Alþýðublaðið - 29.12.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.12.1942, Blaðsíða 4
4 -iA. Útcrefandi: Alþýðafiokburinn. Kitstjori: Stefán Pjetorsson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsitu. ri6 yerfisgötu. Slmar ritstjórnar: 4901 og 4002. afgreíðsiu: 4900 Og 4906. Verð i lausasölu 40 aura AlþýðuprentsiuiSjan h.f. ' f Fjárhagur ríkissjóðs. ÞAÐ er öllum hugsandi mönnum Ijóst, að verð- hækkunarbann það, sem rík- isstjórnin gaf út rétt fyrir jól- in og gilda á til febrúarloka, er ekki nema bráðabirgðaráð- stöfun gegn dýrtíðinni, gerð til þess eins að stöðva dýrtíðarflóð ið í bili meðan verið er að und- irbúa og byggja upp varanlegri og öruggari varnir gegn því. Haldi verðhækkunin áfram úti í heimi, eins og allar líkur eru til, getur verðhækkunarbann eitt út af fyrir sig vitanlega ekki hindrað það, að dýrtíðin haldi einnig áfram að vaxa hér •hjá okkur. Þá verður að grípa til fleiri ráða til þess að halda henni í skefjum, og fer þá ekfei hjá því, að stórkostlegum fjár- upphæðum verði að verja til slíkra dýrtíðarráðstafana úr ríkissjóði, eins og raunar alltaf hefir verið reiknað með, þegar um dýrtíðarráðstafanir hefir verið rætt. En hvað ætti líka að verða því til fyrirstöðu, að ríkissjóð- ur gæti lagt fram það fé, sem til þarf, munu menn spyrja? Hafa tekjur hans ekki farið langt fram úr öllum áætlunum og langt fram úr útgjöldunum undanfarin ár? Hefir hann ekki safnað tekjuafgangi, sem nem- Ur tugmilljómun króna? Sagði ekki Olafur Thors tveimur dög- um fyrir kosningarnar í júlí í sumar: „Á síðasta ári nam tek j uafgangurinn 17 milljón- um“, og „með hinum nýju skattalögum ætti að öðru ó- breyttu að mega vona, að af- gangur í ár yrði 20—25 mill- jónir króna“? Og bætti ekki Ólafur Thors því við þessar yf- irlýsingar, að hann svæfi ró- legri, þegar ríkið hefði þannig eignast 40 milljónir, er það gæti varið til stórra nýrra mann- virkja að ófriðarlokum? Jú, þetta og margt fleira sagði Ólafur Thors, eins og íesa má í Morgunblaðinu 3. júlí í sumar. Og hvað skyldu menn því efast um,' að ríkissjóður gæti lagt fram nokkrar milljónir, ef á þarf að halda, til þess, sem allra nauðsynlegast er — að afstýra yfirvofandi hruni af völdum vaxandi verðbólgu og dýrtíðar? Svo öruggir hafa menn verið í trúnni á yfirlýsingar Ólafs Thors og aðrar líkar um fjár- hag ríkissjóðs, að þeim hefir til skamms tíma ekki dottið annað í hug, en að hægðarleik- ur einn myndi vera fyrir hann, að standast straum af hinum marg fyrirhuguðu og marg um- ræddu dýrtíðarráðstöfunum. En hvað kemur í ljós við um- ræðurnar, sem fram fóru á al- þingi fyrir jólin um heimiíd- ina handa hinni nýju ríkisstjórn ' til að gefa út verðhækkunar- bannið? Haraldur Guðmunds- son varpaði þeirra spurningu fram, hvernig ríkissjóður muni vera undir það búinn, að leggja fram fé til væntanlegra dýrtíð- arráðstafana. Hann benti í því sambandí á, að talið sé, að rík- issjóður muni aðeins á því ári, ____________ALÞYÐUBLAÐIÐ_____________ Magnús V. Jóhannesson: Sumarbústaðirnir f Fossvogi. Hr. hálfdán eiríksson kaupmaður fer enn á stúfana í Alþýðublaðinu 5. þ. m. til þess að gera tilraun til að sýna, að ástæðan fyrir því, að hann og íólagar hans vilja ekki láta sumarbústaði sína til af- nota handa húsnæðislausu fólki sé sú, að bústaðirnir séu •efcki íbúðarhæfir. Eg skal nú gera Hálfdáni og félögum hans nokkur skil. — Hálfdán segir í grein sinni, að ég hafi gefið i skyn, að lýsing hans í Þjóðviljanum 20. f. m. hafi verið til að „sverta bústað- ina.“ Þetta er ekki rétt. Eg gaf það ekki í skyn, heldur sannaði ég að svo var, með ummælum Hálfdánar sjálfs: „Við höfum þá ekki annað að gera en að sverta sumarbústaðina svo, að enginn þori að flytja í þá!“ Eft- ir þessi ummæli kom grein í Þjóðviljanum. Hálfdán segir: „Við viljurn fá úr því skorið, hver hefir talið skýli þessi íbúð- arhæf.“ Þarna á hann við bú- staðina og hann þykist hafa him in höndum tekið með því að birta hluta af bréfi mínu til húsaleigunefndar og byrjar á því, „en ég tel að flestir þeirra muni reynast íbúðarhæfir,“ en sleppir því í bréfinu, þar sem ég skýri frá, að ég hafi ekki skoðað bústaðina af því að ég hafi ekki haft heimild til þess og ennfr. að ég myndi láta mitt álit uppi, þegar ég fengi tækifæri til að skoða hvernig bústaðirnir væru byggðir, en þetta skipti máli og því birti ég bréfið í heild í Alþýðublaðinu. Eg skal engum getum að því leiða, hvort þessi framkoma Hálfdánar er með- fædd hvöt eða vani, að hafa rangt við, en hvoft sem er, er það ljótt, en kemur honum þó ekki til hagsbóta, því ég stend við það álit í bréfinu, sem hann byggir á sekt á hendur mér. Þegar ég fór að hugsa um að fá afnot af sumarbústöðum, — taldi ég rétt að taka til afnota fyrst þá bústaði, sem næstir eru bænum. Sendi ég þá til að athuga bústaðina við Bústaða- veg og Fossvogsveg, sem ekki var í búið, og þeir reyndust þá vera 21. Eg sendi þá með þréfi mínu, 12. okt., því bréfi, sem Hálfdán vitnar í og slítur í sund ur, lista yfir eigendur þessa 21 bústaðar, sem ummælin eiga við, að ég telji flesta muni reyn ast íbúðahæfa. Húsaleigunefnd ♦ sendi mér svo úrskurði um leigunám á 8 þeirra, en hina 13 var ýmist flutt í eða fyrir húsaleigunefnd færðar sönnur. á að þeim væri ráðstafað. Sam- kvæmt þessu eru 13 af 21 í- búðarhæfir, en 8, sem ekki er skorið úr um, svo það stendur óhaggað, að flestir bústaðirnir eru leiguhæfir, þó eitthvað gangi frá af þessum 8, sem þó er ekki sannað. Það er rétt að geta þess, að húsaleigunefndin tjáði mér, að hún hefði gefið eig- endum þessara 8 sumarbústaða kost á því að ráðstafa bústöð- unum til íbúðar, en þeir hefðu neitað því og tveir þeirra neit- að nefndinni um aðgang að sumarbústöðunum til þess að hún gæti gengið úr skugga um, hvort þeir væru íbúðarhæfir. Slíkur mótþrói, sem hér er lýst, á ekkert skylt við aðvörun til yfirvaldanna um að setja ekki húsnæðislaust fólk í óíbúð- arhæít húsnæði. Það eru aðrar hvatir, sem liggja þar á bak við og skal síðar skýrt frá þeim. Hálfdán segir, að ég hafi fal- ast eftir skýli sínu. Þetta er ekki rétt. Hálfdán átti ekki tal við mig fyrr en eftir að húsa- leigunefnd hafði úrskurðað leigunámið og .því ástæðulaust fyrir mig að fara bónarveg að Hálfdáni, enda þýðingarlaust, því ég hafði aldrei heyrt það um Hálfdán, að greiðasemd við náungann stæði hagsmunum hans ofar. Hálídán vill sýna fram á ó- nákvæmni mína í starfi, að ég „hafi bent á það, að bráða- birgðalögin frá 29. sept. þ. á. heimiluðu að taka húsnæði, sem gera mætti íbúðarhæft, en í úr- skurði húsaleigunefndarinnar fyrir leigunáminu sé ekki til- vitnað í þessa lagagrein.“ Eg vil segja Hálfdáni, að hjá mér er engin ónákvæmni í þessu. Mér er sama á hvaða forsendum húsaleigunefndin leggur mér til húsnæði til handa húsnæðis- lausu fólki. Húsnæðið má gera íbúðarhæft, ef það er það ekki fyrir, hverjar sem forsendurnar fyrir leigunáminu eru. Hálfdáni virðist að ég hafi tekið sinna- skiptum sem fyrrverandi verka- lýðsleiðtogi og birtir það gleið- letrað. Af hverju? Af því að' starf mitt skaðar að hans áliti hans hagsmuni. Hálfdán segir, að ég „reki erindi auðmannanna og taki ekki sumarskýli þess eina auðmanns, sem eigi skýli í Fossvogi, sem sé íbúðarhæft “ Eg rek erindi húsnæðisleysingj- anna, sem í þessu tilfelli eru þeir snauðu, já, snauðari en Hálfdán. Menn, sem ekki hafa þak yfir höfuðið, en það hefir hann og auk þess á hann sum- arbústað, sem hann notar ekki nú. Eg get ekki svarað dylgjum um hlutdrægni, af því að Hálf- dán nefnir ekki nafn auðmanns- ins eða hvar skýli hans er, en því er áður svarað, að fyrst var ákveðið að taka bústaðina sem næst voru bænum og ef ur.i- ræddur sumarbústgður er inn á milli iþessara 21, er ég skrif- aði húsaleigunefnd um, þá er þáð á valdi nefndarinnar að gera ákvarðanir viðvíkjandi því. Sé sumarbústaðurinn aftur á móti utan þeirra, þá kemur að honum síðar. Eg tel enga á- stæðu til að gera meira í sum ir- bústaðamálinu fyrr en séð verð ur, hvaða gildi úrskurðir húsa- leigunefndarinnar hafa. Einmitt vegna þess, að ég er ekki breytt- ur frá því ég var verkalýðsfor- ingi, þá tók ég að mér 29. sept. eða daginn fyrir haustflutning- ÞJOÐVILJINN heldur áfram að herjast fyrir þeirri kröfu kommúnista, að íslenzka ríkið taki opinberlega afstöðu til ófriðarins, segi isvo að segja möndulvelduhum stríð á hend- ur. Og samtímis stimplar hann alla þá, sem ekki vilja, að við vopnlaus þ'jóð, víkjutmi frá 'hlut- leysisyfirlýsingu okkar, sem „vini fasismans", sem „vilji setjia smánarblett á íslenzku lþjóðina“. í ritstjórnargrein í Þjóðviljanum á Þorláksmessu var farið eftirfarandi orðum um þetta: „Öll veröldin mótmælir. Allt hið siðaða mannkyn lýsir hatri sínu og fyrirlitningu á þessum níð- ingum, sem sýna mestan dugnað í því að drepa varnarlausar konur og börn, útrýma vopnlausum karl- mönnum, svelta fanga og pína sjúka. En á íslandi er þagað. Varnar- lausasta smáþjóð veraldarinnar, sem ekki hefir neitt á að treysta, nema drengskap annarra þjóða og virðingu þeirra fyrir mannréttind- um, ef hún á að halda frelsi sínu, — hefir ekki mótmælt, hefir ekki látið í ljós andstyggð sína á fas- ismanum svo rækilega að ekki verði um það villzt hvar hún stendur. Og ekki nóg með það. Þegar Sósíalistaflokkurinn, — eini flokkurinn, sem alltaf hefir haft ákveðna stefnu í utanríkis- málum íslendinga — sýnir fram á hver nauðsyn íslendingum sé á því, að skera upp úr um með hvorum samúð þeirra sé á frelsisstríðinu gegn fasisrpanum, ef'_ þeir vilji halda sjálfsvirðingu sinni og ekki glata virðingu annarra þjóða, — þá eru til slík úrþvætti hér á ís- landi, sem beint eða óbeint taka upp hanzkann fyrir Hitler, reyna að afflytja stefnu Sósíalistaflokks- ins í utanríkismálum og hræða fólkið frá því að gera það, sem rétt er. Þessir íorsvarsmenn fasismans á íslandi gera nú allt, sem þeir geta til þess að fá íslenzku þjóðina til þess að láta sem frelsisstríðið gegn fasismanum komi henni ekkert við. .... Nú vilja þeir setja á hana Þriðjudagur 29. desember 194$ Listmálara Olíulitir, Léreft, Vatnslitir, Pappír. Lauoavegl 4. Slmi 2131. ana að reyna að koma húsnæð- islausu fólki undir þak, hafandi ekkert til að styðjast við, ann- að en vonir um þegnskap þeirra, sem ættu sumarbústaði. Þegar enginn fékkst til að reyna að leysa þetta vandamál og bæj- arráð einróma bað mig að taka að mér forystu í málinu, og ein- mitt vegna þess, að ég hafði helgað mikið af frístundum mínum í mörg ár verkalýðsmál- um, til að vinna þeim gagn, er skarðan hlut bera frá borði, — rann blóðið til skyldunnar og ég fann, að mér var skylt að sýna þegnskap. Mér fannst ég standa illa að vígi að neita að gera tilraun til að koma þeim að liði, sem verst. voru settir, þeim er búa við ömurlegustu kjör einstæðingsskaparins, sem Frh. á 6. síðu. smánarblett kaldrifjaðs stríðs- gróðalýðs í augum annarra þjóða.“ Ekki vantar nú frýjunarorðm og ólíkt er nú skrifað því, sem skrifað var fyrir þremur árum, þegar ékki mátti láta svo samúð í ljós með Bandamiönnum í blaði hér á landi, að Þjóðviljinn teldi það ekki óþolandi brot á hlutleysi öfekiar — og er það þó sitt hvað, hvort blöð eða einstaklinjgar taka þannig af- stöðu til ófriðarins eða ríkið sjálft. En þá — fyrir þremur árum — var Rússland helduir ekki komið í stríðið, öðru nær; þá var það enn í vináttubanda- lagi við Hitlcr, og fannst það enginn „smánarblettur11 á sér, þótt það tæki ekki opinberlega afstöðu gegn nazismanum. Þá, 9. okt. 1939, skrifaði Isvestia, aðalb'lað sovétstj órnarinnar: „Stóra Bretland og Frakkland lýsa yfir því, að það sé aðalmark- mið ófriðarins, já hið eina mark- mið, að eyðileggja Hitlerismann. Hver einasti maður hefir fullan rétt til þess að verja eða berjast gegn þessari eða hinni heimsskoð- un, en að eyða mannslífum vegna andstöðu við ákveðnar hugmyndir eða heimsskoðanir — það er á- stæðulaus og hlægileg grimmd. — Það er gagnslaust að reyna að eyða lífsskoðun með eldi og sverði. Það er smekksatriði hvort menn eru meðmæltir eða andstæðir Hitler- ismanum. — En að heyja stríð til eyðileggingar Hitlerismanum, það er glæpsamleg heimska.“ Þannig var nú tónninn í höfuðblaði hins rússneska kommíúmsma fyrir þremur ár- um. Og ekki muna menn til þess ,að Þjóðviljinn stimplaði forystumenn rússnesku þjóðar- innar fyrir slík skrif sem neina „vini fa:si'smans“, sem vildu setja s.mónarblett á rússnesku þjqðina“. Og skyldi maður þó ætla, að það 'hefði staðið tölu- vert nær hinu hervædda stór- veldi, að taka afstöðu til ófrið- arins þá þegar, heldur en okkur, vopnlausri smáþjóð, sem vin- ir þess hér, vi'Ija nú óhnir ota út 'í stríðið. sem nú er að líða, verða að greiðá í uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir, ullj gærur, og kjöt, um 25 milljónir króna, samkvæmt þingsályktun, sem samþykkt var á þingi í sumar. Rikisstjórninni varð svarafátt við spurningu Haralds. Fjár- málaráðherrann, Björn Ólafs- son, varð að biðja um frest til að svara henni. * u Þegar sjálf ríkisstjórnin virð- ist þannig ekki hafa hugmynd um, hvernig fjárhagur rílcis- sjóðs er, þá er vitanlega ekki létt fyrir aðra, að gera sér neina ljósa grie'in fyrir ,honum. En standist þær ágizkanir, sem Har- \ aldur Guðmundsson gat um, að ríkissjóður verði að greiða :im 25 milljónir króna í uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir aðeins á árinu 1942, þá hljóta menn að fara að efast um, að miikið geti orðið eftir af þeim 40 milljóna tekjuafgangi tveggja síðustu ára, sem Ólaf- ur Thors talaði svo digurbarka- lega um fyrir kosningarnar í sumar. Því að svo fáar eru þær ekki, skuldbindingarnar, þar fyrir utan, sem ríkissjóði hafa verið lagðar á herðar undir hinni marglofuðu fjármála- stjórn Sjálfstæðisflokksins. Og máske er líka hvergi nærri séð fyrir .endann á þeím útgjöld- um enn, sem ríkissjóði hafa ver ið bökuð með hinni fáheyrðu þingsályktun frá í-sumar um ó- takmarkaðar uppbætur á út- fluttar landbúnaðarafurðir. Eða hvaða áhrif halda menn að sú þingsályktun hafi haft t. d. á uílarverðið hér heima hjá okk- ur? Og hvernig skyldi hin nýja ríkisstjórn snúast við þeim kröf um, sem heyrzt hefir að sumar ullarverksmiðjurnar hafi kom- ið með til hennar um að ríkis- sjóður greiði þeim mismuninn á því verði, sem þær greiddu fyrir ullina áður en hin fræga þingsályktun var samþykkt, og því, sem þær hafa orðið að greiða fyrir ullina síðan? Sem sagt: Það eru ekki öll kurl komin til grafar enn. Og þó nægilega mikið til þess, að alvarleg ástæða er til að ót.tast um fjárhag ríkissjóðs, þrátt fyr- ir allan hinn mikla og marg um- talaða tekjuafgang síðustu tveggja ára. Það getur því varla talizt viðunandi lengur, að þing °g þjóð séu látin í óvissu um það, hvernig ástæður ríkissjóðs raunverulega eru, enda ber nú brýna nauðsyn til þess, vegna 'hinna fyrirhuguðu dýrtíðarráð- stafan ,að rannsókn á því sé lát- in fara fram hið allra fyrsta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.