Tíminn - 23.11.1963, Page 3

Tíminn - 23.11.1963, Page 3
Þeir harma þennan atburð Tíminn sneri sér til formanna stjórnmálaflokka landsins í kvöld og spurði þá hvað þeir vildu segja um hinn hörmulega atburð, er John F. Kennedy, Bandaríkjaforseti, var myrtur í gær í Dallas í Texas í Bandaríkjunum. Svör þeirra fara hér á eftir. Einnig er birt hér samúðarskeyti forseta íslands, er hann sendi Lyndon B. Johnson, forseta Bandaríkjanna í gær. Ásgeir Ásgeirsson, sem staddur er í London a3 lokinni opin- berri heimsókn til Bretlands, sendi í kvöld Lyndon B. John- son, íorseta Bandaríkjanna, samúðarkveðju vegna fráfalls Kennedy Bandaríkjaforseta og bað hann votta frú Kennedy og bandarísku þjóðinni dýpstu hluttekningu. Guðmundur í. Guðmundsson, utanrikisráðherra, sem er með forsetanum, hefur einnig sent Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjnnna, samúðarkveðju vegna hins skyndilega fráfalls Kennedy forseta. BJARNI BENEDIKTSSON, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins: Mér varð vissulcga orðvant, þegar ég heyrði um hið hryllilega og hörmulega morð Kennedys Bandaríkjaforseta, sem var glæsimenni í blóma lífsins. Að öllum líkindum mun hann liljóta mesta frægð fyrir það, sem senniiega hefur kostað hann lífið, baráttuna fyrir jafn- rétti svarira manna og hvítra. Kennedy var mikill baráttu- maður og mannasættari, enda er hans saknað um alla heims- byggðina, á fslandi ekki síður en annars staðar í heiminum, og íslenzka þjóðin sameinast um að votta konu hans, fjöl- skyldu og allri bandarísku þjóð- inni innilcga samúð sína. EYSTEINN JÓNSSÖN, for- maður Framsóknarflokksins: Þetta skelíilega morð er hræði- legt áfall, ekki aðeins fyrir þá nánustu og bandaríska þjóð, heldur einnig fyrir allan heim- inn, því að allir þeir, sem stefna vilja að friði og framför- um í sambúð manna, væntu stórra afrcka af Kennedy for- seta, enda hafði Iiann þegar ótrúlega miklu góðu til Ieiðar komið á stuttri starfsævi. — Skjótt skipast veður í lofti, sem nú má reyna, og ómögulegt að sjá fyrir afleiðingar þessa hörmulega reiðarslags. En við verðum að vona að minningin uin Kennedy forseta, sem lét lífið í baráttunni fyrir mann- réttindum og friðsamlegri sam- Framhald á 15. síðu. EMiL JONSSON, formaður Alþýðuflokksins: Ég tel þetta vera einn hinn hryggilegasta atburð, sem mér hefur borizt til eyrna i.m langt skeið. Sjálf- sagt er það allra skoðun, að Kennedy, Bandaríkjaforseti, hafi verið með allra mestu stjórnmálaniönnum, sem nú eru uppi, og aö hann hafi haft full- kominn skiíning á Iýðræðislegu stjórnarfaii. Áreiðanlega hefur hann gtrt mest til þess, allra manna, að litað fólk og þjóðir, hverjar sem þær voru, mættu Iifa sem frjálsir menn og jafn réttháir öðrum. Án þess nokkur möguleiki sé á því fyrir mig að dæma um þennan atburð, mun hann eflaust standa í sam- bandi við þessa afstöðu hans. HANNIBAL VALDIMARSSON formaður Alþýðubandalagsins: Mér hefur aldrei komið nein frétt meir á óvari en sú frétt að Kennedy Bandaríkjaforseti hafi verið myrtur. Ég er harmi lostinn yfir þessum ógnarglæp, sem framinn hefur verið. Og ég óttast að þetta kunni að hafa áhrif til hins verra um frið- vænlegar horfur í heiminum. En ég vona að maður komi í manns stað, en það er styrkur lýðræðisins að tryggja slíkt- — Ég dáist að dirfsku Kennedys Bandaríkiaforseta og pólitísku hugrekki, sem mér fannst al- veg sérstaklega koma fram í viðhoríi hans til litaðra og of- sóttra kynþátta. FOLK GRÆTUR A GOTUM UTI * FRÉTTARITARI Tímans í St. Paul, Minnesota, Jón H. Magnússon, hringdi um mið- nætti og skýrði frá því, að þjóð- arsorg ríkíi um gjörvöll Banda- ríkin vegna morðs Kennedy Bandarikjaforseta. — Útvarps- stöðvar útvörpuðu einungis sálmalögum og sorgartónlist, en sjónvarpið sýndi stöðugt rás at- burða 1 Dallas og Washington. Öll starfsemi lagðist niður. — Verzlunum var lokað, kvik- myndasýningum aflýst og einn- ig tónleikum, hnefaleikakeppn- um og öllum mannþingum yfir- Ieitt. Fólk stóð hnípið á götum úti og víða sást fólk grátandi Meðan stóð á sjónvarpssend- ingum frá Dallas sást allt í einu hvar maður hallaði sér upp að umferðarskilti og grét. Og mörg fleiri dæmi sjást um hina al- geru þjóðarsorg, sem hér ríkir. Öllum skólum var lokað þegar fréttist uin morðið. Skýrt hcfur verið frá því, að Jackie Kennedy ætli sjálf að segja börnum sínum lát Kenn- edy föður þeirra, en hún kom með flugvél til Andrews-flug- vallar klukkan átta í kvöld eft- ir ísl. tíma. Kom hún þangað með flugvél forsetans, en lík Kennedys forseta var einnig flutt með vélinni. Með forseta- frúnni voru Lyndon B. Johnson, kona hans og Bobby Kennedy, dómsmálaráðherra. Á Andrew- 1 velli til að taka á móti vélinni voru hclztu leiðtogar þingsins, ráðhenar þeir, sem voru í borg inni en um eitt þúsund her- menn stóðu heiðursvörð á vell- inum. Þegar Lyndon B. John- son steig út úr vélinni flutti hann stutta ræðu, og sagði á þá leið, að þetta væru sorgar- tímar fyrir alla þjóðina og erfiðleikastund í lífi sínu. Síðan sagði hane orðrétt: „I will do my best, that’s all I can do. I ask for your help and God’s“. Kennedy sltur f heiðursvagninum viS hliS Conaíly n’kisstjóra örfáum sekúndum áSur en skofiS re!3 af, grunlaus um atbu'-öi næstu sekúndna Kista Kennedys var síðan borin út i sjúkrabíl og fylgdi Jackie Kcnnedy henni eftir og settist hjá kistunni inni i bíln- um. Hún bar sig stillilega en var mjög föl og stríðir sorgar- drættir á fríðu andliti hennar- Kennedy verður lagður á lík- börur í Hvíta húsinu í dag. — Mun fjölskylda hans kveðia hann par klukkan níu, eftir bandarískum tíma, klukkan ellefu munu ráðherrar ganga fram hjá líkbörunum og klukk- an eitt þingmenn og ýmsir að- stoðarmenn hans, fulltrúar flokkanna og sendimenn er- lendra ríkja. Á sunnudag verð- ur líkið flutt í sjálft þinghúsið, en þar verður það fram til há- degis á mánudag. Ákveðið hef- ur verið að jarðarförin fari fram í Boston. T í M I N N, laugardaginn 23. nóvember 1963. 3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.