Alþýðublaðið - 29.12.1942, Síða 3
»
Frá landgöngu Bandarikjamanna á Guadalkanal,
inn 60 knt vest
ÍllllÉMpli
pÉÍÍ
ttÍHl
lilli
MMmmMMMP
■Nl
hSwhI
:
l^rlíiýadagwr 29. desembej- 1942
AUiYisiByyiift
JilaMiar rtthðfDBía,
Richard Beck, forseti ís-
lenzka Þjóðræknisfélags-
ms í Ameríku, hefir sent eftir-
ýarandi jólákveðju til íslenzku
þjáðarinnar:
„I nafni’ Þjóðræknisfélagsins
í Yesturheimi er mér ánægja að
fá tækifæri til að senda heima-
þjóðinni hugheilar jóla- og nýj-
ársóskir. Ég veit að landar mín-
ir víðs vegar í Ameríku taka
eirthuga undir þessar kveðjur
mínar. Minningarnar að heim-
an eru okkur alltaf dýrmætar
en aldrei hugsa menn jafn mik-
ið heim og á jólum og um ára-
mót. Menningararfur íslend-
inga veitir okkur orku og fram-
sækni, sem vér viljum varð-
veita og ávaxta sem lengst.
Við gleymum aldrei gamla
góða landinu og fögnum yfir
vaxandi sambandi milli íslands
og Vesturheims. Við óskum ís-
landi og íslerizku þjóðinni af al-
hug farsældar og hamingju nú
og um allar aldir.“
Sigrid Undset, hin fræga
norska skáldkona, sendi sér-
staka jólakveðju til allra þjóða,
sem lúta yfirráðum öxulríkj-
anna, þar sem hún lofar þeim
að þær muni einnig brátt verða
aðnjótandi frelsis þess, sem rík-
ir í Ameríku.
, ,Kirkj uklukkurnar í Amer-
íku eru enn frjálsar og kalla
frjálst fólk til bænagerða, og
minna það á að muna eftir
trúnni, sem líf okkar er byggt
á. Þær veita huggun og loforð
frelsarans í heimi, þar sem frið-
urinn hefir verið hrakinn burt.
Þjóðin, sem gerði frelsarann
og friðinn burtrækan, • hefir
þaggað niður í kirkjuklukkum
Evrópu. Þeim hefir verið stolið,
þær hafa verið bræddar og
þeim breytt í fallbyssur, sem
notaðar eru til eyðileggingar.
En upp úr djúpu hafi blóðs,
tára og eymdar, sem ér meiri en
nokkur maður fær skilið, má
enn heyra óminn frá hinum
sokknu klukkum Evrópu berg-
mála klukkuhringinguna frá
Ameríku. Þær trúa á dag end-
urréisnarinnar, og þá munu all-
ar klukkur kristinna þjóða
" hljóma í kór og bera boðskapinn
um frelsarann og boðskap hans
til frjálsra manna um allan
heim að berjast hinu réttláta
stríði.“
Phifip Murray, leiðtogi fimm
milljóna tnanna í verklýðsfélög-
um, hefir sent eftirfarandi orð-
sendingu til verkamanna út um
allan heim:
„Á þessum degi, þegar frels-
arinn fæddist, beinum við hug-
anum að boðskap hans um frið
á jörð|i og meðal mannanna og
um bræðralag allra, sem ætti
að tengja saman alla þjóðflokka
og allar þjóðir.
Ameríski verkalýðurinn bein-
ir öllum kröftum sínum að því
að vinna sigur í stríðinu og
auka veg Bandaríkjanna, af því
að hann skilur að frelsi það,
sem hann vegsamar, muni
hverfa, ef hermáttur öxulríkj-
anna verður ekki brotinn á bak
aftur.
Fyrir hönd milljóna amer-
ískra verkamanna og kvenna
(Congress of Industrial Organ-
izations) er mér gleðiefni að fá
á þessum jólum tækifæri til
þess að senda hinum vinnandi
stéttum um heim allan innileg-
ar heillaóskir í hinni sameigin-
legu baráttu fyrir frelsinu og
einlægar óskir um að hið kom-
andi ár færi Bandamönnum sig-
ur og byrjun á nýju tímabili,
tíma friðar í heiminum.“
Wilhelm de Morgenstierne
sendir eftirfarandi jólakveðju
til norskra sjómanna:
„Allir sannir Norðmenn alls
sfcaðar hugsa til ykkar, sem
berjast svo vel og hraustlega
IVih. á 7. ®íðu.
Mynd þessi var tekin þegar landgöngulið Bandaríkjaflotans réðist á la-nd á strönd Guadal-
kanal og náði þar fótfestu og hefir haldið henni síðan iþfátt fyrir mjög oflugar tilraunir
Japana til þess, að hrekja þær í burtu.
\ ''' ■■■:■■ ... * . .- v ■■•■'■
Rússar 120kmf rá Rostov
----- -,»..—
Sækja að borglnni að anstan og norðan
Á Stalingradvigstððvunum hafa Rússar
sótt fram 65 km á-4 dögum í áttina
til Koteinikovo
LONDON í gærkvöldi..
RÚSSAR tilkynna í dag, að sókn þeirra á Mið-Donvíg-
stöðvunum hafi nú borið svo mikinn árangur. að herir
þeirra, sem lengst eru komnir eigi nú eftir ófarna aðeins
120 km. til Rostov.
Þá segir einnig í fréttum þeirra, að framhald sé á sókn
rússneska hersins hæði á Stalingrad- og Naltsjikvígstöðv-
unum.
Rússar hafa nú sótt fram á Mið-Ðon vígstöðvum yfir
300 km. og tekið- 56 þúsund fanga og stórt landsvæði. —
Tveir rússneskir herir stefna nú til járnbrautarborgarinnar
Kamenskaya, sem er þýðingamikil miðstöð fyrir járnbraut-
ina frá Voronesh til Stalingrad. Það eru nú aðeins 75 km.
á milli þessara herja og ef þeim tekst að nú saman verða
margar þýzkar hersveitir innikróaðar.
Annar þessara herja hefir
farið fram hjá Millerovo og
segja Rússar að sá bær sé al-
gerlega umkringdur. Þessi her
er nú aðeins 45 km. frá Kamen-
skaya, að norðanverðu, á meðan
hinn herinn, sem sækir fram
fyrir austan borgina, á um 75
km. ófama til borgarinnar.
Það virðist augljóst, að Rúss-
ar hafi stefnt að því að sækja
úr tveimur áttum til Rostov,
sem er aðalbirgðastöð fyrir
Kákasusheri Þjóðverja. Annar
herinn á að sækja til borgarinn-
ar beint að norðan, og á hann
nú eftir 120 km. ófarna, en hinn
herinn á að sækja að austan
með járnbrautinni frá Kotelni-
kovo til Rostov.
STALINGRAD-
VÍGSTÖÐV ARANAR
Rússar skýra frá því, að nú
sé alveg útséð um það, að her
sá, sem átti að bjarga 6. her
Þjóðverja við Stalingrad, hafi
gefizt upp við allar frekari til-
raunir í þá átt og er nú á hröðu
undanhaldi í áttina til Kotelni-
kovo og hafa Rússar sótt þarna
fram um 60—80 km. á 4 dög-
um. í dag tilkynntu Rússar að
herir þeirra hefðu sótt fram um
25 km. og tekið 16 byggðarlög
og 3 járnbrautarstöðvar og 3500
fangar voru teknir.
Rássar hafa enn ekki látið til
skarar skríða gegn hinum inni-
króaða 6. her Þjóðverja við
Stalingrad, en þeir hafa stöðugt
unnið að því að treysta stöðu
sína, segja þeir enn fremur í
fréttum sínum í dag.
N ALT SJIKVIGSTÖÐV ARN AR
Rússar tilkynntu um jólin, að
þeir hefðu hafið nýja sókn á
Naltsjikvígstöðvunum í Káka-
sus. Rússar segja í dag, að fram-
hald sé á þessari sókn þeirra
þrátt fyrir mjög erfitt tíðarfar,
bæði þokur og rigningar, og
þeir hrakið Þjóðverja til baka
um 45 km. og tekið mörg þorp.
Rússar tilkynntu í kvöld, að
herir þeirra hefðu tekið vel víg-
girt svæði suður af Rshev.
Þá segir einnig, að Þjóðverj-
ar reyni að senda hinum inni-
króuðu hersveitum sínum á
þessum slóðum vistir og skot-
færi, sem flugvélar láta síga
niður til þeirra í fallhlífum.
Mesta loftárás-
in á Rabaul.
rT ILKYNNT hefir verið frá
-*■ aðálbækistöð MacArturs,
að ameríksk Fljúgandi virki og
Liberator flugvélar hafi gert þá
mestu loftárás á Rabaul á Nýja
Bretlandi, sem gerð hefir verið
til þessa. Rabaul er aðalbirgða-
stöð Japana á suðvestur Kyrra-
hafi.
15 000 smálesta skipi var
sökkt þar í höfninni fyrir Jap-
önum og þrjú önnur birgðaskip
urðu fyrir sprengjum.
Lockhead Lightning flugvél-
ar lentu nýlega í orustu við
stóran hóp japanskra orustu-
flugvéla og skutu 12 þeirra nið-
ur, en urðu sjálfar fyrir engu
tjóni.
8. herinn kom-
8HER1NN er nú komútm
• 60 km. vestur fyrir Sirte,
sem er nú á váldi hans. Hamt
er álveg á hælum hersveita.
Rommels og hefir átt í bardög-
um við hersveitir hans, sém
verja undanhaldið.
Það er talið, að 8. herinn sé
í þann veginn að vera kominn
til Buerat, sem er 300 km. fyrir
vestan E1 Agheila. Þegar 8. her-
inn tók Sirte var bærinn allur
í rústum. Höfðu Þjóðverjar
eyðilagt þar allt áður en þeir
yfirgáfu hann.
Fréttaritarar í Norður-Afríku
benda á það, að janúarmánuður
geti orðið erfiður fyrir allar
hernaðaraðgerðir vegna kulda
og rigninga, sem oft eru í þeim
mánuði, og eru nú þegar miklar
rigningar í Tunis, sem hindra
mjög allar hernaðaraðgerðir.
Flugvélar Bandamanna halda
þrátt fyrir það uppi stöðugum
loftárásum á stöðvar möndul-
veldanna. Þá hefir hersveitum
Bandamanna við Mejez el Bab
orðið nokkuð ágengt og einnig
hafa Frakkar í Suður-Tunis
treýst stöðu sína þar.
Franskar hersveitir, sem
komu frá Tsad nýlendunni, sem
lýtur Frjálsum Frökkum, hafa
hrakið á flótta ítalskar vélaher-
sveitir 500 km. inn í Libyu-
eyðimörkinni.
300 menn handtekn-
ír i Frabklandi.
1C* RÉTTIR frá Vichy herma,
að 300 menn hafi verið
handtéknir í Frakklandi og var
um hélmingur þeirra handték-
inn í París.
Þeir eru sakaðir um að hafa
staðið í sambandi við „komm-
únista“ og ætlað að stofna til
byltingar. Þá segir, að í fórum
þeirra hafi fundizt fjöldi flúg-
rita og mikið sprengjuefni.
í London er talið, að þessi
fregn bendi til þess, að enn fari
andstaða Frakka gegn Þjóð-
verjum vaxandi.
Darlan var myrtur í Algier-
borg á aðfangadag.
♦ ■
Nafninu á morðingjanum haldið leyndu
INN helzti viðburðurinn, sem gerzt hefir jóladaganna
meðan blöðin komu ekki út, er morðið á Darlan flota-
foringja og æðsta ráðamanni í öllum nýlendum Frakka í
Norður-Af ríku.
Darlan flotaforingi var ráðinn af dögum kl. 2.30 (Norð-
ur-Afríkutími) á aðfangadag. Frá þessum atburðum var
ekki skýrt opinberlega' fyrr en á miðnætti.
Maður sá, sem réð Darlan af
dögum, hafði beðið um viðtal
við hann, en verið synjað um
það. Þegar Darlan kom til vinnu
þennan dag var þessi maður
staddur í biðstofu hans og skaut
hann þegar á hann þremur
skotum, sem særðu hann til
ólífis.
Tilræðismaðurinn reyndi að
komast undan, en nokkrum liðs-
foringjum, sem bar þarna að og
höfðu heyrt skotin, og þustu á
eftir honum, tókst að handsama
hann.
Morðinginn var leiddur fyrir
herrétt og dæmdur til dauða og
var dóminum þegar framfylgt.
Blöð Bandamanna hafa ekki
verið enn sem komið er marg-
orð um þennan atburð og yfir-
leitt hafa þau talið, að þessi at-
burður muni ekki geta haft
neinar stórpólitískar afleiðingar
í för með sér. Eitt blaðið kemst
svo að orði um Darlan, að haxm
hafi átt fáa vini, en marga
fjandmenn.
Þjóðverjar hafa hins vegar
í%. á 7. síð*.