Alþýðublaðið - 19.08.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.08.1942, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. ágúst 1942. ■BTJARNARBfÖ Lady Hamiltes Aðalhlutverk: Vivien Leigh Laurence Oliver kl. 9. kl. 5 og 7. FLÓTTI EIGINMANNSINS Aðalihlutverk: Ingrid Bergman og Leslie Howard. Sala aðgöngumiða hefst kl. 11 f. h. Ekki hægt að panta í síma. AF HORNSTRÖNDUM: VIÐ hjátrú varð ég lítið var, en eðlilega höfðu hjá sumum í einverunni og ein- angrununni skapazt nokkuð ein kennilegar hugmyndir um um- heiminn. Þannig jræddi einn hóndi á Hornströndum mig á því, sem ég hafði ekki áður vit- að, hver orsökin var til þess, að íslendingar hafa enga her- skyldu. Þegar Danir unnu „skír dagsslaginn“, áttu þeir það að þakka 12 íslendingum, sem hörð ust í liði þeirra. íslendingar vildu eigi nota önnur vopn en barefli. Þeir hömuðust, gengu berserksgang og hörðu allt nið- ur, er fyrir varð. En þegar farið var að kanna valinn, kom það i Ijós, að margir dauðir og hálf- dauðir voru ákaflega illa leiknir af bareflunum, svo að Danir fundu það mannúðurskyldu að hleypa ekki oftar slíkum her- serkjum í bardaga. Síðan eru íslendingar lausir við her- skyldu". (Þv. Th. Minningabók). * MÁLARI nokkur hafði sýn- ingu á myndum sínum. Kom þangað listdómari, athug- ar mynd, sem heitir „Hretviðri“ og segir: „Það fer hrollur um mig all- an, þegar ég skoða þessa mynd. Hún er máluð af sannri „raun- verúlegri“ list“. „Já,“ sagði málarinn, dapur í bragði, „ég hefi nú fengið að kenna á því. í gær meðan ég vék mér burtu, kom hingað maður og leit á myndina. Hann þreif loðkápuna mína, dreif sig í hana og hefir ekki sézt síðan.“ — Svona, svona, vertu nú skynsöm, Berta. Þú sérð sjálf, að þetta er ekki mér að kenna. Er þér ekki nóg, að mér þykir þetta mjög leitt? Eg verð kom- inn aftur eftir klukkustund, og þú skalt þá bíða hérna eftir mér, og svo verðum við saman í kvöld. — Hversvegna skrökvaðirðu að mér? — Eg skrökvaði ekki að þér, ég er ekki vanur því. — Þú vóttist vilja það vegna heilsu minnar, að ég færi upp. Var það ekki lygi? — Eg var að hugsa um heilsu þína. — Þú lýgur aftur. Þú vildir bara losna við mig til þess að geta verið með Hancockssystr- unum í kvöld. — Þú ættir að þekkja mig svo vel, að svo er ekki. — Hvernig stóð þá á því, að þú sagðir ekki frá þessu fyrr en þú sást, að þú gazt ekki sloppið öðru vísi? Eðvarð yppti öxlum góðlát- lega. — Af því að ég veit hvað þú ert viðkvæm. — Hvers vegna lofaðir þú þá að fara þetta. — Það kom af sjálfu sér. Þær höfðu áhyggjur út af veðrinu, og þá sagði ég svona í hugsun- arleysi: „Eg skal aka með ykk- ur“, og þær tóku því strax. —Þú ert afar greiðvikinn, ef konan þín á ekki í hlut. — Jæja, góða mín, ég má ekki vera að því að þrefa við þig, ég er þegar orðinn of seinn. — Er þér alvara að fara? Bertu var ómögulegt að trúa því, að Edvarð ætlaði að standa við orð sín. — Eg má til með það, góða mín“. Hann laut niður að henni til að kyssa hana, og hún tók utan um hálsinn á honum og fór að hágráta. — Ó, farðu ekki, — ef þér þykir nokkuð vænt um mig. Þú mátt ekki fara. Þú trúir ekki hvað mér er það fyrir miklu. — Eg verð að fara, ég geri það ekki af því, að mig langi til þess. Eg skal vera kominn aftur eftir klukkutíma. Hann losaði sig úr faðmlög- um hennar og þokaði sér til dyra, en hún reis upp og hé'kk á handlegg hans og grátbað hann að vera kyrran. — Þú sérð hve' ég er óham- ingjusöm, og þú ert það eina, sem ég á eftir. Farðu ekki í guðs bænum, Eddi. Hún hneig niður á gólfið og hélt um hönd hans, kraup fyrir honum. — Svona, komdu nú og leggðu þig á bekkinn, þetta getur verið slæmt fyrir þig. Hann bar hana á bekkinn og flýtti sér síðan að ganga út til að losna úr þessari klípu. Berta spratt upp og ætlaði að elta hann, en þegar hurðin lok- aðist á hæla honum hneig hún aftur niður á bekkinn, gróf and- litið í svæflunum og grét há- stöfum. En sneypan, sem hún hafði orðið fyrir var næstum því verri en harmurinn. Hún hafði fallið á kné fyrir manni sínum, en hann hafði samt sem áður ekki veitt henni það, sem hún bað um. Allt í einu fékk hún and- styggð á honum. Hin nýendur- reista og glæsilega höll ástar- innar féll í sama vetfangi eins og spilaborg. Hún sá hann ekki lengur í neinum dýrðarljóma, henni fannst hann fyrst og fremst eigingjarn, skelfilega eig ingjarn. Bertu var það einhver fróun í hugarstríðinu, að tæta í huganum allar skrautfjaðrirnar utan af manni sínum. En verst I sveið henni þó niðurlægingin. Regnið streymdi úr loftinu, og örvænting náttúrunnar seytl aði inn í hugann. Berta lá í móki, fann ekki til neins sárs- auka, vissi varla af sér. Hún vissi því ekki hvaðan á sig stóð veðrið, þegar þernan kom inn ■ og spurði, hvort hún gæti ekki tekið á móti ungfrú Clover. — Ungfrú Glover er ekki vön að vera svona formföst, sagði Berta gröm, — láttu hana koma inn. Prestssystirin kom í dyrnar hikandi. Hún roðnaði, það var sársauki. í augunum, jafnvel ótti. — Má ég koma inn, Berta? — Já. Hún gekk rakleitt að legu- bekknum, féll þar í kné allt í einu. — Ó, Berta, fyrirgefðu mér, ég hafði rangt fyrir mér, og ég var vond við þig. — Góða Fanney mín, sagði Berta og brosti, mitt í eymd sinni. v ^ GAMLA BÍÖ SS NYJA BfÖ „Hit Parade“ Fjörug og skemmtileg músikmynd. Aðalhlutverkin leika: Kenny Baker Hugh Herbert Mary Boland og munnhörpu.hljómsveitin fræga undir stjórn Borrah Minevitch Sýnd í dag kl. 3,. 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. hád. — Eg tek aftur hvert,einasta orð, sem ég sagði. Eg skil ekk- ert í að ég skyldi haga mér svona. Eg bið þig af öllu hjarta að fyrirgefa mér. — Það er ekkert að fyrirgefa. — Ó, jú, það veit guð. Sam- vizkan hefir ásakað mig stöðugt síðan, en ég hefi forhert hjarta mitt og vildi ekki hlusta á rödd hennar. Veslings ungfrú Glover hefði Það skeði aftur. ÍRemember?) ROBERT TAYLOR GREER GARSON LEW AYRES Sýnd ikl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3Vz til 61/2. Hinir seku afhjúpaðir (Numbered Woman) Sally Blane og Lloyd Hughes. Börn fá ekki aðgang. ekki getað forhert hjarta sitt þótt hún hefði fegin viljað. — Eg vissi, að ég átti að fara til þín og biðja þig fyrirgefn- ingar, en ég vildi það ekki. Eg hefi ekki sofið dúr á nóttunni. Eg var hrædd við að deyja, og hefði ég fallið frá mitt í synd minni hefði ég verið glötuð. Hún talaði hratt, fannst það vera fróun að láta uppi tilfinn- ingar sínar. HJALTI HJALPFÚSI nóna við það. Hann kippti í skyndi fallegu, bláu tjöldunum frá gluggunum. Litlu stúlk- urnar æptu af fögnuði. Móð- ursystir þeirra sneið þrjá litla kjólá og lét litlu stúlkurnar setjast niður og hjálpa sér við að sauma þá, svo að hún yrði fyrr búin. Benni sá, þegar Hjalti reif gluggatjöldin niður, og þá var honum heldur en ekki skemmt. ,,Hæ“, hugsaði hann. „En hvað þeir eru ljótir þessir tjaldlausu gluggar. Ég er alveg viss um, að konungurinn lítur ekki einu sinni á húsið hans Hjalta“. Það tók langan tíma, að koma öllu í lag í húsinu. Og auðvitað þurfti líka að elda miðdegismat- inn. Drengirnir þrír voru látnir fara út í garð til að leika sér, en ekki leið á löngu áður en þeir komu þjótandi inn, því að það kom allt í einu dembandi rigning. Þeir báru inn með sér bleytu og for, svo að gólfin urðu óhreinni en þau höfðu nokkurn tíma verið áður. En Hjalti var ekkert að fást um það. „Það gerir ekkert til“, sagði hann. „Ekki hætishót. Eg get hæglega hreinsað þetta, þeg- ar þið eruð farin. Hagið ykkur bara eins og þið séuð heima hjá ykkur, meðan þið eruð hjá mér, og látið þið fara vel um ykkur.“ Var þetta ekki fallega gert af Hjalta? Býflugna-Gunnu fannst hann vera bezti náungi, sem hún hefði nokkurn tíma kynnzt og var staðráðin í því að senda honum fulla fötu af hunangi í hverri viku eftirleiðis. Þau snæddu öll miðdegisverð hjá Hjalta, og svo klæddu litlu stúlkurnar sig í nýju kjólana. En hvað þær voru fínar! Þær réðu sér ekki fyrir kæti og réð- ust allar í einu á Hjalta, föðm- uðu hann og kysstu, svo að hann stóð á öndinni. Að lokum voru þau öll ferð- búin. Systir Býflugna-Gunnu út vegaði bláan, fallegan vagn til þess að aka þeim öllum í heim til hennar. Það þótti börnunum ákaflega mikið varið í, og gekk mikið á fyrir þeim þegar þau voru að komast upp í hann. Þeg- ar lagt var af stað kölluðu þau

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.