Tíminn - 28.11.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.11.1963, Blaðsíða 8
Olafur H. Sveinsson í DAG vcrfiur til moldar borinn Ólafur H. Sveinsson frá Firði, fyrrum sölustjóri hjá Áfengisverzl un ríkisins í Reykjavík. Ólafur lézt á sjúkrahúsi í Ósló af heila- blóðfalli 19. þ-m. Hann hafði ver- ið í heimsokn hjá venzlafólki sínu, sem búsett er í Noregi. Ólafur var fæddur að Asknesi í Mjóafirði 19. ágúst 1889, sonur Sveins Ólafssonar bónda, kennara og alþingi“manns, síðar í Firði, og fyrri konu hans Kristbjargar Sigurðardóttur. Sveinn bjó á Ask nesi frá 1889 til 1899. Ólafur missti móður sína, er hann var sex ára, en árið 1899 kvæntist Sveinn aftur Önnu Þorsteinsdóttur prests í Berufirði, og sama ár fluttist Sveinn í Borgarfjörð eystra og var þar varzlunarstjóri tvö ár, en 1901 fluttist hann að Firði og bjó þar síðan- Ólafur ólst upp með föður sín- um, óg rirun hann hafa haft mikil áhrif á son sinn í uppvextinum. Önnu stjúpmóður sína mat Ólafur einnig jafnan mjög mikils, enda var hún mikil gæðakona. Haustið 1906 settist Ólafur í annan bakk gagnfræðaskólans á Akureyri, cn stundaði þó ekki nám samfleytt næstu ár og lauk gagnfræðaprófi 1910, fór síðan í Kennaraskólann og lauk kennara prófi 1911, þá með hæstu eink- unn skólans eða 89 stig, enda var Ólafur þá þegar vel menntur, við- lesinn og mótaður af uppeldi á þjóðlegu menningarheimili. Ólafur hugði þó þegar á lengra nám og sigldi til Edinborgar haust ið 1911 og lagði stund á ensku, uppeldisfræði og sálarfræði þar hinn næsta vetur, og var slík menntasókn af ungum manni þá f senn fátið og merkileg og sýnir vel dirfsku og viðhorf Ólafs. — Nokkrum árum síðar hélt hann einnig til Noregs og dvaldist á lýð háskóla á Siðsvelli 1915—16. Á gagnfræðaskólaárunum hafði hann verið kennari í Mjóafjarðar- skólahéraði 1908—1910, og hélt unglingasicola í Nesi í Norðfirði veturinn 1913—14, en eftir heim- Stutt kveðja Á YNGRI árum mínum þekkti ég ekki Ólaf Sveinsson frá Firði i Mjóafirði. En föður hans, Svein í Firði könnuðust allir flokksmenn Framsóknarflokksins vel við sem einn kjarkmesta, gáfaðasta og ötul- asta flokksbróður okkar í sókn og vörn í þjoðmálum á fyrri árum Framsóknarflokksins. En fljótt. eftir kynningu okkar Ólafs Sverassonar á miðjum aldri, fékk ég sérstaklega góðan þokka á honum, sem ætíð eftir það hélzt og jókst, eftir því, sem árunum fjölgaði að baki okkar. Það var hlýleiki, greind, frjálslyndi og rót tækni er óg dáðist sérstaklega að þar sem Óiafur var. Mér fannst lxann óvanalega góður flokksbróð- ir og samherji, er mér féll alltaf betur og betur við eftir því, sem tímarnir liðu. Hann var alltaf ó- venjulega heilsteyptur og góður fiokksbróðir. Vertu blessaður og sæll, Ólafur Sveinsson. Þegar ég frétti lát þitt, snart það mig svipað og farið hefði nákominn ættingi minn eða kær vinur. Þakka ég þér innilega fynr ágæta viðkynningu, skemmtilegt og hlýtt uðmót, gamansöm svör, drengskap, hlýhuga og greindar- ’ega og glaða framkomu ævinlega Vigfús Guðmundsson. Guörún Pétursdóttir kcenuna frá Noregi settist hann að heima í Firði og gerðist ráðs- maður hjá föður sínum til ársins 1919. Hinn 17. jiiní 1917 kvæntist hann Guðrúnu Björgu Ingvarsdótt ur, útgérðarín. óg álþingiSmanns á Nesi í Norðfirði, hinni mestu myndar- og ágætiskonu, sem lifir mann sinn. Fluttust þau til Eski- fjarðar 1919, þar sem Ólafur réðst gjaldkeri við útibú Landisbanka íslands og gegndi því starfi til 1928. Þá hóf liann útgerð og verzl unarstörf og stundaði þau á Eski firði og Hornafirði til 1935, er hann fluítist til ^Reykjavíkur og varð sölustjóri Áfengisverzlunar ríkisins. Því starfi gegndi hann rúma tvo áratugi, unz hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1958. Ólafur var mikill félagshyggju- maður og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum, og meðan hann bjó á Eskifirði átti hann sæti í hreppsnefnd meðal annars og var hreppsnefndaroddviti um skeið. Hann bar ætíð mikinn hlýhug til Eskifjarðar og Eskfirðinga og lét sig miklu skipta framfaramál þeirra. Má geta þess, að fyrir nokkrum árum, er Eskfirðingar reistu sér félagsheimili, gaf Ólaf- ur myndarlega fjárhæð til bygg- ingarinnar. Tvær systur átti Ólafur, Katr- ínu, alsystur, sem gift er Guð- mundi Stefanssyni á Vopnafirði, og Sesselju, hálfsystur, sem gift er Benedikt Sveinssyni og býr á Norðfirði. Þau Ólafur og Guðrún eignuð- ust tólf böm, sem öll eru á lífi, og hafa reynzt hið ágætasta fólk og eru búsett bæði hér og erlend- is, og er betta orðinn mikill ættar garður. Eórn þeirra eru þessi: Kristbjörg, gift KSre Selnes, lektor í Osló. Sveinn, verzlunar- maður, kvæntur Ástu Lóu Bjarna dóttur, búsettur í Kaliforniu. — Margrét, gift Ólafi Jenssyni, verk- fræðingi, búsett í Kópavogi. — Anna, gift Hilmari Kristjónssyni deildarstjóra, búsett í Rómaborg. Ingvar, verkfræðingur, ókvæntur, búsettur í Kalifomíu. Guðlaug, gift Guðmundi Björnssyni, ■ verk- fræðingi, búsett i Reykjavík. — Einar, sölustjóri, kvæntur Hans- ínu Þorkeisdóttur, búsettur í Kópa vogi. Hjalti, stýrimaður, ókvænt- ur, búsettur í Reykjavík. Katrín, •gift Guðna Guðmundssyoi^menntg Kí-ambalo a 13. síðiiy ,f, FRÚ GUÐRÚN Pétursdóttir frá Engey andaðist í Landakotsspítala eitir langa sjúkdómslegu, rúmlega 85 ára að aldri, fædd 9. névember 1878. Frú Guðiún var alin upp á hinu myndarlega heimili, Engey við Reykjavík, dóttir hjónanna Péturs Kristinssonar og Ragnhildar Ólafs- dóttur, sem þar bjuggu. Stóðu að þeim hjónum báðum merkar ætt- ir, en föðurætt Guðrúnar bjó í Fngey um nálega 200 ára skeið. Frú Guðrún giftist ung, hinum ágætasta manni, Benedikt Sveins- syni, sem síðan varð forseti Al- þingis. Fluttu þau nýgift í húsið é Skólavörðustíg 11, og bjuggu þar aila tíð á meðan bæði lifðu. Þeim hjónum varð 7 barna auðið fjög- nrra dætra og þriggja sona, sem öli náðu fullorðinsaldri, en tvær dætranna eru látnar. Synirnir eru allir þjóðkunnir, en þeir eru, Sveinn, framkvæmdastjóri; Pétur, hankastjóri og Bjarni, forsætisráð- herra. Systurnar, Guðrún og Ólöf, eru vel menntaðar gáfukonur. — Fjöldamörg barnabörn átti Guð- rún Pétursdóttir, og öll hin mann- vænlegustu. Frú Guðrún Pétursdóttir átti starf sama ævi. Hún var húsfreyja á mannmörgu menningarheimili, þar sem rrargir utanaðkomandi dvöldu lengi og skemmri tíma, og hún tók virkan þátt í félagsstarfi og landsmálabaráttu. Einkum hafði hún eldlegan áhuga fyrir sjálfstæð isbaráttu þjóðarinnar, þegar ís- lendingar voru að leysa sig úr sam bandinu við Dani, voru að fá stjórn máia sinna í sínar hendur og eignast þjóðfána sinn. Guðrún saumaði hvítbláa fánann, sem dreg inn var að hún á Lögbergi 17. júní ,} 907 og helgaður á samkomu Stúd- entafélagsins. Skúli Jakobsson mjólkurfræðingur Síðastliðicn laugardag var til moldar borinn Skúli Jakobsson mjólkurfræðingur, en hann varð bráðkvaddur að heimili sínu hér a Blönduósi, aðfaranótt sunnudags ins 17. þ.m. Hann var fæddur 7. júlí 1918 og var því á 46. aldursári er hann lézt. Foreldrar hans voru þau hjón in Guðný Hjartardóttir og Jakob Lárusson Bergstað, trésmiður, en þau áttu urn áratugi heima hér á BJönduósi, og voru bæði ættuð hér úr héraðinu. Þau hjón voru bæði mjög vinsæl og hjálpsöm, og var þó oft ekki af miklu að taka, enda alla tíð fátæk. Bömin urðu 12, og má geta nærri að erfitt hefur verið að koma áfram öllum þessum stóra barnahóp, enda þá engir styrkir eða hjálp frá því opinbera, eins og nú er. Samt blessaðist þetta framar öllum vonum, hjónin voru bæði samhent og vinnusöm í bezta lagi, og börnin fóru að vinna svo fljótt sem auðið var. Af þessum stóra hóp eru 9 lifandi í dag, allt mannvænlegt og gott fólk og góð- ii þegnar í þjóðfélaginu, er því mikið og gott dagsverk sem liggur eftir þau hjón. enda lágu þau ekki á liði sínu Skúli varð snemma að fara að ■’ínna fyrir sér eins og hin bömin, bar fljótt á því hvað hann var framúrskarandi viljugur og þótt Iraftarnir væru ekki miklir eða hroskinn, kom hann sér strax vel, gt rði það áhugi hans og hin létta og glaða lund, sem hann átti ó- hreytta til æviloka. Öll fengu þau systkin notið nokkurrar mennt- unar, Skúli fór til Danmerkur 19 ára gamall, til þess að læra mjólk- urfræði, lauk hann þar prófi, og fór að námi löknu til Þýzkalands og vann þar á mjólkurbúi. Lokað- ist hann þar inni vegna stríðsins, en komst heim með fyrstu ferð Esju hinn 10. júlí 1945. Réðist hann þá fljótlega sem mjólkurfræðingur til mjólkurbús- ins á Selfossi en til Blönduóss fluttist hann árið 1949 og hefur unnið við mjólkurstöðina hér frá þeim tíma og til dauðadags. Á Selfo.-'si má segja að Skúli h.afi fundið gæfuna, en þar kynnt ist hann eftirlifandi konu sinni, Gunnhildi, hinni ágætustu og beztu konu, hún er dóttir þeirra hjóna, vijborgar Jónsdóttur og Þórmund ar Guðmundssonar bifvélavirkja Framhald á 15 síðu Þá var frú Guðrún Pétursdóttir í hópi þeirra fyrstu, sem hér bðrð- ust fyrir réttindum og menntun fs- lenzkra kvenna. Hún var þegar f æsku félagskona í Hinu íslenzka kvenfélagi sem var í fyrstu stofn- að um þá hugsjón, að íslendingar eignuðust háskóla, en tók síðan réttindi og menntun kvenna á stefnuskrá sína, án erlendra fyrir- mynda, að því er bezt verður séð. Frú Guðrún var ætíð mikil kven réttindakona, en hún vildi að menntun kvenna yrði til þess að efla og styrkja íslenzk heimili, jafn framt því að gera konurnar víð- sýnar og frjálsar, og hún krafðist fullra mannréttinda jafnt fyrir kon ur sem karla, vegna þess að ekk- ert annað lullnægði réttlætiskennd hcnnar. Hún átti frá æsku og um langa ævi hugsjóna- og baráttu- mál, sem hún ótrauð lagði lið, hvenær sem tækifæri gafst. Nú á síðari árum var frú Guð- iún Pétursdóttir einkum þekkt fyr ir störf sín sem stjómarkona og íormaður í Kvenfélagasambandi ís- lands. Þegar það samband var stofnað, árið 1930, var hún kosin f stjóm þess, og var óslitið í stjóminni í 29 ár, eða til ársins 1959, þar af formaður í 12 ár, frá árinu 1947 Stefnuskrá Kvenfé- lagasambands fslands, sem hún átti þátt í að setja var mjög í þeim anda, sem frú Guðrún vildi vinna, sem sé, að efla menningu og menntun á þjóðlegum grand- velli til hagsbóta fyrir islenzk heim ili. Um þessi verkefni, og sem þátt af þeim íslenzkan heimilisiðn að og hannyrðir var henni ljúft að ræða, bæði í einkasamtölum og á lundum héi í Reykjavík og víðs vegar um landið. I gegnum starf- ritt í Kvenfélagasambandi íslands eignaðist frú Guðrún vináttu og virðingu fjölda margra kvenna, sem nú syrgja hana látna. Frú Guðrún var frábærlega giæsileg kona, sem vakti eftirtekt hvar sem hún fór. Hún klæddist ævinlega íslenzkum búningi, sem ekki dró úr höfðingsbragði henn- ar. Frú Guðrún var ófeimin og kjarkmikil, og lét skoðanir sínar í Ijós, hver sem í hlut átti, og var hún því af mörgum talin kaldlynd og fráhrindandi En aðeins þeir, sem ekki þekktu frú Guðrúnu gátu lítið sér detta slíkt í hug. Hún var þvert á móti mjög hjartahlý og með glöggan skilning á erfiðleik- u m þeirra. sem bágt áttu. Og hún var drengskaparkona, sem hægt ' ar að treysta á hverju sem gekk, ætíð vinur vina sinna. Undirrituð átti því láni að iagna, að kynnast frú Guðrúnu í starfi um rr.argra ára skeið og telur sig rík- ari af þeim kynnum, enda var frú Guðrún ógleymanlegur persónu- leiki, sem eftir langa starfsævi ei saknað af öllum. sem til hennar bekktu og mest af þeim, sem bekktu har' bezt. Ég kveð frú Guðrúnu Péturs- dóttur hrygg í huga og votta börn- uir hennar tengdabörnum og öðr- um ástvinum innilegustu samúð raína. Rannveig Þorsteinsdóttir. 8 T f M I N N, fimmtudaginn 28. nóvember 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.