Alþýðublaðið - 19.08.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.08.1942, Blaðsíða 2
1 ALÞÝÐUBLAÐ9Ð Vélbyssuskothríð úr flug vél á tvo vita á Norður- landi seinnipartinn í gær. ------♦------ Sama flugvélin að verki og var hér yfir Reykjavík rétt eftir hádegií gær? VITAMÁLASTJÓRA bárust fregnir af því í gærkveldi, að kl. 3y2—4 síðdegis í gær hefði ókunn flugvél flogið yfir Hegranesvitann í Skagafirði, skotið af vélbyssum og hitt á allmörgum stöðum. Fór éin kúlan gegn um þak vitans og braut mikið af mislitu glerjunum, en sjálf ljóskrónan varð ekki fyrir skemmdum. Frá Hegranesvitanum sást flugvélin fljúga norður yfir Skagafjörð, en nokkru síðar varð fólk norður í Fljótum vart við hana og heyrði hana skjóta af vélhyssum á Skaga- tárvitann eða í grénnd við hann. Nánari fregnir af þessari síðari skotárás flugvélajrinnar höíðu ekki borizit hingað seint í gækveld.. Líklegt verður að teljast, að sama flugvélin hafi verið þarna að verki, sem var hér yfir Reykjavík eftir hádegið og talið var í tilkynningu setuliðsstjórnarinnar, að síðar hefði orðið vart við yfir Norðurlandi. Þess skal getið í sambandi við frétt þessa, að Hegranes- vitinn er einn þeirra vita, sem nú ekki logar á, og koma þær skemmdir, sem á honum hafa orðið, ekki að sök fyrir sjómenn í bili. 7-8 þúsnndir nmu koin íTivóli stúdenta i. kvöldið. ......■»------ Meiri aðsókn strax í upphafi en nokkurn gat órað fyrir. ................. ♦ ---- Áframhaldandi skemmtanir næstu kvöld y , EINS OG KUNNUGT ER, var ekki hægt að opna „Tívolí stúdenta“ samkvæmt áætlun. Veðrið á sunnu- daginn kom í veg fyrir það. Þessi skemmtun stúdentanna, sem haldin er til ágóða fyrir hinn nýja stúdentagarð, hófst hins vegar á mánu- dagskvöld klukkan 8. En bæði var, að áætlunin hafði ruglazt hjá forstöðunefnd- inni, vegna þess að ekki var hægt að byrja á hinum tilsetta degi, og auk þess gerði nefndin alls ekki ráð fyrir því að svo gífurlegur mannfjöldi myndi heimsækja skemmtistaðinn strax við opnun hans og raun varð á. Þess vegna tókst ekki að hafa skemmtiatriðin og skipulag þessarar starfsemi yf- irleitt eins gott fyrsta kvöldið og ætlað hafði verið. Masyknrskamtor í dag og á morgon. SKÖMMTUNARSKRIF- STOFAN afhendir nýjan aúkasykurskammt til sultugerðar á morgun, fimmtudag, og á föstudag- inn. Fer afhending skömmt- unarseðlanna fram kl. 10 12 og 1—6 báða dagana í Góðtemplarahúsiniu. Verða allir að sýna stofnana til þess að geta fengið auka- skammtinn. Enn hefir engin lausn fengizt á málum þeirra, sem eiga böm í sveit — og hafa ekki fengið seðla þeirra. En forstöðunefndin ætlaði að bæta þetta í gærkveldi og þó enn betur í kvöld og næstu kvöld. Nokkru áður en skemmtistað- urinn var opnaður á mánudags- kvöldið, fór fólk að streyma suður í Hljómskálagarð og var látlaus straumur fólks þangað allt fram undir klukkan IIV2. Öll merki, sem komið hafði ver- ið með á völlinn, og talið var að myndu nægja, gengu upp á svipstundu. Varð mokkuð hlé á því að hleypa fleirum inn með- an verið var að sækja fleiri merki. Þá má geta þess að að- sóknin að skemmtistaðnum „Rauða myllan“ var svo mikil, að við dyrnar var alltaf mikil þröng og komust færri að en vildu. Hlutaveltan var dregin upp á rúmum hálftíma og allt var eftir þessu. Fólk reif í sig Miðvikudagur 19. ágúst 1942. Sáttanefndin vinnur nú að .’■''' * - '■: ■ ;J'.~ lausn Dagsbrúnardeilunnar ■ ....j Nefndira hélt' prjá fundi I gær ogræddivið fulltrúa Dagsbrilnar og vinnuveitenda. SÁTTANEFNDIN í deilunni milli Vinnuvitendafélags- ins og Dagsbrúnar kom saman á fyrsta fund sinn kl. 9 í gærmorgun. Stóð sá fundur í tæpa tvo tíma. Ræddu nefndarmenn möguleika á því að samræma skoðánir sínar um tillögur til að bera fram við deiluaðilana. Klukkan 1 í gæ hélt nefndin annan fund. Var þá rætt um það, að reyna að fá vinnu tekna upp að nýju við höfnina og ræða síðan um heildarsamning. Á þessum fundi mun nefndin hafa rætt við formann Dagsbrúnar og ráðsmann hennar og einnig við framkvæmdastjóra Vinnuveitendafélagsins. Mun nefndin einmitt á þessum fundi hafa rætt við fulltrúa Dagsbrúnar um, hvort ekki væri hægt að fá vinnu tekna upp að nýju við höfni'na, en nefndin mun hafa fengið þau svör, að slíkt væri raunverulega ekki hægt, nema með því að leysa málið í heild. Nefndin boðaði svo báða deiluaðila á sinn fund klukkan 5% í gær, og þar munu deilumálin hafa verið rædd á ný. Öll stjórn Dagsbrúnar mætti á þeim fundi. Eins og bent yar á hér í blað- inu í gær, munu erfiðleikar á því, að koma á sáttum, fara vax- andi með hverjum degi, sem líð- ur. Það er alveg áreiðanlegt; að ef ríkisstjórnin hefði gengið að þeim tilboðum, sem stjórn Dags brúnar gerði (henni fyrir nokkr- um vikum, Iþá hefði ekki komið til iþeirrar deilu, sem nú er. — Voru kröfur félagsins iþá lægri en nú. Eins mun fara að þessu sinni. í vinnumálunum ríkir ó- venjulegt ástand. Eina bjorgun- in liggur í því, að heildarsamn- ingar séu gerðir við verkalýðs- félögin. Þegar búið er að gera þá, mun skæruhernaðinum linna. Nú eru raunveruiega engir heildarsamningar til, og þess vegna geisar skæruhern- aðurinn. Ef það dregst, að gera þessa samninga nú við Dags- brún; þá er ekki hægt að sjá fyrir afleiðingarnar. Það er líka alveg víst, að eftir að búið er að gera slíka samninga, þá munu félögin ekki styðja skæruhern- að og kapphlaup milli vinnu- flokka. Að minnsta kosti getur ekkert verkalýðsfélag, sem vill láta taka sig sem theiðarlegan samningsaðila, stutt að slíku. En hingað til hafa verkalýðs- lögin verið fjötruð. Vald at- vinnurekendanna hefir fjötrað þau með aðstoð hinna pólitísku samtaka sinna. Það hefir orðið þess valdandi, að verkamenn- irnir hafa notað þá einu leið, sem þeim var skilin eftir: að hverfa frá vinnu og leita sér annars staðar starfs, þegar þeir voru óánægðir með kjör sán. Það verður að leysa þessi mál með heildarsamningum nú þeg- veitingarnar og höfðu stúlkurn- ar, sem allar eða flestar voru stúdentar, meira en nóg að gera. Gert er ráð fyrir að 7—8 þús- undir manna hafi heimsótt Ti- voli stúdenta þegar fyrsta kvöldið. Og mikið af fólki kom þangað í gærkveldi. Mun svo og verða næstu kvöld ef veðrið verður gott.- Hér er líka um gott og þarf- legt málefni að ræða, sem gott er að menn styðji sem bezt. ar. Allur frestur á því er stór- hættulegur. Allþingi verður að fresta öðrum málum strax og ganga aðþví að afnema undirrót allra þessara deilna og alls þessa öngþveitis: gerðardómslögin frá 8. janúar síðast liðnrnn. Siðustu frétíír: Enginn árang- ur af sáttatil- raununumígær A UNDI þeim, sem sátta- nefndin boðaði til með fulltrúum Dagsbrúnar og Vinnu veitendafélagsins kl. 5% í gær, lauk kl. 8 í gærkveldi, án þess, að hann hefði nokkurn árang- ur borið. Sáttatilraunirnar halda þó á- fram, og er gert ráð fyrir því, að aðilar talist aftur við í kvöld á nýjum fundi, sem sáttanefnd- in boðar til. Þýzk flugvél j/fir Beyhjavik eftir hádegi i gær. Eia í mikilli hæð. OFTVARNAMERKI var gefið hér í bænum í gær kl. 1%, og leið hér um bil heil klukkustund áðux en gefið var merki um að hættan væri liðin hjá. Frá fréttastofu ame- ríkska setuliðsins fékk blaðið þá tilkynningu síð- degis í gær, að óvinaflug- vél hefði verið yfir Reykja- vík um sama leyti, en í mik- illi hæð. „Það er álitið,“ segir í tilkynning(uiýni, 5Mað1 vart hafi orðið við þessa sömu flugvél skömmu síðar yfir miðju Norðurlandi.“ sðsnlaginH. • 7 þús. kr. skatt-' skyidar tekjur í stað 5 500 kr. IT5 YRIR alþingi liggur frum- •®- varp um breytingar á alþ.- tryggingalögunum. Var þar lagt til, að hækkað yrði um kr. 1000,00 mark það, sem full rétt- indi í sjúkrasamlögunum eru bundin við. Skuli með öðrum orðum þeir, sem hafa kr. 6 500 og minna í árstekjur, hafa full réttindi. En Sigurjón Á. Ólafssos gerði þá breytingartillögu; að markið yrði hækkað um kr. 1500,00 og því bundið við kr. 7000,00 skattskyldar tekju. Þessi breytingatillaga Sigur- jóns var samþykkt á fundi efri deildar í gær. Úívarpsumræðurnar: Framsókn lofar að tefja kjördæmamálió ekki í efri deild! EYSTEINN JÓNSSON lýsti því yfir við útvarpsum- ræðurnar á alþingi í gærkveldi, aðFramsóknarflokkurinn myndi ekki gera neina tilraun til þess að tefja fullnaðarsamþykkt kjördæmamálsins í efri deil3, ekki fara fram á neina nefndar- skipun í málið þar og fyrir sitt leyti leyfa að það yrði afgreitt þar með afbrigðum frá þing- sköpum til þess, að þinghaldið gæti orðið sem stytzt úr þessu. En sem kunnugt er, hefir Framsóknarflokkurinn sætt harðri gagnrýni fyrir það frá hinum flokkum þingsins og í iblöðum þeirra, hvernig hann hefir tafið málið alvég að ó- þörfu á neðri deild og þar með lengt þingið. í útvarpsumræðunum í gær- kveldi töluðu aðeins f jórir þing- menn, einn fyrir hvern flokk, í þessari röð: Áki Jakobss. fyrir kommúnista, Eysteinn Jónsson fyrir Framsókn, Ásgeir Ásgeirs- son fyrir Alþýðuflokkinn og Jón Pálmason fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Útvarpsumræðurnar halda á- fram í kvöld og hefjast eins og í gærkveldi kl. 9. Verða umferð- ir í kvöld 2, og tala fulltrúar flokkanna í þessari röð: Sjálf- stæðisflokkur, Framsóknrflokk- ur, Alþýðuflokkur og Kommún- istaflokkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.