Tíminn - 26.10.1963, Page 14
ÞRIDJA RÍKID
WILLIAM L. SHIRER
þess að leita að svarinu við þessu.
Svo framariesu, ssm hann gat séð,
var víst að Pólverjar myndu ekki
láta undan hótunum Hitlers og
myndu berjast, ef inn í land
þeirra yrði ráðizt, en að hernað-
arlega og stjórnmálalega væri að-
staða þeirra ekki góð. Flugher
þeirra var úreltur, landherinn ó-
þjáll, hernaðarleg aðstaða þeirra
— umkringdra Þjóðverjum á þrjár
hliðar — nær því vonlaus.
Þar að auki gerði það árás af
hálfu Breta og Frakka mjög svo
erfiða, að varnir Þýzkalands í
vestri höfðu mikið verið styrktar.
Og að lokum var augljóst, að hinir
þráu pólsku „ofurstar" myndu
sættast á að taka við hjálp Rússa,
jafnvel þótt Þjóðverjar væru
komnir að hliðum Varsjár.
Atburðirnir gerðust nú fljótt.
Beck ofursti undirritaði 6. apríl
samkomulag við Stóra-Bretland í
Lundúnum þar sem hinu einhliða
brezka ioforði var breytt í mikil-
vægan samning um gagnkvæma
aðstoð. Tilkynnt var, að varanleg-
ur samningur yrði undirritaður
eins fljótt og nákvæmari atriði
hans hefðu verið gerð.
Næsta dag, 7. apríl, sendi Musso
lini sveitir sínar inn í Albaníu og
bætti við sig hernámi litla fjalla-
ríkisins Abessiníu. Þannig fékk
hann stökkpall til þess að kom-
ast af inn í Grikkland og Júgó-
slavíu og vegna spennunnar, sem
ríkti í Evrópu, varð þetta til þess
að smáríkin, sem dirfðust að
standa gegn Öxlinum, fóru að
skjálfa enn þá meir en áður. Eins
og ljóst verður af skjölum þýzka
utanríkisráðuneytisins, var þetta
gert með algjöru samþykki Þýzka-
lands, sem hafði verið látið vita,
áður en þetta gerðist. Frakkland
og Bretland komu með sinn mót-
leik 13. apríl, er þeir hétu Grikk-
landi og Rúmeníu aðstoð. Flokk-
arnir voru farnir að fylkja sér.
Um miðjan apríl ko;n Göring til
Rómar og Ribbentrop til mikillar
gremju átti hann tvo langa fundi
með Mussolini, 15. og 16. apríl.
Þeir samþykktu, að þeir „þörfn-
uðust tveggja til þriggja" ára til
þess að undirbúa „almenn átök“,
en Göring lýsti því yfir, að styrj-
öldin brytist út fyrr „væri aðstaða
Öxulsins mjög sterk“ og „gæti
hann borið sigur úr býtum í átök-
um við alla andstæðinga, sem lík-
legir voru.“
Minnzt var á beiðni, sem borizt
hafði til Rómar og Berlínar 15.
apríl frá Roosevelt forseta. Musso-
lini hafði fyrst neitað að taka við
henni, að því er Ciano sagði, og
Göring tilkynnti, að hún væri ekki
þessi virði, að henni yrði svarað.
Mussolini áleit hana „afleiðingu
af lömun í æsku“, en skoðun Gör-
ings var sú, að „Roosevel't þjáðist
af andlegum sjúkdómi, sem væri
að byrja“. í skeyti forsetans til
Hitlers og Mussolinis hafði hann
varpað fram hreinskilnislegri
spurningu:
„Eruð þér reiðubúnir til þess
að leggja fram staðfestingu á því,
að herir yðar muni ekki fara inn
á land eftirfarandi sjálfstæðra
þjóða?
Á eftir hafði fylgt listi yfir þrjá-
tíu og eitt ríki, þar á meðal Pól-
l'and, Eystrasaltsríkin, Rússland,
Danmörku, Holland, Belgíu, Frakk
land og Bretland. Forsetinn vonað-
ist til þess að hægt yrði að heita
því, að ekki yrði gerð árás á þessi
riki „í tíu ár að minnsta kosti“
i eða „tuttugu og fimm ár, ef við
. þorum að horfa svo langt fram“.
í Ef þessu yrði heitið, lofaði hann
þátttöku Bandaríkjanna í „viðræð-
um“ allra þjóða um að létta af
heiminum „þeirri bölvuðu byrði,
sem fylgdi hervæðingunni" og til
þess að opna leiðir til alþjóðlegrar
verzlunar.
„Þér hafið hvað eftir annað
staðhæft“, minnti hann Hitler á,
„að þér og þýzka þjóðin hafi enga
löngun til þess að fara út í styrj-
öld. Ef þetta er satt, þá er ekki
þörf á, að til styrjaldar komi.“’
í ljósi þess, sem nú er vitað,
virðist þetta barnaleg bæn, en for-
foringjanum fannst hún nægilega
óþægileg til þess að láta það frétt-
ast, að hann myndi svara henni —
ekki beint, hel'dur í ræðu, sem
flutt var á sérstökum fundi, sem
boðað hafði verið til í Reichstag,
28. apríl.
Á meðan, eins og fram kemur í
skjölum þýzka utanríkisráðuneytis
ins, sendi stjórnin í Wilhelm-
strasse skeyti, 17. apríl, þar sem
lagðar yoru fram tvær spurning-
ar við þau ríki, sem Roosevelt
nefndi, að Póllándi, Rússlandi,
Bretlandi og Frakklandi undan-
skildum. Fannst þeim að yfir þeim
vofðu á nokkurn hátt ógnanir af
hálfu Þýzkalands? Höfðu þau veitt
Roosevelt leyfi til þess að bera
fram þessa uppástungu?
„Við efumst ekki um það,“ sagði
Ribbentrop í skeytum til sendifull-
trúa sinna í viðkomandi löndum,
„að báðum spurningunum verður
svarað neitandi, en samt sem áður
af sérstökum ástæðum, viljum við
fá áreiðanleg svör þegar í stað.“
Hinar „sérstöku ástæður“ áttu
eftir að koma í ljós, þegar Hitler
hélt ræðuna 28. apríl.
Utanríkisráðuneytið gat gert
skýrslu handa foringjanum 22.
apríl um, að flest landanna, þar á
meðal Júgóslavía, Belgía, Dan-
mörk, Noregur, Holland og Lux-
emburg „hafa svarað báðúm spurn
ingunum neitandi“ — en þetta
svar átti brátt eftir að sýna,
hversu sakleysislegum augum
stjórnir þessara landa litu Þriðja
ríkið. Frá Rúmeníu kom hins veg-
ar napurt svar svohljóðandi, að
„Stjórn Ríkisins hefði sjálf að-
stöðu til þess að vita, hvort land-
inu stæði ógnun af ríkinu.“ Litla
Lettland inni við Eystrasalt skildi
ekki fyrst eftir hvaða svari var
óskað, en utanríkisráðuneytið
beindi því fljótlega á rétta braut.
Weizsácker hringdi til sendiherra
síns í Ríga 18. apríl.
— til þess að segja honum, að
okkur hafi ekki verið fært að
215
skilja svar utanríkisráðherra Lett-
lands við spurningunni um skeyti
Roosevelts. Á meðan nær því allar
stjórnirnar hafa svarað, og auð-
vitað neitandi, fjallaði Munters
um þennan hlægilega ameríska á-
róður sem spurningu, sem hann
þurfti að ráðgast um við meðráð-
herra sína. Svari Munters ekki
þegar í stað, og segi „nei“, mynd-
um við verða að bæta Lettlandi við
þau ríki, sem fúslega hefðu gerzt
vilorðsmenn herra Roosevelts. Ég
sagði, að ég gerði ráð fyrir, að orð
í þessum dúr af vörum Herr von
Kotze (þýzka sendiherrans) '
myndu vera nægileg til þess að fá
fram hið augljósa svar frá honum.
Það var það líka.
Svar Hitlers til Roosevelts
Svörin voru kröftugt vopn fyrir
Hitler, og hann notfærði sér þau á
meistaralegan hátt, þegar hann
hellti sér út í ræðu sína í Reichs-
tag. þennan fallega vordag, 28.
apríl 1939. Ég held að þetta hafi
verið lengsta opinbera ræðan, sem
hann nokkru sinni flutti, en það
tók meira en tvær klukkustundir
að flytja hana. Á margan hátt,
sérstaklega hvað snerti áköllunar-
máttinn, sem hún hafði fyrir Þjóð-
verja og aðra vini Nazista-Þýzka-
lands erlendis, þá var þetta ef til
vill snilldarlegasta ræða, sem hann
nokkru sinni hélt, vissulega sú
bezta, sem höfundurinn heyrði
nokkru sinni frá honum. Hún náði
hærra en hann átti nokkru sinni
eftir að ná aftur hvað viðvék
mælsku, slægð, kaldhæðni, háði
og undirferli. Og þrátt fyrir það,
að ræðan væri undirbúin fyrir
Þjóðverja til' þess að hlusta á þá,
var henni ekki aðeins útvarpað um
allar þýzkar útvarpsstöðvar heldur
einnig hundruð annarra stöðva
um allan heim. í Bandaríkjunum
var henni útvarpað um allar helztu
fara til borgarinnar til þess að
ala barn sitt, og raunar til hvers
konar læknisfræ^ilegrar umönn-
unar, alveg á sama hátt og hún fór
til Denver eða San Francisco til
þess að kaupa sér skó og kjóla, og
pantaði blússur og nærföt frá Chi-
cago og New York. Hún gat fengið
jafn fallega og góða hluti hjá
Anderson’s í Berilo, en þeir höfðu
ekki þá yfirborðsfágun, sem stór-
borgöarstimpillinn veitir. Hún
hafði farið til austurríkjanna til
að afla sérunenntunar. Hún hafði
búið verðandi heimili þeirra hús-
gögnum, sem hún hafði pantað
eftir verðlistum frá austurríkjun-
um. Hugmyndir sínar sótti hún í
blöð og tímarit, sem gefin voru
út í austurríkjunum.
Hún mundi vilja hljóta umönn-
un stórborgarlækna. Og þó að hún
ætti heimili sitt í vesturríkjunum,
beið hún þess með óþolinmæði, að
vesturríkin yrðu í öllum smáatrið-
um jafn ..merkiieg" og austur-
ríkin.
Að öllum líkindum hafði hún
tekiö Phil, af því að hann var frá
austurrikjunum, og í hennar aug-
um var hann enn laugaður í ljóma
þeirra. Hafði hún ef til vill í huga
að fá hann til að flytja til austur-
ríkjanna? Og' þá jafnvel fljótlega?
Rannsakandi augnaráð Phils
hvíldi stöðugt á baki verðandi eig-
inkonu hans.
Marynelle var góð á skíðum,
eins og hún var raunar i öllu, sem
hún spreytti sig á. Dugleg, lagleg
nútímakona, en alveg laus við lif-
ándi áhugamál og skoðanir. Vissu-
lega las hún mikið, en aðallega
metsölubækurnar. Hún var vel séð
af klíkunni, þar sem hún beitti
töfrum sínum á báða bóga og lífg-
aði upp á hópinn með lífsfjöri
sínu. Hún var snjöll og skemmti-
leg í viðræðum. En sá, sem ekki
féll Marynelle í geð samkvæmt
yfirborðskenndu mati hennar, varð
að gera sér að góðu kuldalegt við-
i mót.
Gat Phil kvænzt stúlku vegna
lífsfjörs hennar, vegna áhuga
hennar og hæfni í íþróttum, vegna
borgaralegra skoðana hennar á
réttu og röngu, og um leið von-
azt til að finna samúð og skilning
hjá þessari sömu stúlku? Hann
mundi ekki finna þessa eiginleika
hjá Marynelle. Marynelle kafaði
ekki til botns í neinu máli. Hún
hafði ástríðufullan áhuga á borg-
aralegu umtali, og hún lét ekkert
slíkt fram hjá sér fara, en skyn-
samlegar rökræður leiddi hún hjá
sér. Þær voru henni ekki meira
virði en síðasta metsöluplatan,
sem hún var orðin leið á.
Þessi fallega stúlka í dökkbláu
fötunum með fölgulu slæðuna,
sem á þessu augnabliki leit út eins
og desembersíða á almanaki, var
nákvæmlega eins og húsið, sem
þau Phil ætluðu að búa í. Hún
hafði að engu gert hugmyndir
hans um lítið múrsteinshús með
bjálkaþaki. Heimili þeirra var svo
nýtízkulegt sem hugsazt gat. Stein-
steypt hús í fölgrænum lit,' klætt
rauðviði. Smart, flott, nýtízkulegt.
1 Að innan var allt í stíl, glugga-
tjöld í sama lit og loftið, eldhús-
gólfið lagt flísum í sama lit og
eldhúsborðið og gluggakarm-
arnir og hvað það nú var. Flott?
— jú, vissulega, en . .
Ef til vill gæti þetta orðið þægi-
legt heimili, en- hann bjóst naum-
ast við því. Ekki frekar en hann
bjóst ekki við, að það yrði þægi-
legt að búa með Marynelle. Allir
sögðu, að húsið væri dásamlegt.
j — Það er alveg eins og þú, elsk-
an!, sögðu vinir Marynelle við
hana.
Engar bókahillur voru í húsinu.
ÁSTIR LÆKNISINS
ELIZABETH SEIFERT
Einn veggurinn var útbúinn, sem
geymslurúm undir bækur Phils.
Eitt herbergið í kjallaranum var
helgað íþróttunum. Hurðin að
j búningsherberginu var eins og
hálfmáni í laginu. Allt var þetta
mjög sniðugt, en Phil hafði gam-
aldags hugmyndir, sem hann hafði
að vísu ekki rætt sérstaklega við
i Marynelle, um það, hvernig hann
vildi hafa heimili sitt. Hann hafði
I hugsað sér stað, sem mundi færa
honum hvíld og endurnæringu,
stað, sem væri í algjörri mótsetn-
ingu við þann heim, sem umlukti
starf hans og daglega önn.
Hvað var þetta, sem hann var
að leggja út í? Hvernig í ósköpun-
um hafði þetta allt gerzt, án þess
að hann beinlinis gæfi því gaum?
Gerði hann í rauninni rétt í því
að kvænast þessari stúlku? Með
festu og framheldni mundi honum
takast að gera henni skiljanlegar
þær kröfur, sem starf hans á
sjúkrahúsinu gerði til hans með
Véttu. En þess utan mundi hann
verða að helga líf sitt Marynelle,
það var honum Ijóst nú. Var það
þetta, sem hann vildi? Og hvað
var það, sem hafði komið honum
til að velja Marynelle?
Átján annasamir mánuðir voru
liðnir, síðan Phil kom til Berilo.
Hann hafði áður reynt víða fyrir
sér, en að lokum fengið augastað
á Berry og Chappell. Hann kom
til okkar í júlí, og í október ákvað
hann að ílengjast þar og kaupa
hluta í stofnuninni. Staðurinn
veitti honum tækifæri, og hann
fullnæðgi þeim kröfum, sem til
hans voru gerðar þar.
Ákvörðun hans var öllum á-
nægjuefni. Hann var einmitt sá
maður, sem litli hópurinn okkar
þarfnaðist. Og Phil kunni vel við
sig í Berilo, hann kunni að meta
hreinleika umhverfisins, fegurð
fjallanna, uppgang bæjarins. Hann
hló stundum að sérkennilegu hátt-
erni íbúanna og okkar sjálfra á
sjúkrahúsinu, en það var góðlát-
legt gaman. Hann vissi, að hann
vann þarft og gott verk meðal
fólks, sem vert 1 var að kynnast.
Og hann varð einn af klíkunni,
áður en langt leið. Öllum líkaði
vel við hann.
Hvað aldur snerti, vorum við í
klíkunni öll í kringum þrítugt,
mörg okkar þegar gift. Samkomu-
lagið var gott, þó að raunar hvert;
tækifæri væri gripið, sem gafst
til að slúðra svolítið um náung-
ann. Hvað, sem því leið, var Phil
kærkominn meðlimur. Karlmenn-1
irnir urðu þegar vinir hans, og1
konurnar hrifust allar af honumj
giftar sem ógiftar.
En Marynelle bar sigur út být-
um. Hvernig og hvers vegna, veit
ég ekki Satt að segja hef ég bara
ekki nægilegt hugmyndaflug til
að ímynda mér aðferðir stúlku
eins og Marynelle.
Phil hafði að sjálfsögðu skýring-
ar á reiðum höndum. Marynelle
var alltaf svo alúðleg við mig,
sagði hann einfaldlega. En alúð
hennar gat vissulega snúizt í eins
konar miskunnarleysi. Ég minnist
þess, þegar við ætluðum öll að
aka til Pendleton eina helgi. —
Ég ek auðvitað með Phil, sagði
Marynelle með festu.
Og svo varð — þau óku í bifreið
Phils, aðeins tvö. Ég var með troð-
inn bíl, og eins var með hina, sem
áttu bíla. En Marynelle og Phil
voru aðeins tvö, og þegar við kom-
um til baka til Merilo, var trúlof-
unin ákveðin. Ef til vill hefur
tunglskinið, sem laugaði fjalla-
tindana svo fagurlega, átt ein-
favern þátt í þeirri ákvörðun. Ef
til vill var líka Marynelle Ijúf í
fangi. Hvað sem því leið, var nú
trúlofunin orðin staðreynd. Mary-
nelle og Phil ætluðu að gifta sig
um jólin, þau ætluðu að kaupa eitt
af nýju húsunum . . .
Phil og Marynelle höfðu nú snú-
ið við og voru á leið heim að veit-
ingahúsinu aftur. Marynelle var
stöðugt á undan. Um leið og Phil
renndi sér í slóð hennar, gagntók
hann æ meir undrunin yfir því, að
hann skyldi vera trúlofaður þess-
ari stúlku
Ég býst við, að undrun hans
hafi allan tímann verið jafn mikil
og okkar hinna yfir þessari trúlof-
un. Og nú, viku fyrir brúðkaup
þeirra, var hann enn að velta því
fyrir sér, hvers vegna hann hafði
valið Marynelle en ekki einhverja
aðra. Það hefði alveg eins getað
verið einhver hinna. Það hefði al-
veg eins getað verið Min . . .
Hann hló upphátt að hugsun
sinni, um leið og hann renndi sér
upp að hlið Marynelle.
14
T í M I N N, laugardaginn 26. október 1963.