Tíminn - 28.11.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.11.1963, Blaðsíða 13
GRÍSABÖRNIN SMÁU Walt Disney THttrib«t*d by Kir.tr Featores Syndieate. © 1963 Walt Dianey Productiona World Riphts Reserved Á tré er skilti, sem á stendur: Haldið — Hver skyldi hafa sett þessi skilti áfram. upp? — Hver skilur það ekki? Nei, sko, hverjir koma þarna. AS-Ólafsvík, 26. nóv. Langur biðlisti er kominn í Ól- afsvík yfir þá, sem vilja fá að verða fyrstir til þess að keyra fyr- ir Ólafsvíkur-Enni, þegar vegur- inn hefur verið ruddur, sem vænt- anlega verðui einhvern næstu daga. Ekki hefur verið ákveðið, hvort vegurinn verður opnaður almenn- ingi fyrir áramót, en búizt er við að lokið verði að ryðja hann í þessari viku, en þá á eftir að ganga frá honum og bera ofan í áður en umferð verður leyfð. Fjöldi manna hefur látið í ljós ósk um að fá að verða þess heið- urs aðnjótandi að aka fyrst fyrir ÓJafsvíkur-Enni. en ekki er vit- að, hver það verður. Stöðug vinna hefur verið við veginn, þrátt fyrir leiðinlegt veður. Austfirðingafélagið í Reykjavík heldur, ásamt Rangæingafélaginu fullveldisfagnað 1 Sigtúni 1. des. kl. 9. Skemmtiatriði: 1. Ræða. Páll Bergþórsson. 2. Guðni Þórðarson sýnir kvikmyndir frá Kanaríeyjum. 3. Dans. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Útsala vor og vörugeymslur í Nýborg verða lokaðar í dag til kl. 1 e. h. vegna jarðarfarar Ólafs H. Sveinssonar útsölustjóra. Áfengis- og Tóbaksverzlun ríkisins. iov>í -• •> i ,k Útibússtjóri - Deildarstjóri Útibússtjóri óskast að útibúi okkar í Þorlákshöfn. Deildarstjóri, karl eða kona óskast í vefnaðarvöru- og skódeild okkar á Selfossi. — Upplýsingar gef- ur kaupfélagsstjórinn. Kaupfélag Árnesinga. Fundur verður haldinn til stofnunar hestamanna- félags fyrir Snæfellsnes og Hnappadalssýslu að Vegamótum, mánudaginn 2. des. kl. 2 e. h. Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur mætir á fundinum. — Bjarni Bjarnason, Laugarvatni sýn- ir kvikmynd frá landsmóti hestamanna. Allir áhugamenn um hrossarækt velkomnir á fundinn. Áhugamenr Greiðendur útsvara og fasteignagjalda í Hafnarfirði Lögtök fara nú daglega fram ívrir ógreiddum út- svörum og fasteignagjöldum til bæjarsjóðs Hafn- arfjarðar ásamt dráttarvöxtun> og kostnaði. Gjald endur eru hvattir til að greiða gjöld sín nú þegar og komast þannig hjá óþægindum og kostnaði aí lögtökum. Bæjargjaldkerinn Hafnarfirði Skyggna konan II Minningar Margrétar frá ÖxnafellL Skráðar af FJríki Sigurðssyni, skólasfjóra. 'iiöijcíi d'iöi 5bJ?. i;tsvnaol kl KQNAN hmimmaii ■ ÖBtcl MUSO'lBÍ k i { - „ >rl(v1 i ö-v .i j-t'io Lýsir undraverðum skyggnisýnum frá Strandarkirkju og Snæfellsnesi. Hún segir frá andlegum lækningum með aðstoð Friðriks dularlæknis, einnig frá dulrænum íækningum í Bretlandi. Skráðar af Árna Óla, blaðamanni SKYGGNA KONAN II. skýrir frá vitnisburðum fólks, sem telur síg hafa notið dásamlegra lækninga með hjálp Margrétar frá Öxnafelli. Fyrri hiuti bókarinnar kom úf arið 1960 og var þá metsöiubók. •fyó$N r Komin til bóksala BÓKAÚTGÁFAN FRÓÐI Minning Framhald af 8. síðu. skólakennara, búsett í Reykjavík. Sigríður, iiúsroæðrakennari, ógift, búsett í Reykiavík. Snorri, læknir ókvæntur, er við nám í Bandaríkj unum. Erlingur- afgreiðslumaður, kvæntur Arnþrúði Eiríksdóttur, búsettur > Reykjavík. Ólafur og Guðrún bjuggu í Reykjavík bansaf til Ólafur hætti störfum scni sölustjóri, en síð- ustu árin nafa þau búið að Þing- hólsbraut ■i'I ' Kópavogi. Ólafur H. Sveinsson var ákaf- lega vinsæll og vel metinn mað- ur, og alhr sem kynntust honum virtu mikiis gáfur hans, heilbrigð viðhorf, góðvild, sanngirni og hjálpsemi Hann var ágætum gáf- um búinn og víðlesinn, enda las hann mikið, ekki sízt erlend rit, enda haíði hann ágætt vald bæði á Norðuriandamálum og ensku. Allt fram a siðustu ár las hann ensk blöð og rit að staðaldri þg fylgdist m.iög vel með heimstnál- um sem ’Tmaniandsmálum. Skarp- skyggni hans var mikil og honum var einkar lagið að setja skoðanir sínar, sem voru fastmótaðar og byggðar á bekkingu og víðsýni, fram með skýrum og öfgalausum hætti. Hann ritaði lít- ið en hefur þó vafalaust haft al þess öll skiiyrði að láta tnál til sín taka með beim hætti. Sást það gerla fyrir nckkrum árum, er landhelgismal íslands voru á dag skrá bæði hér á landi og í er- lendum möðum. Þá var hann eitt sinn staddur í Noregi, þar sem hann dvaldist stundum hjá dóttur sinni. Ritaði hann þá nokkrar stuttar greinar í norsk blöð til þess að leiðrétta misskilning, sem honum þótti gæta, og var þar haldið á málum af miklum ágæt- um. Einnig mun hann hafa ritað sitt hvað a semni árum, en flíkaði því ekki á prenti. Með Ólafi er fallið frá einstakt valmenni, sem ölium fannst ávinn ingur að kyr.nast, sakir víðsýni hans og mannkosta. Hann var svo heilráður maður, að á orði var haft: drengur góður í þess orðs beztu merkingu. T f M I N N, fimmtudaginn 28. nóvember 1963 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.