Alþýðublaðið - 19.08.1942, Side 5

Alþýðublaðið - 19.08.1942, Side 5
Mtðvikudagttr 19. ágúst 1942. ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ s Ein leiðin til pess að sigra Japana. Mynd íþessi sýnir japanska flugvélamóðurskipið Ryukaku 'brennandi eftir árásir ameríkskra tundurskeytaflugvéla. Var það orustunni í Kóralhafi, sem skipið var eyðilagt. VIÐ skulum gera ráð fyrir, að Japanir séu beztu her- menn í heimi, en fþá er að finna ráð til að sigra þá. (1) Enn hafa þeir ekki eftir átta ára styrjöld, getað sigrað Kánverja (2) Þeir þuría stöðugt að flytja ihergögn til herja sinna lengri og lengri veg; sjóleiðis óg loftleiðis. (3) Ekkert bendir til þess, að kvenþjóðin sé eins hugrökk og kvenfólkið í Eng- landi. (4) Þeir verða að gera nýjar árásir, því að til þess er engin von, að þeir geti varið það, sem þeir hafa þegar lagt undir sig, öðru vísi en með nýj- um árásuin. (5) Sagt er að Bret- ar líti niður á útlendinga, en það gera Japanir í ennþá rík- ara mælý eftir fimmtíu ára samlbýli líta þeir ekki á Kóreu- búa sem jafningja sína. Þessi þrjú atriði skulum við festa okkur vel í minni þegar við bollaleggjum um þaO, hvernig sigra skuli þessa harð- svíruðu árásarmenn; Hafa skul- um við það láka Ihugfast, að Persar, Húnar, Mongólar og Tyrkir hafa reynt sama æfm- týrið og Japanir og allir beðið ósigur. 1. Hvernig stendur á því, að Kína hefir enn ekki ibeðið ó- sigur? Af því að árásirnar eru einkum gerðar í lofti og smá- skæruhernaðurinn lokar að baki sóknarinnar. Baráttuhugur kin- versku þjóðarinnar er ekki bug- aður eins og var í Belgíu og Frakklandi í innrás nazista. Það er orðið of seint að vekja baráttulcraft Síamsbúa, Malaja EFTIRFAiRANDI grein um stríðiö í Austur- Asíu og á Kyrrahafi er eftir hinn þekkta brezka stjórn- málamann Lord Wedgwood og birtist nýlega í World Digest. og Burmalbúa með fordæmi Kinverja; en það er ekki um seinan með Indverja, þótt ó- neitanlega sé komið fram á ell- eftu stu|udu.j Kínveirjjtar voru 300 milljónir, Indverjar eru 400 milljónir. Brezki herinn í Indlandi mun berjast, og það mun inverski herinn vonandi einnig gera, en það er varla von til þess, að þeer geti staðizt hinar nýju árásaraðferðir, árásii' úr öllum áttuni; af sjó og úr lofti, að framan og að baki. Eina leiðin er að reyna að loka sókninni að ibaki, sleppa inn í skóga og gefast ekki upp. Það var ekki hægt í Burma, þar sem íbúarnir voru óvinveittir varnarhernum, en siíkt mætti gera meðal vin- veittra Indverja. Indverjum hef- ir verið kennt að hafa ýmugust á Englendingum, en þeir fjand- skapast ekki við sína eigin her- menn og foringjarnir eru þó a. m. k. ariskir að uppruna og vestrænir að menningu. Þeir fyrrlíta líka aðferðir Japana og framkomu. Þeir vilja að vísu FRU GERD GRIEG . ' , ' . ^ ; / ■ iorskt kvðld í Iðnó fimmtudag 20. og föstudag 21. þ. m. kl. 8. Einsöngur, upplestur og leiksýning, 2 þættir úr leikritinu Hedda Gabler eftir H. Ibsen Aðgöngumiðasala fyrir báðar sýningarnar hefst kl. 4 í dag í Iðnó. Ath. Fráteknir aðgöngumiðar að fimmtudagssýning- unni skulu sóttir frá kl. 2 til 4 í dag, annars seldir öðrum. fá sjálfstæði og eru blindaðir af Iþeirrí villu, að það séu stjórn endurnir einir, sem eiga að berjast og hafa vopn í hönd. Það voru sumir svo aftur- haldssamir; að þeir töldu það mestu firru að láta almenning fá vopn í heimavarnaliðinu enska. Það var allt of mikil áhætta, sögðu þeir. En þrátt fyrir nöldur þeirra skapaði ótt- inn við innrás í skjótri svipan 1.500.000 manna vopnað heima varnalið á Englandi. En þessir sömu aftuxhaldsseggir munu að sjálfsögðu fremur Iíta á Ind- verja sem svikara en banda- menn. En til að geta varizt Japönum þurfa Indverjar að öðlast hugarfar smáskæruhern- aðarins, og það hugarfar geta vopnin ein skapað. 2. Við verðum að taka tillit til þess að Japanir þurfa að flytja birgðir sínar um sívaxandi vega lengdir. Minnumst þess, að það er takmark Þjóðverja að ráða undan Bandamönnum yfirráðin á höfum úti, og virðast ætla að að gera það með kafbátahern- aði, loftárásum og leyniþjón- ustu. Bandamenn ættu að fara sömu leiðina. Japanar geta ekki haldið öllum eyjagrúan- um í Kyrrahafinu. En Banda- menn verða að hafa þar birgða stöðvar. Einhverjum eyjum hljóta þeir1 að geta haldið til þess, á svipaðan hátt og Möltu og Uawai. Þaðan eiga víkinga- sveitir að fara til árása á skip óvinanna. Þar verða að vera öruggir flugvellir og lang- drægar byssur, sem haldið geta óvinunum í hæfilegri fjarlægð. En varast verður allar úreltar hernaðaraðferðir. Ekki má til dæmis eingöngu reiða sig á stór herskipabákn og flugvélamóð- urskip, engin þjóð getur haldið yf irráðum á höf unum nema hún hafi þau á lofti. 3. Kvenfólk og borgarar Jap- ans hljóta að vera veikur hlekkur í varnakeðjunni hjá þeim. Kvenfólkið í Bretlandi og Ameríku er fyrir löngu hætt að vera þrælar, og svo er nú orðð Kka um rússneska kven- fólkið. En í Japan, Þýzkalandi og annarsstaðar í Öxulríkjun- unum er konunum haldið á lægra stigi en karlmönnunum. Hættan sýnir ljóslega mismun- inn á þessu tvennskonar kven- fólki. Þær, sem þrælkaðar eru, verða hræddar, en hinar stæl- ast. Það var bersýnilegt í loft- árásunum miklu á London, og svo var um allan fjöldann af fcdkinu. Það er einhver spenn- ingur, sem grípur fólk. En fólk, sem er ósjálfstætt og kúgað, verður kjarklaust og gagnlaust og að lokum til trafala. Ekkert hefir meiri áhrif á menn, sem vinna í verksmiðjum en sálar- ástand kvenna þeirra og bama. Fyrr eða síðar smitast líka hermennirnir sjálfir, ef fjöl- skyldur þeirra eru gripnar ang- ist. Þetta getur unnizt með loftárásum á Tokio, Osaka, Kioto og BerMn, en iþað er þýð- ingarlaust, hvað þessu viðkem- ur að kasta sprengjum á Lond- on og Moskva, frjálsar konur láta ekki bugast, en veimil-í títur þola ekki áfallið. Það eru Mka að miklu leyti þrautkúgaðir menn, sem vinna í Japan og Þýzkalandi. Óttinn bætir ekki kjark þeirra fremur en verk þeirra. Það er talað um, að uppreisn kunni að brjót ast út meðal hins kúgaða lýðs í Þýzkalandi. Og þá sé komið að endalokunum. En það er engu I ósennilegra, að ibyltingin ríði yfir ráðamennina í Japan. Þeir hafa beitt sósíaliste og kommún ista svo hörðu síðustu 40 árin, að þeir hafa ástæðu til að ótt- ast afleiðingaxnar. Rússneskur áróður og ameríkskar sprengj- ur ættu að flýta íyrir því, að sá dagur renni upp. 4. Hversvegna mega Japanir til með að gera árás? Hvers- vegna ekki setjast ,um kyrrt og eiga náðuga daga? Það er af f'rii. á 6. síðu. í Um Tívolí stúdenta í HljómskálagarSinum. — Áætlunin, sem breyttist, og erfiðleikar undirbúningsnefndarinnar. HINU MESTA slagviðri kvöld eftir kvöld unnu ungir og gamlir stúdentar að því að undir- búa „Tivoli“ sitt í Hljómskólagarð- inum. I»að átti að opna á sunnu- daginn. En flóðgáttir himinsins opnuðust og þeir áttu fullt á fangi með að verja dót sitt — og koma í veg fyrir að það flyti burtu. — M var ekki hægt að opna, en þó komu allmargir og hímdu renn- votir undir skúrunum. Forvitnin rak menn suður eftir, hvað sem tautaði. EG HAFÐI sannarlega mikla samúð með stúdentunum, bæði stúlkunum og strákunum. Þeir unnu rqikið verk fyrir ,Garðinn“ sinn og ég óskaði þess heitt og innilega að þeim yrði að von sinni, að takast mætti aS næla í nokkrar þúsundir króna handa „Garðin- um“. — Guðbrandur Jónsson pró- fessor var í nefndinni — og menn geta alveg gert ráð fyrir, að þá hafi ekki vantað „ideurnar“. — Hann vann líka eins og hestur. MEÐAN Á undirþúningnum stóð klæddist hann brúnum samfesting og „galdraslánni" sinni sprtulyngs- lituðu — sem er sérkennilegasta „slá“ í Reykjavík — og svo gekk hami svo hratt úr mat og í mat að allt hrökk fyrir á vegi hans. — En þegar ég hitti hann á mánu- dagskvöld var hann orðið svolítið þreyttur — og þegar ég spurði: „Hvar er ....?“ „Hvenær byrjar ..?“ „Hvar er hægt að fá ....?“ Þá leysti hann úr spurningum mín- um fljótt og vel — en það var einhver gremja í röddinni — svo ég fór. Það var ekki aðeins á dag- inn, sem hann varð að vinna að undirbúningi þessa gróðafyrir- tækis, „Garðsins“, heldur líka á næturna. Aðfaranótt mánudags var haim rifinn upp úr niminu kl. 2. EN HANN var ekki vel ánægður á mánudagskvöld. Hann <jg félagar hans höfðu undirbúið allt eins vel og þeir gátu. — En þó að þeir væru; allir bænheitir, þá gekk það ekki vel meö veðrið. Og það að ekki var hægt að byrja samkvæmt átælun breytti öllum áætlunum. Þess vegna urðu ýmsir menn líka fyrir vonbrigðum á . mánudags- kvöld. Þá vantaði-skemmtunina — „tombólan'; var dregin upp á fáum mínútum, allt gekk upp sam- stundis. MENN SÖGÐU: „Hér er nóg af engu“. Þetta má til sanns vegar færast. Þarna var gaman, þó að á- ætlunin hefði ruglast — og lítið væri af skemmtiatriðum. Eg komst aldrei í „Rauðu mylluna", þar var svo mikil þröng. — En ég skemmti mér ágætlega við að horfa á fólkið sjálft — hlusta á hvað það sagði — og glápa á belgina, sem liðu upp í blámann, þar til þeir hurfu. MENN BJUGGU SIG út með peninga — þeir ætluðu að eyða. En þó að margt væri með „stríðs- verði“, þá gátu menn ekki eytt eins og þeir vildu. í gærkveldi komst dálítið lag á áætlunina og í kvöld kemur enn betra lag á hana. Ný tombóla er í gangi, spádómar. galdramennska og yfirleitt allt. Á mánudagskvöld var garðuririn svartur al fólki — og ég hygg að svo verði einnig í kvöld og næstu kvöld.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.