Alþýðublaðið - 19.08.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.08.1942, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐiÐ Miðviltudagur 19. ágúst 1942. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. og Sjálfstæðisflokksins einni saman. Um núverandi vandræði í sambandi við þessi mál — af- leiðingar gerðardómsfargansins — segir Morgunblaðið: ,,Það, sem nú verður að gera, er að taka á ný upp með öllu afli bar- áttu gegn vaxandi verð-bólgu, á grundvelli hinnar frjálsu leiðar. Fastan grundvöll verður að finna — og sem fyrst. Heildarsamning- um í kaupgjaldsmálunum verður að ná jafnhliða því að verðlags- málin séu tekin föstum tökum.“ Undir þessi orð munu allir hugsandi menn geta tekið. En þeir heildarsamningar, sem blaðið talar um, verða að tryggja þá samræmingu á kaup- gjaldinu í landinu, þá uppbót fyrir það launafólk, sem aftur úr hefir dregizt, að misréttið, sem gerðardómurinn skapaði, taki enda; og verðlagsmálin verður að taka þeim tökum, að þær kjarabætur, sem launa- stéttirnar hafd nú loksins feng- ið, verði ekki aftur gerðar að engu. Tíminn skrifaði grein sinni í gær: forystu- „Sjálfstæðisflokkurinn hefir tek ið forustuna í liði æsingaflokkanna í landinu til að hnekkja áhrifum sveitanna. Flokkurinn vinnur að því vitandi vits eða óvitandi, að efla fylgi og svigrúm öfgaflokk- anna, en rýra áhrif þess flokks, sem traustasti, vinnusamasti og sparsamasti hluti þjóðarinnar hefir falið umboð sitt. Framkoina Sjálf- stæðisflokksins er rétt nefndur óvinafagnaður.“ Það hafa margar hnútur far- ið milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í seinni tíð. En eins og menn sjá af þessum orðum stendur ágreiningurinn ekki djúpt. Enn er Framsóknar- noönnum það fullkomlega ljóst, að óvinir beggja eru sameigin- legir! Sðngfðr Eggerts Stef ánssonar vestnr á lanð. E GGERT STEFÁNSSON söngvari fór um miðjan júlímánuð í söngför vestur á land og söng á Isafirði og víðar þar vestra. Aðsókn var góð, og var söngvaranum vel fagnað af áheyrendum. Guðmundur Hagalín skrifar m. a. svo í Skutul 25. júlí um Eggert og söng hans á ísafirði mánudaginn 21. júlí: „Eggert Stefánsson er mjög vel menntaður söngvari. En hann hefir ekki aðeins mikla rödd og lært að syngja. Hann er söngvinn og listhneigður, vel viti borinn og ber ágætt skyn- bragð á fleiri listir en söng og tónlist og skilur mætavel hlut- verk listarinnar. Hann er sem sé gáfaður og menntaður mað- ur, en það er meira en sagt verði um ýmsa af söngvurum okkar. Hann hefir og til að bera næmleika listamannsins, sam- fara virðingu slíks manns fyrir listinni og þá um leið fyrir þeirri ábyrgð, er á honum hvíl- ir. Allt þetta veldur því, að Egg- ert er talsvert mistækur, svo sem verið hafa margir sannir túlkendur listarinnar. Þá er eitthvað í upphafi hljómleika, söngs eða leiks kemur illa við þá — deyfð, kuldi og skilnings- leysi áheyrenda — eða jafnvel hark og umgangur, sem stafar af því, að allir séu ekki komnir í sæti, þá er túlkun listarinnar hefst —, getur það haft á lista- mennina mjög truflandi áhrif —, og ef til vill tekst þeim svo ekki að tengja saman hina slitnu þræði. Á söngskemmtuninni á mánu- dagskvöldið komst Eggert brátt í essið sitt, og eftir fþví, sem lengra leið, varð dýpra og styrk- ara samræmi í raddiblæ og svip- jbrigðum við skiptandi innihald og blæbrigði Iþeirrar listar, sem hann flutti. Hann söng hin ó- Ný bók um Rússland p|óð Höfundur bókarinnar, Iwan Solonewitsch, er rússneskur maður af bændaættum, fæddur í Hvítarússlandi 1891. Faðir hans var fátækur bóndasonur, sem barðist áfram til nokkurra mennta og varð að lokum ritstjóri við blað eitt í Wilna. Börnin voru mörg og því tak- markaðir möguleikar til þess að mennta þau. Þó tókst Iwan, höfundi þessarar bókar, að Ijúka laganámi við háskólann í St. Pétursborg. Höfundur segir sjálfur í formála bókarinnar: „Ég tilheyri hvorki höfðingja- né yfirstétt, og það, sem ég segi í þessari bók, segi ég raunverulega í nafni rússneska bóndans og verka- mannsins. Mig tekur sárt, hvernig öllum þeim þjóðum reiðir af, sem hin kommúnistiska margfætla nær öngum til, svo að hún geti kvalið þær.“ BÓKAVÉRZLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU líkustu lög, Iþýzkt sálmalag og Sverri konung, ítalska aríu óg Mamma ætlar að sofna, og kom það vel fram, að íhið veikasta og styrkasta, hið einfaldasta og fjölþættasta lætur Ihonum jafn vel; og það náði allt í túlkun hans til áheyrendahópsins yfir- leitt. Varð ihann að endurtaka ýmis af lögunum, og munu t. d. fáir hafa notið, ,áðt|r Stvepris konungs eins og nú, þá er þeir heyrðu Eggert syngja þetta á- glæta lag. (Eggert söjngf mörg lög eftir Sigvalda Kaldalóns, en bezt Mamma ætlar að sofna og Betlikerlinguna. iHafi Eggert þökk fyrir söng- inn og komuna, og veri hann vel kominn hingað aftur.“ Þá flutti Guðmundur E. Geir- dal, skáld á ísafirði, Eggerti Stéfánssyni kvæði við þetta tækifæri. Innrásarótti í Noregi. London, 18. ágúst. FTIRFARANDI saga er sögð frá Noregi og sýnir vel ótta þann og óstyrk, sem ríkir meðal Þjóðverja og Quisl- E inga þar í landi. Það var dag einn í lok maí- mánaðar, að gefin voru hættu- merki í Þrándheimi vegna þess, að sézt hefði til enskrar skipa- lestar úti fyrir ströndinni. Greip mikil hræðsla um sig meðal manna, sérstaklega quisling- anna og vina þeirra Þjóðverj- anna. Quislingar tóku að flýja borgina og fluttu sig með pjönkur sínar út fyrir borgina. Þeir tóku niður flokksmerki National Samling. Þjóðverjarn- ir slátruðu nokkrum grísum og fluttu skrokkanna á bílum út fyrir borgina. Fyrrverandi foringi quislinga á staðnum, maður að nafni Michelsen, var, þegar þetta kom fyrir, að halda hátíðlegt silfur- brúðkaup, og voru með honum margir ,,heldri“ Þjóðverjar á staðnum. Leystist hófið upp og fór hver til síns. Það var ekki fyrr en næsta kvöld, að flótta- fólkið kom til borgarinnar. FIMM LEIÐIR Framh. af 5 s.íðu. því að netið, sem þeir þenja um helming heims, er alltof veikbyggt. Þeim er ómögulegt VIÐNYALL Afmælisrit, gefið út í minningu sjötugsafmælis DR. HELGA PÉTURSS með formála eftir Jónas Jónsson og greinum eftir Árna Óla blaðamann, Jónas Guðmundsson forstjóra, Hallgrím Jónsson skólastjóra, Jakob Líndal, Lækjamóti, og Bjarna Bjarnason, Brekku, Hornafirði. Aðalefni bókarinnar er þó eftir dr. Helga sjálfan og skiptist í þessar greinar: 1. Af sjötugs sjónarhól, 2. Afstaða jarðlífsins í alheimi, 3. Frum- saga mannkyns og framsaga, 4. Hvað fram undan er, eða gæti verið, 5. Carmen, 6. íbúar stjarnanna og vér hér á jörðu, 7. Vísindi og trú, 8. Líf og ást, 9. Arthur Schopen- hauer, 10. Úrslitavandinn, 11. Framtíð Reykjavíkur, 12. íslenzkt Ijós yfir egypzka gátu, 13. Nauðsyn Nýalsstefn- unnar, 14. Stjörnulíffræði og kristin trú, 15. Upprisusagan og sigurinn á dauðanum, 16. Fjöll og fróðleikur, 17. Skiln- ingur á lífinu. Þessa bók parftu að elga. BÓKAÚTGÁFA GUÐ.IÓNS Ó. GUÐJÓNSSONAR Sími 4169. að vera allstaðar jafnsterkir. Hiki þeir, gefa þeir Bandaríkja mönnum færi á því að gera árás á 10.000 mílna svæði. Hiki þeir eru þeir umkringdir óvinum á allar hliðar. Þeir geta ekki alið önn fyrir fólkl isínu öðruvísi en með nýjum sigurvinningum. Hvernig ættu þeir að geta stað- izt lengi án þess að gera ein- hverjar árásir? Þeir verða að halda áfram, til Indlands, Af- ríku', Madagaskar, Ástralíu, Basra, unz þeir eru að þrotum komnir eða óvinir Iþeirra semja frið. Það er fullví'st, að herir þeirra geta ekki alstaðar verið jafnöflugir og það geta herir Bandamanna heldur ekki verið Þaið er ómögulegt hinsvegar, að Bandamenn geta leyft Japön um að undiribúa nýjar árásir. Þeir hafa þegar fengið nógu mikið, og þeir ihyggja á meira. En hinsvegar rnega Bandamenn ekki reiða sig á vopnuðu her- ina eingöngu. 5. Geta Japanir samlagað sig þeim, sem þeir hafa lagt undir sig? Svarið fáum við frá þeim þjóðum, sem þeir hafa drottnað yfir. Og svarið er: Þeir þykjast miklu meiri og betri en allir aðrir menn. Bretar hafa um þrjú þúsund ár átt margvísleg skipti við aðr- ar þjóðir og blandast þeim, en halda sig þó út af fyrir sig á eylandi sínu. Á sama tíma ihef- ir Japan verið algerlega ein- angrað. Hroki Japana og fyrir- litning á öðrum þjóðum hefir aukizt vegna þess hve sigur- sælir þeir hafa verið. Það er eitthvað ómannlegt i fyrirlitn- ingu þeirra á þjáningu og dauða Hvítir menn hafa oftsinnis rænt og drepið menn veikari þjóða, en hin markvísa og grimma gereyðing óvinanna er hvergi eins og hjá Japönum. Það er eðlilegt, að Japanir segjast nú vera vinir og kyn- bræður Malaja og Indverja. En undir niðri ,er ibróðurtilfinn ingin heldur grunn. Þeir líta á sig sem drottnara Asíu og þola engum að keppa við sig. Ægir er nýkominn út. Éfni: Hverjum er ,um að kenna? Hraðfrystihús gefur sundlaug, Magnús Kristjáns son, formaður í Bolungavík, Matt- hías Þórðarson, fyrrv. ritstjóri, sjötugur, Um mótora, Bjarni Þor- kelsson skipasmiður, Línuveiðar- inn „Reykjanes" sekkur, Nýir bát ar, Olíuframleiðsla í Svíþjóð, — Aukning síldarverksmiðjanna o.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.