Tíminn - 28.11.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.11.1963, Blaðsíða 14
WILLIAM L. SHIRER að koma, að lýðræðisríkin, and- stætt öllum sól'armerkjum, gripu fram í fyrir þeim. Hinum árlega flokksfundi í Nurnberg, sem Hitl- er hafði ákveðið 1. apríl, að vera skyldi „Flokksfundur friðarins“, og að hefjast skyldi fyrstu vikuna í september, var síðan aflýst með leynd 15. ágúst. Fjórðungur úr milljón manna var kallaður í her- inn á vesturvígstöðvarnar. Gefnar voru fyrir fram út skipanir vegna jáimbrautanna. Áætlanir voru gerð ar um að flytja aðalbækistöðvar landhersins til Zossen austan Ber- línar. Og sama dag, 15. ágúst til- kynnti sjóherinn, að litíu herskip- in Graf Spee og Deutschland og tuttugu og einn kafbátur væri til- búinn til þess að leggja af stað til bækistöðva sinna á Atlantshafinu. Halder hershöfðingi hafði skrif- að undarlega setningu í dagbók sína 17. ágúst: „Canaris hefur framkvæmt I. hluta (aðgerðanna), Himmler, Heydrich, Obersalzberg: 150 pólskir einkennisbúningar með öllu tilheyrandi til Efri-Slé- siu“. Hvað þýddi þetta? Það var ekki fyrr en að styrjöldinni lokinni, að það varð Ijóst. Þetta stóð í sam- bandi við einn af undarlegustu hlutunum, sem nazistar nokkru sinni komu í kring. Alveg eins og Hitler og yfirmenn landhers hans höfðu tekið til athugunar hvort ekki ætti að sjóða upp „atvik“ eins og t.d. morðtilraun á þýzka sendi- herranum, til þess að réttlæta inn- rásina í Austurríki og Tékkósló'- vakíu, þá voru þeir nú að velta fyrir sér, þegar stundaglasið var að tæmast, uppsoðnu atviki, sem myndi að minnsta kosti að þeirra áliti réttlæta fyrir heiminum árás- aráætlunina gegn Póllandi. Dulnefnið á þessari uppsuðu var „Himmler-aðgerðin“, og hugmynd in var mjög einföld — og gróf. SS og Gestapo áttu að setja á svið gerviárás á þýzku útvarpsstöðina í Gléiwitz í nánd við pólsku landa- mærin og þeir áttu að nota fanga, sem dæmdir höfðu verið til vistar í fangabúðunum klædda einkenn- isbúningum pólska hersins. Þannig var hægt að skella allri skuldinni á Pólland, fyrir að hafa ráðizt á Þýzkaland. Snemma í ágúst hafði Canaris aðmíráll, yfirmaður Ab- wehr-deildar OKW. . i, kipun frá Hitler sjálfum n ; vra þeim I-Iimmler og 11.- ,50 pólska einkennisbúninga j.ck- ur pólsk vopn. Þetta fannst hon- um heldur undarlegt, og 17. ágúst spurði hann Keitel um þetta. Á meðan hinn undanlátssami OKW- yfirmaður lýsti því yfir, að honum fyndist ekki sérlega mikið til „að- gerða af þessari tegund“ koma, sagði hann aðmírálnum samt, að „ekkert væri hægt að gera“, þar eð skipunin hefði komið frá foringj- anum: Og þótt Canaris væri þessu mótfallinn, hlýðnaðist hann skip- uninni og afhenti Heydrich ein- kennisbúningana. Yfirmaður S.D. valdi ungan S.S.- mann, sem verið hafði í leyniþjón- ustunni til þess að framkvæma verkið. Hann hét Alfred Helmut Naujocks. Þetta var ekki fyrsta verkefnið, sem þessum undarlega manni var fengið, og heldur ekki það síðasta. Snemma í marz 1939, skömmu áður en Þjóðverjar her- námu Tékkóslóvakíu, hafði Nau- jocks, að tilhlutun Heydrichs, unnið að því að koma sprengiefni inn í Tékkóslóvakíu, þar sem það var síðan notað til þess að „koma af stað atburðum“. Alfred Naujocks var hin dæmi- gerða framleiðsla S.S.-Gestapo, nokkurs konar gáfaður glæpamað- ur. Hann hafði lagt stund á verk- fræði við Kielar-háskóla, þar sem hann fékk fyrst nasasjón af bar- áttunni við and-nazista. í eitt skipt ið barði kommúnisti nef hans í klessu. Hann hafði gengið í S.S. árið 1931, og fór í S.D1. þegar eftir að hún var sameinuð S.S. árið 1934. Eins og svo margir aðrir ungir menn, sem voru í slagtogi með Heydrich, var liann að grauta í einhverju, sem kallaðist vísindi innan S.S. — „sögu“ og „heim- speki“ aðallega — um leið og hann vann sig stöðugt í meira og pieira álit fyrir að vera harðsvír- aður, ungur maður (Skorzeny var annar slíkur), sem hægt var að fela í hendur framkvæmd þeirra verka, sem ekki voru sem fínleg- ust og þeir Himmler og Heydrich fundu upp á. Naujocks flýði á náðir Bandaríkjamanna 19. októ- ber 1944 og í Niirnberg ári síðar bar hann nokkrum sinnum vitni, og í eitt skiptið skýrði hann frá „atvikinu“, sem Hitler notaði til þess að réttlæta árásina á Pól- land. — Einhvern tíma um eða eftir 10. ágúst 1939, skipaði yfirmaður S.D., Heydrich, mér persónulega, að gera árás á útvarpsstöðina í nánd við Gleiwitz við pólsku landa mærin (sagði Naujocks í vitnis- burðinum í Niirnberg, 20. nóvem- ber 1945) og láta líta svo út, sem árásarmennirnir væru Pólverjar. Heydrich sagði: „Það þarf að afla hagnýtra sannana um þessar á- rásir Pólverja bæði fyrir erlend blöð og einnig fyrir áróður Þjóð- verja.“ ... Fyrirskipanir mínar hljóðuðu upp á að taka útvarpsstöðina og halda henni nægilega lengi til þess að leyfa Þjóðverja, sem tal- aði pólsku, og mér hafði verið útvegaður, til þess að halda ræðu í útvarpið á pólsku. Heydrich sagði mér, að í þessari ræðu skyldi tilkynnt, 'að sá tími væri upp runn- inn þegar til átaka kæmi milli Þjóðverja og Pólverja . . . Heyd- rich sagði mér einnig, að hann byggist við árás á Pólland af hálfu Þýzkalands innan fárra d^ga. Ég fór til Gleiwitz og beið þar í fjórtán daga. . . . Milli 25. og 31. ágúst fór ég til fundar við Ileinrich Múller, yfirmann Ge- stapo, sem var þarna nálægt í Op- peln. í viðurvist minni ræddi Múller við mann, sem nefndist Melhorn og ræddi um áætlun um íinnað ajvik á landamærunum, þar sem átti að líta svo út, sem pólskir hermenn væru að gera árás á þýzk ar. hersveitir. . . . Múller sagði, að hann hefði 12 eða 13 dæmda glæpamenn, sem klæða skyldi í pólska einkennisbúninga og skilja þá síðan eftir dauða á jörðinni, þar sem atburðurinn hefði átt að eiga sér stað, til þess að sýna, að þeir hefðu verið felldir, á meðan þeir voru að gera árásina. í þess- um tilgangi yrði þeim gefin ban- væn inngjöf, og myndi læknir, sem Heydrich hafði í þjónustu sinni, sjá um það. Síðan átti einnig að veita þeim skotsár. Eftir að at- burðir þessir hefðu átt sér stað, yrði farið með blaðamenn og ýmsa aðra til staðarins, þar sem þetta hafði gerzt. . . . Múller sagði mér, að hann hefði skipun frá Heydrich um að láta mér eftir einn af þessum gl’æpa- mönnum í sambandi' við aðgerðina í Gleiwitz. Dulnefnið, sem hann notaði, þegar hann talaði um þessa glæpáhienn var „niðursoðnar vör- ur.“ Á meðan þeir Himmler, Heyd- rich og Múller, samkvæmt skip- unum Hitlers voru að koma því í kring, að þessar „niðursuðuvörur' yrðu notaðar sem gerviafsökun fyrir árás Þýzkalands á Pólland, steig foringinn sitt úrslitaskref til þess að búa heri sína undir lang- varandi styrjöld. Hinn 19. ágúst — annan þýðingarmikinn dag — voru gefnar út skipanir handa þýzka sjóhernum um að sigla af stað. Tuttugu og einum kafbáti var stefnt til stöðva norðan og norð- vestan við Bretlandseyjar og her- skipinu Graf Spee var skipað að halda til stranda Brazilíu og syst- urskipi þess, Deutschland, til' þess að leggjast þvert á sigtingaleið Bretlands á Norður-Atlantshafi. Dagsetning þessarar skipunar til 24 — Ég get komið með fleiri dæmi, þar sem einstaklingurinn sjálfur skiptir máli. Ég man t. d. eftir trésmið eihum í Berilo. Eg keypti mér hús þar einu sinni, og þessi maður vann ofurlítið við það. Hann smíðaði t. d. bókahillur fyrir okkur. Hún leit snöggt upp. — Ertu kvæntur, Scoles læknir? Hann brosti —■ Nei. — Haltu áfram. Þjáðist þessi maður af eneephalitis? — Bíddu nú hæg. Hann var tré smiður, hann vann fyrir mig, og meðan hann var að því, veitti ég því athygli, að hann gekk dálítið einkennilega, ofurlítið meira til annarrar hliðarinnar. — I fyrstu ruglaði hann sjúk- dómsgreiningu okkar með frá- sögn sinni af 'hryggskemmd, sem hann hai'ði orðið fyrir í Þýzka- landi og þjáðst lengi af. Hann var mjög góður smiður, og við vonuðum, að þetta væri aðeins hryggskekkía, sem auðvelt yrði að lækna hann af. En við kom- umst fljótlega að því, að heilinn og taugarnar voru ekki i eðlilegu ásigkomulagi, og þá varð okkur innan skamms ljóst, að alvarlegur kynsjúkdóenur á hans yngri árum var orsök þessa. — Het’ðu hryggskemmdirnar einar samen ekki getað verið or- sök þess, að hann réði ekki göngu- lagi sínu? — Jú, og við hefðum ekki þekkt sjúkling okkar, hefði því einu verið kennt um. En við þekktum Vic. Á sínum yngri ár- um, fyrir stríð, lifði hann mjög hátt, eins og maður segir, og hann hafði ekki sem bezt orð á sér. Á þeim tíma fákk hann sjúkdóminn þó að afleíðireS’irr’ar kæmu ekki í ljós, fyrr en >i;nn var búinn að koma sér vel fyrir í lífinu og kvæn jr ast yndislegri konu. Það var synd. Vic fannst það líka synd. Ef af- leiðingar hefðu komið í ljós á þessu tímabíli, meðan hann enn var laus i rásinni, hefði það ekki fengið eins mikið á hann. En nú þegar hann hafði tekið sig á og komið sér vel fyrir, þá var sárt að horfast í augu við sannleik- ann. Hann þagnaði og beið eftir, að Page léti í ljós samúð sína með Vic. En hún sagði aðeins blátt á- fram: — Já, þú hefðir náttúrlega meðhöndlað hann öðru vísi, hefð- irðu strax vitað orsökina. Hann andvarpaði. Þessi fallega kona var sannarlega áumkunar- verð. Vic Jaeger — laglegur, ung- ur, duglegur trésmiður — fyrir Page var hann aðeins ofur venju- legt sjúkdómstilfelli, annað ékki. Á nákvæmlega sama hátt og fjórt- án ára sveitadrengur frá Ralls- héraði var henni ekki annað en heilasýnishorn til rannsóknar. Phil horfði á ungu konuna, eins og hann sæi hana í fyrsta skipti. Og í rauninni var það svo. Þessa konu, sem hann horfði á, mundi hann aldrei framar óttast, því að hér í ríki hennar, meðal allra rann sóknartækjanna, sýnishornanna og skýrslnanna, hér í þessu and- rúmslofti vísindamennskunnar, sem var eins og hjúpur um feg- urð hennar, varð honum skyndi- lega ljóst, að hún átti svo mikið ólært, að hún var miklu fremur aumkunarverð en leyndardóms- full. Hann hélt áfram að tala um Vic og hvað þeir ætluðu að reyna að gera fyrir hann á Berry og Chanpell. — Éf hann er samvinnuþýður, sagði Page, þá getur sjúkdóms- tilfelli hans haft mikið að segja frá vísindalegu sjónarmiði. ASTIR LÆKNISINS ELIZABETH SEIFERT — Við vonum, að meðhöndlun okkar komi til með að hafa eitt- hvað að segja fyrir Vic sjálfan, sagði Phil þurrlega. Hún brosti við honum. Slíkt bros hefði haft mikla þýðingu fyrir Phil svo sem klukkutíma fyrr, því að það var það fegursta, sem hann hafði séð úr þessari átt. — Ég er smeyk um, að þú hafir ekki sem heppilegast hugarfar til rannsókna, sagði Page mjúklega. — Ef hið rétta hugarfar byggist á því, að maður gleymi allri mann úð gagnvart einstaklingnum, þá vona ég, að þú hafir rétt fyrir þér, sagði hann hvatskeytlega. — Við verðum alltaf að hafa í huga, læknir, að eitt sjúkdómstil- felli er ekki nóg, þegar rannsaka á orsakir sjúkdómsins og afleið- ingar, við verðum að fá að minnsta kosti hundrað eða jafnvel þúsund slík. Hann reis á fætur. — Nú hef ég tafið þig alltof lengi, sagði hann kurteislega. Þakka þér kærlega fyrir þessa stund, hún var mjög fróðleg. Hún stóð einnig á fætur, en hann hristi höfuðið — Það er ó- þarfi að fylgja mér, ég hugsa að ég rati út. Ef ég villist, þá hrópa ég á hjálp Hún hló glaðlega. — Við erum algerlega hljóðeinangruð hérna líka. Auðvitað. Hann áttaði sig nú á því, að þau höfðu ekki heyrt hið minnsta hljóð frá rannsóknarstof- unni við hliðina, þó að þar væri verið að starfa af fullum krafti. — Eins og í gröf, sagði hann og hl'ó einnig. Jæja, kærar þakkir aftur. Þú ættir að koma einhvern tíma og líta á deildirnar, þar sem ég vinn. — Hvers vegna skyldi ég gera það?, spurði Page forviða. — Þar getur verið ýmislegt að sjá, sem þú sérð ekki hér og veizt heldur ekkert um. Fólk! Þau horfðust í augu, og hann herpti varirnar saman. — Já, Page, lifandi fólk — deild irnar eru fullar af lifandi fólki. Og það er hávaði af því. Gamall maður ropar, móðursjúk kona grætur, og önnur skámmast há- stöfum yfir því, að henni var ekki sinnt strax og hún kallaði. Eða kannske heyrist aðeins fótatak gangnastúlknanna og muldur sjúk- linganna í hvíldartímanum. Við er- um ekki hljóðeinangruð þar, ekki hið minnsta. — Scoles . . . byrjaði hún með umburðarlyndishreimi kennslukon unnar. — Það lyktar þar líka, hélt hann áfram ákafur, og bros lék um varir hans, eitt af þessum töfr- andi, afhjúpandi brosum, sem fá- ar konu fengu staðizt. — Lykt af fólki, sem aldrei hefur haft efni á að eignast sápu, eða af fólki, sem aldrei hefur langað til að eign ast sápu, jafnvel þótt það ætti fyr- ir henni. Það er veikindalykt, gam- almennalykt, og það lyktar af ótta fólksins. Þar er lítið um skínandi fægða koppa og kirnur, dauð- hreinsaða galla og skó, rannsókn- artæki í röð og reglu á hverju borði. En Page, liugsaðu þér allt, sem hægt er að gera fyrir þetta fólk. Þar sér maður árangur verka sinna, hvort sem hann er góður eða vondur, og það strax. Það er langur vegur milli þess slarfs og rannsóknarstarfsins, þessa nosturs við nagdýr og fugia. Andlit Phils var reiðilegt, brosið var horfið af vörum hans. Hann var ekki aðeins að tala yfir hausa- mótunum á Page, heldur einnig sjálfum sér. Hann var allt í einu sjálfum sér sárreiður. En Page tók orð hans sem gagnrýni á sér og sínu starfi. — Segðu mér eitt, Scoles lækn- ir, sagði hún þurrlega. Telurðu starf mitt einskis virði? Mundu, að ég krukka í þessa fallegu fugla til þess að komast að orsökum hryllilegs sjúkdóms, sem veldur dauða. — Það er alveg rétt, játaði hann fúslega. Og vissulega er það þýð- ingarmikið starf. En mundi það ekki öðlast miklu meira gildi, ef þú litir á fórnarlömb sjúkdóms- ins sem einstaklinga? — En . . . — Já, ég veit, hvað þú vilt segja. Þú lítur á mannkynið sem heild. Og ég viðurkenni, að rann- sóknir og tilraunastarfsemi geta gengið á þeim grundvelli. Og þér kann að nægja það í þínu starfi. En ég get nefnt þér annað dæmi. í læknaritinu í síðustu viku, var skýrt frá því, að chlorophyll virð- ist verka fljótar gegn smitun en penicillin eða sulfa. Sú staðreynd hefur mikla þýðingu fyrir hverl 14 T í M I N N, fimmtudaginn 28. nóvember 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.