Tíminn - 28.11.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.11.1963, Blaðsíða 15
Vettvanguriitti nstu íhaldsstefnu. Flokkurinn hef- ur svikið stefnuna og um leið kjós- endur sína, launþegana, og hjálpað ihaldinu í ríkum mæli til þess að koma á því ófremdarástandi, sem nú ríkir í heiminum. Engum verka- lýðsflokkum hvar í heiminum sem væri, myndi láta sér detta í hug að ætla að afnema samnings- og verkfallsrétt verkalýðsfélaganna, enginn veikalýðsflokkur myndi reka þá skipulagslausu glundroða- stefnu, sem hér hefur verið rek- jja í efnahagsmálum. Enginn verka lýðsflokkur myndi hlaða svo und- iv braskara og stórgróðamenn á kostnað hins almenna launþega og bænda, sem núverandi ríkisstjórn hefur gert með stuðningi, eða að frumkvæði Alþýðuflokksins. Al- þýðuflokkurinn hefur brotið allar hrýr að baki sér, svikið allt og alla, nema stórgróðamennina — flokkurinn er kominn hægra meg- in við íhaldið. Slíkur flokkur ætti að skahunast sín fyrir að láta nafn sitt sjást og sameinast sem fyrst stallbræðrum sínum, íhald- inu. Hvarf Alþýðuflokksins, sem verkalýðsflokks í íslenzkum stjórn málum heíur skapað nýtt and- rúmsloft, nýjar aðstæður. Þær að- stæður urðu til þess, að Framsókn arflokkurinn jók svo mjög fylgi sitt í síðustu kosningum, og þær aðstæður munu auka fylgi flokks- ins í framlíðinni, því flokkurinn hefur sýnt það í verki að hann er ekki einungis flokkur bænda, held ur einnig allra launþega landsins. Hann er það afl, sem stendur á milli öfga íbalds og kommúnisma. STÖÐUG ÓFÆRÐ Framhald af 1. síöu. vegum alls staðar í nónd við Egils staði, en í dag var verið að ryðja veginn yfir Fjarðarheiði. Víðast hvar var suðvestan átt í aag, qg hiti frá -h 1 stigi á Galt- arvita í 8 stiga hita á Dalatanga kl. 2. Hvassast voru 6 vindstig á Vest- fjörðum, Stórhöfða og í Horna- firði. Nýtt - Ódýrt Eldhúsborð 950 kr. Bakstólar 400 og 450 kr. Kollar 145 kr. Strauborð 295 kr. Fornverzlunin Grettisgötu 31 fbúð til leigu ] j| Gegn láni til skamms tíma j eða fyrirframgreiðslu, er j til leign 3ja herb. íbúð í Sólheimum. Tilboð merkt: 1966 — send ist blaðinu fyrir hádegi á laugardag. SKÓLABÖRN sagði fréttamönnum í Dallas í dag, að hann hefði enn ekki ver- ið kallaður til yfirheyrzlu. Brew- er sagði, að hann hefði um kl. citt á staðartíma séð blásmóðan mann, serr. allt í einu nam stað- ar utan við verzlun hans Dg reyndi að fylgjast með ferðum iögreglubíls í götunni. Þegar bíll inn var kominn fram hjá, snerist maðurinn á hæl og hélt áfram. Brewer fór út og elti manninn, sem hvarf inn í kvikmyndahús. Brewer bað stúlkuna í miða- sölunni að hringja á lögregluna en tók sér sjálfur stöðu við dyrn ar, til þess að gæta þess, að mað urinn færi ekki. Samkvæmt upplýsingum FBÍ eru helztu atriði rannsóknarinn- ar þessi: 1) Var Oswald einn um morðið eða á vegum skipulagðra ram- taka? 2) Hefur lögreglan í Dallas notað Oswald sem skákmann' í tafli, þar sem morðið var fram- ið af ofsafengnum andstöðumönn um Kennedys í kynþáttamálum? 3) Drap Ruby — sem vitað er að hefur haft samband við und- irheima — raunverulega vegna samúðar með ekkju og börnum Kennedys, eins og hann heldur fram? 4) Hafði Ruby fengið skipun um að ryðja Oswald úr vegi, áð- ur en hægt væri að yfirheyra hann írekar? Starfsma.ur lögreglunnar í Dallas, sem nú vinnur með FBI, segir að sannanir, sem fundust heima hjá Oswald sýni, að hann hqfi unnið markvisst fyrir komm- únista. Meðal þessara sannana eru bréf frá þekktum kommún- istum. Það hefur vakið mikla athygli, j að svo virðist sem æskan í Texas hafi fagnað víginu á Kennedy for seta. Prestur að nafni Hotaes, sagði í stólræðu á sunntidaginn og síðar í sjónvarp, frá því, að nemenduir í skólum Dallas hefðu rekið upp fagnaðaróp, þegar fréttist um árásina á forsetann. Ung kennslukona í Dallas tók í sama streng í gærkvöldi, og sagði að nokkrir nenienda í hennar bekk hefðu hrópað fagnandi upp yfir sig: — Við erum frjáls! Hún sagðist einnig hafa fengið bréf frá Austin, þar sem skólaböirn hefðu fagnað árásinni á forset- ann. Og Lawrence nokkur Gray, sem á son í miðskóla, sagði að svi.pað hefði komið fyrir í bekk sonar hans. Drengirnir í bekk Gray yngra, notuðu árásina sem ástæðu til kerskni við hann, veitt ust að honum og hróipuðu hlæj- andi: — Nú er negri búinn að drepa negraelskarann þinn, forsetann! ULLIN GERÐ . . . Framnaid af X. síðu. millj. kr. virði. Verðmætið tvö faldast við aðgreiningu í þel og tog, tvöfaldast aftur við að spinna band úr hvoru fyrir sig og tvöfaldast enn við að vefa og prjóna úr bandinu. Verð- mætisaukningin er því gífur- lega mikii á hverja krónu í fjárfestingu, og er það hag- stæðara hiutfall en í flestum öðrum iðnaði, Eins og ullin er unnin nú, er nún aðeins flokkuð eftir því, hvað hún er togmikil og blæfalleg. Langt er síðan Bandaríkjamenn tóku að að- greina ull j vélum, en þær vél- ar, sem kunnar eru, hafa ekki Herbergi óskast Herbergi óskast til leigu fyrir einhleypan manú utan af landi. Nánari upplýsingar í síma 12323 •>,; 40656 eftir kl. 7. reynzt nógu heppilegar. Eitt fyrirtæki í Ohio hefur náð mjög góðum árangri með ullar greiningu í vélum, en patent- inu er vandlega haldið leyndu, og varð Stefán einskis vísari um það atriði, þegar hann heimsótti fyrirtækið eitt sinn. Stefán kvaðst búast við, að við tilraunirnar í Noregi yrði stuðzt við þann árangur, sem náðzt hefur við notkun þeirra véla, sem kunnar eru, og reynt að endurbæta þær og aðlaga íslenzku og norsku ullinni. Til raunirnar verða framkvæmdar á Textil Forskning Institutet í Osló, og er síðar meir jafn- vel í ráöi að koma upp smá verksmiðju til þess að nota við þessar rannsóknir. Stefán sagði, að rannsóknirn ar gætu hafizt með viku fyrir- vara, þegar fjármagn væri fengið, því að undirbúningi er þegar að mestu lokið. í haust voru send til Noregs 600 kg. af ísl. ull, sem tekin var bæði af vorrúnu fé og fé, sem rúið var í marz og apríl. Er af ýms um talið betra að rýja féð inni svo snemma vors, því að þá er ullin ekki farin að losna og þófna. Steían Aðalsteinsson sagði að lokunr — Fari nú svo, eins og cnaður vonar, að takizt að framleiða stórvirkar vélar til aðgreiningar á ullinni í þel og tog, fæst með því gott hráefni fyrir íðnaðinn að vinna úr Frá iUftingi samningar um smíði skips hefðu, verið gerðir eða ákvörðun um það tekin af ríkis- stjórnarinnar hálfu. Um ára- mótin munu vera um 9 milljónir króna i sjóði til smíði slíks skips, en skv. áliti fiskifræðinga væri óvarlegt að áætlc að hafrannsókna skip með öllum búnaði myndi kosta undir 50 milljónum króna. Teikningar þær, sern sérfræðing- ur FAO hefði gert, hefðu verið ófullkomnar, og ekki hæfar til útboðs, en nú hefði ríkisstjórnin falið Seebeck-skipamíðastöðinni í Bremerh. að gera teikningar af rannsóknaskipi, og þær teikningar myndu síðan yfirfarnar af íslenzk- um aðilum og boðnar út, ef ríkis- stjórnin feldi fjárhagsgrundvöll nægilega tryggan. Jón Skaftason sagði, að hapn yrði að láta í ljós óánægju með svör ráðherrans. Það væri rangt að eyða miklurn tíma og fjármun- um í undirbúningsrannsóknir og teikningar, meóan allt er enn í lausu lofti, hvort þessi undirbún- ingsvinna kemur að nokkrum not um og af framkvæmdum verður. Það á fyrst að taka ákvörðunina. Nú eru til um 20% af kostnaðar- verði skipsins í sjóði og erlendar skipasmíðastöðvar útvega lán fyrir allt að 80% af kostnaðarverðinu og upp í 90% ef ríki á í hlut. Fjár- hagsgrundvöllur er því fyrir liendi. Tnæknilega hliðin er ekkert vanda mál. Aðrar þjóðir hafa byggt mik- inn fjölda slíkra skipa, og er komin á þau full reynsla. Það er því engin ástæða til að draga það að taka ákvörðun um þetta mál, og sagðist Jón skora á ríkisstjórnina að láta ekki verða lengri drátt á þessu mikla nauðsynja og hagr munamáli. Emil Jónsson taldi óráðlegt aðj taka ákvarðanir um það, sem menn vita ekki hvað er. Þessar teikningar kosta að vísu mikið fé, en einmitt það bendir til þess að ríkisstjórnin muni í framhaldi af bví taka ákvörðun um smíði skips- ins og vafalaust væri hægt að fá lán. Eysteinn Jónsson taldi að eng- inn ágreiningur ríkti um það, að það er óhjá- kvæmilegt fyrir okkur íslendinga að eignast slíkt rannsóknaskip fyrir sjávarútveg- inn, og að þetta sé vel framkvæm anlegt eins og nú er komið. Kvaðst Eysteinn vilja taka undir við áskorun Jóns Skafta sonar á ríkisstjórnina, að hún á- kveði smíði skipsins og taki til þess lán, „og vil ég beina því til ríkisstjórnarinnar, að hún aflaði sér heimildar Alþingis strax eða í sambandi við afgreiðslu fjárlag- anna. MINNING Framhald af 8. síðu. og verkstjóra hjá Kaupfélagi Ár- nesinga, fluttist hún hingað til Biönduóss strax veturinn 1949 með manni sínum. Þau hjón hafa eignazt þrjá sonu sem nú eru 16, 12 og 6 ára. Hefir binn elzti dvalizt við nám á Sel- íossi en hinir tveir, þeir yngri, voru enn í foreldrahúsum. Frú Gunnhildur hefir áunnið sér miklar vinsældir enda kom hún alls staðar fram til góðs, og til bjálpar ef með þurfti. Hún var foringi kvenskáta og lagði mikinn tima og fyrirhöfn í það starf. Manni sínum vár hún góður fé- lági 0g var hjónaband þeirra sér- staklega gott. Á heimili þeirra ríkti jafnan ástúð og glaðværð, og bæði voru samtaka í því að gleðja aðra, og gera þeim greiða, og var ekki r!!taf á loft haldið. Þungur harmur er nú að henni kveðinn að fá slíkt reiðarslag sem þetta, og það án nokkurs undir- búnings, en þó er sú bót í máli að hún 6 góða að þar sem eru foréldrar iiennar, og margar og fagrar .minningar á hún um mann int .sinn, sem elskaði hana og dáði, á þá sambúð bar aldrei neinn skugga. Við slíkan arineld minn- inganna er gott að orna sér, hann fölskvast ekki né dofnar þótt árin liði. SUNNUDAGINN þann 17. þ. m. bárust mér þau sorgartíðindi, að bróðir minn Skúli væri látinn. Og það kom í minn hlut að til- kynna sýstkinum og vandamönn- um þessa sorgarfregn. En er ég hafði gert það þá fannst mér að þetta gæti ekki verið rétt. Þetta væri misskilningur, vondur draum ur, hann Skúli, sem ég var ný- lega búinn að sjá pg var svo kát- ur og frískur! Nei, hann gat ekki verið dáinn. En svo verður maður að setjast niður og hugsa og trúa og koma skynseminni að Og þá rennur upp fyrir manni þessi stað reynd sem við gleymum svo oft að hugsa um, að í kjölfar alls lífs fylgir dauðinn og manneskjur sem unnast varða að búast við því að þegar lífið er bjartast komi dauð- inn og skilji eftir sorg, grát og autt rúm en við eigum samt hugg un, ag ljós hcnnar er sterkara en myrkur sorgar, og það er vissan um að við lifum eftir dauðann. Og það er vissan um að við mun- um hitta ástvini okkar aftur þótt við eigum oft erfitt með að skilja hvers vegna þeir eru frá okkur teknir, þegar maður á þess sízt von. Ég tel, að Skúli hafi verið gæfu maður. Hann var alltaf vinsæll hvar sem hann var. Hann eignað- ist góða og ástríka konu, Gunn- hildi Þórmundsdóttur og eignuð- ust þau þrjá syni, sem allir eru myndardrengir og virðast vera mannsefni í bezta lagi. Þau hjónin komu sér upp fallegu heimili á æskustöðvum hans á Blönduósi, þar sem hann vann í Mjólkur- stöðinni. Elztj sonur þeirra Jakob 16 ára er við nám að Selfossi, þar sem afi hans og amma búa, en yngri drengirnir Vilberg 6 ára og Þórmundur 12 ára, eru í foreldra húsum og vonandi fá þeir að njóta umönnunnar móður sinnar meðan æskuárin líða og víst má það vera þeim mikil huggun að geyma minningu uén góðan föður sem bar hag þeirra og velferð framar öllu öðru fyrir brjósti og var stolt ur af sonum sínum. Bróðir minn! Ég flyt þér mínar hinztu kveðjur og þakka þá góðu vináttu, sem var okkar á milli. Oskar Jakobsson. Þökkum innllega auðsýnda samúð viS fráfall og jarSarför Sigurjóns Guðmundar Sigurðssonar frá Húsey. Elísabet Guðmundsdóttir Hjörtur Bjarnason Konan mín Guðrún Pálmadóttir, sem andaðist 21. þ.m., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstu- daglnn 29. þ.m. kl. 10,30 f.h. — Athöfnlnni verður útvarpað. Sveinn Halldórsson. Þökkum auðsýnda samúð og vlnáttu, vlð andlát og jarðarför konu mlnnar og móðlr, Sigríðar Svövu Árnadóttur Þorkell Ingvarsson, Árni Þorkelsson. Móðir mln, Ólöf Þorkelsdóttir andaðist að helmili mfnu, Kambsvegi 24, þriðjudaginn 26. þ.m. Hallfríður Tómasdóttir Kveðjuathöfn um föður okkar Hannes Ólafsson frá Austvaðsholti, ' verður frá Fossvogsklrkju, fimmtudaglnn 28. nóv. kl. 1,30. Jarðsett verður að Árbæ, föstudaginn 29. nóv. kl. 1,30 og hefst athöfnln með bæn að helmili hlns látna kl. 11. — Ferð frá B.S.Í. kl. 7. Guðrún Hannesdóttir _ Ólafur Hannesson Guðný Magnúsdóttir Háafelll, Skorradal, verður jarðsungin frá Fitjaklrkju, laugardaginn 30. þ.m. — Athöfn- in hefst kl. 2 siðdegis. Vandamenn. T í M I N N, fimmtudaginn 28. nóvember 1963 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.