Tíminn - 28.11.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.11.1963, Blaðsíða 6
Engin ástæða að draga lengur að taka ákvörðun um smíði hafrannsóknarskips ÁÆTLAÐ ER AÐ SLÍKT SKIP MUNI KOSTA UM 50 MILLJÖNIR MEÐ ÖLLUM ÚTBÚNAÐI — 9 MILLJÓNIR ERU TIL I SJÓÐI TIL SKIPASMÍÐINNAR EN SKIPASMÍÐASTÖÐVAR LÁNA ALLT UPP í 90% AF STOFNKOSTNAÐI — SKORAÐ Á RÍKIS- STJÓRNINA AÐ TAKA ÁKVÖRÐUN STRAX OG AFLA SÉR LÁNSHEIMILDAR ALÞINGIS. Emil Jónsson, sjávarútvegs málaráðherra, svaraði í gær fyrirspurn í sameinuðu þingi um smíði hafrannsóknarskips. Fyrirspurn þessa bar Jón Skaftason fram. Fyrirspurn Jóns var í þremur liðum: 1. Hafa verið gerðir samning- ar eða ákvörðun tekin af Itæstv. ríkisstjórn um smíði hafrannsóknaskips í þágu sjávarútvegsins? 2. Hve mikið fé er fyrir hendi til smíði skipsins? 3. Hvað er talið, að vel búið rannsóknarskip kosti nú? Jón Skaftason sagði, að á und- anförnum árum hefði verið mik- ið rætt um þörf íslendinga fyrir alhliða rannsókn- arskip til haf- og fiskirannsókna, sem jafnframt gæti annazt fiski- leit. íslendingar hafa eignazt hæfa og velmennta stétt fiskifræð- inga, sem hefur unnið mjög gott starf í þágu íslenzks sjávarútvegs við erfið skilyrði að ýmsu leyti. Með byggingu hins glæsilega húss Fiskifélagsins við Skúlagötu og þeirri aðstöðu sem Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans hefir fengið þar, má segja, að búið hafi verið vel að starfsemi fiskifræð- inga okkar i landi um nokkra framtíð a.m.k. Öðru máli gegnir um aðstöðu þeirra til að rækja starf sitt á sjónum, sem þó er sízt veigaminna atriði. Þar hafa þeir þurft að notast við skip landhelgisgæzl- unnar eða togara, sem leigðir hafa verið til skamms tíma í senn. Það hefir stundum reynzt erfiðleikum bundið að leita samkomulags við Landhelygisgæzluna, um leigu á skipum, vegna anríkis hjá henni, og ekki hægt að fá skip þar, hve- nær sem þörf krafði. Og ef leigja þyrfti togara í hverja fiskileitar- ferð yrði það dýrt og ódrjúgt. Þörfin fyrir vel búið rannsókna- skip hefir síðustu árin orðið æ brýnni, þar eð mörg störf hafa hlaðizt á Fiskideildina í sambandi við vísindalega friðun fiskimiða, sem ekki er hægt að sinna nema hafa yfir að ráða góðum tækjum. Flestar þjóðir, sem búa við sjávarútveg, þótt hvergi sé í sama mæli og við, hafa skilið þörfina á haf- og fiskirannsóknum fyrir af- komu sjávarútvegsins og breytt í samræmi við það. .nimnu Þannig hefi ég fengið upplýs- ingái- um að Norðmenn háfi byggt 4 úthafsrannsóknaskip eftir síð- ustu styrjöld, Bretar 6, Þjóðverjar 5, auk fjölda smærri ransókna- skipa. Bandaríkin eiga nú í smið- um 72 hafrannsóknaskip og reynsl'a allra þessara þjóða af starf semi þeirra, er sú sama: sú að þeim fjármunum væri vel varið. íslendingar hafa enn þá ekki eign azt sitt hafrannsóknaskip og hægt hefir miðað í áttina að því marki. Vil ég við þetta tækifæri rifja upp sögu þessa máls á háttv. Al- þingi, eins og ég hefi getað rakið hana, og gefa þær upplýsingar aðr- ar, sem ég hefi aflað mér varð- andi „rannsóknaskipsmálið". Á Alþingi 1&52 flutti þáv. háttv. þingmaður Borgfirðinga Pétur Ottesen tillögu um athugun á smíði hafrannsóknaskips og 4. febr. ’53 var samþykkt tillaga um rann- sóknaskip og fiskileit. í framhaldi af samþykkt þess- arar tillögu, fór fram verkfræði- leg athugun á ýmsum möguleikum til notkunar á eldri skipum í þess- um tilgangi, t.d. varðskpsins Ægi. í Ijós kom, að Ægi var ekki hægt að nota sem almennt ransókna- skip, nema með stórkostlegum breytingum, sem taldar voru vafa- samar, m.a. vegna aldurs skipsins, sem byggt var 1929. í ágústmánuði 1953 voru hins vegar sett asdictæki í „Ægi“, sem! kostuðu þá um 1 miljón króna, og reynzt hafa mjög vel. Þannig njptti í nota skipið til alm. síld^rleitai?,, án: stórvægilegra breytinga. Sú dýrðj mun þó vart standa lengi, því að eftir því. sem mér er tjáð, — hefir 30 ára flokkunarviðgerð ekki far- ið fram á skipinu enn þá, og mun það því sigla á undanþágu. Er augljóst, að ekki svarar kostnaði, að leggja í stórvægilegar | breytingar á svo gömlu skipi, er aldrei myndi koma að fullum not- um sem rannsóknaskip. Þrátt fyrir samþykkt framan- [ FRAMLEIÐNIA UKNINGIN MIKIL í LANDBÚNAÐINUM í gær var framhaldið í sam- einuðu þingi fyrri umræðu um tillögu Framsóknarmanna um samningu nýrrar þjóðhags- áætlunar þar sem mark hag- vaxtarins yrði sett hærra en í áætlun ríkisstjórnarinnar. Aðeins einn ræðumaður komst að í gær, Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, en margir voru á mælendaskrá eftir hinar miklu árásarræðu Gylfa Þ. Gíslasonar, viðskipta- málaráðherra, á íslenzkan land búnað í fyrri viku. Ingólfur talaði hlýlegar um landbúnað inn en Gvifi og andmælti þ«í að framleiðni í íslenzkum land búnaði hefði verið lítil, — og skammaði Framsókn fyrir að hafa unnið slælega að málefn- um landbúnaðarins. Stangað- ist það reyndar líka á við mál flutning Gylfa, því að ræða hans byggðist á því, að Fram- sóknarflokkurinn hefði gert alltof mikið fyrir landbúnað- inn. Ingólfur Jónsson sagði, að hag- vöxturinn myndi ekkert aukast við það, þótt tillaga Framsóknar- ■manna yrði sam- þykkt, og taldi á- æltun ríkisstjórn- arinnar hina full- komnustu að allri gerð. Framleiðni | í landbúnaði hef- ur verið mikil ogi núverandi stjórn hefur staðið miklu betur að land- búnaðarmálunum en meðan Fram- sókn réð og taldi að um stefnu i breytingu hefði verið að ræða aði því leyti. Talsvert væri reyndar um það, að jarðir færu í eyði en stöðugt bætast við ný nýbýli og ræktunarmöguleikar eru nægir í landinu. Þá þakkaði ráðherrann núverandi ríkisstjórn vélvæðing- una í landbúnaðinum. Þá nefndi hann tölur um fjölda fólks við landbúnað, 1901 hefðu 71.3% þjóðarinna. lifað af landbúnaði, 1940 ,31.6%, 1950 21.7% og 1960 18.8%. Þrátt fyrir þetta, hefur framleiðslan haldið áfram að vaxa. Mjólkurframleiðslan ykist stöðugt og kjötframleiðslan líka. Þetta sýnir, að í landbúnaðinum hefur orðið mikil framleiðslu- og fram- leiðniaukning. Þá ræddi ráðherr- ann að lokum um möguleika á auk inni verðmætasköpun í landbún-j aðinum, t.d. verksmiðju, sem j skildi þel fra togi og áttfaldaði verðmæti ullarinnar, en í undir- búningi væri að hefja rannsóknir á því, hvort unnt væri að koma upp slíkri verksmiðju. og er skýrt ýtarlega frá því máli á forsíðu blaðsins í dag. greindrar þingsályktunartillögu, miðaði lítið í áttina, og það er fyrst rúrnum 5 árum síðar, á valda- tíma vinstri stjórnarinnar, að í lögin um útflutningssjóð o.fl., frá 29. maí 1958, er tekinn upp tekju stofn til hafrannsóknaskips. í 10. gr. þeirra laga segir, að 1/13 hluti af 65% álagi á útflutningsgjald skuli renna til haf- og fiskirann- sóknaskips, „er ríkisstjórnin lætur byggja í samráði við fiskideild Atvinnudeildar Háskóla ^íslands" eins og segir í lögunum. Haustið 1958 samþykkti þáv. sjávarútvegsmálaráðherra Lúðvík Jósepsson, að beiðni Fiskideildar, að til landsins kæmi skipaverk- fræðingur frá FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun S. Þ., er mikla reynslu hafði í smíði hafrann- sóknaskipa. Gerði hann teikningar að fyrirkomulagi rannsóknaskips ásamt byggingarlýsingu, í okt. 1958. í Alþýðubl. 13. nóv. 1960 var frá því sagt, að hæstvirtur sjávar- útvegsmálaráðherra hefði á aðal- fundi L.Í.Ú., þá um haustið, skýrt frá því, að gengið hafi verið frá teikningum til útboðs á haíránn- sókna- og fiskileitarskipi. Ekkert varð þó úr framkvæmdum, og tæp- um þrem árum síðar, skýrði sami hæstvirtur ráðherra frá þvi í Al- þýðubl., 9. júní s.l., að smíði á fullkomnu rannsóknaskipi sé enn í undirbúningi, og er þá undir- búningur búinn að standa síðan haustið 1958 eða í rúm 5 ár, án þess að bóli á framkvæmdum að því bezt verður séð. Mér er tjáð, að þær teikningar, sem gerðar voru af rannsóknaskipi 1958, og mér skilst, að séu þær nýjustu, sem til eru, séu nú af fagmönnum taldar á ýmsan hátt úreltar, enda þróun í gerð rann- sóknaskipa mjög hröð. Sýnir þetta, að óskynsamlegt er að leggja mikla vinnu og kostnað í undir- búning að smíði rannsóknaskips, nema ákvörðun hafi áður verið tekin um smíði þess. Á meðan að slík ákvörðun er ekki fyrir hendi, má segja að allt málið sé í lausu lofti. Með lögum um efnahagsmál frá 1960, var ákveðið að 3% af út- fl'utningsgjaldi skuli renna til smíði haf- og fiskirannsóknaskips þannig, að nú hlýtur að vera til í sjóði talsverð fjárhæð, sem safn- azt hefir allt frá 1958 með skatt- lagningu á útfluttar sjávarafurðir. Er ekki ósennilegt, að sú fjár- hæð ásamt með þeim lánsmögu- leikum hjá erl. skipasmíðastöð, er skipið kynni að smíða, nægði til að standa undir byggingarkostnaði þess. Væntanlega upplýsir hæstv. ráðherra um það atriði hér á eftir. Á fjárlögum undanfarin ár hefir staðið allveruleg fjárveiting til aím. fiskileitar, fiskimiðaleitar, síldarleitar og veiðarfæratilrauna. Væntanlegt rannsóknaskip myndi að mestu leyti annast þessi hlutverk, og má því segja, að kostnaður við það sé fyrst og fremst spursmál um stofnkostnað þess, þar eð rekstur þess er að mikl leyti tryggður með núverandi fjárframlögum til þessara mála. Emil Jónsson, sjávarútvegsmála- ráðherra svaraði því til, að engir Framhald é 15. sfðu. ★★ Gylfi Þ. Gíslason svaraði í gær fyrirspurn frá Gils Guðmunds- syni um byggingamál Listasafns íslands. Hafði Gils spurt um það, hve mikið fé væri tiltækt nú þegar til byggingarinnar, hvort aflað hefði verið lóðar undir bygginguna og hvort aðrar ráð- stafanir hafi verið gerðar, svo sem athuganir á því, með hvaða hætti hyggilegast væri að byggia, hvort byggja ætti í áföngum á stórri lóð eða byggja stórhýsi á þröngri lóð. — Gylfi Þ. Gísla- son, menntamálaráðherra, sagði, að um næstu áramót myndu verða til um 3V2 miljón krónur til byggingarinnar. Óskað hefur verið eftir lóð hjá borginni, en heildarskipulag af borg- inni er ekkert til ennþá. Hefur ekki verið talin ástæða til að gera frekar í málinu meðan ekkert skipulag er fyrir hendi og ekki heldur mcira fé eða opnar fjáröflunarleiðir. ★★ Gils Guðmundsson taldi að menn mættu Iengi bíða þess að upp risi bygging yfir Listasafn íslands, nema fjárveitingarvald- ið, borgaryfirvöld og framkvæmdavaldið gerðu stórt átak til að hrinda þessu máli fram og taldi viðeigandi að gera átak í mál- inu í sambandi við 20 ára afmæli lýðveldisins á næsta ári. ★★ Gísli Guðmundsson beindi því til ráðherra, hvort ekki væri rétt að athuga, hvort ekki væri hyggilegt, að byggja yfir listaverk í eigu ríkisins á fleiri stöðum en hér í Reykjavík. Vaxandi áhugi væri út um landið að eiga kost á sýningum listaverka. ★★ Gylfi Þ. Gíslason sagði, að sú hugmynd hefði aldrei komið fram hjá stjórn listasafnsins eða menntamálaráðuneytinu að byggja yfir listasafnið á mörgum stöðum. Hins vegar hefði stjórn Lista- safns íslands nú í athugun, hvort kleift sé að koma upp farand- sýningum á listaverkum. 6 T í M I N N, fimmtudaginn 28. nóvember 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.