Tíminn - 26.10.1963, Síða 16

Tíminn - 26.10.1963, Síða 16
Laugardagur 26. okt. 1963 232. tbl. 47. árg. LAIIN EFTIR STARFSMAH A STJÓRNARFUNDI BSRB hinn 21. þ. m. var m. a. rætt um skipan starfsmanna í launa flokka, og nauðsynlegan undir búning fyrir næstu heiTdar- kiarasamninga, að lokum var samþykkt svofelld Þar sem stjórn BSRB telur æskilegt, að við undirbúning næstu heildarkjarasamninga opinberra starfsmanna verði unnt að beita starfsmati eftir fullkomnustu erlendum fyrir- mvndum samþykkir hún að snúa sér til fjArmálaráðherra með tilmæli um, að ríkisstjóm in sendi fulltrúa tilnefnda af BSRB og ríkisstjórninni til ná- grannalandanna til þess að kynna sér framkvæmd á starfs mati þar. Nýja kompaníið brann til grunna IH-Seyðisfirði, 25. okt. Klukkan 20 mínútur fyrir 2 í nótt Tétu brunalúðrarnir til sín heyra hér á Seyðisfirði, og hafði þa komið upp eldur í öðru af tveimur Vatsnes-húsunum, Nýja kompaníinu, eins og húsið var kallað. Þar geymdu 8 bátar veiðarfæ.ri sín, en húsið brann til kaldra kola, og varð engu bjargað, sem í því var. Fyrir þremur árum keypti Fisksölufélagið hús þetta af Árna Jónssyni og var húsið gert upp, m. a. settar í það nýjar raflagnir Ekkert eldstæði er í húsinu, og eldsupptök ókunn. Húsið hafði verið hólfað sund ur og gátu 6 bátar haft veiðar- færi sín niðri en tveir uppi. Trygging veiðarfæranna var lág. T. d. var allt ótryggt, sem tilheyrði bátunum Sæunni og Stíganda, og sömuleiðis veiðar- færaleifar Sæbjargar, sem sprakk a Seyðisfirði í sumar. Trygging bátsins Ving, sem þarna hafði veiðarfæri sín var lág, en trygging Andvara var hins vegar góð og einnig trygg ing Gullvers. Það var lán í óláni að Svanur og Auðbjörg fóru í róður klukkan 10 í gær- kvöldi, og áttu ekkert af veið- arfærum sínum í húsinu. Höfðu þeir farið út með heila setn- ingu, en hina setninguna áttu þeir beitta í frystihúsinu. Eldurinn varð þegar svo magnaðui, að við ekkert var ráðið. Varð slökkviliðið að láta sér nægja að verja Gamla kompaniið, sem stendur í að- eins 5 metra fjarlægð, og tókst því að koma í veg fyrir að eld- urinn næði þangað, enda var blankalogn. Máttu menn þakka fyrir, að ekki hafði kviknað í kvöldið áður, en þá var ofsa- rok á Seyðisfirði, og hefði ekki verið við neitt ráðið. Nýja kompaníis-húsið sjálft v ar lágt tryggt. MYNDIN SÝNIR haus blaSs- Ins, sem íslenzk-amerfskl klúbb urlnn gefur út f SuSur-Kall- fornfu, undlr stjórn GuSnýjar M. Þorvaldsson. ASelns nafn blaSslns er á fslenzku. L«l( Erlkio* Dlicovcrcd Amðrlca, 1000 A.D, <í MBaaaB&a I ISLENZKT BLAD UT- BREITT í KALIF0RNÍU GB-Reykjavík, 25. okt. „Félagsblaðið“ nefnist blað, sem var að berast mér { hend- ur. Einkennilegast við það finnst mér, að blaðið, sem rit- að er á ensku, skuli bera þetta nafn, sem ég held að sé úti- lokað, að enskumælandi menn geti lesið úr heiti þess, en það skiptir ekki höfuðmáli. Lesendur Tímans rekur máske minni til að hafa séð ÆMdÆÉkM, að í sumar er leið, birtist ein- mitt stutt viðstl við stofnanda þess og útgefanda, Guðnýju M. Þorvaldson, sem hingað kom í heimsókn með stóra hópnum Vestur-íslendinga, sem var hér á þjóðhátíðinni í sumar. Guð- ný. sem er nærri áttræð að aldri, er fædd og uppalin f fs- lendingabyggðunum í Norður- Dakota, en hefur verið búsett í Los Angeles í mörg ár, ekkja eftir Blöm Stigsson Þorvalds- son, sem lézt fyrir sjö árum. Blaðið ritar Guðný á ensku ekki vegna þess, að hún ráði ekki við íslenzkuna, því að hana tal- ar hún og skrifar fullum fetum. Heldur er ástæðan sú, þegar hún hóf útgáfu blaðsins, ætlaði hún, að fleiri gætu lesið það en þeir, sem skilja íslenzku. Þannig hefur blaðið náð tals- verðri útbreiðslu i Kaliforníu. í því birtast aðallega fréttir frá mmmu^mmmmmmmmm GOÐAR HITA f FB-Reykjavík, 25. október. SÍÐUSTU dagana hefur ver- 18 unniS að því að bora eftir heitu vatni á bakka Urriða- vatns austur á Héraði. Holan er nú orðin 40 metra djúp, og hiti vatnsins hefur mælzt 22 stig. Eins og skýrt var frá hér i blaðinu var gerð tilraun með að bora eftir heitu vatni úti í Urriðavatni, 80 metra undan landi. Þar var boruð 116 metra HORFUR MEÐ URRIÐAVATNI djúp hola og reyndist vatnið, sem úr. henni kom 59 stiga heitt. Að því loknu var borinn fluttur á land, og settur niður sex metra frá vatnsbakkanum. Holan á bakkanum er orðin 40 metra djúp, og þegar vatns hitinn var mældur reyndist hann vera 22 stig, en mæling- in var gerð á meðan á borun- inni stóð, svo vatnið mun vera nokkuð heitara i raun og veru, því köldu vatni er stöðugt dælt niður í holuna til þess að kæla borinn. Óvíst er, hversu djúpt verður borað á þessum stað, að þessu sinni. í sambandi við hita vatnsins, sem kom upp úr holunni á Urr- iðavatnsbotni má geta þess, að á Ólafsfirði er hitaveita, og vatnið i henni er aðeins 53 stiga heitt, og að sögn Jóns Jónssonar jarðfræðings, er því ekki frágangssök að nota þetta vatn til einhvers, þó að það sé ekki heitara en þetta. Vaktmaður bariim KJ-Reykjavík, 25. okt. Um miðnætti í nótt var ráðist á vaktmann um borð í Reykjafossi þar sem hann var við störf sín um borð í skipinu sem liggur í Reykjavíkurhöfn. Guðmundur Guðmundsson heit- ir maðurinn sem fyrir þessari fruntalegu árás varð, til heimilis að Barmahlíð 18. Guðmundur var fluttur á Slysa- varðstofuna til aðgerðar, og það- an á sjúkrahús. Líðan hans var eftir atvikum góð i dag, þrátt fyr- ir illa útreið. Rannsóknarlögreglan vinnur nú að rannsókn málsins, og er einn maður í gæzluvarðhaldi sem grun- aður er um verknaðinn. VIGTARMALIÐ TIL SAKSOKNARA FB-Reykjavík, 25. okt. Frumrannsókn er nú lokið í öðru af tveimur undirvigtarmálun um og hafa Saksóknara rík. borizt gögnin í málinu frá Verðlagsdómi. Er hér um að ræða fyrirtækið Magnús Th. Blöndal h.f., Vonar- stræti 4 i Reykjavík, sem kært hef ur verið fyrir að vanvega vörur. Lögreglurannsókn í máli áður,- nefnds fyrirtækis hefur farið fram í Verðlagsdómi, og fyrir nokkrum dögum sendi Gunnlaugur Briem dómari dómsins gögnin til saksókn ara, en sagði i dag, að ekkert væri Framhald á 15. sfðu. 8 vðtn mæld HF-Reykjavík, 25. okt. í sumar var dýpt átta vatna mæld á vegum raforkumálaskrif- stofunnar, en um framkvæmdir sá Sigurjón Rist. Við þetta eru nötaðar bergmálsmælingar og botn vatnanna kortlagður. Á Vesturlandi voru þessi þrjú vötn mæld: Langavatn í Mýrar- sýslu, mesta dýpi 37 metrar, Baul- árvallavatn á Snæfellsnesi, dýpst 47 metrar, og Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi, sem er dýpst 84 metrar. Fimm vötn voru mæld á Norðurlandi, þ. e. Höfðavatn í Skagafirði, dýpst 6 metrar, Ljósa- vatn í Ljósavatnsskarði, dýpst 36 metrar, Eilífsvötn, i námundi við Dettifoss, dýpst 14 metrar, Urriða vatn á Fljótsdalshéraði, dýpst 11 metrar, og Öskjuvatn, sem er dýpst 220 metrar, eins og Tíminn hefur áður skýrt frá. VERKFALI VERZLUNARMANNA JK-Reykjavík, 25. okt. Á hádegi í dag boðaði stjórn Verzlunarmannaféiags Reykjavík- ur verkfall frá og með mánudeg- inum 4. nóvember, hafi ekki sam- izt fyrir þann tíma. Sáttafundur- inn, sem hófst i gærkveldi, stóð fram til klukkan hálfþrjú, en ekki náðist samkomulag. Annar fundur hefur verið boðaður á mánudag- inn kemur, réttri viku fyrir verk- fall. NIÐURSKURBURINN HAFINN ar blaðið hafði tal af honum um 6 leytið í dag, var búið að slátra hátt í 1000 fjár, en engin merki höfðu enn fundizt um sýkingu. Niðurskurðinum verður skipt á milli hreppanna, svo að hann komi jafnt niður. Verður Hörðu- dalshreppur því síðast búinn, að- eins helming fjárins slátrað nú, en hinum helmingnum síðast. KH-Reykjavík, 25. okt. f gær hófst í Borgarnesi niður- skurður á sauðfé úr Hörðudals- hreppi, einum hinna þriggja hreppa Dalasýslu, þar sem allt sauðfé verður skorið niður í haust. Guðmundur Gíslason, læknir á Keldum, hefur með höndum yfir- umsjón með rannsókn fjárins. Þeg 2 STÆRSTU KRANAR VIO HÚFNINAI RIFI HF-Reykjavfk, 25. okt. Hafnarframkvæmdir eru nú hafnar að Rifi á Hellissandi og hafa tveir stærstu kranar Vitamála stjórnarinnar verið fengnir að láni, annar 100 tonna, sem notað- ur er við uppgröftinn og hinn 60 tonna, sem notaður er til þess að reka niður þilin Mánafoss hefur nýlega komið til Hellissands með tæp 400 tonn af stáli, en það verð ur notað í þilin. sem klæða munu svæði um 160 metrar að lengd. Hafnargerðin hefur gengið vel fram að þessu og ef allt fer að óskum, er gert ráð fyrir að henni verði lokið seinni hluta næsta árs. Tvímenmngskeppni F.U.F í bridge Tyrsta keppnin á vegum FUF i lega kl. fe 4llir áhugamenn um Reykjavík r.efst með tvimennings hridge eru velkomnir. Þátttöku- kcppni n k. mánudagskvöld í listi liggur trammi í Tjarnargötu Tjainargötu 26 og hefst stundvis- 26, sími 1-55-64. . _ _s,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.