Alþýðublaðið - 29.12.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.12.1942, Blaðsíða 6
.M *w Leikkonan Leslie Brooks í nýju'm fruEmlegum búningi. Horpálfsstaðakaipin og landnði iogólfs irursoau A£) má teljast lofsvert, hvað forráðamenn Reykja- víkur hafa á margan hátt snúizt frá hinni kotungslegu þröng- isýni, sem ríkti hér í bæjar- stjórninni fyrir nokkrum árum, til viðunandi fram'kvæmdahug- ar fyrir bæjarins hönd. Mér dettur í hug dæmi til Btaðfestingar á þessu. Fyrir rúmum 20 árum stóð Reykja- víkurbæ til boða S'kildinganes- eignin hér við Skerjafjörð fyrir nokkrar þúsundir króna, en bæj- arstjórnin hafnaði boðinu, bæn- um, til ómetanlegs tjóns. En nú eru keyptar jarðeignir allfjarri bænum fyrir 2 milijónir króna. Tímarnir breytast og menn- imi með. Það hefir sannast nú eins og oft áður. Þeir, sem haf.a unnig að þess- um málum, eiga þakkir skilið hjá öllum Reykvíkingum, því að þetta mun verða þýðingar- mxkið spor fyrir Reykjavík í iramtíðinni. Mér þykir aðeins vera sá galli á pessu, að lanciö er of lítið, sem bærinn kaupir þarna. Ég vil að rann fcaupi nokKrar jarðir í við- bót, ef hann getur fengið þær Ég vil láta bæinn eiga allt iand upp að Varmá og í stefnu frá Reykjum suður að Geithálsi. Ég géri engar tillögur um það, ’hvernig beri að nota þetta land. Það á auðvitað fyrst og fremst að rækta það. Landrými Reykjavíkur yrði um langt skeið allmikið, þegar þetta væri komio í kring. Þá ætti Reykjavíkurbær Ulfarsíell með hinni fögru Hamra'hlíð innan vébanda sinna, og fyndist mér það út af fyrir sig skemmti legt. Þar ætti að byggja hress- ingarskála. Þangað þykir mörg- um gaman að korna, iþví að út- sýni af Úlfarsfelli er mifcið og fagurt. Líklegast af engu öðru lelli á Mosfellssveitinni fegurra. Það mætti nefna margt í sam- bandi við slík jarðakaup, en ég fer ekkert út í það núna. Rey-kjavík var fyrsta land- námsjörðin á íslandi og var þá stærri en öll GÚllbringusýsla er nú. Ingólfur Arnarson nam land allt milli HvaiLfjarðar og ÖMus- ár. Sogið, sem nú er orðið þýð- ingarmesta tlífæð Reykjavíkur, réð landamerkjum að austan hjá Ingólfi. Jarðhiti er nægur í landnámi hans til þess að hita upp stóra borg, jafnvel margar borgir eins stórar og Rey'kjavík. Ræktanlegt land og engjar á landnámsjörðinni gæti gefið af sér hey til að fóðra fénað, þar á meðal kýr, sem Reykvíkingar, þótt þeir væru helmingi fleiri gætu lifað af. Og þannig mœtti telja margt fleira, sem þessi landnámsjörð hefir í sér fólgið. Með nútíma þekkingu mætti framleiða flest af því, sem fólk- ig þarf til að lifa af, og líklega nægilegt handa öllum á heim- i'linu. En það munu nú búa á landnámsjörðinni nálægt því 2/5 allra landsmanna. Það væri jafnvel engin fjar- stæða, þó að Reykvíkingar tækju það á stefnuskrá sína, að vinna aftur landnám Ingólfs Arnarsonar. Ingóifur var trúmaður eftir eþinrar aldar siðum. Hann fóx guðunum leiðsögn sína er hann sigldi til landsins. Og guðirnir vísuðu ihonum leið til Reykja- víkur. Þeir vissu, hvað eftir- komendur hans myndu þurfa stórt land til að lifa af, og hann fór eftir vísbendingu þeirra, þegar bann nam land sitt. Þannig sáu guðimir fyrir þörfum okkar fyrir þúsund ár- um síðaan. En hjá guðunum er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. M, G. MJÞWUBLA&W Frh. af 4. síðu. verða að tvístra heimilum sín- um og ráðstafa konum og börn- um sitt í hverja áttina eins og niðursetningum. Hver er nær stefnu verkalýðsins, sá, sem tekur petta starf að sér, ver öll um starfstíma og frístunáum sínum í pað, eða hinn, sem tor- veldar starfið? Þá kem ég að síðustu ákær- unni í grein Hálfdáns. Hann segir, að ef mér væri „áhuga- mál að koma húsnæðislausum undir þak, ætti ég að nota heim ild í bráðabirgðalögunum og bera út utanbæjarfólk.“ Það er nú ekki hlaupið að því að bera fólk úr íbúðum án úrskurðar og ekki mitt starf að rannsaka hverjir hafa ólöglegt húsnæði. Það er rannsóknarmál, sem ráðuneytið hefir falið sérstök- uan setudómara og langi listinn um þessa menn, sem Hálfdán segir, að sé hjá mér, er hjá setu dómaranum. Svo eitt enn. — Bráðabirgðalögin frá 29. sept. s.l. heimila umræddan útburð, en það er ljóst, að utanbæjar- fólk, sem út verður borið, getur ekki hafst við á götunni, frem- ur en aðrir, og liggur þá í hlut- arins eðli, ef viðkomendur geta ekki ráðstafað sér og ‘sínum undir þak, að þeir þarfnast hjálpar, enda var það álit hús- næðisnefndarinnar, sem í eru þeir bæjarfulitrúarnir, Björn Bjarnason og Jón Axel Péturs- son, sem allt vildu gera málinu til gagns, að eins og ástatt var og með þeim bráðabirgðalög- um sem fengust, væri eina ráð- ið til að bjarga< fólki frá ömur- legustu húsnæðisvandræðum í vetur að taka sumarbústaði og flýtja í þá utanbæjarmenn, en abæjarmenn í þeirra hús- svo það er í rauninni hr. ífdáh Eiríksson, sem er vald- ur að því, að ekki er hægt að framkvæma útburði. Hefði ég slíkt vald, liði ég ekki mótþróa sumarbústaðaeigendanna. Hálf- dán segir: „Þegar útburður' er hafinn, ætti hann (þ. e. ég) að byrja á Nýlendugötu 22,“ húsi mínu. Með þessu vill Hálfdán gefa í skyn, að ég leigi utan- bæjarmanni, en sannleikurinn er sá, að leigjendur mínir, að undanteknum hr. Karli Þorfinns syni, kaupmanni, sem flutti í í- búð mína, en hann er gamall bæjarmaður, eru allir búnir að vera í húsinu í mörg ár. Sá síð- asti flutti inn fyrir 5 árum. En ef svo skyldi reynast, að utan- bæjarmaður sé í mínu húsi, í ó- löglegu húsnæði í framleigu hjá öðrum, þá er það víst, að um hann verður látið gilda sama og um aðra og væri þá gott að eiga innhlaup í sumarbústað Halfdáínar. Ég skil vel, að þeim, sem eiga sumarbústaði og hafa lagt í þá mikið starf, sé annt um að þeir séu ekki eyðilagðir og sjálfsagt er, að í slíkar íbúðir verði sett valið fólk í umgengni — en sumarbústaðaeigendur ættu líka að geta sett sig í spor húsnæðisleysingjanna, sem verða að tvístra heimilum sín- um eða ráðstafa fjölskyldunum. Sumarbústaðaeigendurnir ættu líka að hugsa um það, að þótt þeir eigi nú húsnæði til dvalar og annað til vara, þá eru nú þeir tímar, að áður en varir geta einhverjir þeirra staðið í sporum húsnæðisleysingjanna og tilfinningarnar fyrir sumar- bústöðunum réttlæta engan veginn það, að sýna mótþróa gegn því, að sumarbústaðimir séu notaðir til handa húsnæðis- lausu fólki. Eg hefi hér að framan flett í sundur biekkingavef Hálfdánar í sumarbústaðamálunum og hrakið dylgjur hans og aðdrótt- anir í minn garð, en ég skal nú snúa mér að því að sanna, að á- stæðan fyrir mótþróa Hálfdán- ar og félaga hans í sumarbú- staðamálunum er ekki það, að bústaðirnir séu ekki íbúðarhæf- rr. Dag nokkurn er ég kallaður á fund borgarstjóra og eru þar fyrir Háldán Eiríksson og Páll Arnason, ver'zlunaxrmaður, sem virtust koma þar fram fyrir hönd þeirra 8 sumarbústaða- eigenda, sem úrskurðaðir voru af húsaleigunefnd til að láta af hendi bústaði sína. Voru þeir að biðja borgarstjóra um vernd gegn yfirgangi mínum. Borgar- stjóri spurði mig, hvort um- getnir bústaðir hefðu ekki verið skoðaðir. Eg skýrði frá því, að húsaleigunefnd hefði gert það, en ég teldi ástæðulaust að ég legði dóm minn á mathæfni bú- staðanna, fyrr en ég hefði feng- ið ráðstöfunarrétt á þeim, en þá myndi ég gera það. Hr. Páll Árnason sagði, að húsaleigu- nefnd hefði ekki skoðað alla bú staðina. Eg skýrði frá því,^ að það myndi vera rétt, því vara- formaður húsaleigunefndar hefði tjáð mér, að Páll og ann- ar maður hefðu neitað nefnd- inni um lykla að bústöðunum, er þeir ætluðu að sannprófa upplýsingar eigendanna, að hér væri um að ræða óíbúðar- hæfa bústaði. Varaformaður- inn hefði ekki talið þörf á að. opna bústaðina með fógeta-* valdi, taldi synjun eigendanna næga sönnun fyrir röngum upp lýsingum. Hálfdán og Páll lögðu þá fram vottorð um, að bústaðirnir væru ekki íbúðar- hæfir. Þegar þeim var sýnt fram á, að ef ekki væri hægt að gera þá íbúðarhæfa, þá yrðu þeir ekki notaðir og gætu þeir sem slíka bústaði ættu unað við það, þá spurðu þeir um tryggingu fyrir því að þeir fengju bú- staðina til umráða næsta sum- ar. Þegar borgarstjóri skýrði frá því, að bústaðirnir yrðu rýmdir aftur 14. maí, þá spurðu þeir hver bætti tjón, sem leigjendur gerðu. Þegar borgar- stjóri skýrði frá, að leiga og út lit bústaðanna yrði metið, svo hægt væri að bæta það sem skemmdist, en matið yrði fram- kvæmt af hlutlausum mats- mönnum, spurðu þeir: „Hvern- ig á að bæta tré, sem brotin verða?“ Þegar þeim var sagt, að ósannað væri, að nokkurt tré yrði brotið, þá kom ástæðan fyrir mótþróanum við leigu- náminu: „Okkur er illa við að láta óvandabundið fólk flytja í bústaði okkar, þetta er aleiga okkar, þetta er byggt handa börnum okkar, svo þau geti not ið dvalar þar að sumri. I þetta hefðum við ekki ráðist, ef okk- ur hefði órað fyrir því, að þetta yrði af okkur tekið“ og enn herða þeir á: „Við brennum heldur bústaði okkar, en að láta nokkurn flytja þangað inn," segja þeir. Eg vænti þess, að lesendunum verði ljóst, að það er ekki umhyggja fyrir þeim, er kynnu að búa í bústöðunum, sem veldur mótþróanum, enda virtist borgarstjóra þetta full- ljóst. Hann sagði þeim, að svona mættu þeir ekki hugsa og íala. Ástandið í hþsnæðismálunum er alvarlegt. Við getum ckki látið fólk dvelja undir bcrum himni, það hlýtur ykkur að vera ljóst. Ástandið er óvenju legt og þess vegna verður að grípa til óvenjulegra ráðsiaí- ana, það er ekki vilji okkar að ganga á rétt neins manns, beld- ur er þörfin og hér er umi hús- næði að ræða, sem eigendurnir hafa ekki not fyrir, en aftur trygging þeim til handa, að fá umráðarétt á þeim trmja, er þeir eru vanir að nota bústaðina. Eg sé ekki annað en að þið verðið að sýna þegnskap. Eitt- hvað á þessa ieið mælti borg- arstjóri, en sendimenn kvöddu og fóru. Þeir urðu mér sam- ferða út og áttu nokkurt sam- tal við mig. Meðal annars Þriðjudaguv 2% desembev .4^42 spurði Hálfdán mig að því, — hvört hann mættí ekki ráöa sjálfur, hver flytti í bústað hans. Eg kvað nei við og sagði að úr því að hann hefði notað rétt sinn til þess, er húsa- leigunefndin bauð honum, og ór því að bústaðirnir væru tekuir leigunámi til handa bæjar- stjórn, réði húsnæðisráðunaut ur hver flytti þangað. Þá spyr Hálfdán mig, hvort hann geti ekki komizt að samkomulagi við mig, að mega sjálfur flytja í bústaðinn og ég ráðstafaði í- búð hans í bænum. Eg kvað það geta tekizt. Hann kvaðst heldur vilja það, ef kona hans samþykkti það, heldur en að láta óviðkomandi búa þar. Af þessu er ekki hægt að draga aðra ályktun en að bústaourinn sé íbúðarhæfur fyrir einhvern vin Hálfdánar eða hainn sjálfan, en óíbúðarhæfur fyrir aðra. Eg hefði óskað að vinna að þessum málum í friði, án blaða skrifa, eins og öðrum örðugum málum, sem fallið hafa í minn hlut að leysa, en þegar Hálf- dán Eiríksson og umbjóðend- ur hans koma fram til þess að torvelda mál, sem lífsspursmál er að leysa fljótt og þegar þeir nota rangar ástæður til þess að gegna sérhagsmunamálum sín- um og leggjast svo lágt, að reyna að gera mig tortryggileg- an og torvelda mér starfið, þá tel ég skylt að skýra viðskipti mín og þeirra í umræddu máli og legg það undir dóm almenn- ings. Magnús V. Jóhannesson. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. sem útvarpið getur annars veitt okkur á þessari hátíð. GESTAKVÖLD útvárpsins var ágætt — og þó sérstaklega reiði- lestur Tómasar Guðmundssonar skálds. Hann var bezti presturinn á þessum jólum. Sá eini þeirra, sem ég heyrði, sem komst að efn- inu. Barnatímar útvarpsins voru líka ágætir og þó bar af barna- tími K.F.U.M.-stúlknanna. Það var barnatími fyrir yngstu börnin. Þau skyldu til fullnustu samtal brúðanna. Eg þekki litla stúlku, sem gekk þegjandi frá útvarpinu og til brúðanna sinna tveggja — önnur var gömul en hin ný — og ræddi við þær ein úti í horni langa stund. — Það sem börnum þykir gaman að, þykir okkur líka gam- an að. STÚLKA TÝNDIST — og fannst aftur. Gömul kona, sem ekki gat sagt hvar hún ætti heima hvarf. Það kviknaði í húsi út frá kerta- ljósi, maður datt í hitaveituskurð og hélt að hann væri kominn heim í rúm. Það var brotist inn og stol- 'ið áfengi frá prívatmönnum. Dar- lan var myrtur og Rússar auglýsa' sífelda sigra sína. — Það gerist margt hjá mannfólkinu, jafnvel á hátíð friðarins. Hannes á horninu. Nýjasta tízka í Ameríkú.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.