Tíminn - 28.11.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.11.1963, Blaðsíða 3
Vatnið hættulaust KJ-Reykjavík 27. nóv. Gosið við Eyjar heldur áfram, en þó hefur milsið sljákkað í því. Neyzluvatn Eyjabúa hefur nú ver ið rannsakað, og reyndist það ekki l;í>fa inni að halda nein skaðleg eíni, heldur þvert á móti. Er því ekki ástæða fyrir Vestmannaey- inga að óttast vatnið. Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur sagði blaðinu, að hann hefði ílogið í kringum gosið í dag og sér virtist sem töluvert væri farið að draga úr því. Eyjuna kvað hann varla standa mjög lengi eftir að gosið væri hætt, því hún væri mjög laus í sér og mætti sjá breyt Líkið þekkt KJ-Reykjavík, 26. nóv. Fyrir stuttu var frá því skýrt hér í blaðinu, að fundizt hefði lík af íslenzkum manni í sænskum skógi. Ekki var þá vitað með vissu hver maður þessi var, og þá eklci heldur, með hverjum hætti hann hefði látizt. Nú hefur verið úrskurð að, að líkið er af Sigurði Arn- bjömssyni, 34 ára gömlum Reyk- víking. Það síðasta, sem vitað er um Sigurð, var að hann kom í sendiráðið í Stokkhólmi og fékk lánaða peninga, og kvaðst hann þá vera á leið heim til fslands. Leysingavatn spillti vatni Hafnfirðinga KJ-Reykjavík, 26. nóv. Útvarpið birti í dag til- kynningu til bæjarbúa í Hafnarfirði þess efnis, að þeir væru beðnir að sjóða allt neyzluvatn. Blaðið átti tal við heilbrigðisfulltrúa bæjarins í dag og sagði hann, að þessi aðvörun væri birt vegna þess að leysinga vatn hefði komizt í vatns- bólið og sett á það moldar- lit. Ekki væru neinir sýkl- ar í vatninu, enda engin mannaferð þarna og vatns- bólið vel girt. Vonast var til að vatnið yrði orðið eðli- legt aftur nú í kvöld. ingar á henni frá degi til dags af sjávargangi. Brotnar utan úr henni eins og sandbakka. Nokkrir jarðfræðingar hafa kom ið hingað erlendis frá til að skoða gosið, og eru á meðal þeirra Walk ei, sem dvalizt hefur á Austurlandi við jarðfræðiathuganir, og Dollar, sem rannsakað hefur Jan Mayen. Von var á frönskum eldfjallafræð- ingi, Tazieff, sem er kunnur fyrir eidgosakvikmyndir sínar, en hann hefur ekki boðað komu sína frek- er. Það, hve fáir erlendir vísinda- menn koma hingað til að skoða gos ið, stafar eflaust af því, hve marga og reynda vísindamenn fslending- ar eiga orðið Erlendum vísinda- mönnum finnst ekki orðið eins KRON rekur Liverpool KJ-Reykjavík UM MÁNAÐAMÓTIN síðustu tók KRON við rekstri verzlunarinn ar Liverpool á Laugavegi af Páli Sæmundssyni. Liverpool er ein af stærri verzlunum bæjarins og gam alþekkt. Til skamms tíma var hún til húsa í Hafnarstræti en flutti fyrir nokkrum árum í núverandi aðsetur sitt að Laugavegi 18. Liv- erpool hefur nú sem áður á boð- stólum fjölbreytt úrval búsáhalda, glervara og síðast en ekki sízt leilc fanga. í desember verður opnað- ur leikfangabazar á annarri hæð hússins, þar sem Byggingaþjónust an er til húsa nú. Eftir áramót mun svo vefnaðarvörudeild KRON flytj ast frá Skólavörðustíg 12 og á aðra hæð Liverpoolshússins. Verzlunar- stjóri í Liverpool er Örn Ingólfs- son. Stofnað skáta- samband í fyrradag var stofnað Skáta- samband Reykjavíkur, en það er myndað úr Kvenskátafélaginu og Skátafélagi Reykjavíkur, og mun vera fulltrúi skátafélaganna út á við. í fyrstu stjórn þessa nýja sambands eiga sæti: Þór Sandholt, Gunnar Möller, Jón Mýrdal, Ragn- hildur Helgadóttir, Þórunn Elfa Magnúsdóttir og Erla Gunnars- dóttir. i'orvitnilega að koma hingað til rannsókna á landinu, vegna þess hve fjölþætt rannsóknarstörf eru stunduð hér og fáir hlutir í nátt- úru þess, sem ekki hafa verið kannaðir. Samkvæmt mælingum Landhelg isgæzlunnar og sjómælinga ríkis- ins er eyjan nýja innan íslenzkrar landhelgi, og er mesta fjarlægð frá Geirfugiaskeri 3,2 sjómílur en minnsta 2,3 sjóm. Það er því ekki um að villast, að eyjan er eign íslendinga, og ef hún verður var- anleg, fæst þarna nýr grunnlípu- punktur fyrir landhelgina. r DAG VIS11R REYKJAVÍK jr S Ákveðið hefur verið, að dag- vistir verði starfræktar í Laug arnesskóla og húsi KFUM og Ii við Holtaveg. Starfstími dagvista þessara er frá kl. 8—5 alla virka daga, er skólar starfa, fyrir börn á aldrinum 7—9 ára. Ætlast er til, að þarna geti börnin dvalið utan skólatíma við leiki, fönd ur og heimanám. í dagvistinni við Holtaveg er mánaðargjaldið kr. 750,00 fyrir einstakling en í Laugarnes- skóla er gjaldið kr. 1000,00 og er þar innifalin ein heit máltíð á dag. Að öðru leyti verða börn in að hafa með sér brauðpakka en geta fengið keypta mjólk á staðnum. Allar nánari upplýsingar eru veittar í fræðsluskrifstofu Reykjavikur, en þangað skal skila skriflegum umsóknum. Neðansjávargosið komið á kvikmynd Kvikmyndafélagið Geysir sendi starfsfólk sitt á vettvang, þegar gosið varð við Vestmannaeyjar á dögunum — 3ja manna hóp und- ir stjórn Þorgeirs Þorgeirssonar. Tóku þeir þremenningarnir rr.yndir af gosinu annars vegar til sýninga i sjónvarpi og var það efni strax sent utan og befur nú verið sýnt í 59 sjónvarpsstöðvum víðs vegar um heim. Þá voru einn ig teknar myndir á litfilmu og CinemaScope og fór Þorgeir utan á þriðjudaginn í fyrri viku til að vinna úr þvi efni hjá Nordisk Films Taknik í Kaupmannahöfn, SKEMMÍUN fuf FUF heldur skemmtun í Súlna- salnum, Hótel Sögu, föstudaginn 6. des. Fjölbreytt skemmtiatriði. Öllum Framsóknarmönnum og gestum þeirra boðið. — Miðapant anir í síma 15564—16066 og Tiarn argötu 26. — Nánar auglýst síðar. og eru fuilgerð hljómsett eintök væntanleg heim nú um eða upp úr miðri vikunni og verður mynd in þá þegar tekin til sýninga sem aukamynd í Austurbæjarbíó, en um sýningarrétt utan Reykjavík- ur er enn ósamið. Þessi stutta skyndiútgáfa af gosrnynd félags- ins mun vera fyrsta íslenzka BAZAR 3. DES. Félag Framsóknarkvenna í Reykja- vík heldur bazar þriðiudaginn 3. des. kl. 2,30 í Góðtemplarahúsinu. Tekið verður á móti munum á Grettisgötu 7 og á Grenimel 13 til laugardagsins 30. nóv. og kökum á bazardaginn milli kl. 10 og 12. Bazarnefndin. F.Í. viU Flugféiagið ráðgerir nú að kaupa DC-Nb flugvél af SAS, og á með þessum kaup um að sjá fyrir þörfum fé- lagsins í millilandafluginu Fólagið á nú eina Cloudmast er vél og einn Viscount, er. auknn farþegaflutninga; milli landa eru orsök bess arra vélakaupa. Ekki telur forstjóri FÍ unnt að leggja út í þotukaup, vegna skorts á nægilega stórum flugvöll- um. Hins vegar þýðir ekki fyrir flugvélagið að kaupa Viscount, þar eð farþegum fjölgar með degi hverjum og Viscoimt-vélarnar eru að verða of litlar fyrir það. ANDLÁTSFREGN Frú Ólöf Þorkelsdóttir, ekkja Tómasar Jónssonar.f yrrverandi kaupfélagsstjóra á Hofsósi, andað i ist í Reykjavík þriðjudaginn 26. | þessa mánaðar á heimili Hallfríð I ar dóttur sinnar og tengdasonar, Ásbjarnar Pálssonar, trésmiðs. I A THUGASEM FRA ASÍ Að gefnu tilefni vegna skrifa í dagblaðinu Vísi I gærdag, þar sem því er meðal annars haldið STUTTAR FRÉTTIR NTB-Washington, 27. nóv. — Fjórir vopnaðir menn námu næst æðsta mann bandaríska setuliðsins í Caracas í Venezu ela á brott í dag. Nokkru síð- ar var hringt til bandaríska sendiráðsins og sagt: — Verið ekki hræddir um Chenault of- ursta. Honutn var rænt í áróð ursskym. NTB-París, 27. nóv. — Síðast Iiðinn sólarhring hafa 350 þús. járnbrautarstarfsmenn í Frakklandi verið í verkfalli í mótmælaskyni við kaupbind- ingarfrumvarp stjórnarinnar. 300 herflutningabílar voru sett ir til að hjálpa fólki í vinnu, en það vildi heldur nota einka bílana og Jeiddi það til algers umferðaöngþveitis- 80 þús. námuverkamenn lögu niður vinnu af sömu ástæðum. NTB-Moskva, 27. nóv. — Grccnyko, utanrikisráðherra Sovét, sagði í dag í bréfi, sem Tass birti, að ástandinu í S- Vietnam væri hægt að bjarga roeð því einu að Genfarsáttmál inn frá 1954 um Indó-Kína væri haldinn út í æsar. fram, að „drengist hafi í hálfan mánuð að unnt væri að hefja samninga“, vill samstarfsnefnd verkalýðsfélaganna taka fram eft irfarandi: 1. Nefndarskipan sú, sem mun átt við í nefndutn skrifum er við ræðunefnd vio ríkisstjórnina, en ekki Samninganefnd við atvinnu- rekþndur. 2. Þessi nefnd var skipuð vegna þess, að samningaviðræður við at vinnurekendur, undanfarnar vik- ur höfðu leitt í ljós, að atvinnu- rekendur töldu sig ekkert geta komiðt il móts við kröfur verka- lýðsfélaganna nema að til kæmi aðstoð þess opinbera á einn eða annan hátt. — Af framangreind um ástæðum ákvað samstarfs- nefndin að tilnefna viðræðunefnd ina. 3. Af þvi, sem að framan er sagt, er það ljóst, að það hefur síður en svc staðið á verkalýðs- samtökúnum til samningavið- ræðna. Þvert á cnóti hafa einstök félög og samstarfshópar félaga staðið í og leitað eftir viðræðum við atvinnurekendur liðnar vikur. Skrif þau sem hér hafa verið gerð að umtalsefni að gefnu til- efni, eru ekki til þess fallin að greiða fyrir nauðsyn þess að „sann girni og góður vilji ráði í samn- ingaviðræðum". ASÍ — Reykjavík, 27. nóvember 1963. BJARMAR AF . . . Framhald at 16. síðu. mánudagsmorgun klukkan sjö, og voru þá orönir þreyttir, því hvíld hafði orðið lítil í þessari ferð. í gær fundu menn á Egilsstöð- um goslykt, sem barst þangað með vestan'dndinum. Sömu sögu var að sagja aftur í dag, og er óvíst, hvort lyktin lcunni að stafa frá gosinu í Vestmannaeyjum, eða hvort hún kemur innan af Vatnajökli. breiðtjaldsmyndin, sem sýnd er, en félagið hefur nú í smíðum eins og kunnugt er íslandsmynd í lit um og CinemaScope, sem Reynir Oddsson stjórnar og hélt hann til Stokkhólms í fyrri viku þeirra er- inda að klippa þá mynd og ganga frá henni endanlega til sýninga. Mun hún verða tilbúin í byrjun næsta árs og .hefur Austurbæjar- bíó einnig tryggt sér sýningarrétt á henni. JAFN RÉTTUR Framhald af 1. síðu. viþa gefa aieigu mína til þess að þurfa ekki að standa í þessum sporum. Einn mesti leiðtogi heims ins hefur fallið af völdum viðbjóðs ægasta glæps aldarinnar. — Eg siend hér í dag til þess að biðja ykkur'áð hjálpa mér að bera þessa byrði, ég veld henni ekki einn. Síðar í ræðunni sagði hann: 2Ö„ janúar 1961 sagði John F. Kennedy við landa sína, að verki oKkar yrði ekki lokið á næstu þús- und döguro Ekki í tíð núverandi s'.iórnar. Kannske elcki, meðan við Jifum á þessum hnetti. En, sagði liann, við skulum byrja. í dag er stundin runnin upp til þess að taka af skarið. Eg heiti á vkkur, landsmenn mínir; Banda nkjamenn, höldum áfram. Þetta er áskorun, sem við verð- uni að taka. — Ekki hika, ekki draga úr ferðinni, ekki snúa við og framlengja þessa vondu stund I.'eldur höldum áfram og Ijúkum því verki, sem sagan hefur lagt okkur á herðar. í fyrsta lagi: Ekk- ert minnisro.erki eða lofsorð getur betur heiðrað minningu Kennedys íorseta en að lagafrumvarpið, sem hann barðist fyrir, verði samþykkt við fyrsta tækifæri. Við höfum I þessu landi talað nóg um jafnan rétt allra þegna. Við höfum tal- að um það í hundrað ár eða jafn vel lengur Já það er kominn tími til að skrifa nýjan kafla og skrifa hann í laganna bók. Og ræðu sinni lauk Johnson á þessa leið Eg ber þá von í brjósti, að sú sorg og þær þjáningar, sem við höfum þolað þessa hræðilegu daga rr.uni tengja okkur enn nánari bræðraböndum, og geri okkur að mönnum í sorg okkar. Við skul- um 'sýna, að John Fitzgerald Kenne dy lifði ekki og dó til einskis og nú. kvöldið fyrir þakkargjörðar- daginn. þegar við söfnumst saman til þess að biðia um blessun guðs, skulum við sameinast í þessum :cunnu og kæru orðum: America America, God shed his grace and thee and crown thy Goods with brotherhood from sea to shining sea. T í M I N N, fimmtudaginn 28. nóvember 1963 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.