Alþýðublaðið - 15.08.1942, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 15.08.1942, Qupperneq 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 15. ágúst 1942. 8MBTJARWARBI0 ■ Lady HamiltOB Aðalhlutverk: Vivien Leigh Laurence Oliver kl. 9. Kl. 3, 5 og 7. FLÓTTI EIGINSMANNSINS Aðallhlutverk: Ingrid Bergman og Leslie Howard. Sala aðgöngumiða ihefst kl. 11 f. h. Ekki hægt að panta í síma. KÖMMU aður en Róbert E. ^ Peary amðíráll fór í hina frægu heimskautsför sína. var hann á ferð í járnbrautarlest frá New Orleans. Hann sat í reyksalnum og var að reykja vindil í makindum. Þá víkur sér að honum ungur maður, flysj- ungslegur, og tekur hann tali. „Jæja,“ hóf hann máls. „Ég er að leggja upp í langa og erf- iða ferð.“ „Einmitt, er það svo?“ sagði Peary hæversklega. „Já, ég fer alla leið til Louis- ville. En eruð þér langt að halda?“ „Já, nokkuð langt.“ „Jæja, ég fer alla leið til Louisville, eins og ég sagði áð- an. Það er erfitt ferðalag — alla leiðina frá New Orleans til Louisville.“ „Því get ég trúað,“ sagði Peary. „En heyrið þér annars,“ sagði ungi maðurinn, „þér sögðuð mér ekki, hvert þér væruð að fara.“ „Nei,“ sagði Peary. „Það er alveg rétt, ég gerði það ekki.“ „Jæja, þér eruð sjálfsagt ekki eins vanur langferðalögum eins og ég,“ sagði ungi maðurinn. „Hvert hafið þér eiginlega hugs- að yður að fara?“ „Ég?“ sagði Peary. „O, ég er bara að fara til Norðurheim- skautsins.“ % BRIGZLAÐU engum um bætta sök. svona, iþá er það svívirðilegt. Mig furðar, að þið skulið ekki kynoka ykkur við því að kenna gúði ykkar um það. Hvernig getið þið búizt við þ\fí, að ihann sé svona miskunarlaus og lákammsýnn. Ekki (ainit silnni vers-ti og grimmasti maður í öll um heimi mundi valda konu slík um Iþjiáningum til þess eins að skemmta sér við það. Ef guð ykkar er sVona þá er hann grimmur og ihefir nautn af íþjáningum manna og dýra. Ungfrú Glover spratt á fætur. — Berta, sjúkleiki þinn er engin afsökun fyrir slíku orð- bragði. Þú hlýtur annaðhvort að vera vitstola eða ákaflega illa innrætt og spillt. — Nei, ég er ekki vitlausari en þú, æpti Berta. — Ég veit, að enginn guð er til. — Þá get ég ekkert haft sam- an við þig að sælda framar. Ungfrú Glover var blóðrjóð í framan, þessi skyndilega hneykslun hafði hrakið feimni hennar burtu. — Fanney, Fanney, hrópaði bróðir hennar. — Stilltu þig! > — O, það er ástæðulaust að stilla sig, Charles. Það er skylda manns að segja stund- um eins' og manni ibýr í brjósti Nei, Berta, ef þú ert guðleys- ingi, vil ég ekkert hafa saman við þig að sælda framar. — Hún talaði í reiði, sagði presturinn. — Þér ber ekki að dæma hana. — Það er skylda okkar að mótmæla, þegar guðs nafn er óvirt. Ef þú heldur því fram, Charles, að ástand Bertu afsaki guðlast hennar, þá máttu skammast þín. En ég er óhrædd við að segja það, sem mér býr í brjósti. Já, ég vissi það fyrir löngu síðan, Berta, að þú varst þrjózk og drambsöm, en ég bjóst við að þú mundir breyt- gst með tímanum. Ég hefi alltaf borið traust til þín af því að ég ihélt, að þú værir góð inni við beinið. En ef þú afneitar skan- ara þínum, Berta, er engin von fyrir þig. — Fanney, Fanney, tautaði presturinn. — Lofaðu mér að tala, Char- les. — Ég held, að þú sért vond og spillt kona, og mig tekur ekki lengur sárt tii þín, af því að ég held, að þú hafir átt það skilið að kveljast eins og þú gerðir. Hjarta þitt er hart sem steinn, og ekkert veit ég verra en for- hertan kvenmann. —- Fanney mín góð, sagði Berta og brosti, — við erum báðar heldur grátbroslegar. — Ég mótmæli öllu gamni í þessu sambandi. Ég sé ekkert hlægilegt við þetta. Komdu, Charles, við skulum láta hana vera í næði með þessar ógeðs- legu hugsanir sínar. En þegar ungfrú Glover þaut til dyra, snerist handfangið á hurðinni og inn kom frú Brand- erton. Þetta var mjög óþægi- legt, einkum fyrir prestinn, sem ekki treysti sér til að hendast út án frekari umsvifa eins og systir hans, en gat heldur ekki fengið af sér að taka í höndina á Bertu að skilnaði, rétt eins og ekkert hefði í skorizt. Frú Branderton sigldi nú inn í öll- um glæsileik sínum og tign. —- Ég sagði þernunni, að ég rataði upp ein, Berta, sagði hún. —■ Uér Glover og systir hans — Sr. Glover og systir hans eru rétt á förum, sagði Berta. — Það var fallegt af yður að koma. Ungfrú Glover fleygðist á dyr og reyndi að brosa til frú Branderton, en það bros var lík- ara grettu, og síra Glover tók í hönd frúarinnar, mjúkur á manninn og hæverskur að vanda, og flýtti sér svo á eftir systur sinni. — En hve þau eru skrýtin! sagði frú Branderton, sem stóð við gluggann og horfði á eftir þeim þegar þau gengu út úr' dyrunum. — Sko, hún æðir á undan honum, hann er að reyna að hafa við henni. Það er eins og þau séu í kapphlaupi. Þetta eru hlægileg systkini. En að hún skuli ekki fást til að ganga í síðari pilsum. Öklárnir á henni eru svo hræðilegir. En hvernig líður yður, góða mín? Mér finnst þér líta skár út. Frú Branderton settist þann- ig að hún gat séð sjálfa sig í NYJA BIÖ ■ „Hit Parde“ Fögur og skemmtileg músikmynd. Aðallhlutverkin leika: Kenny Baker Hugh Herbert Mary Boland I og munnhörpuhljómsveitin fræga undir stjórn Borrah Minevitch Sýnd kl. 5, 7 og 9. 89 speglinum. —■ En hve þér hafið jindæla spegla í svefnheriberginu, góða mín. Enda er ómögulegt að klæða sig án þess að hafa góða spegla. Það þarf nú ekki annað en líta á aumingja Fanny Glover til að sjá, að hún er svo guðrækin, að hún lítur ekki einu sinni í spegil þegar hún setur upp hattinn sinn. Frú Branderton rausaði við- GAMLA BIÖ DrengjaborgiB (BOYS TOWN) Amenísk stórmynd. SPENCER TBACY MICKEY ROONEY" Börn innan 12 ára fá ekkiaðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. 31/2—6%. Sumarjól. (Christmas in July). Ellen Drew og Dirk Powell stöðulaust og hélt sig vera að gera Bertu greiða með því. — Þegar við konurnar erum veikar, kærum við okkur ekki um að fólk tali hátíðlega við okkur. Ég veit bara að þegar ég er veik, vil ég helz.t að fólk tali við mig um tízku. Ég man, aB þegar ég var ung og var lasin, var ég vön að fara til síra Crowhurst gamla og láta hann lesa kvennablöðin fyrir mig. HJALTI HJALPFÚSI sagði Býflugna-Gunna döpur í bragði. „Hann segist ekkert kæra sig um neinn troðning í húsinu, sem hann sé nýbúinn að snyrta svo vel til í.“ Hjalti varð svö hissa yfir þessari vonzku BeUna, að hon- um varð alveg orðfall um stund. „Hamingjan góða,“ hugs- aði hann. „Jæja þá, þetta kost- ar það, að Benni fær álfakon- unginn í kaffi til sín. Auðvitað fer margt aflaga heima hjá mér við það, að ég tek að mér kon- una og öll börnin. En það skipt- ir engu máli. Ég geri það, sem samvizka mín segir, að sé rétt.“ „Jæja, þó að Benni vilji ekki hýsa þig í nótt, þá er þér guð- velkomið að hýrast hjá mér, ef þú getur gert þér það að góðu,“ sagði hann að lokum. „Komið þið bara öll til mín.“ Þegar Býflugna-Gunna hvarf inn fyrir hliðið á húsgarði Hjalta, stóð Benni álengdar og neri saman höndunum af á- nægju. ,,Hæ,“ sagði Hann með sjálfum sér. „Það verður þokka- legt umhorfs — eða hitt þó heldur — hjá honum Hjalta á morgun! Ég er viss um, að kon- ungurinn stígur ekki fæti sín- um inn fyrir dyr hjá honum!“ Þegar inn kom, bauð Hjalti Býflugna-Gunnu og öllum börn unum sæti og hellti kakóinu í bolla og setti fyrir þau og rétti þeim hrauðið. Börnin ihresstust og tóku brátt gleði sína, því að þeim hitnaði vel af drykknum. Þeim leið sem sagt ákaflega riotalega. Svo fóru Hjalti og Býflugna-Gunna að búa um þau, svo að þau gætu farið að hátta. Það voru aðeins tvo herbergi í húsinu, svo að þrengslin voru mikil. Hjalti lét drengina þrjá sofa í sínu rúmi, og hann breiddi teppi á legubekkinn í eldhúsinu, svo að stúlkurnar þrjár gætu MIHDASifiA Örn: Ef ég stekk af bílnum á þessum hraða, er úti um mig. WíUtS ÍCCÞCðY WITS RX v-s *»© ro émpty 9JNAJWASTW YJiLL HAVg TO Bi>" DL'H’/.RTiN F V. SCORCHY’S P'MX.rOklANOLBB, FCOOO'TivO TH£ Tf?Alt££, S(X VJ--13UT? P5£^P!NG TO P>ÚA!Cú£POC< POWN TH-P WWAMBVe 10 CRUSh TrietA... Örn bíður eftir að benzín- geymirinn tæmist, en uppi í hlíðinni er Vilbur að setja af stað skriðu. Tóní og Lillí hafa séð til Vii- burs. Tóní: Vilbur, gefðu þetta ekki. Örn: Vesalings kjáninn, hann er að setja af stað skriðu. Bíll Dumartins kemst alls ekki undan henni. 8UT/FITUMPAT TH.’S 48880. 1HAV£/V’T •fmx.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.