Alþýðublaðið - 19.08.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.08.1942, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. ágúst 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ Loftárás á Port Darwin. Japanir hafa gert margar árásir á Port Darwin, sem er helzta virki Bandamanna í Norður- Ástralíu og góð höfn. Myndin sýnir ameríkskan tundurspilli í höfninni, en í baksýn er skip, sem sagt var, að hafi verið hlaðið sprengjum, og hafa sprengjur Japana hitt það. Fyrsía árás amerikska flnghersias í Englandi; Dolittle í London. llexander teknr við a( AochinM London í gærkveldi. LEXANDEK. 51 árs gamli Irinn, sem stjórn- aði brezka hernum í Burma, hefir verið skipaður yfirhers- höfðingi bandamanna í lönd- unum við botn Miðjarðar- hafsins og austur að Indlandi. I»etta var tilkynnt í gær- kveldi frá Downing Street 10. Yfirmaður 8. hersins, sem herst í Egyptalandi, verður E. L. Montgomery, sem kunn- ur er fyrir góða herstjórn í Palestínu. Alexander verður herforingi yfir Egyptalandi, Palestínu, Trans-Jordaniíu, Sýrlandi, Iraq og Persíu. Nær svæði hans því að suðurlandamærum Kauka- sus. Wavell var skipaður fyrst- ur manna foringi á Iþessu svæði, en á efir ihonum kom Auchin- leck. Wavell var einnig yfirmaður 8. hersins, iþegar ihernaðarað- gerðir hófust í Libyu, en síðar hafa iþeir Wilson, Cunningham. Ritchie og Auchinleck haft \ stjórn ihersins á hendi. Þegar á- 1 standið var verst fyrir Breta og Rommel virtist ætla að sækja til Kairo og Alexandríu, þá setti Auchinleck Ritdhie af og tók sjálfur við stjórn áttunda hersins. Tókst ihonum að stöðva sókn Rommels, og er hann tal- inn hafa bjargað Egyptalandi. Sir Harold Alexander, sem er af írskum ættum og aðeins 51 árs gamall, var áður hershöfð- ingi bandamanna í Burma. Stjórnaði hann undanhaldinu úr landinu og tókst að koma mestum hluta hersins til Ind lands Iþar sem hann var mikil- vægur liðstyrkur fyrir Wavell. Hann var síðasti herforinginn, sem yfirgaf meginlandið, iþegar Bretar hörfuðu frá Dunkirk. 12 fljúgandi virki kasta sprengjum á á Rouen. London, í gærkveldi. MERÍKSKAR sprengjuflug vélar hafa gert fyrstu árás sína frá Englandi. Tólf fljúg- andi virki og Spitfireflugvélar í fylgd með þeim gerðu undir stjórn Ira C. Eaker árás á horg- ina Rouen í Norður-Frakklandi. Sprengjum var kastað á mikil- væga járnbrautarstöð, sem er í horginni, og komu allar sprengj- urnar niður á skotmarkssvæð- inu. . ,,Ég er mjög ánægður með árangurinn,“ ságði Eaker, sem er yfirmaður sprengjuflugvéla- sveita Bandaríkjamanna í Ev- rópu. „Flugmennirnir og flug- vélarnar reyndust ágæt.“ Þýzk- ar orrustuflugvélar lögðu til at- lögu við ameríksku sprengju- flugvélarnar og tókst skyttunni í afturendanum á einni sprengjuflugvélinni að skjóta niður eina þeirra. Er þetta fyrsta flugvél Þjóðverja, sem Ameríkuménn skjóta niður í Evrópu. Yfirmaður ameríkska flug- hersins í Bretl^ndi hefir sagt í tilefni af árásinni, að þetta sé aðeins byrjunin og Bretar og Bandaríkjamenn muni gera sprengjuárásir á Þýzkaland daglega, þar til Bandamenn hefðu unnið stríðið. Yfirmaður brezku sprengjuflugvélasveit- anna, Harris, hefir óskað Amer- íkumönnum til hamingju með árásina. Bretar gerðu í fyrrinótt mikla árás á iðnaðarborgina Osna- briick og hafa þá verið gerðar á borgina 42 árásir. Hafa Þjóð- verjar sjálfir viðurkennt, að tjón hafi orðið allmikið. í gær- dag voru tvær sjóflugvélar Þjóðverja skotnar niður við strendur Bretlands. Dolittle hefur ver~ ið 2 vikur í Eng- landi. London, 18. ágúst. IMMY DOLITTLE, flugfor- inginn, sem stjórnaði loft- árás Ameríkumanna á Tokio í apríl s.l., er kominn til London, þar sem hann mun gegna sér- stökum störfum fyrir amer- íkska flugherinn. Segir í til- kynningu í dag, að hann hafi verið í Englandi í tvær vikur. Hann hefir nú þegar átt viðtal við Carl Spaaíz, yfirmann am- eríkska flughersins í Evrópu. Talsmaður í aðalstöðvum hers- ins sagði, að ekki væri við svo húið hægt að skýra frá erindum Dolittles. .Minnt er á það, að hann lofaði „mörgu óvæntu fyr- ir Þýzkaland og Japan“, áður , en hann fór frá Bandaríkjunum. Spaatz hefír þegar skýrt frá því, að ameríkskir flugmenn muni innan skamms taka þátt í árásum brezka flughersins á Þýzkaland. Ekki er þó vitað, hvort heimsókn Dolittles stend- ur í sambandi við það. Árás Do- littles á Tokio, Yokohama og aðrar borgir Japans var mikið hnefahögg í andlit Japana. Þeir eru enn að reyna að komast að því, hvaðan Dolittle kom til þess að gera hina vel heppnuðu ; árás á helztú iðnhéruð og flota- stöðvar Japana. Dolittle var ^ veitt æðsta heiðursmerki Amer- íkumanna — The Kongressional Medal of Honour — og afhenti forsetinn honum það sjálfur. Það atvik vildi nýlega til ein- hvers staðar í Bandaríkjunum, að Jimmy Dolittle gekk inn í lyfjabúð og bað um tannpasta. Afgreiðslumaðurinn bað hann þá að láta af hendi tóma túbu, en það gat Dolittle ekki, af því að hann var gestkomandi í bæn- um, þar sem hann var. Neitaði þá afgreiðslumaðurinn að selja % 1 Þjóðverjum miðar hægt í sókniDni til Stalingrað. Þeir hafa komizt yfir Kuban með mik- ið lið hjá Krasnodor, —..— London í gærkveldi. "O KKERT LÁT er á sókn Þjóðverja til Stalingrad og halda þeir fram í fréttum sínum, að þeir hafi náð öll- um vesturbakka Donfljótsins í bugðunni miklu. Rússar tala þó enn um skipulagða bardaga á vesturbökkunum og segja þeir, að mest sé barizt sunnan við Kletskaya. Sunnan við fljótið miðar Þjóðverjum lítið sem ekkert áfram við borg- ina Kotelniskaya, þótt þeir sæki þar að af miklum krafti. í Kaukasus er ástandið verst við toorgina Krasnodar, þar sem Rússar viðurkenna, að Þjóð- verja hafi komizt yfir Kúban- fljótið með mikið lið. Er nú flotastöðin Novorossisk í mikilli hættu, því að Þjóðverjar sækja þangað hratt. Á svæðinu við Mineralni Vodi iþar sem Þjóðverjar sækja til Grozny olíusvæðanna, eru háðir mjög harðir toardagar og geng- ur á ýmsu. Rússar toafa gert allmörg gagnáhlaup. Þjóðverjar eru enn yfir 300 km frá Grozny. VORONEZH Við Voronezto hafa Þjóðverj- ar snúið sér norður á við og sótt upp eftir fljótinu. Gerðu Iþeir um helgina mikið skrið- drekaáhlaup í þá át.t, en Rússar svöruðu með stórkostlegri stór- skotahríð og hrundu öllum á- Sigrar Ameríkska flngkersiis i Kína Ihlauþunum. Þrjár stórar þýzk- ar falibyssur; sem festar voru á járntorautar'vagna, féllu í toend- ur Rússa. Á Leningradvígstöðvunum hafa rússneskir smáskæruflokk- ar gert Þjóðverjum marga bölv- un undanfarið. Hafa þeir tekið fanga og skjöl í setuliðum borg- anna, sem eru á valdi Þjóðverja. í toéraðinu við Lutolin í Póllandi hafa pólskir smáskæruflokkar fellt yfir hundrað þýzka her- menn og eyðilagt flutninga- vagna. Brasilia i strilið? 5 skipum Bras- ilíumanna sokkt Miklar æsingar. Washington, 17. ágúst. RNOLD, yfirmaður amer- íkska flughersins, hefir skrifað Blaire Chennault, yfir- manni ameríkska flughersins í Kína, og lofað mjög starf orr- ustusveita hans, segir í tilkynn- ingu frá hermálaráðuneytinu í dag. Arnold flugforingi skýrði frá því, að alls hefðu 1110 amer- íkskar flugvélar háð orrustur við 1459 japanskar og skotið niður 190, en misst aðeins 104. Tölur þessar ná ekki yfir am- eríksku sj álf boðasveitina í Kína, sem hafði skotið niður 218 flugvélar og sjálfir misst 84, áður en sveitin var afnumin 4. júlí s.l. Þessar tölur eru aðeins um það tjón, sem vitað er með vissu, að báðir aðilar hafa orð- ið fyrir. Flugvélar, sem eyði- lagðar hafa verið í sprengju- eða vélbyssuárásum á flugvelli. tannpastað. Dolittle lét sér fátt um finnast og bað um eitthvað annað, sem verzlunin ekki átti til. Var nú afgreiðslumaðurinn orðinn óþolinmóður yfir þess- um óþjóðlega viðskiptavini og spurði reiðilega, hvort Dolittle ekki vissi, að Bandaríkin eru í stríði. Jimmy,sagði þá til nafns síns, “ en afgreiðslumaðurinn varð sneyptur mjög og lét To- kiofarann fá það, sem hann vildi. KAFBÁTAR Öxulríkjannna hafa sökkt fimm skipum Brazilíumanna skammt frá ströndum þeirra. Eitt skipanna var með 153 hermenn og 78 far- þega um horð og var á leið milli hafna í Brasilíu. Viðburðir þess- ir hafa vakið mikla gremju í Brasilíu og hafa verið famar mótmælagöngur til forsetaháll- arinnar og annarra staða. Vargas forseti sagði við mannþröng, sem safnaðist fyr- ir utan forsetahöllina, að af- brotamennirnir skuli fá makleg málagjöld. Mannfjöldi var fyrir utan ameríksku sendisveitina og hrópuðu menn: „Niður með Þýzkaland!“ og „Lengi lifi Roosevelt!“ Eins og menn muna, voru það svipaðir viðburðir, sem leiddu til þess, að Mexico sagði Öxul- ríkjunum stríð á hendur. Und- anfarið hefir mikill f jöldi njósn- ara verið handtekinn í Brasilíu og mun hér vera um að ræða eitt stærsta njósnarafélag í heimi. Vitað er, að Öxulveldin hafa haft mikla njósnastarfsemi í Brasilíu og vinna Brasilíu- menn að því að útrýma þessum njósnurum. Það kæmi því ekki á óvart, ef Brasilía væri komin í stríðið innan skamms. ................ "i London. — Tvö ítölsk beiti- skip voru löskuð í viðureign- inni, þegar brezka skipalestin fór gegnum Miðjarðarhafið fyr- ir nokkru. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.