til að loka leið inni til Murmansk og Archang el, og auðvelt er að gera loft- árásir á hafnarmannvirkin í Murmansk. Bjarmi miðnætursól arinnar gerir það kleift að gera árásir á skipalestir á hvaða tiíma sólarhringsins sem er á sumrin. Á eyju nokkurri um 180 míl- ur vestur af Petsamo liggur Hammerfest. Þay voru lýsisverk smiðjur, sem Bretar eyðilögðu, svo að Þjóðverjar hefðu þeirra engin not. Og þó að höfnin sé ekki merkileg, er hægt að hafa þar toækistöð fyrir smærri her- skip. Þar er ennfremur mjög auðvelt að toyggja flugvelli. Narvik er þýðingarmesta ís- hafshöfn Noregs. Fáar hafnir í Norður-Evrópu hafa betri skil- yrði til flotatoækistöðvar, og hún hefir mikla hernaðarlega þýðingu með tilliti til Bretlands eyja og siglinga um íshafið, og þangað má flytja allar birgðir með nútíma rafmagnsjárnbraut gegnum Svíþjlóð frá toalltisku höfnunum. Og vel getur verið, að hinar löngu nætur síðastlið- ins vetrar hafi Þjóðverjum tek- izt að flytja þaðan sænskt járn til heimahafna sinna þrátt fyr ir árvekni brezka flotans. Skip með járn sigldu venjulega frá Narvík á veturná, þegar höfn- in í Lulea var ísi lögð. Járnið fcemur úr „Járnfjöllum“ Sví- þjóðar, sem gnæfa bak við iþorp- ið Kiruna, sem er 100 enskar mílur fyrir norðan heimskauts- toaug. Vegna árása Breta og hafnbannsins er nú ekki hægt að flytja járn um Narvik, en þar er mjög heppilegt að hafa herskip og þaðan er hægt að gera árásir á skipalestir. Þannig eru Íshafsvígstöðvarn ar í Evrópu. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. Fálkinn, sem kom út í gær, gerir rithátt blaðanna að um- talsefni í eftirtektarverðri grein í skraddaraþankadálki sínum. Þar segir: „Síðustu árin virðist hafa orðið nokkur umbót í gömlu íslenzku Váli'difæðamáli. Flestum hugsandi mönnum var orðið það hryggðar- efnij. hversu munnsöfnuður blaða- manna þeirra, sem fást við stjórn- mál, svo og stjórnmálamannanna sjálfra, var orðinn ósamboðinn mönnum, sem vilja láta virða sjálfa sig og sem þykjast bera virðingu fyrir þjóð sinni og menn- ingu hennar. Og hverjir þykjast ekki gera það? Þenhan tíma, sem „þjóðstjórnin“ sáluga sat við völd, varð talsverð breyting til bóta á þessu. Flokk- unum skildist — og um leið blöð- um þeirra — að það væri leið til að deila um mál, án þess að skvetta sauri og ata auri, og að það væri jafnvel affarasælla, að ræða lands- mál að siðaðra manna hætti og tefla fremur fram rökum en per- sónulegum hnjóðsyrðum, lítilsvirð- 'ingum og rógi og ósannindum. Það var að komast hér á eins konar ,,borgfriður“ og miklum meirihluta þjóðarinnar var þetta mikið á- nægjuefni. Vitanlega var til minni hluti í þessu máli sem öðrum, því að í öllum flokkum eru til menn á því stigi, að þeim „þykir enginn matur í“ því, sem eigi hefir að geyma fólsyrði og jnannskemming- ar. En Adam var ekki lengi í Para- dís og nú mun áður áminnstum minnihluta vera skemmt, því að nú er aftur upp tekið hið gamla orð- bragð, og sýnir það, að þjóðin hefir ekkert lært og vill ekkert læra í þessu efni. Síðan „þjóð- stjórnarflokkarnir1,1 svonefndu gliðnuðu í sundur, fyrst í vetur, og svo fyrir fullt og allt um síðast- liðna krossmessu, hefir brenni- steinsregn hinnar íslenzku prúð- mennsku í riti dunið yfir þjóðina. Það má að vísu til sanns vegar færa, að nú hafa verið kosningar og eiga énn eftir að verða kosning- ar innan skamms, og munu sumir vilja afsaka það, sem nú er að ger- ast, með kosningahitanum. í kosn- ingahitanum verður allt að leyfast, segja menn. En það ber líka að líta á hitt, að einmitt núna er verið að ganga endanlega frá fullveldis- skipun landsins. Og nú geta ís- lendingar ekki lengur skotið sér undir það, að þeir séu ekki ábyrgir orða sinna. Það er sannarlega ekki til mikils mælzt, að þjóðin sjálf, og þá fyrst og fremst þeir, sem hafa gerzt forystumenn hennar í ræðu og riti, séu sér svo mikillar ábyrgðartilfinningar meðvitandi, að þeir reyni að ástunda prúð- mennsku og sýna 'alþjóð, að ef ís- lendingar eiga að verða raunveru- lega sjálfstæð þjóð, þá verða þeir að verða siðmennt þjóð.“ Ó Þórarinn, ó Einar, ó Sigfús! Það er erfitt að vera „siðmennt- uð þjóð“. Annars mynduð þið riú ekki bíða dóms fyrir ósæmi- legt orðbragð um forseta sam- einaðs þings. Trúlofunarhringar, tækifærlsgjafir, í góðu úrvali. Sent gegn póstkröfu. Guðm. Andrésson gullsmiður. Laugavegi 50. — Sími 3769. Hisiæðisvandræðin. 5. Eins og ég hefi áður tekið fram, jþá eru eflaust ýms vandkvæði á því, að ráðstaf anir iþær, sem ég hefi nefnt, séu framkvæmanlegar Iþað fljótt, að þær geti komið að gagni til úrbóta á hausti komanda. Er iþá aðeins eitt ráð eftir, og þó að það geti talizt Ihart aðgöngu, virðist það samt það eina, sem til greina getur komið, ef fjöldi fólks á að toafa þak yfir höf uðið þegar vetrar. Ráðið er, að taka stóríbúðirnar, sem oft eru aðeins notaðar af einni eða tveimur persón- um, og láta toúsviltum í té toluta af þeim. í mörgum til- fellum er þetta framkvæman legt, þar eð sumstaðar ihátt- ar svo til, að það er í sjáifu sér óhæfa eins og nú er á- statt, að láta t. d. eldri konu Ihafa til umráða 10—18 toer- foergi, eða einum eldri manni toeilt toús með 14 henbergj- um. Margir munu segja, að þetta séu, ef af yrði, hrein- ustu þvingunarráðstafanir, sem jafna mætti til þræla- halds miðaldanna eða ein- hvers enn þá verra. En at- hugum nú málið. Væru það verri þrælatök, að taka íbúðir af fólki, eða hluta þeirra, sem ekkert toafa með þær að gera, heldur en að leyfa óvelkomnum leigutökum setu í ábúðum, sem toúseigendur telja sig þurfa að not-a? Ef tala ætti um þrælatök í þessu samfoandi, iþá væri það helzt á þann veg, að þeir, sem ábyrgðina hafa á ástandinu eins og það er, hafi faneppt þjóðina í fjötra. Þeir ráðherrar eða sá ráðherra, sem átti frumkvæðið að innfflutn- ingsbanninu á byggingavörum, toefir ef til vill í fórum sínum einn spotta af þeim, þó að folað- ið Tíminn toafi viljað afsaka þann verknað og talið slikar ráð stafanir nauðsynlegar og sjálf- eagðar, þá telja sumir Ihinna hús villtu þó toafa legið nær, að foanna fólki að auka kyn sitt, gifta sig og komast á legg, svo hægt hefði verið að koma í veg fyrir fólksaukningu í landinu, svo þeir, sem þó eru þar ffyrir hefðu haft húsaskjiól, því án þess telja þeir lífinu ekki lif- andi. HANNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) „NEI, STOPP! Hér duga engin kosningaloforð og svik, við heimt- um fullkomna sorphreinsun eins og hjá siðuðum mönnum, með nú- tímatækjum og vinnubrögðum, og svo, að sorpið sé ekki lengur látið í útjaðra bæjarins og óþverranum af því, svo sem flugum, rottum og reyk þannig aftur veitt inn yfir' bæinn öllum fjölda af bæjarbúum til armæðu og óþæginda og enginn veit hvenær gæti orðið öllum bæj- arbúum stórhættulegt, ekki sízt á þeim tímum, sem nú standa yfir.“ BIFREIÐUNUM fjölgar nú mjög hér í bænum. Umferðin bér þess merki. Ég lá einn daginn í eina klukkustund á Arnarhóli — og þó ótrúlegt sé þá fóru um Hverfisgöt- una á þessum eina tíma 143 bif- reiðar, gamlar og nýjar, fólks- flutninga og vöruflutninga. Um- ferðin hefir aldrei verið eins við- sjárverð og nú og þurfa fótgang- andi menn sannarlega að gæta sín. Á þriðjudaginn fékk ég eftir- farandi bréf frá ,,Vegfaranda“;,;Ég skrifa þér um eftirfarandi til að sýna þér fram á, að það eru fleiri en drukknir bifreiðarstjórar, sem umferðarreglurnar brjóta. Ýmsir betri borgarar bæjarins, sem aka um strætin í einkabifreiðum sín- um, gera sér ekki mikla rellu út af þeim.“ „Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ var kl. liðlega 8 var ég ásamt þremur kunningjum mínum á leið út á íþróttavöll til að horfa á kappleik- inn milli Vals og K.R. Þegar við komum á hornið, þar sem sveigt er inn á Suðurgötu hjá Herkastal- anum, kemur bifreið akandi á móti okkur með miklum hraða, var um það þil helmingur hennar uppi á gangstéttinni, sem þarna er mjög mjó. Við sluppum naumlega við að verða kramdir undir bifreið- inni og hrökkluðumst til baka fyrir hornið.“ „HAFÐI ÖKUGARPURINN grip ið til þessa snjallræðis til að kom- ast fram fyrir annan, sem ók rétt við hlið hans. Hinn ráðsnjalli kappakstursmaður hafði samt ekki komizt nægilega langt fram fyrir hinn löghlýðna keppinaut sinn til að geta beygt hiklaust fyrir horn- ið. Lentu nú þarna þrír bílar í einni þvögu og þrjú höfuð gægð- ust út og tóku að munnhöggvast. Okkur flaug strax í hug, að sá, sem ,,gangstéttarbílnum“ stjórn- aði, hlyti að vera einhver ófyrir- leitinn vandræðagepill, sem hnupl- að hefði farartækinu og væri nú á flótta undan réttvísinni.“ „EN ÞEGAR ég nálgaðist af forvitni, fékk ég að vita hver hann var, þessi holdugi gleraugna- skrýddi ökugarpur, - sem hafði næstum sent okkur inn í eilífðina. Það var enginn „venjulegur róni“. Það var mikill bifreiðaeigandi, þaulvanur að aka, en þykist víst mega leyfa sér meira en við hin- ir, sem verðum að nota okkar tvo til að komast áfram.“ „HVAÐ Á NÚ, Hannes minn, að gera við svona karla? Þó ekki hlytizt slys af þarna var það aðeins hreinni og beinni tilviljun að þakka. Hvaða tryggingu höfum við fótgangandi menn fyrir að halda lífi og limum? Hver ábyrgist að ekki fari öðruvísi síðar, ef ekið er með óleyfilegum hraða, rakleitt eftir gangstéttinni, nærri hættu- legu horni?“ Hannes á horninu. mx nitOSðLllinmill ARNI JÖNHON. HIRIKIR s SveVnpokarnir komnir aftur Grettisgötu 57. AUGLÝSEÐ í Alþýðublaðinu. Snap-on stjörnulyklar og allskonar áhöld til bílaviðgerða frá þekktustu verksmiðju í Bandaríkjunum. EINK AUMBOÐSMENN: S0isli Hallðórsson b. l\ Sími 4477. S m 3137m? :l >1 StCMISIMS ,Þormóður‘ hleður í dag til Patreksfjarð ar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Súg- andafjarðar, iBolungiarvikur og ísafjarðar. — Flutningi veitt móttaka fram til há- degis í dag. hleður á mánudag n. k. til Vestmannaeyja. — Flutningi veitt móttaka til faádegis samdægurs. hleður á naánudag n. k. til Sands, Stykkistoólms og Búð- ardals. — Flutningi veitt móttaka til toádegis sama dag. Vörumóttaka á auglýstum tíma er í öllum tilfellum undir því komin að rúm leyfi. Nnnnhorpur Nora- Magasln

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.