Alþýðublaðið - 01.09.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.09.1942, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐl© Þriðjudagur 1. september 1942. Þýzk loftárás á ís- tenzkan bóndahæ. Tveimur sprengjum varpað niður hjá Höskuldarnesi við Raufarhöfn. -------------——? Komu niður í kálgarð þar sem maður var að vinna, en hann komst undan. IGÆRMORGUN kl. 8% sást stór fjögurra hreyfla sprengjuflugvél, sennilega Focke Wulf „Kurier", fljúga hátt yfir Raufarhöfn. Kom hún úr austurátt og flaug vest- ur yfir Sléttu. Þegar hún var stödd yfir bænum Höskuldar- nesi, sem er um 3 km. norðan og vestan við Raufarhöfn, sleppti hún tveimur sprengjum. Stjórn ameríkska setuliðsins hér gaf í gær út svofellda tilkynningu um þennan atburð: „Þýzk sprengjuflugvél flaug yfir Norðaustur-ísland að morgni hins 31. ágúst og kastaði tveimur sprengjum. Sprengjurnar lentu í kartöflugarði í Nesi, sem er í tveggja mílna fjarlægð norðaustur'af Raufarhöfn. Tveir íslendingar þeyttust um koll, þegar sprengjurnar kómu niður." Alþýðublaðið átti í gær ital við fréttaritara sinn á Raufarhöfn og fékk hjá honum sitirfarandi upplýsingar: Sonur bóndans í Höskuldarnesi, Árni Árnason að nafni, var staddur í kálgarði, þegar hann sá flugvélina fljúga yfir. Sá hann, þegar hún sleppti sprengjunum, tók til fótanna og komst á að gizka 15—20 faðma út fyrir garðinn. Þá fleygði hann sér niður. * Sprengjurnar komu niður í kálgarðinn. Mynduðu þær tvo stóra gíga og þeyttist mold í allar áttir. Lenti stór mold- arköggull í höfuðið á Árna og ruglaðist hann við í bili, en komst þó hjálparlaust heim að bænum. Var hann Jbúinn að ná sér, þegar blaðið átti viðtal við fréttaritara sinn á Rauf- arhöfn síðdegis í gær, og hafði ekki sakað meira. Á Raufarhöfn sjálfri varð svo mikill loftþrýstingur af. sprengingunum, að húsin skulfu og moldarmekkirnir sáust, þótt í hér um bil þriggja km. fjarlægð væru. Flugvélin hvarf vestur yfir Sléttu í áttina til Rauðu- núpá. / Tveir menn biða banai Mf- reiflaslysi ofan vlð írbæ. —i •.»,---------------------------- Brezk og islénzk bifreið rákust þar á. t ¦-—;-------------------------------------------*----------------------------------------------------------------------- T FYRRAKVÖLD klukkan hálf níu varð sviplegt bifreið- ¦*¦ arslys á Suðurlandsbrautinni, skammt fyrir ofan Ár- bæ. Rákust þar á brezk bifreið og íslenzk fólksbifreið, og dóu tveir menn, en nokkrir meiddust. Bifreiðarstjórinn á íslenzku bifreiðinni, K. 31, heitir Ingólf- ur Andrésson og er frá Sauðár- króki. Segir hann svo frá, að þegar hann hafi verið á leið í bæinn fyrir ofan Árbæ, hafi hann tekið eftir Bandaríkjaher- manni, sem stóð á vegarbrún- inni vinstra megin. Þegar bif- reiðin var komin nálægt, bregð- ur hermaðurinn við og hleypur yfir veginn. Til þess að forða slysi beygði bifreiðarstjórinn til hægri, en hermaðurinn lenti á vinstri hluta bifreiðarinnar, kastaðist út á veginn og beið bana. í sama bili kom brezk herbif- reið á móti. Rákust bifreiðarnar á og skemmdust báðar mikið. Ekki er vitað um meiðsli þeirra, sem voru í brezku bifreiðinni. í íslenzku bifreiðinni voru fjórir menn að bifreiðarstjóran- um meðtöldum. Einn þeirra, Jón Elías Jónsson, Ránargötu 1, slasaðist svo, að hann dó á leið til sjúkrahúss. Var hann kvænt- ur og átti eitt barn. Hafði hann setið í aftursæti bifreiðarinnar, þegar áreksturinn varð. Bifreiðarstjórinn hentist fram á rúðuna við áreksturinn og meiddist á höfði og skarst á hné. Þriðji maðurinn , sem meidd- ist í bifreiðinni, Viggó Eggerts- son matsveinn, fótbrotnaði og marðist á höfði. Fjórði farþeginn slapp alveg við meiðsli. Hryllileg árás Bandaríkja** manns á íslenzka konu. ...... ? — Brauzt Inn í sumarhústað suður í Kópavogl og særði hana mörgum sárum á höfði með öxL Kon&n, s©m fieitt var á Lands* spítalann, er ná taiin nr iiættn o§ tilræðisniaðurinn nefir náðst. A ÐPARANÓTT, síðastliðins sunnudags klukkan 2,45 ^* varð sá hryllilegi atburður í Kópavogi, að ameríkskur maður brauzt inn í sumarbústaðinn Smáravelíi í Fífu- hvammslandi, réðst þar á konu og veítti henni marga á- verka á höfuðið með öxi. Konan liggur á Landsspítalanum og er talin úr lífshættu. Tílræðismaðurinn hefir náðst. ísandsmót í knattspyrnu í I. flokki heldur áfram í kvöld kl. 7. Þá keppa K.R. og Valur. Konan, Klara Sigurðar- dóttír, sem var héSan úr Reykjavík, var stödd þarna í sumarbústaðnum, en húsmóðir- in var ekki heima. Auk hennar voru þar tvær telpur, 10 og 11 ára, og ungbarn í vöggu. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarfógetaskrifstofunni í Hafn arfirðj var atburðurinn á þessa leið: Klukkan 2,45 aðfaranótt sunnudágs réðst ameríkskur maður inn í sumarbústaðinn. Var hann með hvítan klút bund- inn fyrir andlitið og barðastór- an hatt, sem slútti niður fyrir augu og bar öxi í hendinni. Réð- ist hann þegar á konuna og hjó öxinni í höfuð henni. Komst konan nauðulega undan og út, en maðurinn fór á eftir og náði henni. Við neyðaróp konunnar vökn- uðu báðar telpurnar og komust út um svefnherbergisglugga. Þegar þær komu út, sáu þær manninn, en konuna hvergi. Földu þær sig fyrir honum, unz hann hljóp burtu, en þá hlupu bær yfir að sumarbústaðnum i Sólvangi og vökíu þar upp, en þar býr Trausti Ólafsson efna- fræðingur og kona hans. Fór Trausti þegar yfir á Smáravelli og kom konan í sömu svifum inn. Var hún mjög illa útleikin, með flakandi sár á höfði, alblóðug.í andliti og hafði fengið heilahristing. Þvoði Trausti sár hennar, en því næst var hún flutt á Landsspítalann, en börnin yfir í sumarbústað Trausta. Skömmu seinna kom lögregl- an úr Hafnárfirði og.ameríksk lögregla á vettvang. Fannst þá öxin og var það öxi húsbænd- anna á Smáravöllum, sem árás- armaðurinn -hafði tekið, þegar hann brauzt inn í húsið. Við rannsókn á . meiðslurri konunnar á Landsspítalanum reyndust þau vera: 1 cm. langt blæðandi sár vinstra megin á nefi. 2 cm. langur flipi á neðri vör. Stórt glóðarauga hægra meg- in. Smásár utan til á auga. 4, 7 og 12 cm. langir skurðir í hársverði, allir inn í bein. Auk þess var andlitið allt þrútið og rautt. Föt hennar voru öll tætt og moldug. Árásarmaðurinn hafði verið drukkinn, þegar hann réðst inn í sumarbústaðinn. Tilkyaning ame* rfksku herstjórn~ arinnar. Frá ameríksku herstjórninni barst Alþýðublaðinu síðdegis í gær eftirfarandi tilkynning um atburð þennan: „Snemma á sunnudagsmorg- un, 30. ágúst, tilkynnti íslenzka lögreglan herlögreglu Banda- ríkjanna það, að ráðizt hefði verið á íslenzkan kvenmann, Klöru Sigurðardóttur, sem stödd var í sumarbústað ná- lægt Smáravöllum við Hafnar- fjarðarveg, og hún særð. Konan hafði verið flutt í Landsspítal- ann áður en atburðurinn var tilkynntur ameríksku yfirvöld- unum. Rannsókn var þegar hafin, og yfirhershöfðinginn hefir lagt svo fyrir, að Bandaríkjaherinn skuli láta yfirmanni herlögregl- unnar og rannsóknarlögregl- unni alla þá liðveizlu í té, sem kostur er á. Síðan hefir allt, sem hægt er, verið gert til þess að hafa hendur í hári hins seka eða hinna seku. íslenzk yfirvöld vinna með herlögreglunni að rannsókninni, og menn hafa verið handtekrtir. Yfirhershöfðinginn hefir, fyr- ir milligöngu ameríksku sendi- sveitarinnar, tjáð forsætisráð-, herranum hrylling sinn vegna þessa glæps og lýst því yfir, að Bandaríkjaherinn muni gera allt, sem í hans valdi stendur til þess að leysa þetta mál og draga sökudólgana, hyerjír sem þeír kunna að vera, fyrir lög og dóm." Starfsmeno bank- anna M launaupphót SÍÐASTLIÐINN laugardags- morgun varð það að sam- komulagi, að starjsmenn bank- anna skyldu fá launauppbót, Er það Sams konar launabót og sú, sem opinberum starfs- mönnum hefir verið greidd. Verður greidd uppbót á laun, sem eru 10,000 krónur á ári r eða lægri. Bifreiðaþjófur fuödinn. "O IFREIí>AÞJÓFURINN, *-* sem stal nýlega bifreið frá Bifreiðaeinkasölunni og skildi hana eftir uppi hjá Árbæ, hefár nú fundizt. Er það 18 ára piltur og hefir jáíað á sig fleiri bif- reiðaþjófnaði. Hafði hann áður stolið úr sama porti bifreið, sem Vil- hjálmur Þór bankastjóri átti. Hafði hann skilað henni aftur í sama port, en þjófnaðurinn komst upp á þann hátt, að bif- reiðin var óhrein, þegar að var komið um. morguninn, en hafði verið hrein kvöldið áður, þegar skilið var við hana. Þriðju bifreiðinni hafði hann stolið og lent í árekstri við setu- liðsbifreið. Skildi hann bifreið- ina eftir skemmda inni á Laug- arnesvégi. Þá mun hann hafa reynt a5 stela fleiri bifreiðum. Bifreiðaárekstnr á niöíufi Sölvalla- oi HofsvðUagðtn. BIFREIÐAÁREKSTUR varB á vegamótum Sólvallagötu og Hofsvallagötu í gærmorgun um það bil sem loftvarnamerkið var gefið.- Voru það tveir ís- lenzkir bílar, sem rákust á, lítil fólksbifreið og vöruflutninga- bifreið. Áreksturinn var mjög harður og skemmdust báðar bif- reiðarnar mikið. Meiðsli urðu lítil. Áreksturinn vildi þannig til, að vörubifreiðin kom vestan Hofsvallagötu, en fólksbifreiðin austan Sólvallagötu og kom hún á vörubifreiðina flata, svo a8 hún kastaðist á hliðina. Hún var óhlaðin. Bifreiðarstjórinn mun hafa hlotið smávegis meiðsli. Báðar bifreiðarnar voru hroðalega útlítandi. Tíðinda- maður Alþýðublaðsins kom á vettvang skömmu eftir að á- reksturinn varð og lá'þá vöru- bifreiðin á hliðinni þvers um á götunni, hafði sýnilega kastazt nokkra metra eftir" áreksturinn og var afturendi hennar fast við húsið Sólvallagötu 27. Stýrishús bifreiðarinnar var mölbrotið, smúrningsolían úr vélinni rann niður eftir götunni. Fólksbifreiðin, RE 1756, stóð hér um bil á miðri götunni, nokkuð frá hinni. Vélarhúsið var mjög beyglað saítian vinstra megin, og framhjólið brotið og lagt saman, aurbrettið rifið frá aftur með.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.