Tíminn - 31.12.1963, Síða 8

Tíminn - 31.12.1963, Síða 8
Á árinu má það mesrtan at- burð telja innlendan, að háð- ar voru kosningar til Alþlngis. Bar þar helzt til tíðinda, að kosningaxnar urðu mikill sig- ur fyrir Framsóknarflokkinn. Vlann flokkurinn tvö þing- sæti og hefur nú 19 þing- menn. Jók flokkurinn mjög atkvæðatölu sína og hafði nú melra fylgi í landinu en nokkru sinni áður um 30 ára skeið. Fer margt öðru vísi en ætlað er, því ætlazt var til af sumum, að þyngra yrði fyrir fæti hj á Framsóknarflokkn- um, þegar saman færu fólks- flutningar úr sveitunum, þar sem flokkurinn hafði og hef- ur eindregnast fylgi og breytt kj ördæmaskipun. Framsóknarflokkurinn eyk- ur fylgi jafnt og þétt og mest þar, sem það var minna fyrir Er 1 flokkurinn nú orðinn næststærsti stjórn- málaflokkurinn í bæjum og kauptúnum, en sterkastur allra í sveitunum sem fyrr. Sameinast umbótafólk nú óð- um um Framsóknarflokkinn í öllum byggðum landsins og vhclist stefna til heppilegri flokkaskipunar en verið hef- ur um sinn. Umbótasinnað fólk í land- inu sýnist nú óðum koma auga á nauðsyn þess, að efla stóran og sterkan flokk um meginstefnu, en hafa ótrú á því að dreifa kröftunum. enda þótt menn geti ekki ver- ið sammála um allt. Þetta er heilbrigð og æski- leg þróun og mun margt gott af þessu leiða. í Alþingiskosn ingunum á þessu ári urðu straumhvörf í þessu efni, því þá kom í ljós, að Framsóknar flokkurinn efldist drjúgum skrefum til að sinna þessu hlutverki, enda verður betur fær um að rækja það, því sterkari sem hann verður. Unga fólkið og flokkarnir Á því leikur enginn vafi, að það er einkum unga fólkið í landinu, sem þessari þróun veldur, og er það ekkert und- arlegt, þegar að er gáð. Meginþorri unga fólksins vill ekki kommúnismann sjá né heyra, og heldur ekkl þótt hann sé kallaður sósíalismi til bragðbætis, en það er raunar „þægilegt" orð, því enginn veit lengur hvað það þýðir. Tinnuharðir kommúnistar segjast t.d. vera sósialistar og sama segja þingræðisjafnað- armenn. Það er búið að myrða þetta orð með þvílíkri mis- notkun og gera að meiningar leysu. Þjóðfélags-„hugsjón“ stór- kapítalismans, peningavalds- ins, á sér fækkandi aðdáend- ur í hópi unga fólksins, sem er að erfa landið. og einkum eftir að menn tóku að kynn- ast þessari stefnu ómengaðri í framkvæmd á vegum „við- reisnar"-stjórnarinnar héma. Segja má, að ríkisrekstrar- stefna Jafnaðarmanna sé úr sögunni og Alþýðuflokkar 1 öðrum löndum hafa snúið inn á svipaðar leiðir og Framsókn arflokkurinn fer hér í landi. En Alþýðuflokksforkólfar okk ar hafa tengt sig til hægri og breytt stefnu sinni í samræmi við það. Eru komnir í and- stöðu við þýðingarmestu al- mannasamtök i landinu. sam- vinnufélög, verkalýðsfélög og stéttasamtök bændanna. — Finnst fáum lengur, að hjá þeim sé nokkurs fulltingis að leita þeim til handa, sem ekki vilja sætta sig við ómengaða stefnu peningavaldsins. Ef einhverjum sýnist hér getsakir gerðar, bið ég menn hugleiða, hvort hugsanlegt væri, að Sósialdemókratar í nálægum löndum teldu sér það mest til gildis í kosninga baráttu, hve gott samkomu- lag þeirra yæri við flokk pen ingavaldsins í landinu og þeir væru ráðnir í, að þannig skyldi það verða framvegis. En þetta gerðist hér hjá okk- ur í vor. Við þessar ástæður efla menn óðfluga Framsóknar- flokkinn til forustu fyrir um- bótaöflum landsins og hann hefur öll skilyrði til að rækja það hlutverk. Framsóknarflokkurinn er þrautreyndur orðinn, hertur í margri raun og líefur mikla reynslu af stjórnmálastörfum. Stefna hans er sprottin af ramíslenzkri rót, og þau tengsl verða ekki rofin. Flokkurinn hefur leitazt við og mun leitast við að sam eina það bezta, sem við þekkj um hjá öðrum þjóðum, ís- lenzkum staðháttum, en byggja þó fyrst og fremst á eigin reynslu þjóðarinnar í landi sínu, og því sem bezt hefur gefizt. Segja má, að samhengi væri talsvert i íslenzkri stjórnar- stefnu allt frá 1927, að íhalds i fiokkurinn missti meirihluta | sinn og fram að 1959, er nú- verandi meirihluti myndaðist og hóf að gerbreyta þjóðar- búskapnum, að erlendri fyrir mynd frá iðnaðarstórveldum sumra nágrannanna. Þióðleg umbótastefna Framsóknarflokkurinn átti þátt í ríkisstjórn í 26 ár á þessu 33 ára tímabili, og þótt hann ynni ætið með öðrum flokkum, átti hann verulegan þátt í því að móta stjórnar- stefnuna og hans áhrifum var það fyrst og fremst að þakka, að verulegt samhengi varð 1 stjórnarstefnunni allt þetta tímabil, þrátt fyrir allt. Þetta sjáum við m.a. á þvi, hvernig söðlað var um og tek in upp allt önnur stefna, þeg- ar Alþýðuflokkurinn gerði samband við Sjálfstæðisflokk inn 1959, og þessir flokkar gátu tekið minna tillit til ann arra. Þetta timabil varð mesta framfaratímabil í sögu þjóðar innar, og á þessum áratugum reis þjóðin úr fátækt til bjarg álna, þótt oft væri við gífur- lega erfiðleika að etja. En hver urðu þá sérkenni hins íslenzka þjóðfélags. Það varð ekki þjóðfélag kommúnis mans né stórkapítalismans, og ekki heldur ríkisrekstrar- þjóðfélag jafnaðarstefnunn- ar, sem mótaðist á íslandl þessa áratugi mikilla breyt- inga og framfara. Ég nefni nokkur einkenni: Óvenju margir einstaklingar urðu bjargálna, sjálfstæðir framleiðendur eða eignuðust a.m.k. eigin hús og heimili. Fátt varð um auðfélög, sem setið gætu yfir hlut almenn- ings. Fólkið efldi samvinnu- hreyfingu sína óáreitt af yfii völdum og gerði hana öflugri þátt í þjóðlífinu hér, sér til stuðnings, en víðast annars staðar. Verkalýðshreyfingin styrktist og færði út kvíarn- ar og bændur bundust samtök um um málefni sín. Rikið tók að sér ýmiss konar rekstur og þjónustu, sem ann ars var hætlt við einokun á, eða talið of stórt í sniðum fyr ir aðra en ríkið (Forganga um síldarbræðslur í stórum stíl, raforkuver, Sementsverk smiðja, Áburðarverksmiðja o. s.frv.). Greiður aðgangur varð að menntun og minni stétta- skipting en víðast annars stað ar. Komið var upp stórvirkj- unum og visi að stóriðnaði á eigin vegum, en ekki útlendra, enda rík áherzla lögð á nauð- syn þess, að fslendingar hefðu sjálfír tökin á náttúruauð- lindum sínum og framleiðslu greinum. Landhelgisfjöturinn gamli, brezki samningurinn eldri, var brotinn af þjóðinni og landhelgin færð út í 12 míl- ur. Og síðast en ekki sizt: Lokaskrefin voru stigin í frelsisbaráttunni og lýðveldi stofnað í landinu. Aðeins fá atriði eru nefnd, en þau sýna nokkuð sérkenni íslenzka þjóðfélagsins. Erfið- leikar voru oft óskapíegir, heimskreppan, markaðshrun, síldarleysi, sauðfjársjúkdóm- ar, en þjóðin sótti djarft fram og fylgdi þjóðlegri sjálfstæðri stefnu og lagaði sig eftir stað háttum í landi sínu. Alltaf var reynt að leysa vandann já- kvæðu leiðina, eins og tlðk- azt hefur á þeim þúsundum íslenzkra heimila, sem hafa rifið sig upp úr fátækt til bjargálna. Þáttaskil 1959 En 1959 urðu þáttaskil og nú hefur meginstefnunni ver ið breytt í grundvallaratrið- um, peningavaldinu í hag. Framfarir eiga að verða, en það er ekki sama áherzla lögð á það og áður, að þær verði á vegum hinna fjölmörgu dug- miklu einstaklinga. sem hafa þrekið og áhugann en ekki ætíð fullar hendur fjár. Skipu lega og með mikilli nákvæmni er dregið úr stuðningi við upp byggingu almennings, með nýrri vaxtapólitík, með nýrri lánapólitík, og með því að minnka beinan stuðning þjóð félagsins við uppbyggingu á vegum hinna mörgu, sem sækja vilja fram, en fjár- magnið látið renna í stríðum straumum til þeirra, sem að yfirvaldanna dómi eiga að hafa forsjá fjöldans. Það eru höfð úti horn í síðu samvinnufélaganna og þrengt að þeim með margvíslegu móti og þeim ekki unnað jafn réttis, staðið í styrjöld Við verkalýðsfélögin og stéttasam tök bændanna, og helzt ekki ráðgerð framkvæmd stærri verkefna öðruvísi en þau eigi að vera í höndum útlendinaa og á þeirra vegum. Stjórnarstefnan hefur hlað ið Berlínarmúr milli þeirra, sem búnir voru að koma undir sig fótum fyrir „Viðrelsn" og unga fólksins, sem á eftir að búa í haginn fyrir sig, stofna heimili og brjóta sér braut í atvinnulífinu. Unga fólkið finnur unnvörp um, að þvi er ekki ætlaður sami sess í þjóðfélaginu og áður, meðan þeirri stefnu var fylgt, sem Framsóknarflokk- urinn réði meiru um. Stefna stórkapítalismans er byggð á því, að unga fólkið eigi ekki að vera að brjótast í því að eignast eigin íbúðir. Það eigi að leigja hjá þeim, sem hafa fjármagn til að koma upp ibúðum „á hagkvæman hátt". Bændur eigi að vera mátu- lega fáir og fækka þeim skipu lega með því að þrengja kosti landbúnaðarins. Fiskimenn eigi ekki að vera að fást við útgerð, né brjótast inn í út- gerðarstétt, heldur róa áfram á bátum annarra. Almenning ur eigi ekki að vera að fást við verzlun, viðskipti, vinnslu afurða, né Iðnað I samvinnu- félögum — heldur fela þeim allt sitt ráð, sem hafi nóga peninga til að annast þessa þjónustu. Verkfallsréttur, og þar með réttur til frjálsra samninga um kjaramálin, sé hættulegur og úreltur orðinn, en almenningi fyrir beztu að kaupgjald og önnur kjör séu ákveðin af yfirvöldunum. f öllum þessum efnum og ótal flelri hefur viðhorfið breytzt, ný stefna verið mót- uð. Annar andi svifur yfir vötnunum I stjórnarstofnun- um landsins en áður var, með an þar þurfti að taka fullt til- lit til Framsóknarmanna. Þetta fer ekki framhjá unga fólkinu, sem á flest sín mál óleyst, en svo stutt liðið siðan öðru vísi var haldið á málum að stefnubreytingin verður augljós. En það sýnir lifsþrótt þeirra hugsjóna, sem Framsóknarflokkurinn byggir á, og ber þess glöggan vott. hvemig stefna hans og starf hentar staðháttum í landinu, að flokknum fylgir nú, nálega fimmtugum, fjölmennari hóp ur æskufólks en nokkru sinni fyrr. Samvinna og einkaframtak Framsóknarflokkurlnn bygg ir á hugsjón samvinnunnar í starfi sínu, og því hefur verið reynt að koma þvi inn hjá mönnum, að hann hafi ekki EYSTEINN JÓNSSON 8 T f M I N N, þrlðjudaginn 31. desember 1963.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.